Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. marz 1958 MORnVNfíLAÐIÐ 13 Cuðl. Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri: Um flufníng söngleika VIÐTAL, sem stjórn Félags ís- lenzkra einsöngvara hefur átt við blaðamenn og birtist í Morgun- blaðinu í gser, gefur mér tilefni til nokkurra athugasemda um mál þessi til leiðréttingar og skýr ingar, og sem ég vildi leyfa mér að óska eftir að blaðið birti. í nefndu viðtali er allharka- lega að mér veitzt með dylgjum og ranghermi. Að vísu hefur for- maður félagsins, Bjarni Bjarna- son, leiðrétt i stuttri grein í blað- inu í dag nokkur atriði um af- stöðu mína til óperustarfsemi. Ég er nú að vísu orðinn ýmsu vanur í starfi minu. Margir vilja koma sjálfum sér eða einhverj- um verkum sínum á framfæri og telja sig sjálfkjörna til ýmissa listrænna starfa. En ég get nú ekki orðið við óskum allra, énda býst ég ekki við, að ég myndi gleðja marga áhorfendur með því að dansa eftir hvers manns pípu. Sumir sætta sig við þótt þeir fái ekki vilja sínum framgengt en aðrir fyllast heift og hatri og reyna með einhverjum ráðum að ná sér niðri á mér. Ég hefði þó ekki búizt við því, að Fél. ísl. einsöngvara fyndi hjá sér sér- staka köllun til þess að ráðast á mig, þar sem ég hefi, allt frá því að Þjóðleikhúsið hóf starf, reynt að hlynna að þeirri listgre.in, sem það félag telur sig vilja vinna fyr ir, fyrst með því að bjóða til lands ins framúrskarandi óperuflokk með eina vinsælustu óperu, er getur, til þess að reyna með því að vekja áhuga hér á óperum, og síðan með því að beita mér fyrir flutningi 10 sögnleika í Þjóðleik húsinu þar sem íslenzkir söngvar ar hafa sungið öll hlutverkfn nema eitt í nokkrum söngleikun- um. Vegna þessarar starfsemi hefur flest fólk, sem í nefndu félagi er, fengið fjölmörg tæki- færi til þess að koma fram í óper- um og óperettum, sem það að öðrum kosti hefði sennilega ekki íengið. ★ Vegna þess að því hefur verið haldið fram, að ég sé á móti óperustarfsemi hér, þá vildi ég leyfa mér að taka hér upp nokkur atrið úr álitsgerð, er ég eftir beiðni fjárveitinganefndar Al- þingis gerði s. 1. vetur. Að sjálf- sögðu er álitsgerð mín eingöngu byggð á staðreyndum og þeirri reynslu, er ég hefi aflað mér um mál þessi, en ekki óskhyggju minni eða annarra. Fara hér á eftir nokkur atriði úr álitsgerð minni: „Ef ráðnir eru 10 einsöngvarar og sýndar 4 óperur á ári, verður helzt að gera ráð fyrir að 20 sýn- ingar verði á hverri óperu tiljafn aðar. Æfingar á óperu taka lang- an tíma að jafnaði, miklu lengri tíma en á velflestum leikritum. Það væri því óhugsandi að æfa svo margar óperur á ári, nema það sé gert að degi til, enda ekki hægt að taka leiksviðið frá kvöld sýningum leikhússins til þeirra æfinga. Nú er það svo með flestar óperur, að í þeim er allstór kór. En þá þarf kórfólkið mjög oft að geta æft á sama tíma og ein- söngvararnir, þvi að þar þarf samæfingu og myndi þýða, að nauðsynlegt væri að fastráða kór fólk. Svipað er að segja um ball- ett. I flesturn óperum og öllum óperettum er gert ráð fyrir ball- ett. Listdans er erfið listgrein, sem krefst mjög mikillar æfingar og því nauðsynlegt að hafa að minnsta kosti nokkurn stofn fast- ráðinna ballettdansara. Á það