Morgunblaðið - 03.04.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 03.04.1958, Síða 2
2 MOPr.rrivnr 4Ð1Ð Fimmtudagur 3. apríl 1958 Á hverjum strandar samkomulag umaðdraga úrútgjöldum ríkisins? Reynt ad halda „grundvellinum” fram á haust Innbyrðis ásakanir stjórnarliða um að hafa „slegið Öll met í heimskulegum skrifum” ÞEGAR páskahelgin fer í hönd, er enn, ef marka má stjórnarblöðin, háarifrildi um það innan ríkisstjórnarinnar, hvers eðlis vandi efnahags- málanna sé og hver úrræði séu vænlegust til bjargar. Hagsmunir rikisins af aflabresti Alþýðublaðið er enn ekki horf- ið frá því sem það sagði sl. sunnu dag, að „mikil síldveiði mundi sennilega gcra islenzka rikið gjaldþrota“ og að „ríkið hafi beina hagsmuni af því, að ekki fiskist og ekki spretti i landinu“. Jafnframt því, sem Alþýðublað ið herðir á með þessari ömurlegu lýsingu á afleiðingum stefnu V- stjórnarinnar, stendur það og fast á yfirlýsingu sinni frá 26. marz: „90 milljón tala Lúðjriks óraunhæf en þörfin er um eða yfir 200 milljónir". Alþýðublaðið segir að vísu 1. apríl, að Þjóðviljinn fullyrði, að þessar tölur séu of háar. En Al- þýðublaðið segir: „Öllum þessum staðreyndum snýr Þjóðviijinn við í skapsmuna kasti sínu. Hann staðhæfir, að Al- þýðublaðið fari með rangar töl- ur af því að það hefur sagt sann- leikann um, hvað til þess þurfi að framlengja gamla efnahags- vixilinn. Þetta er að berja höfð- inu við steininn. Alþýðubandalag ið verður að hverfa frá ósk- hyggju og ævintýrum, ef það vill vera ábyrgur stjórnarflokkur. Og það mun sízt af öllu þjóna verka lýðshreyfingunni með sams kon- ar fíflalátum og þeim, sem ein- kenna forustugrein Þjóðviljans á sunnudag". Jafnframt ásakar Alþýðublað- ið samstarfsblað sitt fyrir mál- flutning, sem „er í senn ódrengi- iegur og fjarri lagi“. Þá fullyrðir Aiþýðublaðið: „Efnahagsmálin verður að taka fastari tökum en verið hefur und- anfarið“. Og Alþýðublaðið þykist svo sem vita, af hverju tregða komm- únista komi nú: „Alþýðubandalagið ætti frem- ur að sætta sig við, að Alþýðu- flokkurinn finni samkomulags- leiðina en allt reki á reiðanum eða rikisstjórninni takist ekki að leysa efnahagsmálin". Það er sem sé, að dómi Alþýðu- blaðsins, öfund Alþýðubanda- lagsmanna yfir snilligáfu Alþýðu flokksins, er lýsir sér í að hafa látið sér detta „þriðju leiðina" í hug, sem gerir að verkum, að enn er ekki allt fallið í ljúfa löð! Þjóðviljinn er hins vegar í gær ekki alveg á, að viðurkenna á- gæti „þriðju leiðarinnar“. Hann segir í þriggja dálka fyrirsögn á forsiðu: „Alþýðublaðið hefur slegið öll met i heimskulegum skrifum sín- um um efnahagsmálin að undan- förnu“. Upphaf greinarinnar hefst með þessum orðum: „Allmikia- umræður hafa oið- ið um efnahagsmálin undanfarna daga, margt verið um þau ritað i önnur blöð og það ekki allt af ýkjamiklu viti eða heilindum. Fullyrða má þó, að Alþýðublaðið hafi slegið öll met í heimskuleg- um skrifum um þessi mál,----- Þjóðviljinn er ekki alveg á því að viðurkenna ófarnað ríkis- stjórnarinnar af síldveiðum: „Meiri síldveiði í sumar mundi að sjálfsögðu gefa af sér aukinn gjaideyri, gjaldeyri sem allur er seldur með meira eða minna yf- irverði". Þarna er sem sagt berum orð- um viðurkennt, að pranga eigi með gjaldeyri þjóðarinnar og selja hann á „meira eða minna yfirverði“ V-stjórnarinni til bjargar. Um snjallræðið, sem valda átti „tímamótum í íslenzkri stjórnmálasögu', þó ekki fyrr en eftir páska, segir Þjóðviljinn: „Þriðja leið“ Alþýðuflokksins „Fávitaskrif sem þessi eru auð vitað í fullu samræmi við það, að Alþýðublaðið talar um ein- hverja þriðjú leið, leið Alþýðu- flökksins, í sambandi við efna- hagsmálin, leið sem blaðið veit sýnilega ekkert um og getur ekki skýrt frá, en ræðir aðeins um sem einhverja dularfulla leið til lausnar á vandamálum". Grein sinni lýkur Þjóðviljinn svo: „Hvað er það sem kallar á sér stakar ráðstafanir nú vegna fram