Morgunblaðið - 15.03.1958, Side 3
Laugardagur 15. marz 1958
M oncxns B1AÐIÐ
3
Greinargerð við frumvarp
Jóns Pálmasonar
Sjá frv. á bls. 16
Fyrirmæli Alþingis ekki virt
Með öllum þeim öfgum sem
ganga í þá átt að draga sem mest
af fjármagni þjóðarinnar undir
rikisvaldið, verður það enn meir
óþolandi, að vald og fyrirmæli Ai-
þingis eru ekki virt eins og vera
ber. Ástandið 1 því efni er í stuttu
máii sagt á þessa leið:
Á hverju ári situr fjárveitinga-
nefnd Alþingis yfir því mánuðum
saman að afgreiða fjárlagafrum-
varp i hendur þingsins. Þegar svo
loks er lokið, að afgreiða fjárlögin
á Alþingi, eiga þau að eðlilegum
hætti og samkvæmt stjórnarskrá
íslands að gilda fyrir næsta ár. Þau
gera það og að formi til.
En reynslan sannar, að forstöðu-
menn ríkisstofnana og sjálf ríkis-
stjórnin virða fjárlögin ekki nema
í einstökum atriðum og yfirleitt
mjög takmarkað. Þetta verður
sannað með þeim upplýsingurn,
sem hér fara á eftir.
Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga
Samkvæmt 43. gr. í stjórnarskrá
lýðveldisins íslands kýs Alþingi
árlega 3 yfirskoðunarmenn til að
yfirfara reikninga ríkisins og stofn-
ana þess, eftir að hin umboðslega
endurskoðun hefur farið fram.
Verkefni þessara n\anna er aðal-
lega tvenns konar: Annars vegar
að gæta að því, að reikningarnir
séu rétt færðir og gefi sanna mynd
af fjármálaástandinu. Hins vegar
að skoða það, hvort fylgt hefur
verið fyrirmælum fjárlaga og
* KVIKMYNDIR +
,Dóttir Mata-Haris'
HINN víðfrægi kven-njósnari frá
fyrri heimsstyrjöld, Mata-Hari,
sem skotin var fyrir njósnir, átti
víst enga dóttur, en þessi franska
litkvikmynd, sem nú er sýnd í
Laugarásbíói, er ekki verri fyrir
það. — Myndin gerist á Jövu og
hefst árið 1941. Ung og fögur
dansmær, Elyna, sýnir listir sín-
ar í næturklúbb í Batavíu og
hrífur alla með yndisþokka sín-
um og „eksotiskum“ dansi, þeirra
á meðal hinn glæsilega soldán
eyjarinnar, Anak prins. Þau fella
hugi saman og eiga marga ljúfa
samfundi. En nú gera Japanir
innrás á Jövu og hertaka eyjuna.
Douglas Kent, starfsmaður amer-
ísku leyniþjónustunnar, fær El-
ynu til að starfa með sér, þar eð
hún hyggur, að hún geti með því
orðið Anak að liði. Gerast nú
margir voveiflegir atburðir, þar
sem teflt er um líf og dauða sögu-
persónanna og fer svo að lokum
að Japanir gruna þau Elynu og
Kent um njósnir og tekst þeim
að flýja undan Japönum til
Bandaríkjanna. Að loknu stríð-
inu í Austurlöndum, ná Hollend-
ingar aftur yfirráðum á Jövu og
hefst þar þá borgarastyrjöld
gegn Hollendingum og er Anak
íoringi hinna innfæddu. Elyna og
Kent koma nú aftur til Jövu og
reyna að stilla til friðar milli
uppreisnarmanna og Hollendinga
og atvikast svo að Elyna lendir
í höndum Hollendinga sem gisl —
en lengra verður sagan ekki rak-
in hér.
