Morgunblaðið - 29.04.1958, Side 11

Morgunblaðið - 29.04.1958, Side 11
f>riðjudagur 29. apríl 195S morcumjlaðið 11 Skœruhernaður á friðarfímum á ÍsiandsmiBum — eftir Vilhjálm Finsen GREIN þessi birtist í blöðirm á Norðurlöndum sama daginn og fundur var haldinn í Kaup- mannahöfn til að undirbúa samstöðu Norðurlandaþjóða á Genfarráðstefnunni. Var grein in skrifuð til þess að styrkja málstað íslendinga í landhelg- ismálunum. Finsen hefir oft áð>ur skýrt sérstöðu islendinga í þeim málum í erlendum blöð um og fylgt fast eftir málstað okkar, sem og í öðrum málum, er ísland varða og hann hefir ritað um í erlend blöð, siðan hann lét af störfum sem sendi- herra. A Norðurlöndum hafa til þessa ríkt mismunandi skoðanir á því,' hvort nauðsyn sé á að færa út fiskveiðitakmörkin. Danir sjá, að því er bezt verður séð, ekki á- stæðu til að færa takmörkin út fyrir þær 3 mílur, er gilt hafa til þessa. Norðmenn hafa þegar dregið iínuna við 4 mílur, en mjög eru skiptar skoðanir um það í Noregi, hvort stefna eigi að því að víkka fiskveiðitakmörkin upp í 12 sjómílur. Fyrir nokkrum ár- um settu íslendingar einnig mörk in við 4 sjómílur, þó að ýmsir þ. á. m. Englendingar mótmæltu því. Á íslandi er nú róið að því öllum árum af áhrifamiklum að- ilum, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir 12 mílna fiskveiðitakmörk- um á þeim forsendum, að nauð- synlegt sé að vernda fiskistofninn og einkum uppeldisstöðvarnar á fiskveiðisvæðunum við ísland fyr ir ofveiði togara. Fjöldamargir fulltrúafundir, sem haldnir hafa verið á íslandi, hafa einróma sam þykkt að skora á íslenzku rikis- stjórnina að miða landhelgislín- una og þá sömuleiðis fiskveiði- takmörkin við a. m. k. 12 sjó- mílur. -t® 12 mílna landhelgi lifsnauðsyn fyrir íslendinga Engin Norðurlandaþjóðanna hefir því beðið eftir árangrinum af Genfarráðstefnunni með méiri eftirvæntingu en íslendingar. Útvíkkun fiskveiðilandhelginnar er beinlínis orðin lífsnauðsyn fyrir afkomu íslendinga, efna- hagslíf landsins byggist algjör- lega á fiskveiðum og útflutningi fiskafurða. —★—★— En íslendingar eru ekki einir um að nota hin auðugu fiskimið við íslandsstrendur. Varla nokk- urs staðar um heimsins höf stunda jafnmargar þjóðir fisk- veiðar á jafnlitlu svæði og á vor- og sumarvertíð við ísland. Fiskveiðiskip fara í stórhóp- um frá mörgum Evrópulöndum á íslandsmið til að verða hlut- hafar í þeim miklu auðæfum, sem þar er að finna. Ensk, þýzk, belgisk, spönsk, frönsk, færeysk, sænsk, norsk, finnsk og rússnesk skip halda órlega til íslands og „sækja gull í greipar Ægis“, 10 varðskip þyrfti til verndunar fiskimiðunum Það er hægar sagt en gert að hafa eftirlit með slíkum fjölda fiskveiðiskipa. Um margra ára- tuga skeið var það hlutverk danska flotans að halda uppi lög- um og reglu og vernda landhelgi Islands gegn ósvífnum lögbrjót- um. Dönsku beitisnekkjurnar hafa vafalaust unnið sitt verk vel við erfiðar aðstæður. Árið 1925 létu íslendingar smíða sitt eigið varðskip í danskri skipasmíða- stöð. Varðskip þetta gætti síðan íslenzkrar landhelgi ásamt dönsku snekkjunum, þar til fs- lendingar tóku landhelgisgæzl- una alveg í sínar hendur. Stærsta varðskip fslendinga er tæpar 700 lestir og hið minnsta 90 lestir, en það er hraðskreitt og búið fallbyssu. Flugbátur hefir einnig undanfarið verið hafður til land- helgisgæzlu, og hefir hann