Morgunblaðið - 15.03.1958, Qupperneq 6
6
MORGVHfír 4Ð1Ð
Lai.ierardaefur 15. marz 1958
REYNSLAN AF VIÐRÆÐUM
VIÐ RÚSSA
Síorf héraðsFáðiS"
nauta eru margvísleg
Ræif við Sigfús Þorsteinsson
og Egil Bjarnason
TELJA má nú, að ráðið sé
til fulls að haldinn verði
fundur hinna æðstu
manna, sem svo hefur verið
nefndur. Því er sízt að leyna að
Bandaríkjastjórn, og þá ekki sízt
Dulles, utanríkisráðherra, hefur
verið mjög svartsýn um árang-
ur slíkrar ráðstefnu og haft það
sjónarmið mjög uppi að ef eng-
inn árangur, sem talizt gæti, næð
ist á þessari ráðstefnu, yrði hún
til þess að herða á kalda stríðinu
og magna vígbúnaðinn. Banda-
rísk blöð hafa gert sér tíðrætt
um viðskiptin við Rússa á undan
gengnum tíma og hin miklu svik
þeirra á loforðum og samningum.
Hafa langar skrár og skýrslur
birzt um þetta í blöðum í Vestur
heimi. f vestur-íslenzka blaðinu
„Heimskringlu11 birtist fyrir
stuttu nokkurt yfirlit um þetta
efni og fer það hér á eftir.
í lok greinarinnar má sjá að
„Heimskringla“ tekur þarna
mjög einbeitta afstöðu með Eis-
enhower forseta og undrast, að
vestrænu þjóðirnar skuli ekki
skilja tregðu Ameríkumanna á
að halda slíkan fund. Er þessi
grein á ýmsan hátt fróðleg, auk
þess sem hún sýnir sjónarmið
þessa blaðs landa vorra vestan
við hafið. Sá kafli greinarinnar,
sem hér verður birtur er á þessa
leið:
„Hvers vegna er Eienhov/er
forseti tregur til þátttöku í við-
ræðum við Khrushchev, sem nú
er svo mjög krafizt af hinum
vestlægu þjóðum? Ef til vill er
honum sagan um gerða samninga
við Rússa ofar í huga, en flestum
samherjum hans. En hún er í
grárra lagi á að líta.
Skal hér í fáum orðum litið
yfir orðheldni Kreml-stjórnar í
sambandi við gerða samninga á
síðastliðnum fjörutíu árum.
Þrír bandarískir forsetar hafa
ferðazt 40.454 mílur og eytt 36
dögum í viðtal við forsætisráð-
herra Rússlands.
Roosevelt kom á fund við Stal-
in í Teheran 1943.
Árangur? Stalin gerði 4 veiga-
mikla samninga; hann sveik þá
alla.
Roosevelt átti fund með Stalin
á Jalta 1945.
Árangur? Stalin gerði 6 samn-
inga og sveik fimm af þeim.
Hann hélt aðeins samninginn
um að fara í stríðið á móti Jöp-
unum.
Truman og Stalin komu sam-
an í Potsdam 1945. Stalin gerði
14 samninga við hann; þeir voru
allir sviknir.
Eisenhower og Krhushchev
komu saman á fundi í Geneva
1955.
Þar var enginn samningur und
irritaður. En Krhushchev féllst á
að vinna saman við Bandaríkin
um þrjú mál, afvopnun, aS sam-
einingu Þýzkalands og viðskipt-
um milli austur- og vesturlanda.
í þessa átt hafa Rússar ekki feng
izt til að vinna, þó þess hafi ver-
ið leitað af þeim af Bandaríkun-
um.
Sex ríkisritarar Bandaríkj-
anna hafa ferðazt 113.268 mílur
og eytt 426 dögum í viðtal við
sovétiska forsætisráðherra.
Cordell Hull átti fund í
Moskvu við Molotov 1943.
Rússastjórn undirritaði 3 samn
inga þar, en hefir svikið þá alla.
Edward R. Settinius Jr. mætti
Molotov á fundi í San Francisco
1945. Þeir gerðu einn samning,
sem Sovét stjórnin sveik.
James F. Byrnes átti fund við
Rússastjórn 1945 og 1948 í
Moskvu, London, New York og
þrjá fundi í París, Molotov mælíi
fyrir hönd Rússa stjórnar. Ár-
angur? 10 stórvægilegir samn-
ingar. Sovétstjórnin hefir svikið
níu af þeim.
