Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 16
16 MORGVft’BLAÐIÐ Fostuðagur 7. marz 1958 ■ , WJa / rei Eftir ■ EDGAR MITTEL HOl.ZER ÞýSii.g s Sverrir Haraldsson koddann, eins og þéttar, dökkar vínviðarfléttur. Andlitið hulið að hálfu leyti. Olivia brosti, studdi sig á hinn oinbogann, lyfti upp horni á koddanum sínum og horfði á dökkt skaptið á rakhníf Gregorys. Fyrir ofan koddann lá kyndillinn, sem Eric hafði lánað henni. „Ef Mabel vissi bara hvers vegna ég fékk hann lánaðan — og hvers vegna ég geymi þenn- an rakhníf undir koddanum . . Hún leit af systur sinni og á stólinn, sem stóð við rúmið. Á honum láu gömlu baðfötin . . . „í dag ætla ég að brenna ykkur, gömlu, góðu baðföt, eins og ég sagði honum í gær. Auðvitað mun ég fella nokkur tár ykkar vegna, en ég verð að brenna ykkur. Hann verður að skilja það, að ég stend við hvert orð sem ég segi . . . .“ Svipur hennar þyngdist........ „skrítið. Skildi Mabel ekki kjólinn sinn eftir á stólnum þarna hjá baðfötunum? Við háttuðum báðar samtímis í gærkveldi". Henni fannst likast því, sem ormur væri að skríða eftir dögg- votu iaufblaði, inni í brjóstinu á sér. Aftur hvíldu augu hennar á systurinni og í þetta skiptið voru þau með glaðlegum glampa. Hönd hennar laumaðist inn undir koddann og fingurnir krepptust um skaft hnífsins. „Nornin", hugsaði hún með sér. — „Hún hlýtur að hafa farið inn til hans í nótt og skilið fötin sín eftir þar......“ Ormurinn varð skyndilega heit- ur og döggin rann saman við bióð hennar og skildi eftir unaðs- kennda /róun í limum hennar. „En hvað ég get annars verið heimsk. Hún hefði alls ekki farið með fötin sín inn til hans. Auð- vilað hefði hún farið þangað nak- in, eins og hún er núna. En hvað afbrýðisemin getur gert hugsan- ir manns heimskulegar .. samt er það skrítið. Fötin hennar ættu í réttu lagi að vera á stólnum þarna . . buxurnar hennar og blái kjóllinn, með grænu og rauðu iaufunum og. . . Hún litaðist um í herberginu, en gat hvergi komið auga á fatn- að systur sinnar. . . Gat það hafa verið jumbie, sem fjarlægði þau? Mabel opnaði augun. Oiivia brosti til hennar og sagði: „Svo að þú ert þá vöknuð. Hvað dreymdi þig, yndislega systir mín? Segðu mér það“. Mabel hrukkaði brýrnar, líkast því sem endurminningin un. við- burð kvöldsins hefði risið upp, eins og veggur, og þurrkað út ailar mínningar um draum henn- ar. Hún svaraði ekki. „Segðu mér það fijótt", hvísl- aði Olivia. „Segðu mér það áður en tjaldið fellui’. Dreymcji þig að þú iægir í örmum hans, föðmuð og kysst? Nauztu þess unaðar, að finna bringu-vöðva hans þrýstast niður á fallegu brjóstin þín, sem eru eins og tvö, ung og þroskuð tvíburaepli?" „Hættu þessu heimskulega masi“, tautaði Mabel lágt. Svo kom hún auga á kyndilinn og bætti við: „Hvers vegna geymirðu kynd- ilinn þarna?" „Ég vissi að þú myndir spyrja að því. Það er gert í leynilegum tilgangi". Mabel þagði. „Þú verður að hætta að vera vingjarnleg við hann, Mabel. Ég er svo voðalega afbrýðisöm". „Hvað?“ „Þú heyrðir hvað ég sagði". „Ég vildi óska að þú hættir að verða honum til leiðinda og óþæg inda“. „Heldurðu að þú elskir hann?“ Mabel þagði. „Segðu mér það. Strax. Það er áríðandi". „Ég elska hann", sagði Mabel. „Svo að þú viðurkennir það, eh? En hvað þá með Robert í Art Squad? Var ekki talið að þú vær- ir honum eftirlát áður en Gregory kom hingað? Vorum við ekki jafn- vel farnar að tala um væntanlega giftingu ykkar?" „Itobert", sagði Mabei — „elsk ar Edith í Music Squad". „Oh, var það þess vegna, sém hann hætti alveg að koma hing- að?