leiðslunnar? Um síðustu áramót var sarnið við sjávarútveginn um hækkað- ar bætur, sem nema um 25 millj. króna og í árslok 1957 stóð út- flutningssjóðskerfið þannig að það skuldaði 34 millj. kr. af öll- um áföllnum skuldbindingum vegna framleiðslunnar á árinu 1957 ög vegna gamla skuldahal- ans frá tíð íhaldsstjórnarinnar. Þessar tölur sýna að það er ekkert stórmál að afla tekna að þessu sinni vegna framleiðslunn ar einnar. Nokkur vandi er þar á höndum og því meiri sem lengra dregst fram á árið án þess að inn heimta viðbótargjalda hefjist. Hinn vandinn er sá, eins og bent hefur verið á hér í blaðinu, að ríkissjóð vantar einnig tals- verðar tekjur vegna þess að út- gjöld hans hækka alltaf og ekki hefur tekizt að fá samkomulag um að draga úr þeim útgjöldum“. í sjálfri forystugrein Þjóðvilj- ans í gær er einnig vikið að sama efni og segir þar m.a.: „Einn liður þess undirbúnings hefur birzt í frámunalega barna legum forsíðugreinum, sem kom ið hafa með stuttu millibili í blaðinu. Telja kunnugir að grein- ar þessar séu samdar af Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð- herra og Kristni Gunnarssyni, fyrrv. forsjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar“. „Þeir sem þannig skrifa þyrftu að byrja á að læra stafróf efna- hagsmálanna áður en þeir hætta sér út í umræður um þau vanda- mál, sem við er að fást“. „En það dettur hagspekingum Alþýðuflokksins auðvitað ekki í hug. Þeir biðja aðeins guð að forða þjóðinni frá mikilli veiði til sjávarins og góðri grassprettu og kartöfluuppskeru til landsins. Bjargráð Alþýðuflokksins virðist þannig vera fiskileysi og upp- skerubrestur og segi menn svo að „þriðja leiðin“ hafi ekki tekið á sig áþreifanlegt form!“ Þær upplýsingar Þjóðviljans, að haldreipi kommúnista, Gylfi Þ. Gíslason, sé höfundur furðu- skrifanna um „þriðju leiðina" munu vissulega vekja verðskuld aða athygli. Hver hindrar sparnaðinn? Á meðan þessu fer fram þegir Tíminn að mestu um efnahags- málin og reynir skiljanlega að leiða hjá sér hina „þriðju leið“ Alþýðuflokksins. Óneitanlega hlýtur það og að vera beizkur biti fyrir Framsókn armenn ,sem hafa hamrað á því frá miðju sumri, að aflabrestur á sl. ári væri orsök erfiðleikanna marz komi til greina. Þvert á móti fer hann fögrum orðum um, að „nauðsynlegt sé að efla varnar- samtök eins og Atlantshafsbanda- lagið, svo að þeim verði fært að afstýra styrjöld.“ Óneitanlega þaut nokkuð öðru vísi í Tíma-skjánum um þessi mál fyrir tveim árum. En við þessu hljóði má a.m.k. búast fram eftir sumri, hvernig sem blása kann, þegar hausta fer. í efnahagslífinu, að þurfa að kingja þeirri fullyrðingu Al- þýðublaðsins, að stjórnarstefnan sé búin að leiða til þess, að mik- il síldveiði mundi hafa gert rík- issjóð gjaldþrota! Harður dómur er það og yfir fjármálastjórninni, þegar Þjóð- viljinn fullyrðir, að vandinn nú sé ekki sízt sá, að „ekki hefur tekizt að fá samkomulag um að draga“ úr útgjöldum ríkissjóðs, sem „hækka alltaf“. Hefði það einhverntíma þótt ótrúlegt, að fjármálaráðherrann yrði að una því, að kommúnistar héldu því ómótmælt fram, að þeir fengju ekki fram komið nauðsynlegum sparnaði á ríkisútgjöldum! Hver er sá, sem þar stendur á móti? Allt gefur þetta óhugnanlega mynd af úrræðaleysi og ósam- komulagi. En af hverju eru mál- in ekki lögð fyrir almenning? Stjórnarflokkarnir þykjast vilja hafa samráð við stéttarfélögin. En hvernig eiga þau að dæma um, hvað gera skuli, á meðan gögnum málsins er haldið leynd- um? Af hverju hefur skýrsla er- lendu sérfræðinganna frá haust inu 1956 aldrei verið birt? Hvað varð um „úttek þjóðar- búsins“ þá? Hvers vegna er skýrsla hag- fræðinganna nú, hvorki lögð fyr ir Alþingi né almenning? Mundi ekki vera ráðlegt „eftir; páska“, að láta verða þau „tíma mót“ í sögu V-stjórnarinnar, að; leggja öll gögn í dóm alþjóðar og hverfa frá þessari ömurlegu tog- streitu bak við tjöldin milli manna, sem