Morgunblaðið - 29.04.1958, Page 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. apríl 1958
1. KAFLI.
Dyrnar á káetunni vori: læstar,
og það var í sjálfu sér ekkert
undarlegt. En það var rödd
Lisette, sem virtist óeðlileg. Þeg-
ar Joan drap á dyrnar, svaraði
hún fyrir innan, á frönsku:
„Hver er það?“ Rödd Lisette
var hás og hræðsluleg.
„Það er ég — Joan. Þú baðst
mig um að koma og kveðja þig.
Ertu búin að gleyma því?“
Lisette hafði útvegað boðsmiða
frá París, og Joan hafði fengið
hann um morguninn frá skrifstofu
útgerðarinnar í London. Henni
var boðið að koma og skoða nýja,
franska skemmtiskipið Rocheile,
sem lá um þær mundir í Sout-
hampton. Joan hafði auðvitað
orðið mjög glöð, en jafnframt
öfundað systur sína örlítið, sem
nú átti í annað skipti að vinna í
snyrtisal á stóru, nýtízku lysti-
skipi. Hin fasta siglingaleið Roc-
helles var: Cherbourg—Sout-
hampton—New York.
Þannig var það alltaf Lisette,
sem heppnin elti. Það var líka
hún, sem hafði dvalizt hjá móður
þeirra, á frönsku Riviera, eftir
skilnað foreldranna. Þar hafði
hún unnið í snyrtistofunni á
Grand Estrelle Hotel í Cannes.
Líf hennar hafði alltaf verið fullt
af sólskini og gleði.
Joan hafði fengið sömu mennt-
un og systir hennar, sem var að-
eins einu ári yngri en hún. En
henni hafði ekki hlotnazt neitt
rúm sólarmegin í lífinu. Hún
þrælaði í hinni myrku, þokufullu
borg, London, í lítilli og hvers-
dagsiegri hárgreiðslustofu í Ful-
ham.
Joan hafði alltaf öfundað syst-1
urina í Cannes. Sjáif hafði hún
dvalizt þar tæpan mánuð, í sum-
arleyfinu sínu. Það var áður en
móðir þeirra dó, og Joan hafði
samvizkubit af því að vera svona
lengi að heiman. Faðir hennar
var lasburða, og það var skylda
hennar, að hverfa aftur heim til
hans.
Þegar hann andaðist, ákvað
hún að flytja til móður sinnar í
Cannes, en áður en sú ákvörðun
hennar kæmist í framkvæmd, dó
móðirin líka. Hún var frönsk. —
Faðir þeirra, hinn kaldlyndi Eng-
lendingur, John Richard, hafði
orðið yfir sig ástfanginn af
henni. Þau höfðu svo gengið í
heilagt hjónaband, en skilið aft-
ur, eftir eins árs óhamingjusama
sambúð.
Eftir dauða móðurinnar, fór
Lisette til Parísar, þar sem hún
vann um nokkurt skeið hjá
Antonie, en henni var ferðaþráin
í blóð borin. Frá París lá svo leið
hennar til Bruxelles og þaðan til
Kaupmannahafnar og Rómar.
Alis staðar vann hún á beztu
og fínustu stofunum og þar sem
hún hafði hin ákjósanlegustu
meðmæli, gekk henni vel að fá
starf á franska skipinu Fleurie.
Þar vann hún þann tíma sem
ferðamannastraumurinn var mest
ur, síðastliðið ár og nú átti hún
svo að fara með Rochelle, í fyrstu
ferð þess til Ameríku.
Joan hafði komið með hraðlest
inni til Southampton, sem var yf-
irfull af farþegum, er annað
hvort ætluðu að ferðast með Roc-
helle, eða bara sjá það og dást
að því.
Dyrnar á káetu Lisette voru,
sem fyrr segir, læstar. Joan varð
að banka mörgum sinnum á hurð-
ina, áður en henni var svarað.
