Morgunblaðið - 25.03.1958, Side 11
Þriðjudagur 25. marz 1958
MORCVISBLAÐIÐ
11
Reykjavíkurflugvöllur nær yfir svæSi sem er kringum 300 hektarar lands. Vesturendi flugbraut-
arinnar sem liggur fr áaustri til vesturs, „flúktir“ við Suðurgötuna (til vinstri) og við Miklatorg,
austurendi brautarinnar.
Á að leggja Reykjavíkurflug-
völl niður og gera nýjan ?
Umræðufundur í Flugmálafél. ályktar
að svo skuli ekki gert
SÍÐASTLIÐIÐ FIMMTUDAGS-
KVÖLD efndi Flugmálafélag
íslands til umræSufundar um
framtíð Reykjavíkurflugvallar,
en eins og forseti félagsins,
Hákon Guðmundsson, hæstarétt-
arritari, komst að orði, er hann
setti fundinn, hefur framtíð
Reykjavíkurflugvallar verið ofar
lega á baugi nú í vetur.
Agnar Kofoed-Hansen hafði
framsögu í máli þessu, og gaf for-
seti félagsins honum orðið eftir
að hafa beðið Guðbrand Jónsson,
fyrrum forstjóra, um að taka að
sér ritarastörf.
Margt manna var á fundinum
og voru þar ýmsir framámenn
íslenzkra flugmála, starfsmenn
flugþjónustunnar hér í Reykjavík
og á Keflavíkurflugvelli og svo
ýmsir áhugamenn um flugmál.
Agnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri, hóf mál sitt með því
að minnast þess að allt frá því
að fyrst var farið að fljúga flug-
vélum hér á landi sumarið 1920,
hafi Vatnsmýrin, sem svo hét þá,
en nú er að mestu komin undir
flugbrautir Reykjavíkurflugvall-
ar, verið bækistöð slíks flugs.
Fyrir svo sem 25 árum, voru
flugmálin komin á það stig hér
á landi, að blöðin skýrðu þá frá
því að einhvern tíma í framtíð-
inni myndi verða flogið um ís-
land er hin stóru flugfélög
myndu hefja flug milli heimsálf-
anna.
Síðar kemur svo Flugmálafé-
lagið til sögunnar, 1936, en fyrir
frumkvæði þess fór fram athug-
un á því hvar hentugast þætti
að gera flugvöll í nágrenni höf-
uðborgarinnar. Þá sem fyrr
beindist athygli manna að svæð-
inu suður af Vatnsmýrinni.
Ræðumaður sagði að íslending-
ar hefðu aldrei haft bolmagn til
þess að koma upp flugvelli í
Vatnsmýrinni. Það var sem
kunnugt er vegna utanaðkom-
andi afla, nefnilega heimsstyrj-
aldarinnar og brezka hernámsins,
sem flugvöllurinn var gerður. —
Hann var þá mesta mannvirki
sem gert hafði verið á íslandi.
Það voru færustu sérfræðingar
Breta sem í krafti hernámsins
ákváðu flugvallargerðina í
Vatnsmýrinni og mannvirkið
kostaði Breta 120 millj. kr. Láta
mun nærri að í dag samsvari það
hundruðum milljóna króna.
Flugmálastjóri kvað það álit
verkfræðinga, er hann hefði átt
tal við, að flugvallargerð í lík-
ingu við það sem Reykjavíkur-
flugvöllur er nú, myndi ekki
kosta þjóðina minna en 800—900
millj. kr.
Síðan vék ræðumaður að and-
róðrinum gegn Reykjavíkurflug-
velli. Minntist hann í því sam-
bandi, að á það hafi verið bent,
að flug yfir bænum hefði í för
með sér miklar hættur, óánægja
bæjaryfirvaldanna, sem misst
hefðu mikið lanu undir flugvöll-
inn, sem af bænum hafi verið
tekið, en hann engar bætur feng-
ið fyrir, svo og loftárásarhættan.
Rök þessi hafa vissulega við
margt að styðjast. En ræðumað-
ur sagði að á sumum sviðum í
andróðrinum gegn flugvellinum
hafi verið beitt múgsefj-
unaraðferðum, í stað þess að
hafa í huga nokkrar helztu stað-
reyndirnar flugvöllinn varðandi.
