Morgunblaðið - 15.03.1958, Side 9
Laugardagur 15. marz 1958
MORGVISRT. 4 ÐIÐ
9
Verður leitað til Alþjóða hafrann-
sóknarráðsins varðandi útfærslu
ísl. landhelginnar?
Spjallað við dr. Árna Friðriksson
framkvæmdastjóra jbess á sjó-
réttarráðsteínunni i Genf
öðru því sem einkennir haf-
straumana og skapar skilyrði til
síldveiða. Skoðun mín er sú, og
hefur verið frá byrjun, að hér er
um að kenna of sterkum Golf-
straumi, er streymir norður með
Vestúrlandi og austur með Norð-
urlandi á sumrum um síldartím-
ann. Þetta straumfall spyrnir
Genf, 8. marz.
EINN Islendingur situr hér sjó-
réttarráðstefnuna í Genf,
auk íslenzku sendinefndarinnar.
Það er dr. Arni Friðriksson,
framkvsemdastjóri Alþjóða haf-
rannsóknarráðsins, og situr hann
ráðstefnuna sem áheyrnarfull-
trúi þeirra samtaka. Dr. Árni hef-
ur gegnt störfum framkvæmda-
stjóra Alþjóða hafrannsóknar-
ráðsins frá því í ársbyrjun 1954
og mun hann vera eini íslend-
ingurinn, sem sýnt hefur verið
það traust og virðing að fela
stjórn alþjóðlegra samtaka.
Ég notaði tækifærið, þegar ég
hitti dr. Árna að máli á fundujn
sjóréttarráðstefnunnar, og bað
hann að spjalla við mig um mark
mið og störf Alþjóða hafrann-
sóknarráðsins og þau mál, sem
þar væru efst á baugi.
Hefur aðsetur í Höfn
— Hafrannsóknarráðið er ein
elzta alþjóðastofnunin, sem nú er
starfandi í heiminum, segir dr.
Árni, og eins og kunnugt er þá
hefur hún aðsetur sitt í Char-
lottelund Slot í Kaupmanna-
höfn, en þar hefur hún verið til
húsa hin síðari ár. Þar eru mikil
húsakynni og vegleg og var þar
áður bústaður Friðriks konungs
8. í alls 43 ár. Eins og nú standa
sakir eru 16 þjóðir meðlimir í
Alþjóða hafrannsóknarráðinu.
Tveir fulltrúar sitja þar frá
hverju ríki og eru íslenzku full-
trúarnir þeir Davíð Ólafsson,
fiskimálastjóri, og Jón Jónsson,
forstöðumaður Fiskideildarinnar.
Við Islendingar gengum í ráðið
1937 og vorum við Sveinn Björns-
son, sem þá var sendiherra í
Höfn, fyrstu fulltrúarnir. Æðsta
stjórn ráðsins er fimm manna
nefnd og velur hún fram-
k væmdast j ór ann.
— Hvert er markmið ráðsins,
dr. Árni?
— Það er að sameina rannsókn-
ir þeirra landa, sem að því
standa, þannig að heildarútkom-
an verði sem víðtækust, rann-
sóknaraðferðir samhæfðar og
sem minnstur tvíverknaður. Ráð-
ið starfar í um 20 nefndum. Fjall-
ar t. d. ein um síld, ein um þorsk-
inn, sjófræði o. s. frv., og heldur
hver nefnd fund einu sinni á ári,
þegar ráðið kemur saman. Eru
þá gefin yfirlit yfir hvað gert
hefur verið á árinu í hverju
landi og á hverju sviði og lögð
drög að því hvernig haga skuli
störfum á ári komanda. Á þess-
um fundum gefst 150—200 vís-
indamönnum frá öllum heimin-
um tækifæri til að kynnast og
ræða verkefnin.
Ráðið gefur út sex tímarit og
fjalla þau um hinar ýmsu grein-
ar starfsemi þess.
Samræming fiskirannsókna
— Og hver eru helztu verk-
efnin?
— Á þessu yfirliti sést að tvö
af meginverkefnum ráðsins eru
samræming fiskirannsókna
landanna og útgáfustarfsemi.
