Morgunblaðið - 07.03.1958, Side 9

Morgunblaðið - 07.03.1958, Side 9
Föstudagur 7. marz 1958 MORGin\RT. 4ÐIÐ 9 FRÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: JÖSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÖLAFUR EGILSSON Finar Sigurðsson, stud. oecon, Hafnarfirði: Sjálfstæðisstefnan tryggir öryggi, frelsi, frið og framfarir Nýkjörin stjórn Heimdallar Nýlega var haldinn aðalfundur í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Rvík, og hefur áð- ur verið sagt frá f indinum hér í blaðinu, og þá drepið á helztu mál, er þar komu til umræðu. — Hin nýkjörna stjórn félagsins hélt fyrsta fund sinn fyrir skömmu og var þá þessi mynd tekin. Á lienni eru (f. v.): Villijálmur Lúóvíksson, verzlunarskólanemi, Hafsteinn Baldvinsson, erind- veki (gjaldkeri), Baldvin Tryggvason, lögfræðingur (formaður), Sigurður Helgason, skrifstofu- stjóri (varaformaður), Jón E. Ragnarsson, stud. jur. (ritari), Ólafur Jónsson, vélvirki, Stefán Snæbjörnsson húsgagnasmíðanemi og Guðni Gíslason, menntaskólanemi. — A myndina vantar; Skúla Möller, verziunarskólanema og Örn Valdimarsson, skrifstofumann. Við lausn hinna ýmsu efna- anna orðið eini atvinnurekand- hagslegu vandamála hafa komið ' inn. Og vald þeirra manna, sem fram mismunandi stefnur. Á- ráða samningu áætlana þeirra, ÞVÍ HEFUR OFT verið haldið fram, að ungu fólki bæri að hliðra sér hjá stjórnmálum og öðru slíku, þar sem flest er að þeim lyti væri svo flókið og erfitt, að það væri aðeins í verkahring hinna rósknu ig reyndu manna að ráða fram úr þeim. Að mínum dómi er fullmikið úr þessu gert. Þess skal þó geta, að án efa hef- ur unga fólkið miklu minni tök á að kynna sér þessi mál, þar sem þau krefjast nokkurs þroska og andlegrar yfirvegunar. En unga fólkið lætur sér oft fátt um þau finnast aðeins vegna þess, að það álítur það svo í;.arri sín- um hugsunarhætti, að velta vöng- um yíir tyrfnum malum, þar sem niðurstöður virðast oft vera langsóttar. Slíkt er eigi svo und arlegt. Félagslif og stjórnmál Félagslif og félagsleg málefni ná almennt miklu meiri tökum á fólki á þessum aldri en nokkuð annað. Félagslyndi mannsins kem ur hér glöggt í ljós. — En eru þessi félagsmál þá i engum tengsl um við stjórnmál, gæti einhver spurt. Jú, að vissu leyti eru þau það. Og þá fyrst og fremst vegna þess, að stjórnmálin geta haft álirif á framgang þeirra; þau bljóta að vera bundin böndum þeirra manna, sem ráða hverju bæjarfélagi. Einstaklingarnir geta ekki fengið málum sínum framgengt án skilnings og aðstoð ar hins opinbera. í>að er talsvert oft, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir því, að mál þessi eru tengd saman á þennan hátt. En hitt vil ég svo taka skýrt fram, að félög þessi mega ekki undir neinum kringum stæðum verða pólitísk „hreiður“. Með því eru markmið þeirra gerð að engu. Hvert bæjarfélag hefur úr mörgum félagslegum verkefnum að ráða. Þess vegna ber unga fólkinu að vera vel á verði um, að á þeim sé vel haldið, svo að hagsmunum þess sé eigi fyrir borð kastað. Gagnrýni er vopn einstaklingsins til þess að láta í Ijós óánægju, ef illa er haldið á spöðunum, — en honum ber þá jafnframt að lofa það, sem vel er gert. Hér