Morgunblaðið - 29.04.1958, Side 20

Morgunblaðið - 29.04.1958, Side 20
VEÐRIÐ SV kaldi, slydduél. Hiti 2—4 stig. wgttttMtf 96. tbl. — Þriðjudagur 29. apríl 1958. Skæruhernaður á íslandsmiðum. Sjá grein Finsens á bls. 11. Verkalýðsfélögin óttast að ,bjargráðirí' leiði af sér veru- lega kjaraskerðingu Iðja og Dagsbrún sögðu upp samningum i gærkvöldi Stöðvunarstefna ríkisstjórnarinnar úr sögunni, segir ritari Dagsbrúnar HORFUR eru á því að öll hin fjölmennari stéttarfélög landsins muni segja upp samningum sín- um um þessi mánaðamót. Sú skoð un er almennt ríkjandi í stjórn- um og trúnaðarmannaráðum fé- laganna, að efnahagsráðstafanir ríkisstjórr.arinnar muni hafa í för með sér verulega kjaraskerð ingu fyrir verkalýðinn í landinu. Korn þetta sjónarmið glöggt fram hjá einum helzta foringja komm únista, nú um helgina á fundi í einu hinna fjölmennari stéttar- félaga hér í Reykjavík. Á fundi í Hinu ísl. prentarafélagi á sunnu daginn var samningum sagt upp, eftir að stjórn og trúnaðarmanna ráð félagsins hafði eindregið mælt með því á þeim forsendum, að ráðlegast væri að hafa þá lausa er efnahagsráðstafanir ríkisstórnarinnar sjá dagsins ljós. í kjölfar þessa fylgdi svo ákvörðun um samningsuppsögn á fundi í Iðju, Fél. verksmiðju- fólks og Verkamannafélaginu Dagsbrún, en þessi félög héldu fundi í gærkvöldi FUNDURINN í Iðju í gærkvöldi var fjölmennur. Formaður félags ins setti fundinn og eftir að geng- ið hafði verið frá lagabreytingum. var tekið til umræðu: Uppsögn gildandi kaup- og kjarasamninga. Að loknum umræðum um málið var eftirfarandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Vegna stöðugt minnkandi kaupmáttar launa og vegna þess að Iðju, félagi verksmiðjufólks, er ókunnugt um þær efnahags- ráðstafanir, sem í vændum eru af hálfu ríkisstjórnarinnar, ályktar almennur félagsfundur, haldinn 28. apríl 1958, að segja upp gild- andi kjarasamningum við vinnu- veitendur og felur stjórn félags- ins að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir í því skyni“. DAGSBRÚNARFUNDURINN, sem haldinn var í Iðnó, hófst kl. 8,30 og stóð fram undir mið- nætti. Var fundurinn afar fjöl- sóttur og urðu þar miklar um- ræður um fundarefnið, en það var uppsögn gildandi samninga. Eðvarð Sigurðsson, ritari Dags- brúnar, reifaði málið af hálfu stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins, er hafði á fundi sínum á laugardaginn samþykkt álykt- un þess efnis að segja skyldi upp fyrir 1. maí gildandi kaup- og kjarasamningum. Taldi ritarinn höfuðástæðuna til samningsupp- sagnar nú vera hið óvissa ástand, smávægilegar breytingar og lag- færingar sem þyrfti að koma fram. Lýsti Eðvarð því síðan yfir að verðstöðvunarstefnu ríkis- stjórnarinnar væri lokið. í þessu sambandi lét ritarinn þess getið, a8 kaup verkamanna væri of lágt. Á eftir ræðu Eðvarðs, sem var ákaflega laus í reipunum og hann sýnilega í hreinustu vand- ræðum frammi fyrir verkamönn- unum, urðu miklar umræður. — Voru verkamenn á einu máli um knýjandi nauðsyn þess að segja upp samningum. Forráðamenn Dagsbrúnar voru gagnrýndir fyr- ir alla meðferð á þessu mikla hagsmunamáli verkalýðsins. Það kom skýrt fram að bersýnilega höfðu engin samráð verið höfð við verkalýðsfélögin um þær ráð- stafanir, sem nú hafa verið boð- aðar. Að lokum var borin upp tillaga stjórnar og trúnaðarmannaráðs þess efnis að gildandi samningum skyldi sagt upp frá 1. júní að telja, og var sú tillaga samþykkt. VIÐ allsherjaratkvæðagreiðslu í Vörubílstjórafél. Þrótti á sunnu daginn, var samþykkt með 104 atkvæðum gegn 78, heimild fyrir stjórn félagsins um að hún megi segja upp samningum félagsins. Við atkvæðagreiðsluna