Myndin er tekin á þeim slóð-
um þar sem atburöirnir gerast
og gefur það henni sitt gildi. Hún
er einnig mjög efnisrík og
spenna hennar er geysimikil. —
Leikstjórnin er og prýðileg og
leikurinn með ágætum. Einkum
er frábær og heillandi dans El-
ynu, enda fer hin fræga dans-
mær Ludmilla Tcherina með
hlutverk hennai-, en Tcherina
dansaði meðal annars í „Rauðu
skónum" og „Hoffmanns-ævin-
týrum“ og fékk verðlaun 1950 í
Vichy og 1952 í Buenos Ayres.
Erno Crisa, sem leikur Anak, er
einnig mikilhæfur leikari og upp-
rennandi „stjarna" á kvikmynda-
himninum.
Ego.
annarra laga, sem Alþingi hefur
sett.
Um hið fyrra verkefni er það að
segja, að yfirskoðunarmenn hafa
yfirleitt ekki séð ástæðu til
athugasemda á því sviði. Þetta er
af því, að frágangur allur frá hálfu
ríkisbókhaldsins hefur verið í hinu
bezta lagi.
Um hið síðara verkefni er mikið
öðru máli að gegna, því að það hef
ur sannazt á mjög áberand hátt, að
fyrirmælum Alþingis er ekki hlýtt.
Margvíslegar athugasemdir
Á ári hverju gera yfirskoðunar-
menn margvíslegar athugasemdir
um eyðslu utan fjárlaga, um slæ-
lega innheimtu hjá ríkinu og stofn
unum þess o. fl. Allt er þetta um
garð gengið þegar yfirskoðunar-
menn fá reikninga í hendur, og þeir
hafa ekkert vald og enga mögu-
lcika til að koma i veg fyrir það,
sem orðið er. Hver liefur svo orðið
og er árangur af öllum þeim að-
finnslum, sem yfirskoðunarmenn
hafa gert? Þeim er alitaf svarað
með alla vega afsökunum og vífi'
lengjum um nauðsyn þess að fjölga
starfsmönnum Uér og þar, eyða i
framkvæmdir og nýjan kostnað
veita lán, ganga í ábyrgðir o. s. frv.
Hvort Alþingi hafi með lögleg
um hætti ákveðiö fjárframlögin,
virðist algcrt aukaatriöi og nánast
þýðingarlaust í augum forstjóranna
og fjármáiaráðherrans, sem svörin
sendir. Það er ekki nóg meö það, að
tii aöfinnslanna er ekkert tillit tek-
ið' í framkvæmdinni, lieidur bæta
sumir aðilarnir ár eftir ár gráu
ofan á svart. Þetla fer l'ram á þann
hátt, að ýmsar þær stofnanir og
starfsgrcinar, sem mestu eyða um-
fram fjárlög, fá á næsta þingi að
fyririagi fjármáiaráöherra og fjár-
veitinganefndar mjög hrekkaða
áætlun um útgjöld. Næst eyða þær
svo stundum enn meira utan fjár-
laga, og þannig gengur koll af kolli.
Þegar yfirskoðunarmenn sjá það og
finna ár eftir ár, hvcrnig með er
farið af hálfu l'ramkvæmdavaldsins,
þá þreytast þcir eðlilega a því, að'
starf þeirra er gert miklu áhrifa-
minna en til hefur vcrið' ætlazt.
Þetta frumvarp er flutt til þess að
gera breytingu á þessu ástandi.
Vald yfirskoðunarinanna
Yfirskoðunarmenn eru trúnaðar-
menn Aiþingis og starfa á ábýrgð |
þess. Ef starf þeirra á að koma að
notum, verða þeir að hafa vald. Og
þegar um er að ræða að ákveða um
það, livort þaö er Alþingi eða ríkis
stjórn, sem hefur fjárveitingavald-
ið, þá er eðliiegt, að trúnaðarmenn
Alþingis séu þar til eftirlits. Og að
sjálfsögðu væri þá þessum mönn-
um skylt að gefa Alþingi skýrslu
um störf sín og gera fjárveitinga-
nefnd grein fyrir öllu, sem hún
óskar eftir, varðandi rekstur ríkis-
ins og stofnana þess.