má benda, að óperuflutningur krefst ákaflega mikillar fjölbreytni í söng. Mjög erfitt er t. d. að láta einn óg sama tenorsöngvarann syngja tenorhlutverk í ítölskum óperum, Mozartóperum og Wagn eróperum og svo í óperettum. Hver þessara óperugreina krefst síns ákveðna blæs á röddinni, sem sjaldgæft er að einn og sami söngvari hafi yfir að ráða. Ef um „íslenzka óperu“ yrði að ræða við Þjóðleikhúsið, má tæpast gera ráð fyrir færri en 10 einsöngvur- um og myndi það kosta ekki minna en um 800 þús. kr. i laun á ári. Tæpast mun vera hægt að komast af með minna en 20 manna kór fastráðins söngfólks, sem ekki má ætla minna en um 1 millj. kr. og minnst 10 manna balletthóp, sem ekki kostar minna en 400 þús. kr. í laun á ári. Þar við bætist að til æfinga á óperu krefst miklu meira húsnæð is, vegna fjölbreytni óperunnar, þar sem um er að ræða einsöngv- ara, kór, ballett og hljómsveit, sem fyrst þarf að æfa sitt í hverju lagi og síðan allt saman, og myndi því þurfa að leigja húsnæði til viðbótar vegna þessa. Áætla má, að sú leiga yrði ekki yndir 50 þús. kr. á ári. Uppsetn- ing á óperum er svq að jafnaði 100-—150 þús. kr. dýrari en á leikritum. Auk þessa fólks, sem að framan getur, myndi oft þurfa að fá viðbótareinsöngvara, kór- fólk og dansara, sem þarf þá að greiða aukalega. Þá yrði óhugs- andi annað en að útgjöld til hljómsveitar hækkuðu mikið frá því sem nú er, ef hún léki við 4 óperur í stað einnar, eins og nú er. Má tæpast ætla að sá kostnað- ur aukist um minna en annað eins og hljómsveitin kostar leik- húsið nú, eða um 400 þús. kr. Þá er heildarkostnaðuririn, vegna þessara breytinga, alltaf kominn upp í 3 millj. kr. á ári, og má búast við að brátt myndi hækka, því þau laun sem ég hefi áætlað myndu fljótlega, þegar af stað væri komið, þykja of lág. Húsnæði Þjóðleikhússins, fyrir starfsemi þess eins og hún er nú, er þegar orðið of lítið, hvað þá ef aukin yrði. Nauðsynlegt yrði þá að hraða viðbótarbyggingu við leikhúsið, sem raunar er nú þegar þörf. Ætla má að sú viðbótar- bygging kosti 3—4 millj. króna. Ef leigja þarf húsnæði, sem mik- ill vafi er á að fáist, myndi það verða mjög dýrt. Þá er hljóm- sveitargryfja Þjóðleikhússins of lítil fyrir fjölmargar óperur. Þeg- ar sálfstæður óperurekstur væri kominn í leikhúsið, væri tæpast hjá því komizt að breyta hljóm- sveitargryfjunni og stækka hana. En sú breyting myndi kosta, eftir því hvernig það yrði framkvæmt, samkvæmt lauslegum áætlunum, sem sérfræðingar hafa gert þar um, allt frá 200 þús. kr. upp í 1 milljón og myndi sú breyting verk hjá Þjóðleikhúsinu. Ja, þá held ég að amerísku söngfólki veitti ekki af að fara að læra sænsku eða önnur mál til þess að komast að hjá Metropolitanóper- unni, því undanfarinn áratug hafa flest árin sungið þar fjöldi útlendinga, þar af 2 og 3 Svíar ár hvert. Sænskar söngkonur hafa undanfarin ár auk þess verið starfandi við Wienaróperuna, Hamborgaróperuna, Berlínar- óperuna, jCovent Garden í Lond- on og við sjálfa Scalaóperuna í Milano hafa meira að segja tvær sænskar óperusöngkonur sungið síðustu árin og ein jafnvel verið fastráðin þar. Það eru því sýni- lega fleiri en ég, eða réttara sagt þeir leikstjórar, sem hér hafa sett upp óperur og óperettur og