George C. Marshall fór til
Moskvu og London 1947.
Sovét stjórnin undirritaði þá
einn samning, sem hún hefir síð-
an svikið.
Dean Achison fór 1949 til
Parisar á fund við Vishinsky.
Enginn samningur var í það sinn
gerður.
John Foster Dulles fór á fund
Rússa stjórnar til Berlínar, Vín,
Geneva tvisvar árið 1954 og ‘55
og gerði einn samning við hana,
sem hefir að nafni til verið hald-
inn. Það er samningui um Aust-
urríki.
Eftir 19 fundi milli stjórna
Bandaríkjanna og Rússlands og
40 samninga gerða, hafa aðeins
3 verið haldnir af Rússum. Þriðji
samningurinn var að hætta hern-
aðar-árásum á Ítalíu.
Það er ekki mót von, að þessi
40 ára samningareynsla við Rúss
land, dragi nú úr Eisenhower.
Hitt er jafnvel meira, að vest-
lægu þjóðirnar skuli undra það
og vita ástæðuna, eins og þær
hljóta þó að gera.“
VELVAKANDA hefur borizt
eftirfarandi bréf:
„Loksins kom að því, að boðuð
væri löggjöf til þess að koma
einhverju skipulagi á þann ó-
skapnað, sem Stjórnarráðið er
lengi búið að vera. Líður nú
sennilega að því, að hætt verði
að tala um ráðherra og ráðu-
neyti, sem aldrei voru tii.
' Sú var tíð, að við höfðum að-
eins einn ráðherra og þá vitan-
lega aðeins eitt stjórnarrað. Það
skiptist í þrjár skrifstofur, sem
nefndar voru 1., 2. og 3. Undir
þá fyrstu heyrðu dómsmál, undir
aðra atvinnu- og samgöngumal,
og undir þá þriðju fjármálin. AUt
um það hélzt gamla tölusetning-
in um nærfellt tuttugu ára skeið,
unz Jón Magnússon, sem þá var
forsætisráðherra, gerði a þessu
breytingu og nefndi þrjú ráðu-
neyti, enda voru þá ráðherrarmr
þrír, og höfðu verið um árabil.-
En þá sannaðist sem oftar, að
skýzt þótt skýrir séu. Honum
varð það á, að hafa hausavíxl
á þeim merkingum, sem orðin
ráðuneyti og stjórnarráð höfðu
haft. Þótt undarlegt megi virðast
var Dr. Þorsteinn Þorsteinsson
eini maðurinn sem ég heyrði
<j)j/ r i(/(A1 //41
UM þessar mundir eru staddir
hér í bænum ýmsir forystumenn
á sviði búnaðarmála. Ber þar
fyrst að nefna fulltrúa á Búnað-
arþingi, hinni gömlu og grónu
samkomu bændanna. En það eru
ekki einasta þessir bændafull-
trúar sem leggja nú leið sína
hingað til Reykjavíkur heldur
ýmsir aðrir starfsmenn bænda-
samtakanna svo sem ráðunautar
og stjórnendur tilraunabúa íand-
búnaðarins.
Fyrir skemrnstu náði blaðið
tali af tveimur ungum héraðs-
ráðunautum tveggja búnaðar-
sambanda á Norðurlandi, sem
jafnframt munu vera ein hin
elztu búnaðarsambönd landsins.
Hér voru staddir á sama tíma
fleiri ráðunautar og réði því til-
viljun ein að þeir Sigfús Þor-
steinsson hérðasráðnautur þeirra
Austur-Húnvetninga og Egill
Bjarnason ræktunarráðunautar
Skagfirðinga urðu fyrir valinu
er rabbað skyldi við fulltrúa þess
arar stéttar sem nú telur fast að
30 manns víðs vegar um landið.
Það ber ýmislegt á góma í sam
talinu svo sem nýjungar á sviði
hafa orð á að hann tæki eftir
þessari gloppu. En h CtXxil á líka
fáa jafningja um gjörhyglina.
En þó að ég minni á þetta núna,
er ég ekki þar með að leggja
til að breytt verði í gamla horfiö
um notkun þessara orði. Óneit-
anlega er það þó miður viðfeldið
að heyra þess getið, að Grimur
Grímsson forsætis- og skyrsöiu-
málaráðherra hafi beðizt lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt, og sjá
hann síðan marséra út með allan
ráðherrahópinn, þar á meðal kúa
söluráðherrann, flatningsmála-
ráðherrann, frystihúsaráðherr-
ann og bílkeyrsluráðherrann.