Þegar verksviði yfirskoðunar-
manna hefur verið breytt, svo sem
þetta frumvarp gerir ráð fyrir, þá
má segja, að það starf, sem þeim
er ætlað samkvæmt stjórnar-
skránni, verði miklu léttara, og
vafalaust mætti þá breyta ákvæð-
unum um það, þegar stjórnarskrá-
in verður endurbætt.
Gi'-id'slur utan fjárlaga
Til söjinunar því, sem hér að
framan er sagt um fjárgreiðslur
utan fjárlaga, fer hér á eftir yfir-
lit um þær á tímabilinu frá ársbyrj-
un 1950 til ársloka 1956.
Sú skýrsla er á þessa leið:
Ekki eru heldur tekin með út-
gjöld framleiðslusjóðs 1956, enda
þótt þar sé um ríkisstoínun aö
ræð'a.
Eftirlit erlendis
Um eftirlit 1 þessuiu eínum í öðr-
um löndum er í stuttu rnali þetta
að segja:
Vafasamt er, að nokkurs staðar
sé jafnlítið aðhalcl að ríkisstjórn um
greiðslur umfram heimildir lög-
gjaíarþingsins. í Bretlandi verða
allar slíkar greiðslur að hljóta sam
þykki nefnda, sem kjörnar eru af
þinginu, hver fyrir sína grein rikis
búskaparins. Verða nefndir þessar
jafnframt að leggja blessun sína
yfir skiptingu þess fjár, sem veitt
er í einu lagi í fjárlögum, svo sem
gert er hér t. d. með fjárveitingar
til alvinnuaukningar, viðhalds
vega, fjallvega o. s. frv., sem ráð-
herra einn ræður skiptingu á. í
Danmörku er ríkisstjórninni ekki
heimilt að eyða fé umfram heimild
í fjárlögum eða fjáraukalögum. Er
svipað ákvæði um þetta efni i stjórnl
arskrá Ðanmerkur og í stjórnar-1
skrá íslands. Sú venja mun þó i
einnig hafa skapazt í Danmörku,
að greiddar séu stundum fjárhæðir
úr ríkissjóði í trausti samþykkis
þingsins síðar í væntanlegum fjár-
aukalögum, en þó því að'eins, að
áður sé leitað samþykkis fjárveit-
inganefndar þingsins. í Bandaríkj-
unum liefur ríkisstjórnin ekki
heimild til neinnar fjárgreiðslu úr
ríkissjóði, sem þingið hefur ekki
áð'ur samþykkt. Bandaríkjaþing
hefur einnig sérstakan eftirlits-
mann með íramkvæmd rikisstjórn-
arinnar á fjárveitingum þingsins.
Fylgist eftrlitsmaður þessi jafn-
framt með fjárreiðum allra ríkis-
stofnana og gerir þinginu árlega
grein fyrir niðurstöðum sínum. Er
eftirlitsmaður þessi skipaður til 15
ára og verður á því tímabili því
aðeins vikið frá störfum, að þingið
samþykki það. Sami mað'ur má
ekki gegna starfi þessu nema eitt
kjörtímabil.
(Millifyrirsagnir og leturbr.
gerðar af Mbl.)
SMSTEIMR
Árið 1050 122,7 millj. kr.
— 1951 114,1 — —
— 1952 58,8 — —
— 1953 ...: 94,1 — —
— 1954
— 1955 122,2 — —
— 1956 135,9 — —
Samt. á 7 árum 733,9 millj. kr.
Þetta gerir 104,8 milljónir króna
að meðaltali á ári.