voru 4 seðlar auðir. Undanfarið hafa farið fram samningaumleitanir um nýja kjarasamninga hjá bifvélavirkj- um, rafvirkjum og járniðnaðar- mönnum. Stjórnir þessara félaga hafa borið fram kröfur um breyt ingar á eldri samningum. Þær hafa enn sem komið er ekki bor- ið árangur. í gær þóttu öll lík- indi til þess að samningum verði sagt upp nú 1. maí. Svo sem kunnugt er hefur síldveiðisamningum sjóm. ver- ið sagt upp. í kvöld kemur stjórn Sjómannafél. Reykjavíkur sam- an til fundar ásamt trúnaðar- mannaráði til að ræða um upp- sögn samninga. Nú um mánaðam. verður félagsstjórnin að tilk. hvort hún segir upp samningum sínum vegna togaraháseta, háseta á verzlunarflotanum og háseta á fiutningabátúm. 1 kvöld verður fundur um samningana í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og einnig í Verkakvennafél Framsókn hér í Reykjavík. Eins og fyrr greinir, þá er það almenn skoðun forvígismanna verkalýðsfélaganna, að rétt sé að hafa kjarasamninga lausa nú um þessi mánaðamót vegna efna- hagsráðstafana, og á þessu stigi málsins hafa stjórnir felag- anna yfirleitt ekki gert sér grein fyrir hugsanlegum launakröfum. Að því er Mbl. fregnaði síð- degis í gær, þá mun í dag eiga að kalla saman „19-mannanefnd- ina“, nefnd þá er vera skal mið- stjórn Alþýðusarfibands fslands til ráðuneytis varðandi efnahags- mál. Það fylgdi fregninni að mið- stjórn A. S. í., með Hannibal Valdimarsson í fylkingarbrjósti, væri þegar búin að fjalla um ,,bjargráðin“ og hefði miðstjórnin þegar samþykkt þau. Fundur „19-mannanefndarinnar“ í dag sé því hreinn sjónleikur. Ný stjórnskipuð nefnd opnar skrifstofu sína UM HELGINA var lesin í varpinu æ ofan í æ tilkynning frá Útflutningsnefnd sjávaraf- urða. Hér er um að ræða nýja nefnd, sem stjórnin hefur sett á laggirnar með lagasetningu. Þessi nýja nefnd á nú að taka við þeim málum, er snerta út- flutning sjávarafurða hvaða nafni sem nefnast. Þetta var áð- ur verksvið viðskiptadeildar utan ríkisráðuneytisins. Þessi nýja nefnd skal einnig annast mark- aðsleit. Eru lögin um nefndina orðin eins og hálfs árs gömúl. Hefur sýnilega tekizt erfiðlega að bræða hana saman. Ekki var þó út- tilkynnt hverjir veittu hinni nýju nefndarskrifstofu forstöðu. Eftir því sem blaðið frétti í gær eru þessir menn í nefndinni: Halldór Jakobsson, heildsali, for- stjóri Borgarfells, Kristinn Gunn- arsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði og fyrrum Bæjarútgerðar- forstjóri þar, og Stefán Jónsson, skrifstofustj óri Innflutningsskrif- stofunnar. Sem fyrr getur hafði viðskipta- deild utanríkisráðuneytisins með höndum mál, er snerta útflutmng sjávarafurða. Hafði Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri nú síðast for- stöðu deildarinnar á hendi og með honum starfaði einn fulltrúi. Karlakórinn Fóstbræður og 18 söngkonur, sem æft hafa með honum, héldu samsöng í Austurbæjarbíói í gærkvöldi kl. 7. Var húsið þéttskipað áheyrendum og söngnum afbragðsvel tek- ið. Var hljómleikunum þannig hagað, að ýmist söng karlakór- inn einn eða með kvennaflokknum. Voru flutt verk eftir Schu- bert, Donati, Lotti, Lasso, Ingegneri, Mendelsohn og Sibelius, og að lokum síðasta atriði úr fyrsta þætti óperunnar „Aida“. Næstu hljómleikar verða í kvöld og þeir þriðju á fimmtudag. Verða þeir fyrir styrktarfélaga. Á myndinni er söngstjórinn, Ragnar Björnsson, ásamt einsöngvurum kórsins, þeim Árna Jónssyni, Gunnari Kristinssyni og Kristni Hallssyni. Við hljóð- færið er Carl Billich. Minnkandi aflamagn hjá Vestmannaeyjaflotanum Brezkur togari rótaðist i netunum VESTMANNAEYJUM, 28. apríl. Fiskmagnið, sem borizt hefur á land hér í Eyjum, er orðið