Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 2
MOnCTlW BT. ATilTi Föstudagur 24. jan. 1958 Lítil telpa úr Reykjavík á næturferð í Keflavik Barnaverndarnefnd hefur tekið að sér mál hennar I GÆRDAC, í öllum kosningahitanum hér í bænum, kom nýtt, óvenjulegt umræðuefni til sögunnar: Lítil telpa, sem tilkynnt var um í hádegisútvarpinu, að verið hefði í vörzlu lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. I gærkvöldi var Barnaverndarnefnd Reykja- vikur búin að taka mál telpunnar til athugunar, en hún er héðan úr bænum. Á Kópavogshálsi Fréttaritari Mbl. í Keflavík sagði þannig frá því er telpan kom í lögreglustöðina þar í bæn- um í fyrrinótt: í>að var um klukkan 2,40 að- faranótt fimmtudagsins að leigu- bílstjóri úr Reykjavík kom í lög- reglustöðina og var hann með litla telpu, sem sagðist heita Jó- hanna Finnbogadóttir. Leigubílstjórinn kvaðst hafa tekið telpuna upp í bíl sinn á Kópavogshálsi um nóttina. Hefði hún beðið sig að aka sér suður til Keflavíkur. Bílstjórinn mun hafa talið að hún ætti þar heima og ók af stað. Þegar til Kefla- víkur kom vissi telpan ekki hvar hún ætlaði úr bílnum og varð bílstjórinn að lokum að snúa sér til lögreglunnar. í lögreglustöðinni borgaði telp- an bilinn, kr. 260.00. Ekki tókst telpunni að átti sig í lögreglu- stöðinni hvert ferðinni væri heit- ið. Ekið var með hana um bæ- inn, en allt kom fyrir ekki. Það sem eftir var nætur, var telpan á heimilum lögreglumanna í Keflavík. Jóhanna litla gaf þær upplýs- ingar að hún hefði verið hjá frænku sinni, sem býr suður i Kópavogi. Að öðru leyti mun ekki um nóttina hafa tekizt að fá botn í þetta næturferðalag telpunnar og var ákveðið að bíða morguns (fimmtudags). Skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um telpuna í hádegis- útvarpinu, gaf faðir hennar sig Auðvitað shröksugu t ALGJÖRRI málefnalegri uppgjöf breiða Tímamenn nú út gróusögur um andstæðinga sína. Glöggt dsémi þess er í Tímanum í gær og er full ástæða til að virða það fyrir sér, svo vel sem það lýsir vinnubrögðum þessara „um- bótamanna". í feitletraðri grein varpar blaðið m. a. fram þessari spurningu: „Hver greiðir laun fulltrúans í fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sem hcfur að- setur í kosningaskrifstofu SjálfstæðisfIokksins?“ í fram- haldi af því koma ýmsar dylgjur svo sem að það hafi „vakið athygli að lögfræðing ur nokkur . . ., sem er fastur starfsmaður Reykjavíkurbæj- ar og tekur laun hjá bæjar- sjóði, hefur á undanförnum mánuðum ekki sézt á skrif stofu sinni“. Vegna þessa tilefnis er sjálf- sagt að upplýsa eftirfarandi' Orð blaðsins eiga við lög- fræðing í þjónustu fræðslu- stjóra Reykjavíkurbæjar. Á bæjarráðsfundi 22. okt. sl. var samþykkt með samhljóða at- kvæöum allra bæjarráðs- manna að veita lögfræðingn- um „3—4 mánaða orlof frá 1. nóv. að telja án launa“. (10. liður fundargerðar). Þessi samþykkt var síðan staðfest í bæjarstjórn 31. október sl. með samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa, þar á meðal Þórðar Björnssonar. Á þessu tímabili eru