Morgunblaðið - 03.05.1958, Síða 8
8
MORCUISBLAÐIÐ
Laugardagur 3. maí 1958
3®|i0?lpnf>Wtt!í
TJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Yigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuðí innanlands.
1 lausasölu kr. 1.50 emtakið.
OTVIRÆÐAR UNDIRTEKTIR
UTAN UR HEIME
London
Róm
Buenos Aires
Rokk um víða veröld
NÚVERANDI ríkisstjórn hef
ur löngum skellt skolla-
eyrunum við röddum al-
mennings. Með ólíkindum er þó,
að Hannibal Valdimarsson hafi
getað lokað eyrum sínum fyrir
undirtektum mannfjöldans á
Lækjartorgi 1. maí við hinni
skeleggu gagnrýni Bergsteins
Guðjónssonar á gerðir stjórnar-
innar. Munurinn á viðbrögðum
almennings við ræðu Bergsteins
og öðrum ræðum á torginu, var
slíkur, að jafnvel daufir hlutu
að heyra.
Ríkisstjórninni ætti að vera
vorkunnarlaust að skilja, að
verkalýðurinn hefur fengið meira
en nóg af svikum hennar og úr-
ræðaleysi. Skvaldrið um að stjórn
að skyldi í samráði við „vinnu-
stéttirnar“ hefur reynzt svo
einskisvert, að almenningur
tekur það nú orðið sem’ háð, þeg-
ar því loforði er hampað. Verð-
ur að telja það beina ögrun við
verkalýðinn og samtök hans, að
setið skuli heilan vetur yfir leit
að úrlausn efnahagsmálanna og
hin sérstaka nefnd verkalýðs-
samtakanna, er til þess var kos-
in, skuli þá fyrst kvödd til, þeg-
ar stjórnarblöðin eru búin að
tilkynna, að allt sé fastmælum
bundið. Úr því að slík vinnu-
brögð eru viðhöfð, þá eru miklu
hreinlegra að segja berum orð-
um, að verkalýðssamtökin og til-
lögur þeirra séu einskis metin.
Engum getur lengur dulizt, að
sá er í raun og veru hugur stjórn-
valdanna.
★
Sízt skal lítið gert úr þeim
vanda, sem nú er við að etja í
íslenzkum efnahagsmálum. Von-
laust er að leysa hann, nema
menn skilji eðli hans og orsakir.
V-stjórnin sýnist vera fjær að
gera það en nokkrir aðrir, sem
að þessum málum hafa komið.
í upphafi lofuðu núverandi
stjórnarherrar að leysa vandann
með því að leggja byrðarnar á
einhverja aðra en allan almenn-
ing. Þessu var ekki einungis lof-
að fyrir kosningarnar, heldur
ítrekað, þegar stjórnin tók við
völdum og í síðari yfirlýsingum
forsætisráðherrans og meðstarfs
manna hans. Allt hafa þetta
reynzt innantóm orð. Nýjar og
nýjar byrðar hafa verið lagðar
á verkalýðinn og nú stendur til
að leggja á hann miklar álögur,
þyngri en nokkru sinni fyr.
Valdhafarnir telja þetta óhjá-
kvæmilegt. E. t. v. er svo í raun
og veru. En það, sem á vantar
er að segja almenningi allan
sannleikann. I stað þess að segja
alþjóð hiklaust frá hinu raun-
verulega ástandi, ræða málin í
alþjóðaráheyrn, leyfa mönnum
síðan að velja sjálfir þann kost,
er þeir að athuguðum öllum
gögnum telja vænlegastan, þá er
farið með gögnin og úrræðin, sem
til bjargar eiga að verða, sem
hið dularfyllsta ríkisleyndarmál.
Þetta er þeim mun hættulegra,
sem nýjar álögur á allan almenn-
ing hljóta að helgast af því, að
þjóðin í heild hafi gert meiri
kröfur og tamið sér kostnaðar-
meiri lifnaðarhætti en hún hef-
ur efni á. Tilgangurinn með álög-
unum hlýtur að vera sá, að end-
urheimta til atvinnuveganna það,
sem um of hefur verið af þeim
tekið.
Hér er því fyrst og síðast og
æ ofan í æ þörf á fræðslu og
sönnum upplýsingum um eðli
vandamálsins. Það er hver ein-
stakur maður í landinu, sem af
sinni hálfu þar-f að leggja nokk-
uð af mörkum. Frumskilyrði til
þess að menn geri það, svo að
gagni sé, er, að þeir skilji nauð-
synina á því sjálfra sín vegna og
þjóðarinnar í heild.