mik- ið. Mun það sjaldan á vetrarver- tið hafa verið eins mikið á sum- ardaginn fyrsta sem nú. Allt fram um síðustu helgi barst dag- lega á land mikið af fiski. Nú hefur nokkuð dregið úr aflanum og voru margir bátar í gær með um 1000 fiska. Þó komst hæsti bátur upp í 40 lestir. í kvöld er aflinn minni en í gær. Fjöldi þeirra báta, sem að eru komnir, þegar þetta er símað, eru með undir 1000 fiskum og sumir með allt niður í 300—400 fiska. í dag komust nokkrir bátar héðan í kast við brezkan togara. Bátar þessir áttu net sín utan „línu“. Lýstu formenn bátanna aðförum hins brezka togara á þá leið, að hann hefði rótazt í neta trossunum og að augljóst hafi verið, að skipstjórinn hafi gert þetta af ráðnum hug, þannig stjórnaði hann skipi sínu. Þessi brezki togari heitir „Wyre Mari ener“ frá Fleetwood. Urðu bátar fyrir verulegu netatjóni af völd um togarans. — Bj. Guðm. Sljórnarfrumvarp fellf í efri deild FRUMVARPIÐ um veitingasölu, gististaðahald o. fl., sem flutt var af nefnd í neðri deild að beiðni samgöngumálaráðuneytisins og komið var til 3. umr. í efri deild, var fellt þar i gær með jöfnum atkvæðum, 6 atkv. gegn 6. Fyrst voru þrjár breytingartillögur frá samgöngumálanefnd deildarinn- ar samþykktar, en er frumv. í heild kom til atkvæða fór sem fyrr segir. Fyrir nokkrum dögum felldi deildin með jöfnum at- kvæðum tillögu frá tveimur Sjálf stæðismönnum um að vísa frumv. til ríkisstjórnarinnar. Sjálfstœðismenn efna til glœsilegs happdrœttis Vjnningurinn er ný Plymoutb-bifreið. 135 þús. kr. virði í DAG hefst sala miða í happ- drætti, sem fjármálaráð Sjálf- stæðisflokksins efnir til í því skyni að afla flokknum tekna. Hin umfangsmikla starfsemi flokksins og félaga hans hefir í för með sér mikil útgjöld. Það er öllum flokksmönnum og öðr- um kjósendum ljóst, að hin gif- urlega aukning Sjálfstæðisflokks ins krefst aukinnar starfsemi, sem hins vegar leiðir óhjákvæmi- lega af sér aukin útgjöld. Vinningurinn Vinningurinn í happdrætti þessu er glæsíleg amerísk fólks- bifreið af gerðinni Plymouth, Savoy (árgerð 1958). Kaupverð slíkrar bifreiðar er með núver- andi verðlagi 135 þúsund krónur. Verð hvers happdrættismiða er 100 krónur, eða hið sama og ver- ið hefur í hinum fyrri bílahapp- drættum flokksins, þótt vinning- urinn nú sé allmiklu verðmætari en áður hefur verið. Mikið átak Fullvíst má telja að allir Sjálf- stæðismenn leggi hönd á plóginn og tryggi skjóta og góða sölu miðanna, enda verður dregið í happdrættinu 10. júní n. k., og er takmarkið að sjálfsögðu, að fyrir þann tíma verði allir miðar seldir. Fjármálaráðið hefur nokkrum sinnum áður efnt til happdrættis og ætíð með svo góð- um árangri, að fyllsta ástæða er til bjartsýni, enda hefur áhugi flokksmanna og fylgi flokksins aldrei staðið með meiri blóma en nú. í dag og á morgun munu flokksmönnum berast miðar, og er þess fastlega vænzt, að þeir standi skrifstofu happdrættisins skil á andvirði þeirra hið fyrsta. Með samstilltu átaki allra vel- unnara flokksins er auðvelt að selja alla miðana á skömmum tíma. Hafið strax samband við skrif- stofu happdrættisins í Sjálf- stæðishúsinu, en hún verður opin frá kl. 10—19 daglega, sími 17100, og kaupið happdrættismiða. Fundur Félags áhuga jósmyndara FÉLAG áhugaljósmyndara held- ur félagsfund í kvöld kl. 8,30 í fundarsal tómstundaheimilisins að Lindargötu 50. Verða þar flutt tvö erindi, annað um fréttaljós- myndun og hitt um lýsingu and- litsmynda. Á fundinum verða einnig myndagetraunir ög verða veitt þrenn verðlaun. Félagar mega hafa með sér litskuggamyndir, er verða sýndar og ræddar á fund- inum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.