— Við þetta bætist að síð-
ari árin hefur það æ meir
færzt í vöxt að lögð hafi verið
fyrir ráðið ýmis vandamál, sem
upp hafa komið á svæði því, sem
það nær til, en það grípur yfir
höfin frá miðjarðarlínu norður
að ísrönd, frá Barentshafi vestur
fyrir Grænland. Eitt þessara
verkefna, sem ráðinu hefur nú
verið falið er síldin, sem veiðist
í sunnanverðum Norðursjó. Eng-
lendingar töldu hættu á því að
hinar miklu veiðar ungsíldar til
vinnslu í verksmiðjum á megin-
landi Evrópu væru orsökin til
síldarþurrðarinnar á miðum
Austur-Angliu. Báðu þeir ráðið
um að reyna að fá úr Þessu skor-
ið. Síðastliðið sumar gerði ráðið
út leiðangur til síldarrannsókna
í Norðursjónum og voru þá m. a.
merktar 14.000 síldar. Rannsókn-
um þessum verður haldið áfram
í sumár í ennþá víðtækara mæli
en í fyrra og lýkur þeim þar
með. Sá árangur af þessum rann-
sóknum, sem þegar hefur fengizt,
bendir ótvírætt í þá átt að orsak-
anna til síldarþurrðarinnar við
austurströnd Englands hin síðari
ár sé ekki að leita í aukinni ásókn
við strendur meginlandsins. Ann-
að verkefni sem ráðið hefur ver-
ið beðið að taka að sér er það að
fá úr því skorið hvort þorskveið-
arnar í Barentshafinu hafi áhrif
á þorskgengdina við Lofoten, en
þar hefur veiði verið mjög stopul
nú um skeið, eins og kunnugt
mun vera. Enn mætti nefna ýmis
verkefni varðandi Eystrasalt og
vitað er að við eigum bráðum
von á beiðni um að rannsaka
síldveiðarnar í Ermarsundi og
áhrif þeirra á síldveiðarnar í
Norðursj ónum.
— Hvað segir þú mér um verk-
efni ráðsins varðandi ísland?
— Ekki hafa ráðinu ennþá
borizt nein verkefni varðandi
fiskveiðarnar við ísland, en
ekki er fráleitt að slíkar beiðn
ir kunni að koma og þá helzt
í sambandi við nýja útfærslu
landhelgislínunnar. Má þá
vart hjá því fara að ýmsar
þjóðir, sem sækja fisk á ís-
landsmið biðji ráðið að svara
þeirri spurningu, hvort út-
færslan, hvenær sem hún
kæmi og hvernig sem hún
yrði, væri nauðsynleg frá
fiskifræðilegu sjónarmiði, fisk
stofnunum til verndar.
Hvenær kemur Norðurlands-
síldin aftur?
— Næst kemur spurning, Árni,
sem ég yrði ekki hissa á þótt
þú neitaðir að svara. Hvenær
kemur síldin aftur fyrir Norð-
urlandinu?
— Eins og kunnugt er, segir
dr. Árni, eru a. m. k. nokkrar
þúsundir „fiskifræðinga“ á ís-
landi og hver hefur sína einka-
skoðun á þessu vandamáli! Um
það hefur verið ritað í blöð og
tímarit og rætt um það fram og
aftur, jafnt af lærðum sem leik-
um. Fiskirannsóknir eru einhver
yngsta vísindagrein, sem fengizt
er við nú á tímum og má jafna
henni við atomfræðina að því
leyti. Rannsóknir, eigi aðeins ís-
lendinga heldur og almennt, eru
svo ungar að árum, að enn ber
nýjungar að garði hvert einasta
ár. Við vitum fyrir víst, að síld-
veiði verður siðar á Norðurlands-
miðum, ef til vill eins og bezt
var áður, en engum er fært að
svara þeirri spurningu, hvenær
sá dagur rennur upp. Sveiflur af
því tagi, sem valdið hafa veiði-
brestinum nú um langt skeið fyr-
ir Norðurlandi eru það langvinn-
ar, að þær verða ekki mældar
með þeirri alin, sem hinar ungu
fiskirannsóknir ráða yfir í dag.
Breytingar á hafstraumunum
Ég ætla mér reyndar ekki þá
dul að skera úr um það hver sé
hin almenna skoðun manna á
meðal um orsök aflabrestsins.
Hins vegar tel ég fullsýnt að or-
sakanna sé að leita í breytingu
á hafstraumunum og þar með
einnig á hita sjávar. og seltu og
Verkefnin vaxa
— Þú kannt vel við starfið
sem framkvæmdastjóri Alþjóða
hafrannsóknaráðsins?
— Já, prýðilega. Ég tók við
störfum í ársbyrjun 1954. Fyrir
velvilja og skilning ríkisstjórn-
arinnar fékk ég lausn frá störf-
um til að gegna stöðinni í þrjú
ár. Sá tími var því útrunninn í
Árni Friðriksson
„síldarsjónum", sem ætti að falla
upp að landinu að norðan út frá
ströndinni og til austurs á haf
út.