í Hafnarfirði hafa verið miklir misbrestir á því, sem við- víkur félagsmálum. Svo virðist sem stjórnendurnir geri sér ekki ljóst, að æska þessa bæjar á við óviðunandi skilyrði að búa, til þ«ss að sinna áhugamálum sín- um. f stað úrbóta í þessum efnum er fé ausið í lítt hugsuð fyrir- tæki, sem sízt hafa orðið til að auka hróður bæjarins. Það kann að vera, að á stundum sé nokkuð erfitt fyríF hina eldri að skilja hugsunarhátt hinna yngri. En það er þó að minnsta kosti sann- gjörn lágmarkskrafa, að hinir fyrrnefndu geri sér far um að setja sig í spor þeirra, sem yngri eru. Framsýni er nauðsynleg Við vitum að bæjarfélagið þarf mikið fjármagn til að sinna þeim verklegu vandamálum, sem að höndum steðja. Nýjar álögur leggjast á herðar bæjarbúa, til þess að standa straum af þeim. Og ætíð eru ný verkefni fyrir hendi, þegar önnur eru leyst. — Án efa er réttlátast, að ýmis þess ara mála séu fyrr tekin fyrir en hin, sem lúta að menntun og félagslegri starfsemi æskulýðsins. En þess ber þó að gæta, að ekki má láta hin síðarnefndu sitja al- gjörlega á hakanum. Hafnarfjarðarbær hefur farið ört vaxandi á undanförnum ár- um. Ný hverfi hafa risið upp. Þörfin fyrir aðhlynningu bæjar- yfirvaldanna hefur orðið brýnni en áður. Hinn öri vöxtur gefur tilefni til að horft sé fram á leið, leitast við að miða það sem enn er ókomið ekki eingöngu við nú- Einar Sigurðsson tíðina. Bærinn er vel staðsettur, hafnarskilyrði eru hér góð. Næg- ir möguleikar eru hér fyrir hendi til útþenslu atvinnuveganna og þannig mætti lengi telja. En í höndum stjórnenda þessa bæjar hafa þessi skilyrði og mögu leikar verið harla litlir á að líta. Nú státa þeir af nýju frystihúsi, sem sagt er að eigi að vera lyfti- stöng fyrir atvinnulífið hér í bæ. Vissulega ber að fagna þessum nýja áfanga, — en sá er hængur á, að þeir virðast hafa vanhugs- að um starfsgrundvöll þess, ekki gert sér grein fyrir hinum sí- vaxandi tilkostnaði við útgerð togara- og bátaflotans, svo að gera má ráð fyrir margvíslegum erfiðleikum. Þarfir unga fólksins Ungt fólk hlýtur að krefjast þess, að í sérhverju bæjarfélagi séu fyrir hendi næg verkefni, sem það getur bundið lífsstarf sitt við. Því mu» það fagna hverju því skrefi, sem stigið verður til þess að efla atvinnulífið og hvet- ur til þess að nýjar leiðir verði farnar, svo að fjölbreytni í vinnu vali geti orðið sem mest. Hér í bæ eru möguleikar fyrir langskólagengið fólk mjög litlir. Á hinn bóginn er ætíð erfitt fyrir þann, sem ef til vill hefur alið allan sinn aldur í sínum heima- bæ, að þurfa að námi loknu að leita á nýjar slóðir til þess að afla sér lífsviðurværis. Það er þetta, sem virðist vera svo ein- kennandi fyrir hina fámennari bæi; og víst er það, að fámennið hefur sitt að segja. En með fram- taki og víðsýni *r vel unnt að brjóta stærstu hlekkina og ekki sízt er það verkefni unga fólks- ins að berjast fyrir því, að úr- bótum í þessum málum verði hrundið í framkvæmd. Þetta fólk verður að sækja skóla til höfuðstaðarins, sem krefst bæði peninga og tíma. Það nýtur að visu nokkurs styrks frá bænum vegna þessa, en því verð- ur að fylgja fleira. Einmitt það atriði, sem ég hef getið um hér að