Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Norðan kaldi, víðast léttskýjað Leiðangur Fuchs Sjá myndir bls. 10. 56. tbl. — Föstudagur 6. marz 1958. Lóðaumsóknir verði endurnýjaðar A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær ræddi Gunnar Thoroddsen nokkuð um eyðiblöð fyrir lóðaum sóknir, sem lóðanefnd hefur gert úr garði. Er þar ætlazt til, að umsækjendur gefi ýmsar upplýs- ingar. Mun á næstunni verða auglýst eftir umsóknum á þess- um eyðiblöðum, en eldri umsókn- ir jafnframt látnar falla úr gildi, enda hafa aðstæður ýmissa um- sækjenda breytzt, síðan þeir lögðu inn umsóknir sínar. Mun hér eftir verða ætlazt til, að lóða- umsóknir séu endurnýjaðar ár- lega. Ég legg til, sagði borgar- stjóri, að bæjarstjórnin fallist á, að umsóknareyðublöðin verði eins og lóðanefnd leggur til og bæjarráð hefur samþykkt, en tek fram, að- með þessu eru engar ákvarðanir teknar um úthlutun- arreglur á lóðum. Báturinn „sló r ' íí ur ser AKRANESI, 6. marz. — Vitað er að Ólafsfjarðarbáturinn Fróði, sem hingað var dreginn til hafn- ar eftir að hafa fengið á sig brot- sjó, var mjög hætt kominn er „hnúturinn" kom á bátinn. Skall hann yfir miðjan bátinn, sprengdi upp lestarlúguna og hálffyliti bátinn af sjó. Allir skipverjar aðrir en skipstjórinn, Guðlaugux Guðmundsson, munu hafa verið niðri í lúkar er þetta gerðist, en þangað niður brauzt sjórinn ekki. Þeir sem til þekkja róma m]ög dugnað og harðfylgi skipstjórans, við að bjarga bátnum. Báturinn er nú kominn hér í slippinn og telur slippstjórinn að viðgerð muni taka svo sem tvo daga. Hafi báturinn „slegið úr sér“ með kjölnum. Bruninn í fyrrakvöld ÞESSI mynd er af liinu gjör- eyðilagöa húsi Steíans Björns- sonar, yí'irverkfræðings Ríkis- útvarpsins, en eldur kom upp í því seint í fyrrakvöld. Svo bráður var eidurinn í húsinu að fólkið bjargaðist nauðuglega út. Stefán hljóð eins og einhv. hefði sinni og börnum í stofunni, sem glugginn til vinstri var á. Heyrði Stefán hljóð eins og einhver hefði skellt hurð. Hélt hann að ein- hver hefði komið inn, en þegar enginn birtist í forstofunni fór hann fram og aðgætti þetta nán ar og opnaði þá hurð að miðstöðv arklefa, en þá var þar mikill eld ur inni. — Gaus eldurinn fram í húsið og síðan með hraða leift- ursins um stofur. Stefán harðaði sér inn í svefnherbergi þar sem lítil telpa hjónanna svaf. Eldur inn flögraði um aila stofuna er □- -□ Stykkishólmi 6/3 BÁTAR héðan og frá öðrum ver- stöðvum á Snæfellsnesi hafa veitt fremur lítið undanfarna daga. ísinn er nú að minnka hér úti fyrir, en Kerlingaskarð er teppt með öllu. — Árni. □- -□ hann bar barnið út og sviðnaði hárið á höfði Stefáns og barns- ins, sem hann hélt á í fanginu. Húsmóðirin hafði orðið að fara út um glugga. Tjón Stefáns er mjög tiifinnanlegt, því ekki tókst að bjarga néinu. Stefán átti mjög gott bókasafn, sem afi hans sr. Benjamín á Grenjaðar stað lagði grundvöllinn að, síðan hélt faðir Stefáns, Bjarni Bene- diktsson póstmeistari á Húsavik áfram að auka það og bæta og loks Stefán, sem enn hafði bætt við það, svo að í því munu hafa verið 1500—2000 bindi, en eink- um var þar að finna bækur um sögu íslands og mannfræðileg efni. Stöðvunarstefnan í framkvœmd: Tóbaksvörur hækka í verði Hækkunin á að gefa ríkissjóði um 10% auknar tekjur af tébakssölu Gamli Gullfaxi seldur til Afríku I FLUGSKÝLI Flugfélagsins suð- ur á Reykjavíkurflugvelli er nú verið að mála yfir nafn og númer, félaganna í Kópavogi verður nk. Kópavogur NÆSTA skemmtun Sjálfstæðis- eins og það er kaliað, á þeirri gömlu, góðu Skymasterflugvél