ekki hafa annað til mála að leggja en brigzl í hvers annars garð? Fellur grundvöllurinn fyrir haustið? Margir spyrja nú: Getur það stjórnarsamstarf staðist, þar sem andinn er sá, sem menn nú daglega sjá vitni um? Von er, að spurt sé. En allt bendir til, að V-stjórnin sé ráðin í að sitja á meðan sætt er. í bili er við það miðað að reyna að halda liðinu saman a. m. k. fram á haust. Þetta kemur m. a. glögglega fram í erindi Moskvu-kommún- istans Stefáns Ögmundssonar, sem hann flutti í Gamla Bió sl. sunnudag og þjóðviljinn birti 1. april undir heitinu: „Sjálfsmorð og mútan“. Þar segir m. a.: „Ríkisstjórnin, sem nú situr að völdum hefði aldrei verið mynd- uð án þess að til grundvallar lægi samþykktin um brottför hersins og nú fellur að síðustu forvöðum, að hún geti staðið við gefin orð — 18 mánuði þarf til þess að koma hernum úr landi sé fylgt þeim reglum. sem settar voru. Hafi ríkisstjórnin ekki gert skyldu sína fyrir haustið er það ekki á hennar valdi að efna lof- ] orð sín, enda er þá grundvöllur- inn að stjórnarsamstarfinu burtu fallinn“. Þarna er innan um gtóryrða- flauminn tilkynnt, að í varnar- málunum þurfi ekkert að gera a. m. k. fram á haust. Samkvæmt þessu fer því fjarri, að fundahöld kommúnista nú séu ætluð til að herða á efndum lof- orðsins frá 28. marz 1956, heldur er sagt, að rólega megi bíða til hausts. Er þá sennilega til getið, að ekki verði látið stranda á þessu, ef um annað semst. Tíminn skilur boðskap komm- únista og á þennan hátt, því að í gær tekur hann víðsfjarri. að efndir á fyrirheiti stjórnarsátt- málans og ályktunarinnar 28. Jón Kristjánsson varff fyrsti sigurvegarin landsmótsins 1958 — og þaff yfirburffasigurvegari í 15 km göngu i 8. sinn i rö*. Myndina tók Ól. K. M. Þingeyingar áttu 4 fyrstu í 15 km göngu Reykjavík sigraði í sveitakeppni í svigi 21. skíðalandsmót Islands hófst í gær. Gísli Halldórsson, form. IBR, setti mótið við Skíðaskálann í Hveradölum, en þar eru aóal- bækistöðvar mótsins, sem auk þar fer fram við Kolviðarhól, 1 Henglinum og í Jósefsdal. Veður var frekar slæmt í gær til keppni og snjór er óðum að minnka og verða verri og verri til keppni. En keppendur vona og óska eftir frosti og meiri snjó. Gísli Halldórsson minntist a nytsemi skíðaiþróttarinnar og rakti nokkuð sögu hennar hér á Höskuldsson, ísafirði, fóru með mestum hraða fyrst, unz Árna henti það óhapp að binding bil- aði svo hann varð að hætta. Eftir 6.5 km var Matthías Gestsson, Akureyri, fyrstur með 23.28 mín, Stefán Þórarinsson annar með 23,47 mín, Jón Kristjánsson með 24,04 og Steingrímur Kristjáns- son 24,15. Gunnar Pétursson, Isa. firði, sem hafði rásnúmer 6, tók forystuna í göngunni eftir 1—2 km og varð að ryðja brautina fyrsta hringinn eða 4—5 km. Það mun allerfitt í slíkum óhrein- indasnjó sem var. Hann fór fyrst ur það sem eftir var, en greini- legt var að Þingeyingarnir sem höfðu lagt langt á eftir honum af stað höfðu betri tíma. Það kom og á daginn við mark ið, að þeir röðuðu sér á fyrstu sætin, 5 talsins. Var það glæsi- Frarnh. á bls. 3. Gunnar Pétursson varff fyrstnir tvikeppnismanna í göngunni. — Hann ruddi brautina lengst af. landi, gat þess m.a. að víkingar hefðu iðkað hana á landnámsöld og síðar hefði hún lifað hér, enda mikilsverð fyrir ýmsar sveitir að hafa not af góðum skíðamönnum. Hann gat fyrstu mótanna hérlend is, á Siglufirði 1905 og á Akur- eyri 1907. Að setningarræðunni lokinni hófst 15 km. skíðaganga (sem þó mun hafa verið nær 16 km). — Keppendur, 27 talsins, lögðu af stað í þurru en frostlausu, storma sömu veðri. Er þeir fyrstu höfðu gengið 7—8 km kom úrhellis- rigning og urðu allir gegnvotir. Aftur hafði stytt upp er þeir komu að marki. Jón Kristjánsson HSÞ og Árni Óhöpp urffu í göngunni, Matthías Gestsson, Ak., féll t.d. og braut skíði sitt, fékk annað aff láni og stóð sig með prýði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.