Og Joan átti mjög annríkt, því
að það var margt sem hún vildi
sjá og skoða: Káeturnar á fyrsta
farrými, þilförin, þar sem far-
þegarnir gengu sér til skenrmtun-
ar og setusalirnir, kvikmynda-
salurinn, hin margumtalaða sund
laug og snyrtisalurinn, þar sem
systir hennar átti að vinna.
Lisette gat eflaust sýnt henni allt
þetta og margt fleira....
„Komdu inn .. já, en reyndu
að flýta þér“, sagði Lisette óró-
lega, þegar hún hafði opnað dyrn
ar. Joan hafði aldrei fyrr séð
hana svona órólega í svip og fram
komu. Hún var alltaf vön að taka
lífinu með ró og jafnaðargeði. —
Einnig það hafði vakið öfund hjá
Joan.
Nú, eins og alltaf þegar fund-
um þeirra bar saman eftir langan
aðskilnað, veitti Joan því athygli,
hversu líkar þær voru í raun og
veru. Það heföi mátt halda að þær
væru tvíburasystur. Báðar höfðu
þær sama svarta liðaða hárið,
sömu hreinu, reglulegu andlits-
drættina, sömu ljósgráu augun og
sajna full-stóra munninn. Joan
var bara örlítið hærri en Lisette
og virtist alvörugefnari I lund.
„Jæja, hérna hefurðu mig svo.
Og þúsund þakkir fyrir boðsmið-
ann, sem þú lézt senda méi'“.
„Mér finnst það líka gaman, að
þú skulir vera kornin", sagði
Lisette.
„Hélztu kannsike að ég myndi
ekki koma?“
„Ég var ekki alveg viss um
það. Þú gazt hafa fengið boðs-
bréfið of seint, eða tafizt á
einhvern hátt“.
„Ég hefði nú látið allt sitja á
hakanum, til þess að komast hing
að. Mig hefur alltaf langað svo
mikið til þess að sjá svona skraut
legt skemmtiskip — og svo auð-
vitað þig líka. Það hittist svo vel
á, að ég var nýbúin að fá sumar-
! leyfið mitt“.
„Og ætlarðu þá ekki að fara í
I ferðaiag?"
„Nei, því miður get ég það nú
ekki, þetta árið, sökum peninga-
leysis. Þú veizt að ég er búin að
fá mér litla íbúð og húggögnin í
hana hafa kostað mikla i>eninga.
Þú ættir bara að sjá hvað hún er
orðin snotur og vistleg".
„Jæja, er hún það?“ sagði Lis-
ette annars hugar og sneri gér frá
henni.
„Þetta er allra snotrasta ká-
eta“, sagði Joan. — „Ertu ei'n í
henni?“
Lisette svaraði ekki alveg
strax. Joan fannst hún eitthvað
“breytt frá því sem áður var. Allt-
af þegar þær höfðu hitzt áður,
hafði Lisette látið móðan mása,
svo að eldri systirin gat varla
Afgreiðslustúlku
vantar okktir nú þegar í tóbaks og sælgætisbúð.
Upplýsingar á skrifstofunni. Sími 17052.
suiipimuu,
skotið einu einasba orði inn í
milli. Hún hafði alltaf haft frá
svo mörgu að segja. Eitthvað
meira en lítið hlaut að hafa kom-
ið fyrir, fyrst hún var svona hljóð
í dag.
„Já, ég bý hérna alein", sagði
Lisette að lokum. „Ég setti það
sem skilyrði, að ég fengi að
búa ein í klefanum. Ég hef ekki
neinar taugar til að búa með öðru
stúlkubarni. Þeim þótti auðvitað
gott að fá stúlku, sem talaði
ensku, því að hér eru margir ensk
ir og amerískir farþegar. .. Mér
finnst bara of þröngt hérna.
Káetan mín í Fleurie var tals-
vert stærri".