reynzt mjög þarfur. Táknrænt er fyrir þá miklu áherzlu, sem íslendingar leggja á gæzlu fiski- miðanna, að til hennar er varið 16,5 milljónum kr. á ári og er það há upphæð á íslenzka vísu. Hins vegar er því ekki að neita, að raunverulega þyrfti a. m. k. 10 varðskip til þess að vernda íslenzk fiskimið nægilega fyrir ólöglegum veiðum. >,!K» Fyrr á árum var land- helgisgæzlan- svo til engin Áður fyrr mátti heita, að land- helgisgæzla væri engin. Erlend skip stunduðu hundruðum saman veiðar innan fiskfriðunartakmark anna, og oft og einatt tókst eftir- liísskipunum m. a. s. ekki að stökkva þeim á flótta. Fyrr á ár- um voru vélbátar oft notaðir til að komast í tæri við togara að veiðum í landhelgi. Ef fréttist af erlendum togara að veiðum inni í einhverjum firði, héldu vélbát- arnir af stað. Erlendu skipstjór- unum var yfirleitt kunnugt um, hvenær dönsku eftirlitsskipin voru á næstu grösum, og því var jafnvel fleygt, að þeir hefðu um- boðsmenn í landi, er gæfu þeim upplýsingar. —★—★— Svo bar til eitt sipn, að ís- lenzkur vélbátur sigldi út fjörð nokkurn á vesturströndinni í því skyni að ná í landhelgisbrjót. Uiri borð í bátnum voru sýslumað- ur og hreppstjórinn. Þeir fóru um borð í togarann og upp í brú til skipstjórans, sem ekki vissi fyrst í stað, hvaðan á sig stóð veðrið. Sýslumaðurinn hneppti frá sér yfirhöfninni til að sýna einkennisbúning sinn, skreyttan gullhnöppum, sem tákn um vald sitt og embætti. Skipaði hann skipstjóranum að draga inn vörp- una og sigla til næstu hafnar. „I nafni konungsins lýsi ég því yfir, að þér eruð handtekinn", sagði sýslumaður. >*. Haldið til Hull Skipstjórinn var hinn rólegasti, virti sýslumanninn fyrir sér frá hvirfli til ilja og sagði síðan: Allt í lagi, það er bezt að koma togaranum í höfn. Varpan var dregin inn, full af flyðru og þorski. Síðan var vélin sett í gang, og togarinn brunaði út fjörðinn með sýslumanninn og hreppstjórann í brúnni. Haldið var beint til Hull. Skipstjórinn vissi vel, hvað var í húfi, því að sekt fyrir ólöglegar fiskveiðar nam miklu lægri upphæð en þeirri sem samsvaraði verðmæti aflans og veiðarfæranna. Skip- stjórinn var dæmdur til að greiða nokkra sekt, og varð þar að auki að sitja um skeið í fangelsi, en hann hafði bjargað aflanum fyrir útgerðarmann sinn. —★—★— Færeysk fiskiskúta var eitt sinn á línuveiðum í grennd við Langanes, sem er á norðaustur- horni fslands. Það var blíðalogn, og skútan fékk ekki vind í segl- in til að komast út á miðin aft- ur. Hana rak æ nær landi, og að síðustu köstuðu skipsverjar akk- erum. Nokkrir menn fóru í land á árarbát. Nóttin var björt. Strjábýlt er þarna, en ágætir hagar og æðarvarp. Fiskimenn- irnir rændu nokkru af dún og eggjum, skutu nokkur lömb og fluttu ránsfeng sinn um borð í árabátinr >«• Islenzki bóndinn hlaut refsingu. Skothvellirnir heyrðust til næsta bóndabæjar, og menn grun aði hvers kyns var. Bóndi nokk- ur kom á vettvang með byssu sína í þann mund, er Færeying- arnir voru að leggja frá landi. Bóndinn lagði byssuna við kinn sér, miðaði og skaut. Skotgöt komu á kinnung bátsins, og einn Færeyinganna varð fyrir skoti og særðist lítillega. fslendingn- um var refsað, en færeysku fiski mennirnir sluppu. —★—★— Er Norðmenn hófu í lok sl. aldar síldveiðar á miðunum fyr- ir norðan ísland, gerðu þeir Siglu fjörð að bækistöð sinni, enda var Siglufjörður