öll störf lögfræðingsms alls óvið komandi bæjarstofnunum. fram. Hann starfar á Keflavíkur- flugvelli. Um klukkan 2 í gær- dag kom hann í lögreglustöðina í Keflavík og sótti telpuna. Faðir hennar er úr Reykjavík. Það var ekki fyrr en síðari- hluta dags í gær að starfsfóik Barnaverndarnefndar fékk mál telpunnar til meðferðar, en nefndin mun hafa haft nokkur kynni af högum hennar. Kvaðst fulltrúi nefndarinnar, Þorkeli Kristjánsson, vonast til þess að athugun á máli þessu yrði lokið í gærkvöldi og myndi nefndin reyna að leysa það á þann hátt, sem barninu væri fyrir beztu. Jóhanna litla var komin heim til sín aftur í gærkvöldi. við bæja- og sveifastjóraakosningar 26. Janúar 1958 VIÐ síðustu kosningar gaf Heim- dallur út kosningahandbók, kjós- endahandbókina, sem þá hlaut góðar undirtektir fyrir fróðlegar og vandaðar upplýsingar. Heim- dallur hefur nú gefið út kjós- endahandbók fyrir bæjarstjórnar kosningarnar, sem er ómissandi fyrir hvern þann, er vill fylgjast með kosningunum. f bókinni er mikill fjöldi upplýsinga m. a. úr- slit alþingis- og bæjarstjórnar- kosninga frá 1942, ásamt hlut- fallatölum um kjörfylgi flokka og atkvæðatölum, eins og þær voru lesnar í útvarp við talningu úr síðustu bæjarstjórnarkosning- Yfirburðir Sjálfstæðis- Hafnarfirði manna ■ H AFN ARFIRÐI — Málefna- yfirburðir Sjálfstæðismanna í útvarpsumræðunum í gær- kvöldi um bæjarmálin voru miklir. Deildu þeir að vonum mjög hart á hina óheyrilegu óstjórn kommúnista og Al- þýðuflokksmanna á liðnu kjör timabili, og flettu rækilega of- an af því f jársukki og óreiðu, sem ríkjandi er hjá bæjar- sjóði og bæjarfyrirtækjum. — Lögðu þeir mikla áherzlu á, að höfðnauðsyn væri að koma þessum stofnunum á fjárhags lega sjálfstæðan grundvöll. — Lögðu fulltrúar D-listans áherzlu á nauðsyn þróttmik- ‘ illar forystu Sjálfstæðismanna svo að hér í Hafnarfirði mættí Kjorgogn i sendiráðunum FRÁ utanríkisráðuneytinu barst blaðinu eftirfarandi yfirlýsing í gær: „í tilefni af grein í blaðinu Frjálsri þjóð 23. janúar 1958 í sambandi við atkvæðagreiðslu hjá sendiráðum og ræðismönn- um erlendis tekur utanríkisráðu- neytið þetta fram: Strax og kjörgögn vegna kosn- inga erlendis höfðu borist utan- ríkisráðuneytinu voru þau send öllum sendiráðum fslands er- lendis, ásamt bréfi, þar sem meðal annars var skýrt frá þvi, að framboðslistar hefðu enn ekki verið auglýstir. Var jafnframt í sama bréfi tekið fram, að sendi- ráðunum yrði tilkynnt nánar um listabókstafi flokkanna, er þeir hefðu verið auglýstir. Var það og gert, og sérstaklega bent á, að listabókstafur Þjóðvarnar- flokksins væri F en ekki E, eins og gert hafði verið ráð fyrir i bréfi ráðuneytisins að hann yrði. Nú liggja fyrir upplýsingar frá sendiráðunum, að 9 menn hafi kosið í sendiráðum og ræðis- mannsskrifstofum erlendis, áður en tilkynning um auglýsta lista- bókstafi lá fyrir. Öllum þessum mönnum var gefinn kostur á að kjósa aftur eftir að endanlegar upplýsingar bárust um listabók- stafina. Aðeins einn þeirra (sem kosið hafði í París) óskaði að kjósa á ný. Af