Fimm fyrri árin, er talan teirin
eftir útgefnum og samþykktum
fjáraukalögum, en tvö síðustu árin
eftir ríkisreikningunum, sem íyr-
ir liggja, samkvæmt sjóðsyfirliti og
mismun á útgjöldum ríkisstotnana
samkvæmt 3. gr. fjárlaga. Þess í.kal
getið, að eigi er tekið með það, sem
talið er ráðstöfun á tekjuafgar.gi,
enda þótt það séu orðin útgjöld,
áður en reikningunum er lokaö, og
voru þær upphæðir:
Árið 1955 .......... kr. 72363524.18
Árið 1956 .......... kr. 40339132.96
Atriði úr leikþættinum „Riders to the Sea“. Á myndinni sjást
Rosaleen Mc Menahin, Ann O’Dwyer og Mary Fitzsimmons.
Leikflokkur írskra sfúd-
enfa kemur og sýnir
leikþœtti
Meðal þeirra er hið fræga ieikrit
Synges — „Riders to the Seo"
í næstu viku kemur hingað | Yeats og Helreiðin (Riders
leikflokkur frá leikfélagi | the Sea) eftir J. M. .Synge.
to
stúdenta við þjóðháskólann
Dublin. Ætla þeir að sýna hér
fjögur írsk leikrit, þeirra á
meðal hið víðþekkta leikrit J.
M. Synge „Riders to the Sea“.
Fulltrúar írlandsvinafélagsins,
Bandalags íslenzkra leikfélaga
og Stúdentaráðs skýrðu blöðun-
um í gær frá þessari væntanlegu
heimsókn stúdentaleikflokksins.
En þessir þrír aðiljar munu taka
á móti hinum írsku stúdentum.
Mikilfengleg list.
Lárus Sigurojörnsson formað-
ur irlandsvinaíélagsins, sen. er
vel kunnur írsku leiklistarlífi
greindi frá þvi, að stúdentar við
þjóðháskólann (National Uni-
versity College) hefðu mjög góða
aðstöðu til að iðka leiklist. í há-
skólanum sjálfum væri svið, þar
sem stúdentarnir æfðu og íhug-
uðu leikrit, og oft kæmu þar fram
ýmis ný og sérkennileg verk. —
Ég tel óhætt að fullyrða, að þess-
ir stúdentar flytja okkur aðeins
göfuga og áhrifamikla list.
Verkefnin, sem þeir hafa valið
til sýningar eru: Kossinn (The
Kiss) eftir Austin Clarke, Bylt-
ing með tungikomu (The Rising
of the Moon), eftir Lady Gre-
gory, Kötturinn og tunglið (The
Cat and the Moon) eftir W. B.
Hlutverk Abbey-leikhússins.
Allt eru þetta einþáttungar. Sá
fyrsttaldi, — Kossinn, er eftir nú
lifandi leikritaskáld Austin
Clarke, sem nú er leiklistarráðu-
nautur við Abbey-leikhúsið. Hin
þrjú leikritin eru eftir þau þrjú
leikritaskáld, sem stofnuðu
Abbey-leikhúsið. Bylting með
tunglkomu er frá írsku byltingar
dögunum, Kötturinn og tunglið
er mjög sérkennilegt leikrit, sem
Yeats samdi í samráði við Ezra
I-ound, er var ritari hans um
skeið.
Frumsýning verður í Iðnó
íimmtudaginn 26 marz. Annars
verða sýningar í F.evkjavik fáar
en ákveðið hefur verið að halda
eina sýningu í Hafnarfirði.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
leikflokkur írskra stúdenta fer
i sýningarför til annarra landa.
Hafa þeir valið ísland fyrst, því
að þejr finna til skyldleika við
Islendinga og hafa mikinn áhuga
á að kynnast landi og þjóð.
PATREKSFIRÐI, 14. marz. —
Talsverð harðindi eru hér. og er
góan harðari en þorrinn var. Sr.jó
koma og hríðarveður hefur verið
undanfarið. Fé er almennt á gjöf.
—Karl.
200 milljónir eða hvað?
