Morgunblaðið - 03.04.1958, Síða 1
24 síðtir og Lesbók
45. árgangur
79. tbl. — Fimmtudagur 3. apríl 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bondarikin styðja tillögn Kanada
um 12 milna friðunarsvæði
Bretur koma með nýja tiliögu
um 6 mílnu lundhelgi
GENF, 2. apríl — Á Genfarráð-
stefnunni um réttarreglur á haf-
inu hafa Bretar komið fram með
tillögu um 6 mílna landhelgi, en
á svæðinu fyrir utan 3 mílna
mörkin verði skipum leyft að
sigla og flugvéium að fljúga yfir.
Talið er, að Frakkar muni
styðja þessa tillögu Breta, en þeir
eru andvígir tillögu Kanada um
12 mílna friðunarsvæði, þar sem
hlutaðeigandi þjóð hafi ein rétt
til fiskveiða.
Bandaríkjamenn eru hins veg-
Krúsjeíí hominn til
iélatja Kadars
BÚDAPEST, 2. apríl — Nikita,
Krúsjeff kom flugleiðis til Búda-
pest í dag og heilsaði brosandi
„sínum kæru ungverzku vinum“,
eins og hann komst að orði. Á
flugvellinum höfðiu verið gerðar
óvenju róttækar varúðarráðstaf-
anir. Hann ók inn til borgarinn-
ar umkringdur lögreglubílum, og
meðfram allri leiðinni voru lög-
regluþjónar og vopnaðir her-
menn á verði, en henni hafði ver-
ið lokað um miðnætti í nótt. —
Krúsjeff ók beint til þinghúss-
ins.
í för með honum voru m. a.
Gromyko utanríkisráðh., Kozlov
fyrsti varaforsætisráðherra og
fjórir stjórnarmeðlimir aðrir.
Hátíðahöld
Það eru liðnir 15 mánuðir síðan
Krúsjeff var í Búdapest síðast,
og er þessi heimsókn sögð vera
til endurgjalds fyrir heimsókn
ungverskra leiðtoga til Moskvu
í marz 1957. Einnig mun Krúsjeff
verða viðstaddur hátíðahöld í til-
efni af því, að 13 ár eru liðin
síðan herir nazista hörfuðu frá
Ungverjalandi. Talið er að hann
muni dveljast í Búdapest um
vikutíma.
Ræðir um örlög Nagy
Margir leiða getur að því, að
Krúsjeff muni meðal annars
ræða við ungverska valdamenn
um örlög Imre Nagy, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sem setið
hefur í fangelsi í Rúmeníu síðan
í október-byltingunni. Hefur
Nagy verið kallaður „svikari“, en
réttarhöld gegn honum hafa ekki
enn farið fram, og er talið að
Rússar vilji skjóta þeim á frest,
þangað til ákvörðun hefur verið
tekin um ráðstefnu æðstu manna.
„Hlýjar bróðuróskir“
Það var Janos Kadar fram-
kvæmdastjóri ungverska komm-
únistaflokksins, sem tók á móti
Krúsjeff og bauð hann velkom-
inn, en hvorugur þeirra minnt-
ist á atburðina haustið 1956,
Krúsjeff sagði m. a. í ræðu
sinni: „Við stígum hrærðir á
ungverska grund. Á fyrstu mín-
útum þessa fundar við ykkur,
kæru ungversku vinir, berum við
ykkur skilaboðin, sem þjóð okk-
ar fól okkur — við berum ykk-
ur og öllum ungverskum verka-
mönnum hlýjar bróðuróskir, sem
koma frá hjartarótum sovézku
þjóðarinnar“.
Krúsjeff sagði ennfremur:
„Óvinir okkar reyndu að slíta
eða a. m. k. veikja vináttuna
milli þjóða okkar með ögrunum
og samsærum, en þrátt fyrir til-
raunir þeirra til að grafa undan
bróðurlegu samstarfi Sovétríkj-
anna og Ungverjalands, hefur
það orðið öflugra en nokkru
sinni fyrr.....Við förum ekki
í launkofa með það, að við erum
mjög hrærðir yfir þeim sérstak-
lega hlýju og vinsamlegu mót-
tökum, sem við höfum fengið
hér“.
Það voru lítil fagnaðarlæti,
þegar Krúsjeff ók inn í borgina.
Meðan hann er í Búdapest, mun
hann búa í hótelinu „Sabadsag“,
sem útleggst „Frelsi".
ar andvígir tillögu Breta en
styðja tillögu Kanada. Þannig eru
nú komnar upp alvarlegar deilur
milli stórveldanna í Atlantshafs-
bandalaginu um þessi mál.
