Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 15

Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 15
Fimmtudagur 3. apríl 1958 M ORGVTSBLAÐIÐ 15 urinn of mikill, að minnsta kosti fyrir landkrabba. Farið að leggja Klukkan tuttugu mínútur geng in í þrjú er farið að leggja. — Ég rís úr koju og lít út. Heldur er ég nú óstyrkur á fótunum, sendist á milli koju og bekks og ætla ekki að geta komizt í skóna. Hvern fjandann ætli Guðni kalli nú þetta úr því að veltingurmn áðan á leiðinni úé hét „helvítis smátítla". Nógu er það samt bölv- að hvað sem hann nefnir það. Ég manna mig á lappir og kemst fram í stýrishús. Það er verið að kasta út fyrsta bólinu. Blár belg- ur og löng flaggstöng fljúga í hafið. Síðan tekur línan að þjóta aftur úr rennunni, en hún er aftur í skutnum. Ég er svo ringl- aður í kollinum að ég treysti mér ekki almennilega að fara aftur ganginn heldur fylgist með lagn- ingunni úr kýrauga í skipstjóra- klefanum. Ekki er ferðin hægð, nema ef verið hefir um nokkra snúninga niður í vél. Stillingin á brúarborðinu sýnir fulla ferð. — Þetta er nú eitt erfiðasta verkið, segir Guðni, — að leggja línuna. Oft erfiðara en þetta, þegar bátarnir eru í einni kös. Nú erum við hér svo til einir Skipshöfnin á Munin. Frá vinstri: Sigurður Pálsson kokkur, Ármann'Gúðjónsson stýrimaður, Guðni Jónsson formaður, að baki honum Samúel Björnsson vélstjóri og þá hásetarnir Bjart- ur Árnason og Marel Andrésson. og förum víst lengra út en hin- ir. Já, lagsmaður. Og þannig er haldið áfram í fimm stundarfjórðunga. Mestur hluti línunnar er á 200 faðma dýpi og dýpra. Byrjað var að leggja á 150 föðmum framan í hallinu, en þar lentu ekki nema um 10 bjóð af þeim 45 bjóðum, sem með voru í förinni. Dráttur byrjar Um klukkan sjö um morgun- inn var byrjað að draga. Ég hafði sofnað ofurlitla stund síðast á baujuvaktinni. Og nú hófst linnu- laus dráttur, sem stóð í hartnær 10 tíma. Fyrst í stað var lítið á línunni. Guðm sagði mér að taka það rólega, það væri ekkert að sjá enn sem komið væri. Eg „fleygði“ mér því ofurlitla stund, hlustaði á morguntónleikana í útvarpinu, fréttir og þess háttar. í rauninni fór vel um mig, þótt alltaf væri ég eitthvað skrítinn í höfðinu, rétt eins og ég hefði hæfilega timburmenn. En allt í einu kom Guðni í gættina. — Það er að glaðna yfir hon- um. Það voru 93 fiskar á síðasta bjóðinu, lágsmaðúr. Ég legg ekki meira á þig. Og Guðni var þotinn að stýr- inu. Það varð að hugsa vel um andófið. Hér var ennþá títlan hans Guðna og það er þungt að draga af meira en 200 faðma dýpi ef eitthvað er á krókunum. Ég fór nú fram í stýrishús og fylgdist með vinnunni á dekkinu. Þar stóð vélstjórinn, Samúel Björnsson, við gogginn og hjó í hvern fiskinn af öðrum en Marel Andrésson háseti tók við og blóðgaði þorsk og ýsu og fleygði niður í lest en keilan, skatan og rottfiskurinn fóru í stíu framan við stýrishúsið. Bjartur Andrés- son stóð við línustampinn og hringaði. línuna niður eftir því sem hún rann inn af spilinu. Ekki létu þeir sér mikið bregða þótt veltingurinn væri talsverð- Það er langa á goggnum hjá Samúel og líklega önnur rétt á eftir. ur. Þarna stigu þeir ölduna þótt báturinn hallaðist meira en 45 gráður. Ég beið þess að þeim skrikaði fótur í slorinu en það mátti lengi bíða. Þarna gengu þeir aftur og fram rétt eins og væru þeir á stofugólfinu heima