Sl. miðvikudag komst Bern-
harð Stefánsson forseti efri
deildar Alþingis þannig að orði
í ræðu er hann flutti í sameiniuöu
þingi, að ef tekjuskatturinn yrði
afnuminn eins og Alþýðuflokks-
menn teldu koma- til mála þá
yrði að afla fjár í ríkissjóð er
næmi um 300 millj. kr., þar af
100 millj. kr. vegna afnáms tekju-
skattsins.
Af þessu virðist mega ráða að
Framsóknarmenn telji að ríkis-
sjóð og framleiðslusjóð vanti
sem stendur 200 millj. kr. nýjar
tekjur á þessu ári.
í grein, sem Lúðvík Jósefsson
skrifaði í „Þjóöviljann" í þann
mund, sem liann flaug til Genfar
taldi hann hins vegar að ríkis-
sjóð og framleið'slusjóð vantaði
aðeins um 90 millj, kr. auknar
tekjur á þessu ári.
Töluvert ber því á milli um
tekjuþörfina hjá ráöamönnum
vinstri stjórnarinnar. En nú er
setið við í stjórnarráðinu og
reiknað af alefli. 200 milljónir
eða 100 milljónir í nýjum skött-
um og tollum á almenning, það
er hin stóra spurning, sem vinstri
stjórnin veltir fyrir sér um þess-
ar mundir. Tíminn segir að vísu
í gær, að -styrkjastefnan sé al-
gerlega orðin úrelt og hafi gengið
sér til liúðar. Engu að síður situr
Eysteinn með Lúðvík vini sinum
og Gylfa „ráðherra án fylgis“
og reiknar út milljónir í styrkja-
og uppbótahítina.
Flytur ríkisstjórnin
„róg um ísland“?
Timamenn eru öðru hverju a8
ndurtaka þvælu sfna um aö
vondir blaðamenn við Morgun-
blað'ið segi fólki úti í heimi, hvað
hér sé að gerast. Það' segir Tím-
inn að sé „rógur um ísland“. Það
er t. d. „rógur um ísland“ að
erlend blöð fái að vita það, að
öll útflulningsframleiðsla íslend.
inga byggist á styrkjum og upp-
bótum, sem rikissjóður og þar
með almenningur i landinu
verða að greiða.
En Tímainenn halda að íslenzk
ur almenningur viti það ekki, að
sjálf rikisstjórnin, bankar og
fleiri innlendar stofnanir scnda
á hverju ári fyllstu upplýsingar
um þetta til fjölda erlendra stofn
ana og alþjóðlegra samtaka, sem
ísland er aðili að. Eru þá rikis-
stjórnin og bankarnir a'ð flytja
„róg um ísland“ á erlendum vett
vangi?
Alltaf í músarholunni
Engin takmörk eru fyrir
hcimsku Timaliðsins. Það heldur
að það geti hamrað á hreinni
vitleysu dag eftir dag með þeim
árangri að vitiborið fólk trúi
henni. Afleiðingin er engin önn-
ur en sú, að meginhluti þjóðar-
innar trúir engu orði af því. sem
Tíminn segir. Það er engu likara
en a'ð Tímamenn séu alltaf lok-
aðir inni í músarholu, sjái
j aldrei heiðan himin eða rís-
’ andi sól. Þess vegna ríg-
halda þeir i innilokunar-
j stefnu, sem enginn tekur lengur
mark á, þess vegna telja þeir
það „róg um ísland“ sem bæði
sjálf ríkisstjórnin, fjöldi opin-
berra stofnana og frjáls frétta-
flutningur miðla umheiminum af
fréttum um íslenzka þjóðarliagi.
íslendingar vilja ekki að land
þeirra sé lokað land eins og
svartholsríki kommúnista i'yrir
austan járntald. íslenzkur al-
menningur vill bæð'i fá fréttir
frá öðrum þjóðum og veita um-
heiminum tækifæri til þess að
vita sannleikann um ísland og
■ e