Sú er orsök síldarleysisins.
árslok 1956. Þar sem ég var beð-
inn að halda áfram starfinu
veitti ríkisstjórnin mér enn heim-
ild til að sinna starfinu í tvö ár
í viðbót. Hið nýja skeið er á enda
runnið í lok þessa árs og hefur
ekki ennþá verið frá því gengið
til fullnustu hvort ég hverf þá
aftur heim eða held áfram störf-
um mínum sem framkvæmda-
stjóri hafrannsóknaráðsins.
Síðan ég tók við fyrir um það
bil fimm árum hafa verkefnin
vaxið mjög. Nú er t. d. meðlima
tala ráðsins 16 í stað 13 og hafa
m. a. Rússar og Pólverjar bætzt
í hópinn.
— Hvernig gengur þér
vinnan við þá?
— Ekki verður annað sagt en
öll samvinna við rússnesku fiski
fræðingana hafi verið auðveld og
ánægjuleg. Þeir sýna áhuga með
því að senda stóra sveit manna
á hvern fund og eru reiðubúnir
til samvinnu um hvaða verkefni
sem er. Við þetta má bæta að
Rússar hafa boðið ráðinu að
halda aðalfund sinn í Moskvu
haustið 1960.
— Að endingu, dr. Árni:
Kýstu heldur að starfa áfram í
Danmörku en flytjast aftur til
Islands og starfa þinna þar?
— Hún er skolli erfið spurningin
þessi! Segja má að ég eigi sjö
börn í sjó og sjö á landi— svo
sem hafmeyjan forðum! Meðan
ég dvelst ytra sakna ég vex-kefn-
anna að heiman og samvinnunn-
ar við vini mína þar. En ef ég
flyttist aftur á milti heim
myndi ég sakna margra verk-
efna af því starfssviði, sem ég á
við að búa sem sakir standa.
O—♦—O
Þannig fórust dr. Árni Frið-
rikssyni orð um framkvæmda-
stjórastöðuna, sem hann hefur
gegnt á fimmta ár í hinni gömlu
höll Friðriks konungs. Þar starf-
ar hann bæði að óvenjuumfangs-
miklum framkvæmdastörfum,
sem ná yfir tvær heimsálfur, og
heldur auk þess vísindastörfum
sínum áfram á sviði fiskifræð-
innar, er aflað hafa honum á liðn-
um árum álits og viðurkenningar
víða um lönd.
Áður gaf Alþjóða hafrannsókna
ráðið t. d. út fimm visindaleg
sam- tímarit og voru sérstakir ritstjór-
ar fyrir þremur þeirra. Dr. Árni
stýrir nú sjálfur fjórum tímarit-
anna og hefur að auki stofnað
nýtt rit, Statistical Newsletter.
Það er mikilli fiskveiðiþjóð
sem okkur íslendingum augljós
fengur að Islendingur skuli
gegna embætti framkvæmda-
stjóra Alþjóða hafrannsóknaráðs-
ins, ekki hvað sízt ef svo skyldi
fara að rannsóknir varðandi frið-
un og vernd fiskimiða komi þar
meir til umræðu en verið hefur.
Gunnar G. Schram.
Ceirharður Þorsteinsson :
íslenzkir námsmenn í
gamalli þýzkri bórg
HÖFUÐEINKENNI hinnar merku
borgar, Munchen, sem var stofn-
uð 1158 af Hindriki ljóni
(Heinrich dem Löwen), eru sögu-
legar byggingar, stór torg og
breiðar götur, sem liggja að
þrengri og fjölfarnari götum mið-
borgarinnar.
Turnar Frúarkix-kjunnar gnæfa
hátt upp skammt frá Maríu-
torgi, sem frá fornu fari hefur
verið miðdepill borgarinnar.
Slcammt þaðan er hið fræga
Hofbráuhaus við Platzel.
Síðastliðið ár munu um 25.000
stúdentar hafa stundað nám við
hina ýmsu skóla borgarinnar,
flestir við háskólana, en þeir
eru tveir.
Hvergi í Þýzkalandi munu
vera jafnmargir útlendir náms-
menn, þeir eru nú um 2000. Mest
ber á Austurlandabúum: Pers-
um, Egyptum, Indverjum og
Tyrkjum, en auk þess er mikill
fjöldi frá Balkanlöndunum. Norð
urlandabúar stunda mjög fáir
nám hérna, aðrir en Norðmenn
og íslendingar.