Það er staðreynd að hann hefur
orðið aðallyftistöng fyrir flug-
mál íslendinga og alla þróun
þeirra á síðustu árum. Er grund
völlur fyrir því að leggja flug-
völlinn niður, fjárhagslegur
grundvöllur? Er flugtæknilegur
möguleiki á því að koma öðrum
flugvelli upp nér í nágrenni
Reykjavíkur?
Ræðumaður kvað alla þekkja
svo til fjármálaástandsins hér, að
hann fengi ekki með nokkru
móti séð hvernig hægt yrði að
koma upp nýjum flugvelli, sem
kosta myndi ekki mikið undir
hundrað millj. kr. Á sama tíma
er getuleysi vo'rt á sviði flugmála
svo alvarlegt, að allt viðhald
mannvirkisins hefur verið alvar-
lega vanrækt og það svo, að það
er nú tekið að grotna niður. —
Ræðumaður lýsti einnig reynslu
sinni af daufum undirtektum
fjármálavaldsins, sem einatt
teldi auknar fjárveitingar til
flugmálanna tómt mál um að
tala.
Gat flugmálastjóri þess í þessu
sambandi að á liðnum 20 árum
hefðu íslendinga'r varið 32 millj.
kr. til flugmálafjárfestingar eða
sem svarar 1,5 millj. kr. árlega.
Þessu næst vék ræðumaður
máli sínu að þeim tveim stÖðum
sem til mála hefur komið að gera
flugvelli á, ef Reykjavíkurflug-
völlur yrði lagður niður. Annar
þessara staða er Álftanesið. Það
er nú sem óðast að byggjast upp
og taldi hann engar líkur til þess
að þar yrði gerður flugvöllur.
Þá myndi þurfa að leggja þar
niður vaxar.di byggð, auk
þess sem sér væri ekki kunnugt
um að ríkið hefði neinn ráðstöf-
unarrétt yfir lanciinu þar. Um
Kapelluhraun, sui.nan Hafnar-
fjarðar, sagði flu lastjóri, að
hann hefði athi, veðurskil-
yrði þar og væru ; stundum
þannig að ólend-,ú væri þar,
en á sama tíma allt að 2000 feta
skýjahæð yfir Reykjavík.
Það hefur einnig komið fram
í viðræðunum urn framtið
Reykjavíkurflugvallar, að athug-
aðir yrðu þeir möguleikar að
flytja millilandaflugið til Kefla-
víkurflugvallar. Um þetta kvaðst
flugmálastjóri ekki ræða á þessu
stigi, því það mál snerti fyrst og
fremst flugfélögin tvö og mundi
af þeirra hálfu gerð grein fyrir
því.
Flugmálastjóri kvaðst vilja
benaa á leið, er hægt yrði að
fara og þá mætti enn nota
Reykjavíkurflugvöll um langt
árabil, þó flugvélar myndu
krefjast lengri lendingabrauta.
Með því að breyta nokkuð legu
vesturbrautarinnar væri jafn
vel hægt að lenda hér
Reykjavík, án þess að fljúga
nokkuð að ráði yfir sjálfum bæn-
um.
Slíkar breytingar myndu að
vísu kosta nokkurt fé. Flugmála-
stjóri lauk máli sínu með því að
hvetja menn til þess að líta raun-
sæjum augum á þetta mál, ann-
að gæti hér orðið slíkt tilræði við
íslenzk flugmál að afleiðingarnar
gætu oröið ófyrirsjáanlegar.
Guðmundur Marteinsson, verk-
fræðingur, tók næstur til máis.
Hann kvaðst furða sig á þeirri
miklu bölsýni er fram hefði kom-
ið í ræðu flugmalastjórans. Hann
kvaðst ekki mundu ætla sér þá
dul að ræða um flugtæknilegu
hliðina á því máli hvar gera ætti
nýjan flugvöll, ef Reykjavíkur-
flugvöllur yrði lagður niður. —
Hann kvað sig hafa verið tals-
mann þess að gera flugvöll
Kapelluhrauni, og teldi hann
sjálfsagt að á því máli færi fram
miklu ýtarlegri rannsókn er sér
væri kunnugt um, að þar hefði
fram farið. Ræðumaður kvaðst
ræða þetta mál útfrá því sjónar-
miði að það væri staðreynd að
Reykjavíkurflugvöllur hefði ekki
möguleika á því að mæta þeirri
stökkbreytingu, sem flugvéla-
sérfræðingar erlendis boðuðu í
náinni framtíð. Þessu máli sínu
til stuðnings kvaðst hann vitna-
í grein sem birzt hefði í norsku
verkfræðingatímariti, eftir yfir-
verkfræðing hins heimskunna
norræna flugfélags, SAS. En þar
gerir hann að umtalsefni nauð-
synlega lengd flugbrauta miðað
við þær áætlanir sem nú eru uppi
meðal flugvélasérfræðinga um
gerð millilandaflugvéla; sem
flutt geta í einu 200—300 far-
þega. Þær munu verða komnar
í notkun kringum árið 1977, seg-
ir í grein yfirverkfræðingsins.