hjá sér. Línan upp í miðjum sjó En nú steinhætti fiskurinn að koma inn yfir borðstokkinn. — Nú já! Nú hefur línan ekki náð botni. Hún hefir krækzt í strenginn. Við vorum að koma að belg og' það vill stundum koma fyrir að lína festist í strengnum og hangir þar uppi í miðjum sjó. Og' þá er ekki að sökum að spyrja. Ekki branda á línunni. Heilt bjóð til ónýtis þar. Og hér var einmitt ágætis afli. En það þýðir ekki að fást um það. Nú er bólið dregið inn, fyrst steinn- inn og svo strengurinn allur og loks belgur með baujú og öllu saman. Brátt fer að koma fiskur og nú lifnar yfir honum á ný. Það hýrnar heldur brúnin á Guðna. En nú skipta menn með sér verkum. Kokkurinn, Sigurður Pálsson, ungur maður norðan frá Húsavík, kemur upp úr lúkarn- um og tekur við að draga. Ár- mann Guðjónsson stýrimaður fer að goggnum, Samúel vélstjóri kemur að stýrinu og andæfir en Frh. á bls. 16. * LESRÓK BARNANNA Strúturinn KÁ5MIJ5 Elns og þú manst hékk Sammi í skeggi gamla karlsins, sem var bundinn niðúr í rakarastólinn. — Rasmus hafði farið með galdraþulu, svo að skegg- ið styttist og Sammi var næstum kominn upp i gluggann. En þá kom rak- arinn allt í einu inn í hcrbergið með stór skæri í hendinni. Skeggið á þess um karli er alltof langt! Klipp, klipp —, og skær- in klipptu í sundur skegg ið. Hvernig fór nú fyrir Samma? — Auðvitað féll hann niður. Hugsaðu þér bara, fallið var frá 28. hæð. En sú ferð, sem var á honum. Simmi horfði reiðilega á rakarann. — Negrakóngurinn gægðist út um gluggann, en Ras- mus, sem vissi að hvert augnablik var dýrmætt, þreif galdrastafinn. — Hvernig skyldi þetta nú fara? c skil ég, frú Ágústa, að þér skuluð hafa efni á að bjóða okkur hænsnasteik núna um bezta varptím- ann“. „Það kemur nú ekki til af góðu“, svaraði frú Ágústa. „Ég hef verið svo óheppin með hænurnar mínar. — Þrjár af þeim drukknuðu í safnþrónni núna um daginn“. Gunnnuuur, 12 ára, Hveragerði. luo. I joguna ara teipa kom gratanui tii monimU sinuat og sagoi: „nvernig á eg aö nntppa Kjoinum nnnum, þegar hnapparnir eru aö altan, en eg að framan?“. Ágústa, Reykjavik. Þá er skrítlusamkeppn- inni lokið. Nú eigið þið sjálf að velja fimm beztu skrítlurnar úr þeim 100 skrítlum, sem birzt hafa í keppninni. — Þið skrifið númer skrítlunnar, sem þið viljið að fái fyrstu verðlaun, og númer þeirr- ar, sem ykkur finnst eiga að fá önnur verðlaun o. s. frv. Þeir, sem sent hafa þær skrítimr, sem flest at- kvæði fá, hljóta verðlaun- in. Im leið og þið veljið beztu skrítlurnar, getið þið sent efni til Lesbók- i arinnar í sama bréfi. Til- | logur ykkar um beztu skriuurnar þurfa að hafa borizt Lesbókinni fyrir 1. maí, en úrslitin í keppn- inni verða birt í byrjun maí. Verðlaunin eru bækur eftir frjálsu vali (séu þær fáanlegar í bókabúðum) þannig: 1. verðlaun. Bækur fyrir um 175 kr. 2. verðlaun. Ilækiur fyrir um 125 kr. 3. verðlaun. Bækur fyrir um 100 kr. 4. verðlaun. Bækur fyrir um 50 kr. 5. verðlaun. Bækur íyrir um 50. kr Svo þökkum við ykkur öilum tyrir þátttökuna í keppninni, og annað etni, sem þið liafið sent blað- inu. Lesbók barnanna. ! ev em iunna skemmtilegu páskateikninga nemenda í skóla ísaks Jónssouar. Teikningarn- ar eru nú til sýnis í glugga Morgunblaðsins við Aðalstræti. Litagleði ungu listamannanna er mikil og ekki vantar hugmyndaflugið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.