Þegar skaðlausar breytingar
hafa orðið á tungunni og ný-
breytnin með öllu rutt út fyrri
myndum og merkingum, tel ég
réttast að láta sér hana lynda.
En það er nú öðru nær en að
allir séu þarna á mínu bandi.
Alls staðar höfum við dæmin
fyrir okkur. Komið mun á annan
áratug síðan einhver hlöðukálfur
uppgötvaði það, að forusta hefði
í fornu máli heitið forysta (vit-
anlega þá borið fram öðruvísi er.
nú). Þessa mynd þurfti að inn-
leiða á ný. Og kálfurinn gaulaði
hana, en allir gemlingarrur (sem
við héldum að væri annað dýra-
byggingariðnaðarins í sveitum,
framkvæmdir í ræktunarmálum
og almenn störf héraðsráðunauta.
Miklar byggingaframkvæmdir
Fyrst segir Sigfús frá bygging
arframkvæmdurn á vegum bún-
aðarsambandsins í A-Húnavatns
sýslu. Sambandið hefir keypt
tvenns konar flekamót, sem not-
uð eru við að steypa upp pen-
ingshús og hlöður og jafnvel
íbúðarhús svo og votheysgeymsl-
ur. Onnur gerð mótanna er am-
erísk að uppruna og eru þau
sett saman úr flekum. sem eru
240x60 cm að stærð. Leiga eftir
þessi mót eru 24 kr. fyrir hvern
fleka. Búnaðarsambandið hefir
svo á sínum vegum vinnuflokk,
sem fylgir mótunum eftir. Eru í
honum jafnaðarlega 4—6 menn.
Mjög mikil eftirspurn hefir verið
eftir störfum þessa vinnuflolcks
og hefir verið byggt sérstaklega
mikið síðan þessi rnót voru keypt,
en það var Heildverzlunin Hekla
hér í Reykjavík. sem annaðist
innflutning þeirra. Þessi mót
spara mönnum bæði allt upp-
sláttartimbur og er mun fljót-
legra að koma þeim fyrir held-
ur en að slá upp á venjulegan
hátt. Sigfús fullyrðir að víst megi
telja að mikill fjöldi reisulegra
útihúsabygginga væri enn
óbyggður ef þessi handhægu
tæki kæmu ekki til. Yfirleitt
hafa bændur sjálfir gengið frá
grunninum undir húsið áður en
Yinnuflokkurinn kemur með mót
in.
íslenzku mótin sem Húnvetn-
ingar nota við byggingu votheys-
geymslna eru einnig flekamót
og smíöuð í Landssmiðjunni. Með
þeim er hægt að steypa upp
þriggja metra „strokk“ í einu, en
síðan er beðið þar til steypa er
þurr og eru mótin síðan færð
upp og næsti áfangi tekinn fyrir.
Mót af þessum gerðum, sem hér
hafa verið nefnd munu ekki vera
notuö annars staðar á landinu.
Starfsemi búfjárfélaga
Sigfús Þorsteinsson annast m.a.
starfa umsjá þessara móta bún-
kyn) tóku undir hans hljóm-
fagra sung. Nú eru gemhngarnir
orðnir að sauðum, og allir vitum
við hvernig þeir jarma, — alltr
nýja lagið. Ef þetta þykir óvirðu-
lega mælt, þá komst samt sá
andlega heilbrigði og góði ís-
lenzkumaður síra Kristinn Daní-
elsson miklu neyðarlegar að orði
um þenna hégóma.
Annað dæmi: Fyrir örfáum
árum uppgötvaði einhver búrinn.
að eignarfall fleirtölu af net
hefði að fornu fari verið netja.
Það yrði því að taka upp á ný
og tala um netjaveiðar. En hann
var ekki eins lánsamur. Aðeins
örfáir þeirra, sem Páll Ólafsson
sagði að væru á þurru landi aust
ur í Loðmundarfirði (en raunar
einskis virði) tóku undir með
honum. því sjáum við nú og
heyrum daglega bæði neta og
netja. Að visu hafði annar gæsa-
lappaður vísindamaður gert
þessa uppgötvun áður; en þá
var Benedikt Gröndal uppi til
þess að taka á móti henni. Og
það dugði.