Gullfaxa. Fer hann senn að kveðja Reykjavík, en flugfélag eitt suður í Nigeríu hefur fest kaup á flugvélinni. Félag þetta heitir West African Airways, en auðjöfur einn í Nigeríu mun eiga stærstan hiut í félagi þessu. Féiagið hefur ráðið til sín einn íslending, Ómar Tómasson flug- mann. í ráði mun að þrír flug- menn aðrir, er nýlega hafa lokið atvinnuflugmannsprófi, fari suð- ur þangað til fiugmannsstarfa. sunnudag í Tjarnarkaffi niðri. — Aðgöngumiðar fást í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Mel- gerði 1, í dag kl. 5—7 eh. og á morgun kl. 7—9 eh. SAMKVÆMT þvi, sem Morgun- blaðið fékk upplýst í gær hjá Tóbakseinkasölu ríkisins, þá hækkar allt verðiag á tóbaki í dag og er sú hækkun miðuö við það, að 10% tekjuaukning verði fyrir ríkissjóð af sölu tóbaks. Tóbaksvörurnar hækka yfir- leitt um rúmlega 10% af útsölu- verði, en verðhækkunin er ekki alveg jöfn. Sumar vindlingateg- undir hækka meira en 10%, svo sem Chesterfield, sem hækka úr kr. 12,30 upp í kr. 13.50, 20 stk. pakkinn og sigarettur, sem kost- uðu áður 12,10 kosta nú 13,50 pr. 20 stk. Hækkunin nær til allra teg- unda tóbaksvara. Önnur hækkunin í tíð núverandi stjórnar Þann 1. febr. 1957 hækkuðu tóbaksvörur um 13% upp og ofan allar tegundir. Þegar þessi nýja hækkun bætist nú ofan á er verölagið á tóbakinu orðið mjög •c verulega hærra en það var áður heldur en nýja ríkis- stjórnin tók við. Er hér enn um að ræða eitt dæmið um það, hvernig hin svonefnda stöðvun- arstefna ríkisstjórnarinnar er í framkvæmd. í þessu sambandi er vitaskuld á það að líta, að tóbak er mjög almenn notavara hjá öllum þorra fólks og kemur þessi hækkun því mjög við allan almenning. ... áfengi líka í DAG kemur og til framkvæmd* hækkun á áfengi. Af innlendu áfengi selur Á. V. R. mest af Brennivíni. Það hef- ur kostað kr. 115 flaskan en nú hækkar það upp í kr. 125 flask- an. Ákavítið hækkar úr kr. 120 í kr. 130 flaskan. Wisky, sem kostað hefur 210 kr. hækkar upp í kr. 230 og Gin hækkar úr kr. 155 í kr. 170. Yfirfærslusföðvun í bönkum EINS og nú standa sakir liggja nýjar yfirfærslur algerlega niðri og er ekki neitt yfirfært nema út af eldri skuldbind- ingum. Stafar þetta af megn- um gjaldeyrisskorti, sem virð- ist vera enn meiri nú en hef- ur verið áður og hefur þó oft verið tregt um yfirfærslur á síðustu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær, mun útfloitningur hafa verið frem- Harðindi austur á Héraði Vatnsskortur er þar tilfinnanlegur Tíminn stoðfestir fuUyrðingnr kommnnistn um gengislækk- unurúform stjórnurinnur Er ,,úttektin" í hurðarliðnum ? EINS og kunnugt er hafa kommúnistar látið blað sitt halda uppi hörðum árásum á Vilhjálm Þór bankastjóra fyrir ræöu. hans sl. þriðjudagskvöld. Segja þeir fullum fetum að hann hafi boðað gengislækkun fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fyrir þetta hefur „Þjóðviljinn“ krafizt þess að yfir bankastjóranum verði „umsvifalaust“ vikið frá störfum. Það er athyglisvert að þegar Tíminn svarar í gær þess um árásum kommúnista á Vilhjálm Þór ber liann ekki með einu orði til baka þær fullyrðingar kommúnista að Fram- sóknarflokkurinn muni innan ríkisstjórnarinnar beita sér fyrir gengislækkun. Staðfestir hann þannig með þögninni að Vilhjálmur Þór hafi í umboði Framsóknarflokksins boð- að krónufellingu, eins og blað kommúnista heldur tram a'5 hann hafi gert. „ÚTTEKTIN" AÐ FÆÐAST? I þessu sambandi má geta þess, að sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum, munu þessa dagana vera að leggja síðustu hönd á tillögur sínar. Munu þeir jafnframt hafa