Þróunin í flugvélasmíðinni virð-
ist vera sú, samkvæmt grein yfir-
verkfræðingsins, að flugvélar
þessar þurfi allmiklu lengri flug-
brautir en nú tíðkast, enda ráð-
gera nú frændþjóðir vorar stækk
un flugvalla sinna, í Kaupmanna-
höfn á Fornebu og víðar með
hliðsjón af því að flugvélarnar
sem teknar verða í umferð á
næstu áratugum, þurfi lengri
brautir.
Guðmundur Marteinsson sagði
að það bæri að því að stefna að
millilandaflugið yrði flutt suður
Keflavíkurflugvöll og þaðan
yrði lagður góður vegur til
Reykjavíkur. Það bæri og að
stefna að því að flytja flugvöll-
inn frá Reykjavík og smásaman
vinna að gerð nýs flugvallar í
Kapelluhrauni eða á þeim stað
öðrum í nágrenni Reykjavíkur,
sem heppilegur þætti. Um þenn-
an flugvöll yrði innanlandsflug-
ið og eftir 12—15 ár yrði hægt
að taka flugvöll þennan í notkun
Hann kvaðst fullyrða að flugvall-
argerð í Kapelluhrauni yrði svo
miklum mun kostnaðarminni
heldur en í Vatnsmýrinni að
samanburður við flugvallagerð
þar kæmi tæplega til greina. Við
lauslega áætlun mætti ætla að
ein flugbraut í Kapelluhrauni
jafnlöng þeirri lengstu á Reykja
víkurflugvelli myndi kosta 20—
50 milljónir króna.
, Að afloknu kaffihléi var fundi
haldið áfram.
Fyrstur tók til máls Baldvin
Jónsson, fyrrverandi flugráðs
maður. Var hann sammála flug
málastjóra og taldi óþarfa að
amast við flugvellinum þar sem
nægilegt byggingarland væri
allar áttir frá bænum.
Næstur talaði Valdimar Krist-
insson. Var ræða hans fróðleg og
ítarleg. Var hann ósammála flug
málastjóra um margt. Taldi Valdi
mar óæskilegt að hafa flugvöll
hjarta bæjarins, enda tíðkaðist
slíkt ekki og erlendis væru flug-
vellir byggðir allfjarri borgum
(að Berlínarborg undantekinni),
þar sem athafnasvæði væri nægi-
legt. Valdimar dróg mjög í efa
þá fullyrðingu flugmálastjóra að
enda þótt kostað hefði 120 millj.
kr. að byggja Reykjavíkurflug-
völl á styrjaldarárunum, þá
mundi sá kostnaður nema 1000
millj. kr. nú. Færi það eftir flug-
vallarstæði því sem valið yrði og
vinnutækni og afköst væru öll
meiri nú en þá var. Valdimar
taldi beztu lausn þessa vanda-
máls að bj'ggja steinsteyptan veg
til Keflavíkur og flytja a. m. k.
miðstöð millilandaflugsins þang-
Flugturninn er að grotna niður, en þar er rekin umfangsmikil
starfsemi á sviði alþjóðlegrar flugþjónustu og þar er Veður-
stofan í húsnæði, sem ekki verður við unað.
að. Slíkur vegur mundi kosta um
32—40 millj. kr. og hefðu hin
ört vaxandi athafnapláss á Suð-
urnesjum þörf fyrir bættar sam-
göngur. Varaflugvöll fyrir milli-
landaflugvélar þyrfti að starf-
ækja á Suðurlandsundirlendi og
benti ræðumaður á að flugvöllur-
inn á Sauðárkróki hefði þegar
bjargað erlendri millilandaflug-
vél. Taldi Valdimar æskilegt að
byggja smáflugvöll í nágrenni
bæjarins fyrir innanlandsflug og
væri ekki hægt að leggja Reykja-
víkurflugvöll niður fyrst um
sinn, en gera verði ráð fyrir að
svo verði i framtíðinni. Taldi
ræðumaður að um 300 hektarar
af bæjarlandinu væru óbyggileg-
ir vegna staðsetningar flugvallar-
ins. Allt væri þetta land mjög
verðmætt vegna nálægðar þess
við Miðbæinn.