Bretar hafa gert það að ófrá-
víkjanlegu skilyrði í tillögu sinni
um 6 mílna landhelgi, að sigling-
ar verði leyfðar utan við 3 mílna
mörkin. Tillagan stendur og fell-
ur með þessu atriði, sagði full-
trúi Breta. Kvað hann Breta hafa
verið ófúsa til að falla frá kröfu
sinni um 3 mílna landhelgi, og
hefðu þeir komið fram með hina
nýju tillögu af illri nauðsyn.
Bandaríkin styðja Panama
og Líberíu
Bandaríkin hafa gengið í lið
með Líberíu og Panama og and-
mælt tillögu þess efnis, að skip
verði að sigla undir þjóðfána eig-
enda sinna til að Úiljóta alþjóð-
lega viðurkenningu. — Flestar
siglingaþjóðir, þeirra á meðal
Bretar, Frakkar, Norðmenn og
ítalir, styðja þessa tillögu. Mörg
þúsund skip sigla undir fánum
Líberíu og Panama, enda þótt
eigendur þeirra séu ekki borgar-
ar þessara ríkja.
Fulltrúi Bandaríkjanna sagði,
að samþykkt þessarar tillögu
kynni að leiða til þess, að ýmsar
þjóðir neituðu að viðurkenna
réttindi ákveðinna skipa til sigl-
inga, og mundu þau þá hvergi
eiga heima. Það gæti haft alvar-
legar afleiðingar.
Afstaða lslands
Þess má geta, að fulltrúi ís-
lands lýsti yfir stuðningi sínum
við tillögu Kanada, þegar hún
kom fram, og kvað hana góða
svo langt sem hún næði. Hins
vegar áskildi hann tslendingum
rétt til að friða stærra svæði en
12 milur, ef það reyndist nauð-
synlegt til verndar fiskistofnin-
um.
Magnús Jónsson, fyrrv.
ráðherra, látinn
MAGNÚS JÓNSSON prófessor, fyrrverandi alþingismaður og ráð-
herra, andaðist í Landspítalanum í gær, rúmlega sjötugur að aldri.
Hafði hann átt við langvarandi vanheilsu að stnða og dvalizt í
sjúkrahúsi síðan í nóvember sl.
Með Magnúsi Jónssyni er til moldar hniginn fjölhæfur gáfu-
maður og einn af aðsópsmestu stjórnmálamönnum og rithöfundum
þjóðarinnar um árabil.
Fréttir í stuttu máli
Tító til Gómúlka
(VARSJÁ, 2. apríl. — Pólska
(fréttastofán PAP skýrir frá því,
iað Tító muni heimsækja Pólland
lásamt sendinefnd frá ríkisstjórn
og flokksstjórn seint í vor. Er
•talið, að Tító vilji endurgjalda
•heimsókn Gómúlka til Júgóslavíu
'í fyrrahaust. Tító hefur ekki ver-
ið í Póllandi síðan rétt eftir heims
6tyrjöldina síðari
• Washington, 2. apríl. — Eisen
hower Bandaríkjaforseti sagði
fréttamönnum í dag að þar sem
ákyörðun Rússa um að hætta í
bili tilraunum með kjarnorku-
og vetnisvopn væri tekin ein-
hliða ,teldi Bandaríkjastjórn að
ekki kæmi til mála að sinna
henni. Bandaríkin mundu ekki
taka þátt í áróðurskapphlaupi
við Rússa á þessu sviði. Hann
kvaðst hafa látið rannsaka fyr-
ir nokkru, hvort æskilegt væri
að Bandaríkjastjórn stigi þetta
skref, en niðurstaðan hefði orð-
ið sú, að það mundi ekki borga
sig.
Tilkynnt var í Washington í
dag, að Eisenhower muni biðja
þingið um 1,5 milljarða dollara
aukafjárveitingu til landvarna,
og eigi að verja fénu til kaupa á
nýjustu tegundum sprengjubrota
og smíði á kjarnorkuknúnum kaf
bátum, sem skotið geti eldflaug-
um.
• Djakarta, 2. apríl. — Her-
sveitir Djakarta-stjórnarinnar
gengu í dag á land á eyjunni Cele
bes, um 2500 kílómetra frá Sú-
mötru, þar sem enn er barizt
Hafa höfuðstöðvar uppreisnar-
manna á Celebes fallið tvisvar,
samkvæmt fregnum frá Djakarta.
Þá skýrir stjórnin þar einnig frá
því ,að svæðið, sem uppreisnar-
menn hafi á valdi sínu á Sú-
mötru, sé ekki annað en Padang
borg og nálæg héruð hennar og
Bukit Tinggi á hinni fjöllóttu
strönd við Indlandshafið.
★ Ósló, 2. apríl — Tilraunir til að
leysa verkfall um 15.000 bæjar-
starfsmanna fóru út um þúfur í
dag. Mun þetta verkfall hafa al-
varlegar afleiðingar fyrir aðflutn
ing matvæla til borgarinnar. Að-
eins beinar aðgerðir stjórnarinn-
ar geta komið í veg fyrir algera
lömun, en ekki er talið líklegt,
að stjórnin skerist í leikinn. —
Þetta er fyrsta vinnudeilan í
Ósló á 32 árum.
