Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 22
22
MORCT’mtít jfrlfí
Vimmturlagur 3. april 1958
Ragnar Fr. Ragnars
F. 31. marz 1937. D. 29. marz 1958
MU hörmulegu tíðindi hafa
borizt okkur, að fjórir ungir
stúdentar hafi farizt í flugslysi
á leið til Akureyrar sl. laugar-
dag. Einn af þeim var Ragnar
Fr. Ragnars, sem fæddur var á
Siglufirði 31. marz 1937, hefði
orðið 21 árs tveim dögum síðar.
Þungur harmur er kveðinn að
báðúm eftirlifandi foreldrum
hans, þeim frú Agústu og Ólafi
Ragnars, stórkaupmanni á Siglu-
firði, ásamt þrem eftirlifandi
systkinum Ragnars, en Ragnar
heitinn var elztur af systkinum
sínum.
í>að er eiginlega erfitt fyrir
okkur kunningja hans að þurfa
að trúa því að Ragnar er ekki
lengur meðál vor, við sem um-
gengumst hann næstum daglega,
eftir að hann kom hingað ti!
Reykjavíkur, til að nema lækn-
isfræði við háskólann.
Réttum þrem tímum áður en
Ragp-v heitinn lagði upp í sína
feigí/ailör, sátum við tveir og
snæddurA saman, það var þá sem
honum bvrst fregnin um að
legjja skylÁi af stað til Akureyr-
ar, þá nokkivm tímum síðar.
Lék Ragnar á als oddi af til-
hlökkun, yfir að vera í þann
mund að komast norður á fornar
slóðir, þar sem allir hans yngri
skólabræður úr M.A. yrðu sam-
ankomnir á samkomu þá um
kvöldið. Ekki var það mögulegt
að láta sér detta í hug að þarna
væri hann í þann mund að leggja
upp í sína síðustu ferð hér, en
þetta er víst gangur lífsins.
Hús og salir borgarinnar óma
ekki framar af glaðværð hans og
hlátri, hann verður því miður
ekki við til að hrífa mann upp
úr drunga dagsins, inn i sina
glaðheima, nei — hann er far-
inn frá okkur í lífsins mynd, en
minningin um góðan dreng er
geymd í hugum okkar, sem eftir
búum.
Ragnar, ég kveð þig vinur,
minninguna tekur enginn frá
okkur.
Hvíl í friði.
B. Jóhannsson.
Úthlutun listamanna
launa árið 1958
ÚTHLUTUN listamannalauna
fyrir árið 1958 er nýlega lokið.
Að þessu sinni var 120 listamönn-
um úthlutað listamannalaun.
Listamannalaununum er úthlut-
að í sex flokkum. Hæstu launin
sem eru 33.220 kr. hlutu þessir
menn:
Gunnar Gunnarsson, Halldór
Kiljan Laxness, Ásgrímur Jóns-
son, Davíð Stefánsson og Þór-
bergur Þórðarson. Næst hæstu
listamannalaun sem eru 19 þús.
kr. hlutu sextán listamenn og eru
þeir þessir:
Ásmundur Sveinsson, Guð-
mundur Böðvarsson, Guðmundur
Daníelsson, Guðmundur Hagalín,
Gunnlaugur Blöndal,' Gunnlaug-
ur Scheving, Jakob Thorarensen,
Jóhannes Kjarval, Jóhannes úr
Kötlum, Jón Engilberts, Jón Stef
ánsson, Kristmann Guðmunds-
son, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Rík-
arður Jónsson, Steinn Steinarr,
Tómas Guðmundsson.
Skrá yfir þá er listamannalaun
hlutu verður síðar birt í heild
Kaupsýslumenn!
Látið ekki
sambandið
við
viðskipfavini
yðam rofna
Mikilvægasti þátturinn í afkomu verzl-
unarinnar er að vera í góðum tengslum
við fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður
auglýsir því að staðaldri í útbreiddasta
blaði landsins.
- Sími 2-24-80 -
Sýning á málverkum Magnúsar heitins Jónssonar prófessors er opin daglega frá kl. 1—10 í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins. — Myndin hér að ofan er af einu málverkanna.
Tónleikar kammer-
músikklúbbstns
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
hefir flutt hér ýms stofutónverk,
sem hafa verið mikill fengur fyr-
ir ísl. tónlistarlíf. Á konsertin-
um síðastl. sunnudag var flutt
cellósónata Beethovens op. 69 og
tríó Schuberts op. 99. Bæði eru
verkin þrungin af fegurð og mik-
illeik þessara höfuðsnillinga. —
Sónötu Beethovens léku þeir
Einar Vigfússon og Jón Nordal,
og var flutningurinn með mikl-
um ágætum. Þessir tveir ungu
menn eru báðir miklir lista-
menn og náðu afbragðs tökum
á hinu mikla tónverki.