ofanrituðu er Ijóst, að um- ræddur misskilningur var leið- réttur í tæka tíð og kemux hann því ekki að sök“. verða blómlegt athafnalíf og framkvæmdir gætu hafizt á hinum ýmsu sviðum, sem van rækt hafa verið. Hafnfirðingar kunna vel að meta hinar málefnalegu ræð- ur þeirra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem töluöu í út- varpsumræðunum í gær- kvöldi, og munu vissulega tryggja bænum sterka meiri- hlutastjórn Sjálfstæðismanna næsta kjörtímabil. — G. E. um. Þá er í bókinni kaflar úr grein Gunnars Thoroddsen um sjálfræði bæjar- og sveitarfélaga, sem er mjög fróðleg. Bókin er að vanda í hinu handhæga þver- broti og fæst í flestum bóka- og blaðsölustöðum. Frú ijáröflunarnelnd ALMENN fjársöfnun í kosn- ingasjóðinn stendur nú yfir. Öll framlög, stór og smá, eru þegin með þökkum, og er fólk vinsamlegast beðið að koma þeim í skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl. Einnig má hringja í síma 17100 og verða framlög- in þá sótt. I»eir, sem fengið hafa áskor un um að taka þátt í „25 króna veltunni“ eru vinsam- legast beðnir að greiða fram- lag sitt nú þegar. Þeir, sem hafa merki flokks ins til sölu, þurfa að gera skil strax. ÞorsSeinn þorskabílur kom ti! Sfykkishóims í fyrrinótf STYKKISHÓLMI, 23. jan. — Eins og áður hefir verið getið um í fréttum, hafa Stykkishólms- hreppur og fiskvinnslustöðvarn- ar í Stykkishólmi stofnað togara- útgerðarfélag, sem er hlutafélag og heitir Þórólfur Mostrarskegg, og fest kaup á togaranum Jörundi frá Akureyri, sem heitir nú Þorst einn þorskabítur, og verður heimilisfang hans í Stykkishólmi. Oddviti ávarpaði mannfjöldann Gengið var endanlega frá kaup samningunum 20. þ. m., og kom togarinn hingað til Stykkishólms í nótt kl. 2. Þó að kalt væri í veðri, hafði nokkur mannfjöldi safnazt saman á bryggjunni við komu skipsins, og ávarpaði odd- viti mannfjöldann. í dag bauð svo hreppsnefnd Stykkishólms áhöfn togarans og stjórn útgerðarfélagsins til há- degisverðar á hóteli Siguvðar Skúlasonar. Sveitarstjórinn Ol- afur Guðmundsson stýrði hófinu, og bauð hann gesti velkomna. ★ ★ ★ Ræður við þetta tækifæri fluttu Jóhann Rafnsson, formaður stjórnarinnar, Kristinn B. Gísla- Afli tregur á Sandgerðisbátitm SANDGERÐI, 23. jan. — Fjórtán bátar hafa róið frá Sandgerði á hverjum degi undanfarið, en afli hefur verið fremur tregur. Hef- ur aflinn verið frá 3 upp í 7 lestir. —Axel. son, oddviti, alþingismennirnir Sigurður Ágústsson og Pétur Pét ursson og kaupfélagsstjórinn Kristján Hallsson. Áhöfnin að mestu sú sama Skipstjórinn á togaranum Ein- ar Sigurjónsson þakkaði fyrir hönd skipshafnarinnar. Einar verður skipstjóri áfram á skipinu og flytzt nú búferlum til Stykkis- hólms. Áhöfnin verður að mestu sú sama og á Jörundi, en nokkrir Stykkishólmsbúar verða þó á skipinu, sem heldur á veiðar í kvöld og mun í fyrstu veiðiför- inni fiska fyrir innanlandsmark- að. — Fréttaritari. Hjólpoibeiðni FYRIR fáum árum brauzt ungur maður héðan úr bænum í það að ná sér í jörð vestur á landi. Þangað fór hann með unnustu sinni og þau tóku til