“ „Já“. „Þú átt engann þinn líka. — Aldrei nefndirðu það einu orði við okkur. Við héldum öll að það hefði verið þú, sem snertir við honum bakinu. Þú hefur átt mjög auðvelt með að hætta að elska hann, verð ég að segja". „Ég elskaði hann aldrei í raun og veru. Ég var bara dálítið hrif- in af honum. Hann vissi það. Við töluðum um það allt saman, áður en við skildum". Olivia virti hana fyrir sér stund arkorn, en sagði svo: „Á ég nú að segja þér dálítið? Áhiif stað- arir.s eru nú loksins búin að verka á þig“. Mabei brosti. „Þú skalt ekki brosa að þessu. Ég held að sál Luise hafi náð þér á sitt veld. Sérðu þennan kyndil? Hann er í rúminu lijá okkur, --egna þín. Ég hef líka Stúlka vön saumaskap óskast. Mýja skéverksmSðjan Bræðraborgarstíg 7. vopn. Ef pabbi hefði ekki sagzt ætla að refsa þér, þá hefði ég gert dálítið við þig í nótt, þegar þú varst sofandi. Ég hafði hugsað mér að framkvæma litla, en alvar lega skurðaðgerð á þér“. „Hættu nú þessari vitleysu'. „Þetta er alls engin vitleysa. Ég- er afbrýðisöm kona. Ég get breytzt í tígrisdýr, þegar ég er afbrýðisöm. Gregory gerir sama glappaskotið og þú. Hann tekur mig ekki alvarlega". „Hvað var það svo, sem þú ætl aðireað gera við mig í nótt?“ spurði Mabel. Olivia hikaði með svarið. „Ég hafði, sko hugsað mér að — að skera af þér brjóstin", sagði hún loks. „Og til hvers það?“ Það komu tár í augun á Oliviu. „Oh, þú veizt að ég hefði aldrei gert það. Þú veizt að ég hefði aldrei gert það, Maby. En ég er voðalega reið við þig, fyrir að hafa iagt ást á Gregory. Hann móðgaði mig, vegna þess að ég e.' ekki fullorðin eins og þú. Hann kallaði mig litla telpu, af því að brjóstin á mér eru flöt“. Mabel hló. Þær heyrðu fótatak fyrir utan dyrnar og faðir þeirra kom inn í herbergið. Hann var nakinn eins og þær. Og á handleggnum bar hann eitthvað sem helzt líktist gömlum kripluðum kjól af móður þeirra. Hann var brosandi. „Ég heyrði að þið voruð að tala saman", sagði hann glaðlega. Þær settust upp írúminu. „Hvað gengur að yður, sir?“ spurði Olivia. „Ég kom hérna með svolítið handa þér, Mabel“, sagði liann og lagði gamla kjólinn á stólinn, sem stóð nálægt rúminu. „Hvað er það?“ „Hm. Gamall, ónothæfur kjóll af móður þinni, sem við grófum upp úr fata-körfunni í gærkveldi, áður en við fórum að hátta. Þú getur verið í honum næsta hálfan mánuðinn". „Þessari druslu? Á ég að vera „Já, stúlka mín. Bara í hálfan mánuð“. „En, pabbi. ..." „Já“, sagði faðir hennar bros- andi og leit spyrjandi til dóttur sinnar. „Þú ætlast þó ekki til þess, að ég fari til kirkju í þessum bún- ingi? Er það, pabbi?“ „Lízt þér eitthvað illa á það, eh“, sagði hann og klóraði sér á hökunni. — „En ég er hræddur um að hjá því verði samt ekki komizt, barnið gott. Mamma þín og ég höfum tekið öll þln föt í okkar vörzlu. Við komum hingað inn á meðan þú svafst og tæmdum fataskápinn þinn. Ég veit að þetta verður dálítið erfitt fyrir þig, en agi er nú einu sinni agi“. „Ég skil“. „Ég vissi alltaf að þú myndir gera það“. Hann leit út um glugg- ann, brosti og dró andann djúpt Slær í gegn! Skiptafundur í þrotabúi Halldórs Hermannssonar, Tjarnargötu 20, Kefla vík, verður haldinn í skrifstofu minni mánudaginn 10. marz 1958, kl. 2,30 e. h. Á fundinum verður tekin ákvörðun um sölu