um skeið kallaður Norski bærinn. Um helgar lágu oft um 300 norsk fiskiskip í höfninni, og oft var líf í tuskun- um einkum á laugardagskvöld- um í litla þorpinu. Dansað var og drukkið og oft kom til handalögmála milli Norð- mannanna innbyrðis eða Norð- manna og íslendinga. Til er fjöld- inn allur af sögum frá þeim tíma, þegar tugir erlendra fiskimanna gengu í land á Siglufirði á björt- um, fögrum laugardagskvöldum og stigu dans við íslenzkar síld- arstúlkur. >«, Norskur sægarpur á Siglufirði Norskur sægarpur frá Ála- sundi var einn af föstum gest- um í kránum í Siglufjarðarkaup- stað. Hann gekk undir nafninu Óli stóri. Hann var stýrimaður, rauðhærður og krangalegur. Sagt var, að hann væri sterkur sem naut. Venjulega var hann stilltur og prúður, en er hann hafði fengið sér neðan í því, gekk hann berserksgang, og þá var ekki ráðlegt að reita hann til reiði. Hann var mjög riddaraleg- ur við konur og þoldi engum að vera nærgöngull við þær. Á laug- ardögum vildi hann helzt hafa allar síldarstúlkurnar í þorpinu í fylgd með sér. —★—★— Laugardag nokkurn komu norsku fiskiskipin í höfn til að halda sunnudaginn hátíðlegan. Meðal fiskimannanna var Óli stóri. Ekki leið á löngu, þar til ryskingar hófust. Lögreglustjór- inn fór þegar á vettvang með borðalagða húfu. íslendingar máttu sín einskis gegn ofureflinu og urðu að hörfa undir forustu lögreglustjórans til kirkjunnar. Norðmennirnir héldu áfram að berjast sín á milli, þar til Óli stóri hrópaði: Förum til kirkj- unnar! Norsku sjómennirnir um- kringdu kirkjuna, brutu gluggana með grjótkasti og unnu ýmis önnur skemmdarverk. Að síðustu gekk Óli stóri upp tröppurnar, setti öxlina í eikarhurðina, sem lét þegar undan þunga hans. Og sægarpurinn stóð allt í einu aug- litis við lögreglustjórann. Stóri Óli rétti íram höndina og þrýsti hönd lögreglustjórans svo fast, að hún var blá og marin eftir handtakið: — Ég ætlaði aðeins að segja yður, herra lögreglustjóri, að þér þurfið ekki að óttast mig! Til allrar hamingju varð þetta slys mjög skammt frá landi. Sumir íslendinganna voru nógu vel syndir til að bjarga sér í land. Aðrir komust á kjöl árabátsins. Hannesi Hafstein, sem var mikið þrekmenni, tókst að bjarga sjálf- um sér og tveimur öðrum á sundi, en tveir íslendingar sukku þeg- ar. Meðan á öllu þessu gekk, stóðu Bretarnir við borðstokk- inn án þess að hreyfa svo mikið sem litla fingur til að bjarga hin- um drukknandi mönnum. —★—★— Þetta slys vakti mikið umtal á Islandi, og danska utanrikisráðu- neytinu var þegar send tilkynn- ing um atburðinn, og nafn og númer skipsins til tekið. ísland var þá ekki í símasambandi við útlönd, og nokkur tírai leið því, Að svo mæltu fór Óli stóri um I áður ^ tiikynningin komst tií borð í skip sitt, prúðari en nokkru sinni áður. Viðureign Hannesar Hafsteins og brezkra sjómanna En hér við land urðu á þessum árum ýmsir atburðir, er voru al- varlegra eðlis. Á fyrstu árum þessarar aldar var bæjarfógetinn á ísafirði, Hannes Hafstein, síðar ( forsætisráðherra, eitt sinn -kvadd ur á vettvang, er togari nokkur hafði verið við veiðar í marga daga uppi í landsteinum. I kíki var hægt að sjá nafn og númer skipsins. Hafstein bæjarfógeti fékk sér stóran árabát og 8 manna áhöfn. Hannes Hafstein var ekki fisjað saman, og var hann ákveðinn í því að fara um borð og láta sigla togaranum til ísafjarðar. Þar