„Mér finnst að þú hljótir að
vera hamingjusöm. Ég get ekki
varizt þvi að hugsa sem svo:
Bara ef ég væri þú. Það hlýtur
að vera alveg dásamlegt að ferð-
ast svona og komast burt frá öllu
þeasu....“
„Hvað áttu við með: „öllu
þessu“?“ spurði Lisette og hló
stuttum kuldahlátri. „Veiztu
nokkuð hvort ég kemst það?“
„Ég skil þig ekki fyllilega". Nú
fyrst veitti Joan því athygli, að
systirin var svo föl yfirlitum, að
jafnvel kinnaroðinn gat ekki hul-
ið það. Augun voru líka dauf og
þreytuleg, eins og hún hefði ekki
notið svefns langan tíma.
„Þú þarft þess heldur ekki“,
sagði Lisette og hló þvinguðum
hlátri. „Fáðu þér nú sæti og
kveiktu þér í vindlingi. Þeir eru
franskir, svo að ég veit lekki
hvernig þér líkar við þá“.
„Ég vandist þeim, þegar ég
heimsótti ykkur mömmu á Riviera
ströndinni".
„Mamma, já .... bara ef
mamma hefði nú Ilfað", sagði
Lisette með skyndilegum ofsa. —
Hún settist á þilrekkjuna og
huldi andlitið í höndum sér. Joan
settist við hlið hennar og lagði
handlegginn yfir axlirnar á
henni.
Enda þótt Joan væri ekki nema
einu ári eldri, en systirin, hafði
hún alltaf borið næstum móður-
íega umhyggju fyrir henni. Hún
hafði oft verið áhyggjufull yfir
því, að Lisette, sem var aðeins
tuttugu og tveggja ára, skyldi sí-
tfellt vera á ferðinni frá einum
staðnum til annars, um París,
Róm og Bruxelles. Oft hafði hún
skrifað henni og heðið hana að
koma til London, svo að þær gætu
búið saman, en alltaf hafði Lis-
ette svarað neitandi og það gat
Joan heldur ekki láð henni. Til-
vera Lisette lá á allt annari'i
bylgjulengd. Hún myndi aldrei
geta sætt sig við sömu lífskjör og
Joan.
„Er nokkuð að, vina mín?“
spurði Joan alúðlega.
Lisette spratt á fætur: „Nei,
hvað ætti það að vera?“ sagði hún
þrjózkulega. „Hvernig dettur þér
slíkt í hug?“
„Bara vegna þess að þú sagðist
sakna mömmu“.
„Og er það nokkuð undarlegt,
þó að ég sakni hennar? Mamma
skildi mig. Ég gat sagt henni
allt“.
„Gætirðu ekki reynt að segja
mér allt?“
„Þú ert ekki mamma. .. Lis-
ette leit undan og hristi höfuðið.
„Þú ert alveg eins og pabbi. Þú
myndir aldrei geta sktlið mig. ..
En nú máttu. ekki vera reið. Eig-
um við ekki að fá okkur eitt glas?
Hérna á ég eina flöisku".
Það var franskt koníak og
flaskan var ekki nema rúmlega
hálf. Hafði Lisette drukkið þetta
allt? hugsaði Joan með sér. Var
það þess vegna sem hún hegðaði
sér svona undarlega?
„Mig langar ekki í neitt að
diekka", flýtti Joan sér að segja.
Svo hló hún afsakandi. „Ég
hlakka svo til að skoða skipið. Þú
ætlar að sýna mér hvern krók og
kima í því, er það ekki?“
„Jú, þaó skal ég gera — eftir
litla stund. Hérna er raunar ekki
svo mikið að skoða“.
„Það hljómar nú dálítið yfir-
lætislega", sagði Joan brosandi.
„Þú veizt ekki sjálf hversu hepp
in þú ert“.