En nú er ég kominn of langt
frá stjórnarráði, ráðuneytum og
öllum blótnevtum.
S. J.“
aðarsambandsins. Auk þessara
sumarstarfa vinnur hann svo að
landmælingum og ýmsum leið-
beiningarstörfum bæði á sviði
jarðræktar og búfjárræktar. Að
vetrinum annast hann svo
skýrslugerðir, mætir á fundum
búnaðarfélaganna og sinnir
fræðslustarfsemi. í A-Húnavatns
sýslu eru 5 nautgriparæktarfé-
lög og 10 sauðfjárræktarfélög.
Yfirleitt eru hin síðarnefndu ung
að árum og lítil reynsla enn feng
in á starfsemi þeirra. Hins vegar
eru nautgriparæktarfélögin göm-
ul og hefir starf þeirra gefið góða
raun, þótt lítið hafi verið á stund
um.
Framkvæmdir á sviði ræktun-
armála hafa verið miklar í Húna
vatnssýslu á síðasta ári. Þá voru
teknir út 232 hektarar af nýrækt
og mun aldrei hafa verið meiri
ræktun í A-Húnavatnssýslu á
einu ári. Grafnir voru um 25 km
af skurðum á árinu, Búnaðar-
sambandið hefir á sínum vegum
6 jarðýtur og 2 skurðgröfur.
Miklar ræktunarframkvæmdir
Egill Bjarnason er ræktunar-
ráðunautur þeirra Skagfirðinga,
en í því héraði er einnig búfjár-
ræktarráðunautur. Aðalstarf Eg-
ils að sumrinu er framkvæmda-
stjórn ræktunarsambandsins,
sem fólgin er í skipulagningu á
starfi bæði jarðýtanna og skurð-
grafanna svo og reikningshald
og fjárhald fyrirtækisins. Rækt-
unarsambandið á 6 belta-
dráttarvélar og hefir á leigu 5
skurðgröfur. Sl. sumar voru
grafnir um 100 km langir skurðir
í Skagafirði og teknir voru út
um 200 hektarar af nýræktum.
Frá því ræktunarsambandið í
Skagafirði tók til starfa árið 1945
er búið að taka út um 1800 ha. af
nýrækt og slétta um 900 ha. af
túnþýfi og grafa um 640 km af
skurðum. Sumarstörf ræktunar-
ráðunauts eru mikil þar sem um
svo stórt ræktunarsamband er
að ræða í Skagafirði. Auk fram-
kvæmdastjórnar yfir vélunum er
mikið um mælingar bæði fyrir
framræslunni og gerð jarðabóta-
áætlana svo og jarðabótamæling-
ar.
Endurmæling túna
Á sl. sumri var óvenjumikið
um mælingarnar þar sem endur-
mæling fór fram á öllum túnum,
en hún hefir ekki verið fram-
kvæmd síðan á árunum 1918—•
1923. Yfirleitt reyndust tún
nokkru minni en gert haíði verið
ráð fyrir en hvergi voru að því
mikil brögð. Margar ástæður
geta legið til þess, m.a. það, að
ekki voru tekin út gömul og léleg
tún, sem óhæf þykja nú sökum
þess hve þau eru ýmist grýtt eða
rök. Fleira kemur og til sem
ekki er ástæða til að rekja hér.
Að síðustu barst talið að för
þeirra félaga hingað til Reykja-
víkur. Þeir eru að reka ýmis
erindi fyrir sambönd sín. Völdil
þeir þennan tíma sérstaklega til
þess að geta um leið fylgzt með
gangi búnaðarmála hér og þá
sérstaklega í sambandi við Búnað
arþing. Það er nauðsynlegt fyrir
þá að fylgjast með gangi hags-
munamála bænda vegna þess að
það er einn þáttur í starfi þeirra
að afla sér sem víðtækastrar
þekkingar á öllu, smáu og stóru,
er bændur og bændasamtök
snertir.
Sérstæður félagsskapur
Ráðunautar hafa til dæmis
með sér félagsskap. Verksvið
þess félagsskapar er ekki að
fjalla um kjaramál ráðunauta-
Framh. á bls. 14
Hér sjáum við héraðsráðunautana Sigfús Þorsteinsson (t. v.)
og Egii Bjarnason virða fyrir sér erlent landbúnaðarrit.
sfenfar úr i
dagleqa íifinu J