★
Með laumuspili sínu er ríkis-
stjórnin í senn að auka sín eigin
bráðabirgðavandræði og koma í
veg fyrir varanlegan bata á þeirri
meinsemd, sem hún er að kukla
við lækningu á.
Alger slit, einmitt þess ráð-
herra, sem stöðu sinni samkvæmt
ætti að hafa mest samband við
verkalýðinn, úr raunverulegum
tengslum við hann sjást af upp-
hlaupinu út úr dagskrá rikisút-
varpsins 1. maí. Reynt er að gera
það að einhverju meginmáli í
hvaða eiginleika tilteknir valda-
menn haldi þar ræðu, hvort það
sé Alþýðusamband íslands sem
biðji þá um að tala eða sjálft
ríkisútvarpið! Almenningur læt-
ur hégóma slíkan sem þennan
sig engu skipta. Tímarnir eru og
sannarlega alvarlegri en svo, að
verjanlegt sé að eyða orku í því
líkan barnaskap. En tildrið virð-
ist vera valdhöfunum nú fyrir
öllu öðru.
Það er réttmæt gremja verka-
lýðsins yfir öllum þessum aðför-
um, sem lýsti sér í undirtektunum
á Lækjartorgi 1. maí. íslendingar
skilja vel þýðingu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Allir, hvar í
stétt, sem þeir standa, gera sér
grein fyrir, að hún er og á að
vera eitt mesta aflið í okkar þjóð-
félagi. En hún á að vera frjáls
og óháð. Það á ekki að misnota
hana í pólitískum tilgangi, eins
og núverandi ráðamenn hafa
gert. Undir því yfirskini að hún
eigi að hafa úrslitavöld í þeim
efnum sem heyra undir Alþingi
og almenna kjósendur í landinu,
er verið að svipta hana bæði
völdum og virðingu. Það sýnir
framkoman gagnvart 19 manna
nefndinni og allt atferli stjórnar-
herranna undanfarna mánuði.
★
Ótti valdhafanna kemur svo
fram í því, að þeir láta nú hand-
langara sína beita sér fyrir al-
mennri uppsögn samninga, og
þar með undirbúa alvarlegri
vinnudeilur en nokkru sinni fyr.
Þetta gera mennirnir, sem mest
hafa hrósað sér af vinnufriði, og
blákalt borið fram að stjórnar-
seta sín sé skilyrði fyrir, að hann
haldist. Nú á að láta gremju al-
mennings út af úrræðaleysi vald-
hafanna fá útrás á þann veg að
efna til þessa ófriðar. Heilindin
sjást af því, að stjórnarblöðin
skrifa samtímis og á víxl um það,
að hinar nýju álögur séu óhjá-
kvæmilegar til að bjarga at-
vinnuvegunum og að nú séu skil-
yrði fyrir almennri kauphækk-
un!
Hið sanna er að hvert sem litið
er, sjást þess merki að V-stjórnin
hefur ekki ráðið við þau verkefni,
sem hún tók að sér. Nýjar vinnu-
deilur verða ekki til að bæta
þann vanda. Eina eðlilega leiðin
nú er, að stjórnin leggi niður
völd og gefi þjóðinni kost á að
kveða sjálf á um örlög sín.
ROKKIÐ er mjög umdeilt meðal
allra þeirra þjóða, er kynni hafa
haft af þessu fyrirbæri siðmenn-
ingarinnar. Fréttaritarar New
York Times í ýmsum löndum
gerðu nýlega athuganir á þróun
rokksins og virisældum, og voru
niðurstöðurnar birtar í The New
York Times Magazine. Er birtur
útdráttur úr þeim hér á eftir.
í Englandi
hefir rokkið tekið nokkrum
breytingum á þeim tveim árum,
sem það hefir verið í tízku.
Enskir unglingar eru taldir
dansa rokkið af meiri siðsemi en
bandarískir unglingar, enda var
sú regla sett í danssölum í Eng-
andi, að rokkdansarar yrðu að
hafa a.m.k. annan fótinn á gólf-
inu allan tímann! Talið var nauð
synlegt að setja þessa reglu, af
því að of margir fengu spark í
höfuðið. Svo að enskir rokkdans-
arar eyða orku sinni í að engjast
og beygja sig niður að gólfi —
aftur á bak og áfram í stað þess
að sveifla dömunum hátt í loft.