Trió Schuberts op. 99 er ein
af perlum tónmenntanna og lék
Ingvar Jónasson fiðluhlutverkin
með Jóni og Einari. í heild var
verkið ágætlega flutt, en æfinga-
tími hefir þó sýnilega ekki verið
nægur.
Húsið var þéttskipað áheyr-
endum sem klöppuðu listamönn-
um lof í lófa.
Vikar.
—■ Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 13
ansjávar. Forfeðrum okkar tókst
að gera það í öllu sínu umkomu-
leysi. Núlifandi kynslóð, margfalt
betur búin en allar, sem á undan
eru gengnar, mun ekkí láta sitt
eftir liggja.
Mannfólkið sjálft
varðar mestu
1 umræðum um efnahagsmál
verður mönnum það furðuoft á,
að greina þau frá þjóðmálunum í
heild og líta á þau. sem eitthvert
sérstakt fyrirbæri. Þar af kem-
ur talið um „varanleg úrræði“ og
endanlega „lausn efnahagsmál-
anna“. Eins og nokkuð í mannl.
lífi geti verið „endanlegt“, á með-
an Jíf á annað borð hrærist. Nei,
það er eins og Magnús Jónsson
segir: „Mestu varðar þó hér sem
ávallt mannfólkið sjálft".
Dansk Paaskegudstjeneste
i domkirken söndag den 6. april (1. paaskedag) kl. 14.00.
Ordinationsbiskop, dr. theol Bjarni Jónsson prædiker.
V
GLÆDELIG PAASKE t
DET DANSKE SELSKAB I REYKJAVIK
íbúð til sölu
Til sölu er lítil 5 herbergja íbúð á 1. hæð í húsi á góðum
stað við Langholtsveg. Verð aðeins kr. 280 þúsund. Út-
borgun um kr. 180 þúsund. Eftirstöðvar kaupverðsins eru
hagstæð lán. Sér kynding. íbúðin er í góðu standi. Rúm-
góð girt lóð.
Upplýsingar gefnar i síma 34231.
Ungling
vantar til blaðburðar við
Sogamýri
Sími 2-24-80
Það er jafnfráleitt að tala um
gjaldeyrisskort, án þess að gera
grein fyrir, hverjar lífsnauðsynj-
ar eru til í þjóðarbúinu, eins og
ætla með „gengis]ækkun“ eða
„millifærslu“ að gera þau töfra-
brögð, að þjóðarbú sem er rekið
með halla, verði skyndilega rekið
hallalaust án þess að á hlut nokk-
urs verði gengið.
Hér á ístandi eru lífskjör svo
jöfn, að halli bjóðarbúsins verður
ekki réttur við, nema annaðhvort
með auknum þjóðartekjum eða
með skerðingu lífskjara allra. —
Þetta eru sannindi, sem menn
komast ekki með neinu móti hjá.
í efnahagsmálunum eru engin
töframeðul til. Saga íslendinga á
19. öld sýndi það ofurvel, alveg
eins og reynsla síðustu ára, að
það er aðeins vinna og fram-
leiðsla, sem gerir þjóðirnar rík-
ar. Með árvekni, dugnaði og út-
sjónarsemi er hægt að ná því, sem
engar bollaleggingar stofuspek-
inga fá áorkað.
Treystum
dómgreind
almennings
Af framleiðslunni verður ekki
meira tekið en' hún í raun og veru
hefur aflögu. Ef meira er tekið,
þá er ekki nema um tvennt að
velja: Annaðhvort verður stöðv-
un eða taka verður það aftur af
almenningi, sem hann hefur of-
heimt. Það er þetta, sem hefur
verið viðfangsefni stjórnarvald-
anna undanfarin ár.
Rækilega var bent á, að svona
hlyti að fara. Menn, sem vissu á
þessu full skil, en vildu sjálft
þjóðfélagið feigt, af því að þeir
trúa, að framvinda tímans krefj-
ist kommúnískra þjóðfélags-
hátta, beittu sér fyrir að gegn
þessum ofur einföldu sann-
indum var brotið. Þetta er frum-
orsök erfiðleikanna nú. Allt tal í
kringum þau sannindi, hvort held
ur um gengislækkun, uppbótaleið,
„millifærslu" eða einhverja
„þriðju leið“,' sem enginn veit
hvað í felst, eru einungis bráða-
birgðaúrræði, ef tekst að telja al-
menningi trú um, að hægt sé að
eyða til lengdar meira en þjóðar-
búið gefur í aðrr hönd.
Viðfangsefnið er að átta sig
sjálfur á staðreyndum og sam-
hengi þeirra og skýra þetta síð-
an látlaust fyrir almenningi. Það
eru einungis athafnir hvers og
eins, er sameinast í þjóðarátaki,
sem gera efnahagsmálin viðráð-
anleg.
Hér sem ella er þekking og
fræðsla undirstaða þess, að við
vandann verði ráðið, og frumskil-
yrði umbóta er að leggja málin
afdráttarlaust fyrir almenning,
svo að hann geti sjálfur gert upp
sinn hug.