„Þú getur sjálf orðið jafnhepp-
in — eins og þú kallar það. Sæktu
bara um starf á einhverju af þess
um stóru millilandaskipum. Þú ert
duglegri að vinna en ég. Það
sagði mamma oft, þegar þú heim-
sóttir okkur. Þá gramdist mér
það, en seinna sannfærðist ég um,
að hún hafði á réttu að standa.
Hvers vegna viltu endilega halda
áfram að þræla í þessari tötra-
'legu kompu í Fulham?"
Joan hafði oft og mörgum sinn
'um spurt sjálfa sig þessarar
sömu spurningar. Hún vissi það
vel, að henni myndi reynast auð-
velt að fá annað starf. En hún
var íhaldssöm að eðlisfari, eins og
faðir hennar hafði verið. Og svo
kunni hún vel við viðskiptavinina
hjá Gustav — ekki manneskjur
sem gátu vel eytt hálfum degin-
um í hárgreiðslustofunni, heldur
konur sem áttu mjög annríkt og
þótti gott að fá fljóta og góða
þjónustu.
„Ég hef reynt að koma.st í sigl-
ingar", svaraði Joan. „Ég hef sótt
um starf hjá en.sku skipaútgerð-
unum, en það eru alls staðar svo
langir biðlistar.
„Hugsaðu ekki um ensku skip-
in. Það er ómögulegt að vinna á
þeim....“ Lisette baðaði út báð-
um höndum, til aukinnar áherzlu.
„Það er svo óskaplega strangur
aginn á þeim. Starfsfólkið má
ekki svo mikið sem tala nokkur
orð við farþegana og því síður
koma inn í borðsalinn eða út á
dansgólfið með þeim. Og jafn-
skjótt og maður hefur brotið ein-
hverja þessa asnalegu reglu, er
SHUtvarpiö
Þriðjudagur 29. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,00 Framburðarkennsla í
dönsku. 19,10 Þingfréttir. 19,30
Tónleikar: Óperettulög (plötur).
20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars
son kand. mag.). 20,35 Erindi:
Myndir og minningar frá Kaper-
naum; síðari hluti (Séra Sigurð-
ur Einarsson). 21,00 „Afmælis
lúðrasveit Alberts Klahn 1958":
40 blásarar úr Sinfóníuhljómsveit
íslands, Lúðrasveit Reykjavíkur
og Lúðrasveit Hafnarf jarðar
leika undir stjórn Alberts Klahn.
Einsöngvari: Þorsteinn Hannes-
son. 21,30 Útvarpssagan: „Sólon
Islandus" eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi; XXVI. (Þor-
steinn Ö. Stephensen). 22,10
Iþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.30 „Þriðjudagsþátturinn". —.
Jónas Jonasson og Haukur Mort-
hens stjórna þættinum. — 23,25
Dagskrárlok.
1) Grávöruþjófarnir þora ekki
að skilja Dídí eftir á ströndinni
og eru nú með hana á leið til
íoringja síns, Ríkarðs McCords.
2) Þegar líða tekur á daginn,
segir foringi ræningjanna: Hér
skulum við hafa áningastað og
það er bezt að kvenmaðurmn
sjái um matseldinn.
Miðvikudagur 30. apríl.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tón-
leikar af plötum. — 1930 Tón-
leikar: Óperulög (pl.). — 20,30
Lestur fornrita: Harðar saga og
Hólmverja; V. (Guðni Jónsson
prófessor). 20.55 íslenzk tónlist
(pl.): „Eg bið að heilsa", ballett-
músik eftir Karl O. Runólfsson
(Sinfóníuhljómsveitin leikur; dr.
Victor Urbancic stjórnar). —-
21.35 Tónleikar (plötur). —.
21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blön-
dal Magnússon kand. mag.). —
22.10 „Víxlar með afföllum",
framh.leikrit Agnars Þórðarson-
ar; 8. þáttur endurtekinn. —
Leikstjóri: Benedikt Árnason. —
22.50 Létt lög: Julie Lóndon syng-
ur (pl.). — 23.10 Dagskrárlok.