á eignum þrotabúsins. Skiptaráðandinn í Keflavík. Skömmu e£tir að Markúe yfir- i gaf Brún birtust hungraðar, hljóð i látar verur og nálguðust skrokk- | inn gætilega. Síðan réðust úlfarn- | ' ir til atlögu. að sér. — „Það er útlit fyrir ann- an, fagran, heitan dag“. „Með þrumur í fjarska", sagði Olivia. „Hm, það kann vel að verða“, samþykkti faðir hennar. Svo lyfti hann flugnanetinu lítið eitt, stakk hendinni inn undir það og klapp- aði þeim báðum ástúðlega á höf- uðið. „Sjáumst seinna", sagði hann brosandi og gekk út. Mabel sat eins og steinrunn- in og starði út í gegnum flugna- netið, upp í heiðbjartan hirninn- inn. „Mér þykir þetta svo ieitt, Maby“, tautaði Olivia. Mabel þagði, virtist ekki heyra til hennar. „Svo er líka vond lykt af hon- um. Ég finn hana svo greiniiega alia leið hingað". Tárin byrjuðu að streyma niður kinnarnar á Mabel. „Þú verður að halda þig sem lengst frá honum í næsta hálfa mánuðinn, meðan þú ert í svona fötum, er það ekki?“ Eymdarlegt kjökurhljóð barst upp til þeirra. „Aumingja I ogan. Hann er ekki ennþá búinn að ná sér eftir alla skelfinguna. Heyrirðu nú hvernig hann iætur? Við Berton þurftum næstum að bera hann heim, þegar þessi hálfa klukku- stund var liðinn. Hann var ein, máttlaus, skjálfandi hrúga. En hann hafði samt gott af þessu. Hann man alltaf eftir síðastlið- inni nótt og kastar aldrei framar hörðum hlutum inn um glugga. Agi. Við getum ekki orðið ham- ingjusöm án aga“. 9. Þegar Garvey ætlaði að taka sér sæt.i við morgunverðarboiðið, hrökk hann við og stóð hreyfing- arlaus. Hann starði á Mabel, sem einnig var að setjast til borðs. — „I hvern djöfuiinn hefurðu klætt þig, Mabel?" spurði hann. Mabel þagði, eins og steinn. Berton, sem þegar var sezti r, gaut augunum til systur sinnar og einnig honum brá í brún. —• „En .... er þetta spaug, eða 3JlItvarpiö Föstudagur 7. marz. Fastir liðir eins og venjulega. — 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — 18,30 Börnin fara í heim- sókn til merkra manna. (Leið- sögumaður: Guðmundur M. Þor- láksson kennari). — 18,55 Fram- burðarkennsla í esperanto. — 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvars son cand. mag.). — Erindi: Úr suðurgöngu; II: Feneyjar, Milano, Assisi (Þorbjörg Árnadóttir). — 21,00 Létt klassísk tónlist (pl.): Sænskir listamenn syngja og leika. — 21,30 Útvarpssagan: „Sólon íslandus" eftir DavíS Stefánsson frá Fagraskógi; XII (Þorsteinn ö. Stephensen). — 22,10 Passíusálmur (29). —• 22,35 Frægar hljómsveitir (pl.): Píanó- konsert nr. 1 í d-moll, op. 15 eftir Brahms (Malcuzynski og hljóm- sveitin Philharmonia leika. — C. Fritz Rieger stj.). 23,20 Dag- skrárlok. Laugardagur 8. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndí* Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir og veður fregnir. — Raddir frá Norður- löndum; XII: Danska leikonan Bodil Ipsen its „Historien om en moder" eftir II. C. Andersen. —• ló,30 Endurtekið efni. 17,15 Skák þáttur (Baldur Möller). Tónleik- ar. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jónsson; X (Höfundur les). 18,55 1 kvöld- rökkrinu: Tónleikar af plötum. 20,30 Upplestur: Emilía Borg leikkona les smásögu. 20,50 Tón- leikar (plötur). 21,20 Leikrit: — „Pétur og Páll“ eftir Edvard Brandes. — Leikstjóri og þýðandi Haraldur Björnsson. 22,10 Passíu- sálmur (30). 22,20 Danslög (pl.). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.