bent á söngkonurnar, sem komið hafa auga á hinar sænsku óperu- söngkonur. í Ítalíu, Austurríki og Þýzkalandi úir og grúir af söng- fólki, sem lítið sém ekkert fær að gera. Skyldi maður þó ætla að til væru söngkonur í þessum lönd um, sem gætu sungið þau hlut- verk, er þessar sænsku óperu- söngkonur eru látnar syngja, eða telja sig að minnsta kosti geta það. En leikstjórarnir leggja kapp á að fá fólk í hlutverkin, sem bezt henta í þau, til þess að fá listrænan heildarblæ, og áhorfendur þar, eins og hér,, vilja gjarna fá tilbreytni og listrænar sýningar. Ekki er þess getið, að í þessum löndum sé slíkum ráð- stöfunum tekið með hatursfull- um ummælum heimafólks. Held- ur þvert á móti er þeim fagnað. T. d. Stina Britta Melander, sem ísl. leikhúsgestum er að góðu kunn, söng Violetta í La Traviata Það er bara að taka þessa heimsfrægu upp úr handraðan- um þegar okkar söngvarar duga ekki til. Mín hugmynd hefur frá upp- hafi verið sú, með þeirri söng- leikastarfsemi. sem rekin hefur fyrir skömmu í Wiesbadenóper- unni, einni ágætustu óperu Þýzkalands, var henni vel fagnað og talið stórf happ fyrir óperuna að hafa náð í hana. Einn af þekktustu gagnrýnendum lands- ins telur hana meira að segja eina af fremstu óperusöngkonum Evrópu nú. 'Samtímis tala koll- egar hennar hér um hana með mikilli fyrirlitningu. Af hverju haldið þér lesandi góður, að það sé? Söngkonur okkar hér virðast vera þeirrar skoðunar, að þær geti sungið og leikið hvaða hlut- verk sem er, en gera sér ekki grein fyrir því, að óperu- eða óperettuhlutverk er ekki aðeins góður söngur heldur jafnframt leikur þar sem útlit, hreyfingar, stærð og aldur verður að vera í samræmi' við þá persónu sem túlka á. Þá segir formaður félagsins í þessu viðtali, að ef útlendir kraft ar séu fengnir, þá eigi það aðeins að vera heimsfrægir söngvarar. Þá er því til að svara, að þó það sé skemmtileg ,,sensation“ að fá heimsfræga söngvara, tel ég meira virði listþróun hér að bæta í þhu skörð, sem fylla þarf hverju sinni með góðum listamönnum sem að einhverju leyti geta fallið inn í þann ramma, sem við erum1 verið, að smátt og smátt að skapa fasta óperustarfsemi, er sniðin væri eftir okkar getu. Til þess að tryggja það að sæmilegur árang- ur næðist í hvert sinn, hefi ég reynt að fá erlenda krafta í þau hlutverk, sem við höfum ekki haft nægilega góða krafta til. Um þetta, eins og allt sem að þessum málum lýtur, hefur aldr- ei verið neinn ágreiningur við tónlistarnefndina, þá dr. Pál ís- ólfsson og Björn Ólafsson, sem eru mér til ráðuneytis, og eng- inn ágreiningur hefur verið milii mín og Þjóðleikhúsráðs. Með þessu hafa sýningar okkar oftast verið mjög sæmilegar þó oftast hafi verið veikir punktar, einnntt vegna þess að ekki hefur verið úr neinu að velja, sem ekki er von á í svo fámennu landi, og öll þessi starfsemi á byrjunarstigi. Til samanburðar má geta þess að Norðmenn eru t. d. fyrst nú í ár að hefja óperustarfsemi og skammast sín ekkert fyrir það‘ að ráða bæði Svía og Finna til þess að syngja aðalhlutverk í sinni óperu, af því að þeir hafa ekki nægilega marga góða söngv ara sjálfir. Það er gott að hafa hæfilegan metnað og sjálfstraust, en stórmennskubrjálæði leiðir tæpast til sigurs. Það