óspilltra málanna að búa sér þarna fram- tíð. En erfiðleikarnir urðu meiri en þau e. t. v. hafa gjört sér í hugarlund, ekki sízt vegna þess að hann var ekki fyllilega heilsu- hraustur. Börnin urðu fimm, og það 6. nú í vændum, á aldrinum 1—9 ára. Smátt og smátt urðu erfiðleik- arnir honum ofurefli. Næstum hver dagur varð heilsu hans ofur efli og síðastliðið sumar gat hann ekki staðið uppréttur við sláttinn, en stóð þar samt. I haust seldi hann jörðina, keypti af vanefnum litla íbúð í þorpi og þau fluttust þangað öll, en eftir stóð allhá greiðsla til þess að íbúðin gæti orðið þeirra virkilega eign. En enn harðnaði á. í nóvember var hann fluttur fárveikur hing- að suður í sjúkrahús og andaðist hér í desember, aðeins þrjátíu ára gamall. Hún fór ein til baka vestur til barnanna, í íbúðina, sem enn vantar allmikið á að þau ættu. Svona standa málin fyrir þess- ari ungu konu. Allt í óvissu, sér- staklega vegna þess sem er ó- goldið af kaupverði íbúðarinnar. Ég hef verið beðinn að vekja athygli á þessu, ef einhverjir góðir menn og konur vildu rétta hér fram hjálpandi hendur. — Það gæti haft mikla þýðingu fyr- ir framtíð þessarar konu og barn- anna hennar. Morgunblaðið hefur góðfúslega lofað að taka við þeim gjöfum til þeirra, sem kynnu að berast. «*rðar Svavarsson. Mesti landskjálfti aldariimar f í Mongólíu MOSKVU, 23. jan. — EinhverJ- ir mestu landskjálftar þessarar aldar áttu sér staS við Altal-fjöll in í Mongólíu 4. des. s. 1., sam- kvæmt fréttum Moskvu-blaðs- ins „Izvestia" í dag. Landskjálft- inn bylti stórum f jölium og mynd aði nýja árfarvegi, sem voru allt upp í 15 km langir. Ekki er getið um tjónið, en það mun hafa verið talsvert, bæði á mönnum og eignum. Brezki landskjálftafræðingur- inn Evelyn Pollard segir, að ýmislegt bendi tii þess, að þessi landskjálfti hafi verið kröftugri en landskjálftinn í San Francisco 1906 og í Assam 1949. Bændur vilja brua Horna fjarðarfljót ffyrir 1960 HÖFN í HORNAFIRÐI, 22. jan. — Fulltrúafundur bænda í Aust- ur-Skaftafellssýslu var haldinn að Hrollaugsstöðum í Suðursveit dagana 18.—19. jan. Hafði fund- urinn mörg mál til meðferðar, einkanlega þó innanhéraðsmál og í því sambandi sérstaklega sam- göngumál. Á bændafundinum kom fram mikill áhugi fyrir því að Horna- fjarðarfljót yrði brúað, en með brú á þau myndi héraðið að miklu leyti tengjast saman, einkanlega sá hluti þess, sem er í verzlun- arsambandi við Höfn. Lagði fund urinn áherzlu á að verkið gæti hafizt á þessu ári og yrði í sein- asta lagi lokið 1960. Þá bar á góma áætlun strand- ferðaskipsins „Herðubreiðar“. Taldi funduriwn nauðsyn bera til að fá áætlun skipsins þannig breytt að skipið hafi viðkomu á þvínær öllum Austfjarðahöfnum, en á þeim hefur Höfn mikilla hagsmuna að gæta, þar eð nær öll sala mjólkurafurða er til bæja á Austfjörðum. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson prófastur á Kálfafellsstað flutti erindi á fundinum er hann nefndi: fslenzk bændamenning í fortíð, nútíð og framtíð. —Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.