Damaskus, 2. apríl — Tvö dag-
blöð í Damaskus skýrðu frá pví
í dag, að stjórn landsins hefði
setið á fundi alla nóttina til að
ræða samdrátt hersveita íraks á
landamærum Sýrlands. Formæl-
andi landvarnaráðuneytisins í
írak bar til baka fréttir um sam-
drátt hersveita við landamærin.
Á Bonn, 2. apníl. — Fylkisstjórn-
ir nokkurra fylkja í Vestur-
Þýzkalandi hafa hótað að efna
til þjóðaratkvæðis um kjarna-
vopn, ef þingið samþykkir ekki
tillögu sósíal-demókrata um að
neita að búa þýzka herinn kjarna
vopnum.
Háskólakennari í 30 ár
Magnús Jónsson var fæddur
26. nóvember árið 1887 að
Hvammi í Norðurárdal. Foreldr-
ar hans voru Jón Magnússon,
prestur og kona hans Steinunn
Þorsteinsdóttir. — Magnus lauk
stúdentsprófi í Reykjavík árið
1907, heimspekiprófi í Kaup-
mannahöfn árið 1908 og embættis
prófi í Reykjavík árið 1911. Hann
var prestur íslendingasafnaðar
í Norður-Dakota árin 1912—
1915. Eftir að hann kom heim
þaðan var hann um tveggja ára
skeið prestur á ísafirði. En árið
1917 var hann skipaður dósent í
guðfræði við Háskóla íslands og
síðan prófessor í þeim fræðum.
Gegndi hann kennslustörfum við
háskólann um 30 ára skeið. Rit-
aði hann jafnframt kennslunni
fjölda bóka, rita og tímarits-
greina um guðfræðileg efni. Var
hann einnig ritstjóri ýmissa tíma
rita, svo sem Eimreiðarinnar,
Iðunnar, Stefnis og Kirkjuritsins
Hann var kjörinn heiðursdoktor
í guðfræði við háskólann í Tartu
í Eistlandi árið 1932, en þá var
hann einnig rektor Háskóla ís-
lands.
Þingmaður og ráðherra
Magnús Jónsson var kjörinn
þingmaður Reykvíkinga árið
1921. Var hann þingmaður höfuð
borgarinnar til ársins 1946, eða
samtals í 25 ár. Mun enginn hafa
verið lengur þingmaður fyrir
Reykjavík. Þegar Ólafur Thors
myndaði fyrsta ráðuneytið sitt
vorið 1942 varð Magnús Jónsson
atvinnumálaráðherra. — Hann
gegndi fjölda trúnaðarstarfa, m.
a. átti hann sæti í undirbúnings-
nefnd Alþingishátíðarinnar, var
yfirskoðunarmaður landsreikn-
inga um árabil, átti sæti í dansk-
íslenzku ráðgjafanefndinni og í
utanríkismálanefnd Alþingis um
margra ára skeið. í bankaráði
Landsbankans átti hann einnig
sæti í rúma tvo áratugi og var
formaður þess síðustu árin. For-
maður útvarpsráðs var hann
einnig í mörg ár. Formaður fjár-
hagsráðs var hann þann tíma,
sem það starfaði.
Magnús Jónsson var einnig af-
kastamikill rithöfundur. Eins og
áður er getið, ritaði hann fjölda
fræðirita um guðfræðileg efni í
sambandi við kennslustörf sín í
Háskólanum. Einnig ritaði hann
mikið um þjóðleg fræði og sagn-
fræði. Af ritum hans má nefna
Skagfirzk fræði, Alþingishátíðin
1930, Kirkjumálin og Alþingi,
Sögu Sjálfstæðisflokksins og ís-
landssögu, er hann ritaði fyrir
bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Mitt í kennslustörfum sínum,
stjórnmálabaráttu og ritstörfum
hafði Magnús Jónsson tíma til
að stunda málaralist með þeim
árangri, að hann var talinn
ágætur listmálari. Stendur um
þessar mundir yfir sýning á verk-
um hans.
Mikill sjónarsviptir er að þess-
um fjölhæfa og gáfaða manni.
Magnús Jónsson var kvæntur
Bennie Lárusdóttur, er andaðist
á s. 1. hausti. Áttu þau 4 börn.
^ftorgoxiMa&s&ns
24 síður, fylgir blaðinu í dag. —
Sú hatramlega villa stendur þar
á bls. 170, að nú sé góupáskar.
Þeir, sem halda Lesbók saman,
eru beðnir að leiðrétta þetta. —
Næsta Lesbók kemur ekki út fyrr
en sunnudaginn eftir páska.