framan, nefnilega aukning atvinnumöguleikanna er góð leið til þess að styrkja betta fólk. Bærinn hefur af fyrrgreindum sökum orðið að sjá á eftir mörgu nýtu fólki, sem ella hefði setzt hér að og án efa látið málefni bæjarfélagsins til sín taka. Með þessu er ég ekki að gefa í skyn, að hér sé endilega um eins konar ofurmenni að ræða, síður en svo. En þetta er atriði, sem vert er að íhuga vandlega í ljósi þeirrar staðreyndar, að undirstaða hvers bæjarfélags er að eiga völ á dug- andi fólki bæði til lands og sjáv- ar, fólki, sem er víðsýnt og hefur trú á framtíðinni. greiningur hefur verið um mark- j mið og einnig um leiðirnar að settum markmiðum. Það er bar- izt um, hvort megi sín meira sér- eignaréttur eða þjóðnýting, kapi- talismi eða socialismi, til þess að tryggja mannkyninu öryggi, frelsi, frið og framfarir. í okkar þjóðfélagi er háð barátta um það, hvort frjáls samkeppni og fram- tak einstaklingsins eigi að ráða í atvinnulífinu eða skipulagning framkvæmd af ríkisvaldinu, — hvort hið fyrrnefnda hafi í för með sér meiri framleiðsluafköst og réttlátari tekjuskiptingu eða hið síðarnefnda. Ef við íhugum þessar stefnur nánar, verður hverjum lýðfrjáls- um borgara ljóst, að annmarkar socialismans verða þyngri á met- unum en kostir hans og koma þar helzt til eftirfarandi atriði. öllu stjórnarfarslegu lýðræði og öll- um mannréttindum stafar hætta af eflingu rikisvaldsins. Það er með þjóðnýtingu atvinnutækj- sem þjóðarbúskapurinn er þá rekinn eftir, er orðið næstum al- gert. Þannig gætu menn þessir haft ráð borgaranna í hendi sér og hefur það í för með sér, að öll stjórnarandstaða myndi erfið mjög. I sambandi við ákvarðan- ir um starfrækslu hinna ýmsu framleiðslutækja hafa í slíkum tilfellum átt sér stað stórfelld mistök, vegna þess að stjórn þess- ara framleiðslutækja er í hönd- um svo fárra manna, að þeir hafa ekki nægilegt yfirlit yfir þau verkefni, sem falin eru for- sjá þeirra. Trygging frelsis og lýðræðis Hin iLcfnan, svonefndur kapi- talismi, veitir einstaklingnum frelsi og lýðræðisleg mannrétt- indi. Hin frjálsa samkeppni er höfð til þess að tryggja réttláta tekju- og eignaskiptingu, þar sem frjáls markaður útilokar myndun varanlegs gróða. Sér- eignarétturinn er bezta trygging- in fyrir því, að verkaskiptingin fái notið sín, þar sem eigendur framleiðslutækjanna hafa sér- þekkingu á því, hvernig þau verði bezt hagnýtt og ráðstaía þeim í samræmi við það. Það kann að vera, að einhver myndi spyrja, hvort hér væri ekki um eiginhagsmuni að ræða en ekki hagsmuni þjóðarheildarinnar. Því til svars má benda á, að þeg- ar einstaklingurinn vinnur að eigin hagsmunum, þá gerir hann sjálfkrafa og um leið einnig það, sem þjóðarheildinni er fyrir beztu. Mér hefur orðið tíðrætt um þessar sæfnur einfaldlega vegna þess, að þær hljóta að grundvalla þær leiðir, sem farnar eru til þess að ráða fram úr þeim efna- hagsvandamálum, sem að hönd- um steðja. Um þetta hefur verið tekið helzt til of fræðilega til orða, en sérhverjum hlýtur að vera hollt að kynna sér bakgrunn hinna ýmsu stjórnmálastefr.a sér til aukins skilnings og mennlun- I ar. Hellisgerði í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.