Tvisvar á ári ræður lífsgleðin
ríkjum í bayersku höfuðborg-
inni: á októberhátiðinni og í
Fasching. Á októberhátíðinni
getur að líta dökkbrúna bjór-
vagna, hlaðna gömlum eikar-
tunnum, dregna af silfuiprýdd-
um þróttmiklum hestum og vísa
þeir leiðina út á ,,Wies’n“, hið
rúmgóða Theresien-engi, við fót-
stall Bavaria-styttunnar, en þar
er hámark þessarar hátíðar.
I janúar byrjar glaumur og
gleði Fasching-hátíðarinnar (kjöt
kveðjuhátíð) og stendur fram á
miðnætti aðfaranótt öskudags.
Fyrir heimsstyrjöldina síðari
höfðu margir merkir íslendingar
stundað nám í Múnchen. En það
var ekki fyrr en haustið 1915
að fyrstu íslenzku stúdentarnir
komu til þess að stunda hér
háskólanám.
Á næstu árum fjölgaði stúdent-
um ört og 1. des. 1953 var stofn-
að Félag íslendinga í Munchen
og voru stofnendur 13 talsins.
Hlutverk félagsins er að gæta
sameiginlegra hugsmuna með-
lima sinna, halda uppi kynnum
þeirra innbyrðis, svo og við ís-
lendinga annars staðar í Þýzka-
landi, og að leiðbeina nýjum
félögum við hin ýrnsu byrjunar-
vandamál.
Árið 1956 fékk F. I. M. kjallara
herbergi til afnota í Barerstrasse
800 ára
ann. Fyir próf-vinnu sína, sem
jafnan er lokaraun þeirra, er
brautskrást og tekur þá oft marga
mánuði að ljúka, hlaut hann
hæstu einkunn, sem gefin hefur
verið fyrir slíka vinnu hér. Auk
þeirra ummæla kennara sinna,
að hann hefði sýnt frábæra hæfi-
leika til visindaiðkana.
Háskólinn i Miinchen
42 og var það innréttað sem
félagsheimili. Félagsheimilið er
opið þrjú kvöld í viku og liggja
þar frammi íslenzk dagblöð og
tilkynningar til félagsmanna.
Fundir eru haldnir einu sinni í
mánuði.
Nú í vetur stunda 27 fslend-
ingar nám hér og skiptast
þannig: við tækni-háskólann er
21, þ. e. rafmagnsverkfræðingar
(6), byggingaverkfr. (4), efnafr.
(4), húsagerðarlist (2) og véla-
verkfr. (1). Við „Universitat"
eru 5, þ. e. tannlækningar (4) og
dýralækningar (1). Auk þess
stundar einn söngnám við tón-
listarháskólann.
Árangur íslenzku stúdentanna
má teljast mjög góður og hafa
fjórir þegar lokið burtfararprófi.
Árið 1956 lauk Bjarni Krist-
jánsson prófi í vélaverkfræði,
1957 luku svo prófi Baldur Jó-
hannsson í landmælingaverkfr.
og Sigmundur Guðbjarnason og
Sigurður Guðmundsson í efna-
fræði.
Þess má geta í þessu sam-
bandi, að Sigmundur Guðbjarna-
son, sem ennþá dvelst hér og
hyggst ljúka doktorsgráðu, gat
sér óvenjugóðan orðstíi- við skól-
Er þelta afrek hans þó ennþá
glæsilegra, þegar þess er gætt,
að hann hefur lokið námi sínu
á skemmsta tíma, sem hugsan-
legt er í þessari grein.
Fyi-ra hluta prófi hafa 4 stú-
dentar lokið og í vor munu 7
væntanlega ná þeim áfanga.
Skólafyrirkomulag er þannig
hér, að kennslan fer fram á
tveimur misserum: vetrarmisseri
frá nóv. til febrúar-loka og sum-
armisseri í maí, júní og júlí.
Kennsluhléin eru ætluð til þess
að nemendur vinni að hinni bók-
legu hlið námsins. Með því móti
er gert ráð fyrir að hægt sé að
ljúka námi í flestum greinum á
4 árum. Ef fríin eru hins vegar
notuð til fjáröflunar, eins og ís-
lendingarnir hafa þurft að gera,
lengist námstíminn óhjákvæmi-
lega allmikið og getur þá farið
allt upp í 6 ár.
Hafi einhver áhuga á frek-
ari upplýsingum, er lélaginu
hin mesta ánægja að veita þær.
Utanáskrift:
Félag íslendinga í Múnchen
c/o Islandpost
Múnchen 12
Barerstrasse 42
Deutscliland