hefur lengi verið skoðun fær um að skapa hér, heldur en frjálsborinna, hugsandi manna, þó þægt sé að vekja einhvern að listin eigi að vera frjáls, að æsing hjá fólki með svokólluðum| sköpunarmáttur mannsandans heimsfrægum nöfnum. Og hvað" kosta svo þeir' „heimsfrægu"? Hefur Þjóðleikhúsið eða ísland efni á því að greiða 1000 dollara og þaðan af meira á kvöldi í beinhörðum gjaldeyri fyrir þess- ar svokölluðu stjörnur? Svo er ekki heldur hlaupið að því að fá þetta fólk til þess að syngja óperuhlutverk í litlu leikhúsi á hjara veraldar. Það yrði kannske ekki svo auðvelt að fá það til þess að hlaupa í skarðið, ef ein- hver viðvaningurinn hér úti á íslandi verður að hætta við hlut- verkið sitt á miðjum æfingatima. En þannig taldi einn af stjórn- endum Fél. ísl. einsöngvara að leikhúsið ætti að hafa það. í augum stjórnarinnar er þetta allt ósköp auðvelt. e>------------------------------ Óloior Friðrik Qavíðsson óra aimæli í DAG eru liðin 100 ár, síðan Ólafur Friðrik Davíðsson fyrrv. minnka áhorfendasvæðið um 40 verzlunarstjóri fæddist. Hann sæti. Miðað við aðsókn leikhúss ins og núverandi verð aðgöngu- miða að söngleikum, myndi það rýra tekjur leikhússins um 350 þús. kr. á ári.“ . . . „Flutningur söngleika í því formi, sem verið hefur, tel ég að heppnast hafi mjög sæmilega og sé hæfilega mikið miðað við fólks fjölda hér, og þann fjölda áheyr- enda, sem vér getum gert oss vonir um, svo og afkasta- og fjár hagsgetu leikhússins. í þessari starfsemi verðum vér, sem á öðr- um sviðum, að sníða oss stakk eftir vexti. Það er að sjálfsögðu mjög æski legt, ef hægt væri, að skapa þeim íslenzkum söngvurum, sem lagt hafa fyrir sig sönglist og reynzt vel á því sviði, sæmileg lífskjör hér á landi og þá æskilegt að Þjóðleikhúsið gæti notið krafta þeirra. En til þess að tryggja það er Þjóðleikhúsið ekki fjárhags- lega megnugt og óhugsandi nema Alþingi leggi þar til fé af mork- um.“ ★ Þá segja blöðin, að söngkon- urnar telji sig nú þurfa að fara að læra sænsku til þess að kom- ast að hjá Þjóðleikhúsinu. Á þetta auðvitað að vera hnúta til min vegna þess að þrjár sænskar óperusöngkonur hafa sungið hlut fæddist á Akureyri 25. marz 1858. Foreldrar hans voru: Davíð Sig- urðsson verzlunarmaður og kona hans Guðríður Jónasdóttir bónda á Baugsstöðum. Sigurður faðir Davíðs var bóndi á Ytra-Gili í Eyjafirði, Sveinssonar bónda á Agnarsstöðum, Jónssonar bónda á Varðgjá, Jónssonar bónda í Skógum, Jónssonar bónda á Laugalandi, Helgasonar bónda í Skógum. En móðurætt Davíðs var Hvassafellsætt svokölluð. Ólafur gjörðist verzlunarmað- ur á unga aldri. Starfaði lengi við verðzlun örum og Wulff á Húsavík, Djúpavogi og í Kaup- mannahöfn, unz hann varð for- stjóri þeirrar verzlunar á Vopna- firði árið 1893. Verzlun þessari stjórnaði Ólafur 11 ár, eða til ársins 1904, er hann varð yfir- bókari Landsbanka íslands og fluttist til Reykjavíkur. í Reykjavík dvaldist Ólafur þó ekki lengi, því árið 1908 var hann ráðinn forstjóri verzlunar Leon- hard Tang og Sön á ísafirði. Þeirri verzlun veitti hann for- stöðu, þar til hún var lögð nið- ur. Og skömmu síðar, eða árið 1924 fluttist hann til Vestmanna- eyja, og átti þar heima til dauða- dags 15. ágúst 1932. Þegar Ólafur var