skyldi skipstjór- inn verða dæmdur í þá sekt, er hann verðskuldaði. Er árabát- urinn kom að skipinu, krafðist bæjarfógetinn þess að fá leyfi til að fara um borð. En hann fékk ekki vilja sínum framgengt og eftir stutta stund var sannkölluð sjóorrusta hafin milli fslending- anna og Bretanna. í orrustunni notuðu Bretarnir m.a. sjóðandi vatn, sem þeir sprautuðu á ís- lendingana. Bretarnir beittu einnig kylfum, og særðust nokkr- ir íslendingar illilega. Bátnum hvolfdi — og tveir menn drukknuðu Urðu íslendingarnir að gefast upp við að komast um borð. En þegar bátnum var ýtt frá kinnungnum, lenti hann undir tog vírnum, um leið var slakað — viljandi eða óviljandi — á tog- vírnum, og bátnum hvolfdi. skila. Á meðan hafði togarinn farið til Englands, losað farm sinn og haldið aftur á veiðar, án þess að nokkur af skipshöfn- inni minntist á atburð þennan. Togarinn tekinn í danskri landhelgi En mánuði síðar tók danskt eftirlitsskip enskan togara við ó- löglegar veiðar við Skagen. í dönskum blöðum var skýrt frá nafni skipsins og númeri, og af tilviljun las háttsettur íslending- ' ur, er var á ferð í Kaupmanna- höfn, fréttirnar um töku land- helgisbrjótsins. Þess má geta, að íslendingurinn var bankastjóri íslandsbanka. Hann hafði þegar tal af yfirvöldunum og hafin var rannsókn í málinu. Kom þá í ljós, að hér var að ræða sama togara og sama skipstjóra og þann, sem mánuði áður hafði boðið íslenzkum yfirvöldum byrg inn, en nú lá í Frederikshavn og beið dóms fyrir ólöglegar veiðar. —★—★—• Skipstjórinn játaði brot sín, var sektaður og fékk að auki 3 ára fangelsisdóm. Töldu menn, að nú væru mál þessi úr sögunni. En svo var þó ekki, örlögin höguðu því öðru vísi. Forlögunum fresta má, en fyrir þau komast ekki, stendur þar. Margir trúðu því á íslandi, að samband væri á milli hinnar grimmdarlegu og ómann- úðlegu hegðunar skipstjórans síð- degi nokkurt í ísafirði og þeirra örlaga, er hann sætti sjálfur síð- ar. Er skipstjórinn hafði setið í fangelsi í Danmörku, sneri hann aftur heim til Englands. Útgerð- armaðurinn, sem hann hafði áður unnið hjá, tók honum opnum örm um og bauð honum skipstjóra- stöðu á nýjum brezkum togara, sem var að leggja upp í sina fyrstu veiðiferð til fslands. —★—★— Viku síðar fórst brezkur tog- ari í ofviðri út af Reykjanesi. Var þetta nýi brezki togarinn í sinni fyrstu veiðiferð. Þjóðsagan segir, að meðal þess sem rak á land úr flakinu hafi verið manns- höfuð. Var það haft fyrir satt, að þetta hefði verið höfuðið af skip- stjóranum. Vilhjálmur Finsen. Drengurinn var Iengi búinn að ganga Iaus í stórfiskaleiknum, og það voru allar horfur á að hann myndi enn sleppa framhjá tclpunum. En fyrir honum fór sem fleirum að enginn má við margnum. — Með miskunnarlausu „klukki“ telpnanna varð hann að lokum ofurliði borinn. Tannlæknir og dýralæknir á Húsavík HÚSAVÍK, 25. apríl. — Það hef- ur vakið mikla ánægju hér í bæn um og nærsveitum að með skömmu millibili hafa tveir læknar tekið sér bólfestu hér í bænum. Annar þeirra er Stefán Ingvi Finnbogason tannlæknir, er sett hefur á stofn lækninga- stofu hér. Hinn læknirinn er Ein ar Örn Björnsson, sem er hér- aðsdýralæknir. — Hafa báðir þessir ungu menn mikið að gera og sýnir það bezt að nauðsyn var fyrir bæinn og nærsveitirnar að Slíkir menn settust hér að. — SPB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.