Morgunblaðið - 16.04.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.04.1958, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. april 1958 Cunnar Thyrestam Bílaviðgeröarmaðurinn á Kópaskeri HINN 25. febr. sl. birtist i Mbl. árásargrein á mig, svo rætin og ósmekkleg, að hún er alls ekki svaraverð, enda á engum rökum reist. Höf. er bílaviðgerðarmaður norður á Kópaskeri. Eina svarið er hann mundi skilja, kynni helzt að vera það, að ég sneri mér til dómstólanna með kröfu um, að svívirðingarnar og meiðyrðin verði dæmd dauð og ómerk, og greinarhöf. dæmdur í háa sekt fyrir atvinnuróg. Það væri mak- íslenzk kirkjutónlisf kynnf í Svíþjóð GUNNAR THYRESTAM, organ- leikari við kirkju heilagrar þrenningar í Gávle í Svíþjóð. hefur tvisvar sinnum kynnt ís- ienzka kirkjuhljómlist fyrir skömmu á sérstökum hljómleik um í kirkju sinni, og eftir um- sögnum blaða að dæma hefir kynning þessi vakið töluverða athygli. Gunnar Thyrestam er ágætt tónskáld, eftir því sem segir í „Kyrko Musikernas Tidning“ í nóvember 1957, þar sem hann er kynntur með alllangri grein. Hann hefur nær einvörðungu helgað sig kirkjuhljómlist, og eftir hann liggja nokkur ágæt kirkjuieg tónverk. Hann varð aðalorganisti við Þrenningarkirkjuna í Gávle ár- ið 1955 og hóf þá m. a. að kynna kirkjutónlist ýmissa þjóða á sér- stökum tónleikum í kirkjunni. Vöktu þessir tónleikar mikla at- hygli og var mikil aðsókn að þeim. Gunnar Thyrestam hefir sér- stakan áhuga á íslenzkri kirkju- tónlist, nýrri og gamalli, og á hinum íslenzku hljómleikum léK hann bæði gömul helgilög úr Grallaranum og nýja tónlist eft- ir Pál ísólfssön, Jón Þórarinsson, Jón Leifs og fleiri. En Thyrestam lætur sig ekki aðeins skipta íslenzka tónlist Hann hefur og kynnt sér íslenzk mál vel, sögu lands og þjóðar, af miklum áhuga og er mikill og einlægur íslandsvinur. 1 Gávle hefur að undanförnu verið dá- lítil íslenzk „nýlenda“ og hafa tekizt mikil og góð kynni milli Gunnars Thyrestam og íslenzka fólksins. Hann hefur reynzt því á ýmsan hátt sem bezti vinur. Hann hefur ekki aðeins boðið því sem heiðursgestum á hina íslenzku kirkjutónleika sína, heldur einnig heim til sín. Af gagnrýni blaða má sjá, að hin íslenzka kirkjutónlist þykir hin merkasta, og hinum ágæta flutningi Thyrestams á henni er mjög við brugðið. Thyrestam kvartar aðeins undan þvi, hve erfitt sé að fá gamla, íslenzka kirkjutónlist á nótum. Atvinna Karl eða kona óskast til afgreiðslustarfa sem fyrst. Engar upplýsingar í síma. ÖN DV ECI hf. Söluumboð fyrir Valbörk Laugaveg 133. BYGGINGAFÉLAG VEEKAMANNA TIL SÖLU Sja herb. íbúð í II. byggingaflokki. Félagsmenn sendi umsóknir sínar fyrir 24. þ.m. á skrifstofu félagsins Stórholti 16. Tilgreinið félagsnúmer. STJÖRNIN. M iðstöðvarofnar Hefi fyrirliggjandi miðstöðvarofna. Gerðir 150—500 og 200—500. Byggingavöruverzlun ISLEIFS JÓNSSONAR Höfðatúni 2. — Simi 14280. Stúlkur vueoi saumoskup óskast nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóranum Skipholti 27. legt svar. — Þótt umrædd grein sé sem sagt alls eigi svaraverð, tel ég rétt að fara um hana nokkr um orðum, einungis vegna hinna mörgu hlutlausu lesenda blaðsins, sem málavöxtum eru með öllu ókunnugir. — Mörgum þeirra hefi ég mætt á vegi mínum og margir hafa hringt til mín — og hafa þeir þá jafnan spurt hins sama: „Er greinarhöf. eitthvað bilaður í kollinum?" og sumir hafa jafnvel kveðið fastara að orði. Ég hefi svarað þessu blátt áfram á þann veg, að hann hafi verið hér í bænum fyrir nokkr- um vikum og virtist mér hann fullkomlega heilbrigður í kollin- um. Hins vegar þætti mér líklegt, að hér hefði skapofsi ráðið gerð- um hans og farið með hann í gönur. Hugsanlegt er líka, að verri og heimskari menn