verzlunar- stjóri á Vopnafirði, var hann kjörinn þingmaður Norður-Múla sýslu. En er kjörtímabilið var liðið, bauð hann sig ekki fram aftur, þvi þá var hann fluttur til Reykjavíkur, og taldi sér ekki henta að vera þingmaður kjör- dæmis í mikilli fjarlægð. Eigi að siður hafði hann alltaf talsverð afskipti af landsmálum og sveit- arstjórnarmálum. Hann átti sæti í bæjarstjórn ísafjarðar um skeið. Ólafur Davíðsson var gáfaður maður og mjög vel menntaður. Hann var frjálslyndur og víð- sýnn, vel máli farinri og ágæt- lega ritfær. Ég var samborgari Ólafs á ísa- firði nær 20 ár. Hefi ég aldrei kynnzt manni honum fremri í mannkostum. Svo grunlaus var hann, að ég heyrði engan mann efast um rétt- dæmi hans eða drengskap hvorki semherja né andstæðinga í mál- um. Kona Ólafs Davíðssonar var Stefanía Þorvarðardóttir bónda á Fagurhólsmýri í öræfum. Þau eignuðust fimm börn, og eru þrjú þeirra á lífi: Ingibjörg, gift Þór- halli Gunnlaugssyni fyrrv. síma- stjóra, Friðrik skólastjóri stýri- mannaskólans í Reykjavík og Ólafur vélsmiður í Vestmanna- eyjum. Dánar eru: María, áður gift Magnúsi Magnússyni skip- stjóra í Boston í N-Ameríku og Guðríður, er dó á ísafirði 15 ára gömul. Sigurður Kristjánsson. verði að njóta frelsis til þess að eðlileg þróun geti átt sér stað. Listinni á ekki að setja landa- merki, hvorki stjórnmálalegs eðlis eða þjóðernislegs. Það er því íurðulegt, að listafólk skuii fara að leggja þjóðernislegt mat á list, dæma listgildi eftir móður- máli listamannsins. Að lokum þetta: Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með flutning söngleika héx', hafa, að flestra dómi, gengið vel eftir aðstæðum og orðið áhorf- endum til gleði og uppbyggingar að meira eða minna leyti, og áheyrendur hafa áreiðanlega glaðzt yfir því, að fá tækifæri til þess að hlusta hér á ágæta er- lenda söngvara. Enda er það svo, að fólk er alltaf að spyrja: fáum við ekki einhvern góðan söng- gest í vor. En einsöngvax'arnii', sem þessi’starfsemi hefur öðrum þræði verið gerð fyrir til þess að gefa þeim kost á verkefnum svo sem hægt hefur verið, eru óánægðir. Það virðist engin von um að skapa íxokkurn frið um þessa starfsemi Þjóðleikhússins, þeirra vegna. Til þess að nauð- synlegur friður skapist um söng- leikastarfið mun því tæpast ann- ar kostur en að Félag ísl. ein- söngvara taki við þessari söng- leikastarfsemi hér á landi. Fé- lagið hefur þegar, í raun og veru haíið starfið og markað sína list- rænu stefnu með „Syngjandi páskum“. Þessi stefna félagsins er að visu mikið frábrugðin stefnu Þjóðleikhússins, en sem Fél. ísl. eixxsöngvara hlýtur að telja þá í'éttu, þar sem það hefur tekið hana upp. Reykjavík 20. marz 1958- Guölaugur Rósinkranz. i páfans sfefnf RÓMABORG, 18. marz (Reuter) — Lögfræðingar franska rithöf- undarins Roger Peyrefitte hafa stefnt ritstjórum kaþólska blaðs- ins Osservatore Romano fyrir meiðandi ummæli um rithöfund- inn. Peyrefitte skrifaði fyrir nokkru harða ádeilugrein um páfann í vinstri sinnað blað, en Osservatore svaraði henni og fordæmdi hugsunarhátt rithöf- undarins. Þetta e\' í fyrsta skipti sem meiðyi-ðamál er höfðað fyr- ir ítölskum rétti gegn þessu blaði i Vatikansins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.