afhent stjórninni einhvern hluta þeirra. En Hermann, sein segist elska „almúgann" eins og hjartað í brjóstinu á sér, liggur á þessum tillögum eins og ormur á gulli. Stjórn- arandstaðan, hvað þá heldur vesalings „almúginn“, fær ekk- ert að vita um „úttektina" fyrr en hún dynur yfir!! HÉRAÐI, 3. marz. — Síðastliðnar sex vikur hafa verið óslitin harð- indi hér. 28. janúar kom þó hláka og við hana nokkrir hagar. Einn- ig urðu vegir þá færir jeppabíl- um. Stóð hlákan í sex daga en þá fór að snjóa aftur og síðastliðnar fjórar vikur hefur verið algerlega haglaust fyrir skepnur Sér ekki á dökkan díl Á Út-Héraði eru allir vegir tepptir vegna fannkomu en á Efra-Héraði er snjóléttara. Þó hafa skepnur verið þar oft. í hús- um vegna veðurhams. Vegir þar eru einnig lítt færir og sums staðar ófærir. Segja má að hvergi sjái á dökkan díl í héraðinu. Einn snjóbíll er hér á ferð sem reynir að bæta úr brýnustu nauð- synjum með samgöngur innan- héraðs. Þá gengur einnig snjó- bíll af Reyðarfirði annað veifið og hinn ötuli Þorbjörn Arnodds- son heldur alltaf uppi ferðum yf- ir hina háu og erfiðu Fjarðar- heiði, svo að alltaf er samband við 'Seyðisfjörð. Hreysti búfjár hefur verið góð í vetur. Hey hafa reynzt vel enda náðist allur fyrri sláttur í sumar í hlöður með ágætri nýtingu, en það hefur mikið að segja til skepnueldis. Hreindýr hafa lítið komið hér úteftir í vetur. Er það ólíkt því hreindýrin hingað í stórum hóp- um. Minni harðindi og snjóléttara var þó um þetta leyti í fyrra en nú er. Gefur þetta til kynna, að hagar eru fyrir hreindýrin inni um allar afréttir. Vatnsskortur Vatnsskortur er víða mikill. Úrkomuleysi veldur því svo og óvenjulega hörð frost. Frost hef- ur verið hér undanfarið 20 stig dag eftir dag. Rafstöðvar við smá ár eru vatnslitlar og neyzluvatn í brunnum er sums staðar af skornum skammti. Á nokkrum stöðum hefur frosið í vatnsleiðsl- um og þær sprungið eða stíflazt. Síðastliðið sumar var mjög úr- komulítið og í haust fraus jörðin algerlega þurr. Má í því finna orsökina fyrir vatnsskortinum. — G. H. VöruskmtajöM- urinn óhagstæöur VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var óhagstæður um 29,5 millj. kr. í janúarmánuði. Útflutningurinn nam 51,8 millj. kr., en innflutn- ingurinn 81,3 millj. í janúar sl. ár var vöruskipta- jöfnuðurinn aftur á móti hag- stæður um 23,5 millj. kr. Inn var flutt fyrir 42 millj. kr„ en út ur tregur í febrúar og enn ekki fullljóst um útflutningsmögu- leika í yfirstandandi mánuðl en enginn gjaldeyrir *r til, sem unnt er að nota í nýjar yíirfærslur. Hrúgást því upp beiðnir um gjaldeyrl og óaf- greidd leyfi og blasir við hið mesta vandræöaástnd í þess- um efnum. FjárhagsáætluB Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — A fund» landsmálafélagsins Fram, sem lialdinn verður í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld og hefst kL 8,30, verður rætt um fjárhags- áætiun Hafnarfjarðar fyrir ár ið 1958. Einnig verða rædd önnur bæjarmál. — Er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna á fundinum. OrSsending til sem var í fyrravetur, en þá komu | fyrir 65,5 millj. kr. ORÐSENDING frá Fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélagahna í Reykjavík. Vegna endurskoðunar á um dæmaskrám frá bæjarstjórn- arkosningum í janúar sl. eru umdæmafulltrúar Sjálfstæðis flokksins í Reykjavík vinsam- lega beðnir um að koma tii viðtals í skrifstofu Fulltrúa- ráðsins næstu daga. Skrit- stofan er opin alla virka daga kl. 9—12 og 13—19. Sjórn Fulltrúaráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.