hafi hér blásið að glæðunum og spanað hann upp í, að fara út á þetta hundavað. Afleiðingin verður vit anlega sú að árásin missir alveg marks. Allar góðar skyttur þekkja það, að bezt er að vera fullkomlega rólegur og laus við hugaræsing, þegar skotinu er hleypt af, ef það á að hitta vel í markið. En þessa meginreglu virðist greinarhöf. ekki þekkja, eða þá að hann virðir hana að vettugi sökum skapofsa. Þess vegna líkist árásin mest hvellháu púðurskoti, sem engan sakar, sízt þann sem á er miðað. En púðurreykurinn getur stundum farið óþægilega í augu þess, er sendir. Hvert er tilefni þessarar frunta legu árásar? Frá mínu sjónar- miði er það ekkert, eða minna en ekki neitt, eins og stundum er komizt að orði. Ég hafði í blaði sagt frá bifreiðaverkstæði einu, sem er staðsett í Miðfirði í V- Hún. og getið þess, að það veitti ferðamönnum svo greiða og góða þjónustu, að ég þekki ekkert dæmi um annað verkstæði, sem kemst til samjafnaðar. Þykir mér ekki annað sennilegra, en að þetta sé bezta bifreiðaverkstæði landsins, frá sjónarmiði ferða- manna, sem þurfa að láta að líta á bifreið sína og fá á henni smá- vegis skyndiviðgerð. Það leiðir vitanlega af sjálfu sér, að ef þetta verkstæði veitir ferðamönnum þá beztu þjónustu, sem hægt er að hugsa sér, þá munu önnur verk- stæði ekki veita jafngóða þjón- ustu, enda þótt þau geti verið góð að öðru leyti, og meðal þeirra er bílaverkstæðið á Kópaskeri. Þetta líkar bílaviðgerðarmannin- um illa og ærist alveg sem naut í moldarflagi. Slíkt má kallast meira en lítil frekja, að ætlast til þess, að þeim sé jafnað saman bílaverkstæðunum á Kópaskeri og í Miðfirði, enda viðurkennir greinarhöf. í sömu andránni, að Kópaskersverkstæðið geti ekki veitt ferðamönnum fullnægjandi þjónustu og staðfestir þar með allt, sem ég hefi sagt um þetta mál. Til að afsaka þetta getu- leysi verkstæðisins, bendir grein- arhöf. á það, að á verkstæðinu vinni aðeins tveir menn, og þess vegna geti það ekki veitt þá þjónustu, sem óskað er eftir. Hins vegar get ég vottað það, að þegar ég hefi litið inn á umrætt verk- stæði hafa venjulega verið þar 4 til 5 menn að starfi. Má vera að þeir hafi ekki allir verið fast- ráðnir, en geta þó verið jafn góðir fyrir því. Þar með er fallið hið eina krosstré, sem höf. treyst- ir á. Þá skal minnzt á aðalárásar- efnið, sem er þó gjörsamlega óviðkomandi bifreiðaviðgerðum, en verður til þess, að greinarhöf. ryðst fram á ritvöllinn, með sínu geðslega orðbragði. Hann segir að ég kalli mig fræðimann og er mjög hneykslaður yfir því til- tæki, einkum vegna þess, að blöð FÆR0SK GUDSTJEIMESTE í domkirken fredag den 18. april kl. 11. Provst Joen- sen prædiker. Indvielsen af DET FÆR0SKE S0MANDSHJEM, Skúlagata, finder sted 18. april kl. 15, og om aftenen kl. 20,30 er der fælles kaffebord. Alle færinger er velkomne. Húsbyggjendur Tek að mér múrhúðun, utan bæjar og innan. Einnig járna- vinnu og uppsteypu húsa, slípa gólf, með vélum. — Gef faglegar leiðbeiningar þeim er þess óska. (Hef marga menn). PÁLL ÓLAFSSON, múrarameistari, Sími: 34435. Atvinnurekendur Vélstjóra útskrifaðan úr rafmagnsdeild Vélskólans 1955, vantar atvinnu í landi. Hefur verið vélstjóri á togara og kaupskipum, er vanur verkstjórn og hefur starfað meðal enskumælandi manna í 2 ár við diesel- og þungavinnuvéla- viðgerðir. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir 21. þ.m. merkt: „Framtíðarstarf" — 8342. Sumarbústaður Vel byggður og vandaður sumarbústaður óskast til kaups. Ekki nauðsynlegt að hann sé nálægt bænum, en skilyrði að um vandað og gott hús sé að ræða í fögru umhverfi. Tilboð merkt: „Sumarbústaður“ -— 8340 leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 20. þ.m. — Bezt ad auglýsa i Morgunblaöinu — og útvarp hafi „heimskað sig á því“ að tala um mig sem slíkan. Þetta er í rauninni fruntaleg árás á hið háa Menntamálaráð, sem er og hefur verið skipað fimm há-menntuðum og vitrum mönn- um og þjóðin ber mikið traust til. Ég hefi nefnilega undanfarin 8 ár notið lítils háttar styrks frá Menntamálaráði, fyrst 1 þús. kr. á ári en síðan farið smá-hækk- andi og var 2 þús. kr. sl. ár. Þessi styrkur er nefndur fræði- mannastyrkur og þeir sem hans njóta eru kallaðir fræðimenn. Vit anlega voru þessi orð til löngu áður en ég fór að njóta þessa styrks. Nú sýnist það augljóst af greininni, að höf. álítur, að ég hafi verið og sé óverðugur þessa styrks, og að Menntamálaráði hafi hér stórlega yfirsézt. En hvort verður nú þyngra á metun- um, álit Menntamálaráðs eða sleggjudómur bílaviðgerðar manns norður á Kópaskeri? — „Oft verður lítið úr því höggi sem hátt er reitt“ og sannast það hér. Ég hygg að hið háa Mennta- málaráð standi jafnrétt eftir þessa ruddalegu árás og að al- menningur meti meira álit þess, en vaðal bílaviðgerðarmannsins. En greinarhöf. lætur ekki hér við sitja. Þegar hann hefur úr- skurðað að ég sé enginn fræði- maður, gerir hann sér lítið fyrir og fer að ritdæma „fræði“ mín, og kemst vitanlega að þeirri nið- urstöðu, að þau séu lítils virði og harla ómerkileg, enda leggur hann á þau strangari mælikvarða, en almennt er lagður á verk hinna slyngustu fræðimanna. Hér kemur fram hjá höf. óþægilegt misræmi. Úr því að ég er enginn fræðimaður, að hans dómi, kem- ur það dálítið kynlega fyrir, að hann skuli gera ennþá meiri og harðari kröfur til mín, en yfir- leitt eru gerðar til viðurkenndra snillinga á þessu sviði. En þetta skýrist með því að benda á, að greinarhöf. hefur harla lítil skil- yrði til þess, að ritdæma verk mín, þar sem hann hefur ekki aðgang að þeim heimildum og gögnum, sem ég hefi haft við að styðjast. Býst ég við, að fáir gjöri mikið með þennan „ritdóm“. Annars hefi ég aldrei búizt við því, að ekki geti fundizt villur í ritum mínum. 'Slíkt hafa mér meiri og frægari menn orðið að þola. Ég hygg meira að segja, að í flestum ritum, er fjalla um þjóð leg fræði (í þrengri merkingu) megi finna meira eða minna af villum og kippir sér enginn upp við það. Fundizt hafa fleiri hundr uð villur í ritum Gísla Konráðs- sonar, sem var afburðafræðimað- ur eins og allir vita. Við fljótan yfirlestur á Ættum Austfirðinga fann ég um 200 villur og Guðm. Illugason, lögregluþjónn, hefur fundið mikið af villum i ritum hins spaka manns, Kristleifs á Kroppi. Þannig mætti lengi telja. En þjóðin er ekki að lasta þessa menn, þrátt fyrir villurnar. Mik- ið frekar er þessum mönnum þakkað fyrir það. hversu miklu þeir hafa bjargað frá glötun. Og það þakklæti er ekki tímabundið, því að þeim verður þakkað á með an íslenzk tunga er töluð. Ég er engan veginn að bera mig saman við þessa miklu snillinga á sviði þjóðlegra fræða. En til hins ætlast ég, að ég njóti fulls réttlætis, og að til mín verði ekki gjörðar harðari kröfur en þeirra, sem standa mér langtum ofar á þessu sviði. — Þess má að lokum geta, að margir ritsnjöllustu menn landsins, hafa skrifað um bækur minar og lokið á miklu lofsorði. Og svo hefur mér borizt fjöldi bréfa, •sem hafa flutt mér þakklæti og viðurkenningu fyrir það sem ég hefi skrifað. Sum bréfin eru komin frá fjarlægum löndum, svo sem Danmörku, Nor egi og Bandríkjunum. Síðasta bréfið, sem mér hefur borizt um þetta efni, var frá prófessor Ric- hard Beck, sem starfar við há- skólann i Norður-Dakota. Öllum þessum mönnum þakka ég fyrir hlýleg orð og þá viðurkenningu, sem bréf þeirra láta í ljós. , Benjamín Sigvaldason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.