Um skeið kom kalypsó til sög-
unnar, en mátti sín einskis gegn
rokkinu. Rokkið er vinsælast
meðal unglinga á aldrinum 14—21
árs. Frægustu rökksöngvararnir
eru bandarískir að Tommy Steele
undanteknum, sem varla átti
garmana utan á sig, er rokkið
kom til sögunnar, en nú er orð-
inn vellauðugur.
í Frakklandi
hefir rokkið aldrei náð mikl-
um vinsældum, m.a.s. unglingarn
ir létu ekki ánetjast auðveldlega.
Er bandarísk rokkmynd var sýnd
í París haustið 1956, var lögregl-
an kvödd á vettvang af ótta við,
að til óláta kæmi. En það var
álíka hljótt í kvikmyndahúsinu
og á skákmóti. Víða er þó enn
dansað rokk á vinstri bakka
Signu, á Rivieraströndinni og í
Marseilles, en undanfarna mán.
hefir rokkið orðið að láta í minni
pokann fyrir svokölluðu Cha-cha,
sem kvað vera upprunnið í Mið
og Suður Amexíku.
í Þýzkalandi
bæði austan og vestan tjalds
mun rokkið standa með íniklum
blóma. Reyndir og ráðsettir
menn telja, að aldrei hafi verið
meiri slysahætta á dansleikum
en nú, allt síðan frumstæðir
menn lögðu niður eld- og sverð-
dansa. f þýzkum veitingastöðum
verða þjónarnir oft að hafa bar-
borðin sem brjóstvörn, er rokkið
stendur sem hæst. Unglingarnir
virðast líta á rokkið sem eins
konar íþrótt, er sameini kosti
lyftinga og skíðaferða í Alpa-
fjöllunum. Bezta sönnun þess, að
hér er um íþrótt að ræða, er sú,
að unglingarnir vilja vera ein-
kennisbúnir. Piltarnir verða
hlezt að klæðast bláum gallabux-
um, annars eiga þeir á hættu, að
ungu stúlkurnar, sem verða að
vera í peysum, neiti að dansa við
þá.
í Rússlandi
mun alþýðu manna á engan
hátt vera illa við rokkið, því að
henni er varla kunnugt um til-
veru þess. Þrátt fyrir þetta hafa
opinberir aðilar jafnt og þétt
hamrað á því, að rokkið sé villi-
mannlegt, og því hefir verið skip
að á bekk með abstrakt mynd-
list (!) og gert útlægt. Kynni
rússneskra unglinga af jassi yfir-
leitt eru undir því komnin, hvort
þeim tekst að ná í erlendar jass-
plötur og hvernig þeim tekst að
ná í erlendar útvarpsstöðvar, en
yfirleitt heyrist mjög illa í þeim.
Sannleikurinn mun vera sá, að
þeir gera lítinn greinarmun á
Louis Armstrong og Elvis Pres-
ley. En þrátt fyrir boð og bönn
fara vinsælar danshljómsveitir
sínu fram og reyna að fylgjast
með tízkunni, t.d. hafa Rússar ný
lega tekið til við að leika
Cha cha.
í PóIIandi
hefir rokkið verið mjög vin-
sælt undanfarin tvö ár, en er nú
á undanhaldi. Pólskum yfirvöld-
um varð brátt ljóst, að það var
ekkert náið samband milli dans-
laga og þjóðskipulags, og menn
látnir einir um, hvort þeim féll
það í geð eða ekki. Og æskan
komst fljótt á bragðið. Eftirfar-
andi saga er táknræn fyrir af-
stöðu fullorðna fólksins: Ung
stúlka í bleikum pokakjól dans-
aði rokk í ákafa á danssýningu
á skemmtistað nokkrum. Mið-
aldra maður vék sér að henni og
vildi fá hana til að hætta dansin-
um. „Herra minn“, sagði stúlkan.
„Við erum „jeunesse"! Mann-
inum þótti þessi skýring fullnægj
andi. Honum hefir sennilega orð-
ið hugsað til æskuára sinna. Ka-
þólska kirkjan hefir látið rokkið
svo til afskiptalaust. Ef til vill er
það afskiptaleysið, sem veldur
því, að vinsældir rokksins fara
óðum þverrandi.
1 Ítalíu
er rokkið þegar orðið úrelt.
Frh. á bls. 14.
Tókíf Kaíró Varsjá