Gunnar Sigurðsson flugvallar-
stjóri Reykjavíkurflugvallar, tal-
aði næstur. Studdi hann flug-
málastjóra og hvað að ekki væri
hægt að taka ákvörðun um
Reykjavíkurflugvöll -næstu 10—
15 ár.
Bergur G. Gklason, flugráðs-
maður: Hann var á móti brott-
flutningi flugvallarins og taldi
að hér væri um drjúgan tekju-
stofn að ræða fyrir bæjarfélagið.
menn yrðu að hafa í huga, sagði
hann, að flugvöllurinn, lofthöfn-
in, gæti orðið mikilvæg fyrir
atvinnulíf og viðskipti eigi síður
en Reykjavíkurhöfn.
Agnar Kofoed-Hansen talaði
næstur og svaraði þeim Guð-
mundi Marteinssyni og Valdimar
Kristinssyni. Taldi hann að hin-
ar stóru flugvélar, sem Guðm.
Marteinsson talaði um væru ein-
göngu notaðar í „grimmustu sam-
keppni“ hinna stóru flugfélaga í
millilandaflugi og mundu ís-
lendingar ekki hafa efni á að
afla sér slkra farartæltja. Sagðist
flugmálastjóri vera ósammála
Valdimar, sem sagt hefði að ís-
lenzk flugmál væru óvenju glæsi
leg, hitt væri sonnu nær að „ís-
lenzk flugmál hangi á bláþræði".
Endurtók hann að það væri álit
hagfræðinga að nýr flugvöllur
gæti kostað allt að 1000 millj. kr.,
Um að flugvöllurinn hindraði
skipulag bæjarins, sagði flug-
málastjóri, að skipulag bæjarins
hefði ekki alltaf verið til sóma
og mætti flugvallarsvæðið gjarn-
an bíða.
Örn Ó. Johson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Islands, ræddi
um erfiðleika F. í. ef flytja
þyrfti innanlandsflugið til Kefla-
víkurflugvallar eða ef skjpta
þyrfti rekstrinum og reka milli-
landaflug frá Keflavík, en innan-
landsflug frá Reykjavík. Taldi
hann að það sem er óhagstætt
fyrir flugfélagið væri einnig ó-
hagstætt fyrir þjóðina. Kvað
hann starfslið hinna íslenzku
flugfélaga vera um 400 en gæti
orðið um 1350, ef framkvæma
ætti allar skoðanir og viðgerðir
hérlendis og þyrfti því að koma
upp sem svaraði 7 þús. manna
bæ fyrir starfsfólkið er skyldu-
lið þess væri meðtalið.
Guðmundur Marteinsson tók
aftur til máls. Taldi hann umræð-
urnar hafa verið fróðlegar en þó
þætti sér ekki hafa gætt nægilegs
hugmyndaflugs og hefðu menn
að ósekju mátt láta gamminn
geysa og væri skaðlaust að at-
huga fleiri möguleika en þann
að Reykjavkurflugvöllur sæti
kyrr þar sem hann er.
Úlfar Þórðarson læknir. Taldi
hann umræðurnar hafa verið
ánægjulegar. — Bæjarstjórnin
skyldi þýðingu flugvallarins, en
hins vegar þyrfti að athuga
möguleika um aukið öryggi borg-
aranna. í dag væri nauðsynlegra
að byggja hús yfir fólkið fyrir
þá peninga sem nýr flugvöllur
mundi kosta, en athuga þyrfti
gaumgæfilega hver framtíð flug-
vallarins væri.
Þess skal að lokum getið ,að
Flugmálafélagið bauð bæjarráðs-
mönnum á fund þennan, en þar
eð bæjarstjórnarfundur var
þennan sama dag, síðdegis, og
stóð fram á xvöld, urðu bæjar-
ráðsmenn að boða forföll.