Morgunblaðið - 03.05.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.05.1958, Qupperneq 16
VEÐRID Vestangola — skýjað. ttnMðMfr 1. maí ræða Bergsteins Guðjónssonar. bls. 9. Sjá 99. tbl. — Laugardagur 3. maí 1958 20 ára afmœli innanlands flugs FIugfélagsins Og ár síðan Viscount-vélarnar komu í GÆR voru liðin tuttugu ár frá því að Flugfélag íslands hóf inn- anlandsflug. Hinn 2. maí 1938, var fyrsta farþegaflug á vegum félagsins milli Akureyrar og Reykja- víkur, en félagið var stofnað á Akureyri rúmlega ári áður. Á þeim tuttugu árum, sem Flugfélagið hefur haldið uppi flugsamgöngum, hafa flugvélar þess flutt yfir hálfa milljón far- þega og mikið magn af pósti og vörum. Er félagið hóf innanlandsflug fyrir tuttugu árum, voru þrír menn starfandi á vegum þess. Nú eru starfsmenn þess um 230. Flugfélag íslands heldur nú uppi reglubundnum áætlunarflugferð- um milli tuttugu og eins staðar á lanáinu og til fimm staða erlendis og hefur þar jafnframt fulltrúa sína og skrifstofur starf- andi. í gær var einnig eitt ár liðið frá því að hinar nýju Vickers Viscount flugvélar komu fyrst hingað til landg og við hátíðlega Happdrætti Sjálisiæðisflokksins ALLIR þeir Sjálfstæðismenn, sem fengið hafa happdrættismiða til sölu, eru beðnir að gera skil sem allra fyrst í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Sjálfstæðishús- inu. Opið er til kl. 5 í dag. Það hefir mikið að segja, að menn geri skil nú þegar, en biði ekki með það fram á síðustu stundu. Þegar er vitað, að al- menningur hefir tekið happdrætt inu mjög vel og taisvert hefir selzt af miðum, enda er vinning- urinn hinn glæsilegasti. Með því að gera skil seldra miða nú þegar, gera flokksmenn starf þeirra manna, sem að happ- drættinu vinna mun auðveldara. kaupa á áfengi, fötum og fleira. athöfn á Reykjavíkurflugvelli voru þeim gefin nöfnin Hrím- faxi og Gullfaxi. Daginn eftir, 3. maí, hófu þær áætlunarflug og hafa þær síðan verið í stöðugum ferðum á áætl- unarleiðum félagsins milli landa og einnig flogið innanlands eftir ástæðum. Gullfaxi hinn nýi og Hrímfaxi, hafa reynzt mjög vel í hvívetna og hefir farþegafjöldinn, sem ferðast milli landa á vegum félagsins, stóraukizt við tilkomu þeirra. Sérstaklega er athyglis- vert, hver aukning hefir orðið á áætlunarleiðum félagsins milli staða erlendis, þar sem mjög fátt farþega var áður. Á þessu fyrsta ári sínu í þjón- ustu Flugfélags íslands, hafa Hrímfaxi og Gullfaxi flutt 19846 farþega milli landa og flogið 1.719.000 kílómetra á 3438 klst. í sumaráætlun Flugfélagsins, sem nú er fyrir nokkru gengin í gildi, fá þær ærið aí *tarfa, því að áætlaðar eru tíu ferðir í viku milli íslands og útlanda, þegar áætlunin hefir að fullu komið til framkvæmda hinn 29. júní næst- komandi. Sial — en skilaði þýfinu aftur N ORÐLENDIN GUR einn, sem staddur er hér í bænum, var rændur vertíðarhýrunni, er hann var á ,kenndiríi‘ með tveim mönnum öðrum í herbergi sínu. Norðlendingurinn, sem er nýkom inn af vertíð í Vestmánnaeyjum, hafði stungið 12000 kr. í pening- um undir kodda í herbergi sínu. Gestur hans, sem þar hafði nokkra viðdvöl, stal peningun- um. Þegar lögreglan náði hon- um, og hann hafði viðurkennt þjófnaðinn, endurgreiddi hann hluta fjárins, en af þýfinu hafði maðurinn eytt peningum til Kvöldfundur um rbjargráðin' í. GÆRMORGUN var „19 manna nefndin“ svokallaða boðuð á fund, þar sem áfram skyldi rætt um efnahagsráðstafanir ríkisstj órnar- innar. Á þessum fundi hélt ræðu Jónas Haralz, sem hefur verið helzti sérfræðingur stjórnarinn- ar um „bjargráðin". Meðan á fundi stóð höfðu fulltrúar fengið í hendur efnahagsmálatillögur stjórnarinnar. Nokkrir nefndar- manna höfðu beint fyrirspurnum til Jónasar. Að fundi loknum af- hentu nefndarmenn gögnin og var síðan boðaður kvöldfundur er hefjast skyldi klukkan 9 í gærkvöldi í Alþingishúsinu. . Laust fyrir klukkan 9 komu þeir saman niður í Alþingishús Jónas Haralz og Gylfi Þ. Gísla- son ráðherra. Um svipað leyti kom Hannibal Valdimarsson ráð- herra, en áður en hann fór inn, ræddi hann á gangstéttinni við meðráðherra sinn Lúðvík Jósefs- son, s«m síðan ók á brott í bíl sínum. Einn nefndarmanna, sem tíð- indamaður blaðsins hitti fyrir utan Alþingishúsið, kvaðst ekki vita hvort fundurinn myndi verða langur eða stuttur og hann kvaðst ekki heldur vita hvort „19 manna nefndin" myndi á þessum kvöld- fundi taka endanlega afstöðu til efnahagsmálatillagnanna. — Það varð sem sé ekki ráðið af þessu stutta samtali hvort „bjargráðin' myndu koma fram í dag. — Þeg- ar þetta er skrifað um kl. 23, stóð fundurinn enn yfir. Maður slórslasasl í bílslysi AÐFARANÓTT 1. maí varð bíl- , slys á Suðurlandsbrautinni á móts við Múla. Strætisvagn, sem var á leið til bækistöðva sinna við Kirkjusand, kom úr Soga- mýri, og lítil 4ra manna bíll rák- 1 ust saman. Einn maður var í litla bílnum, Andrés Guðjónsson kenn ari við Vélskólann, Eikjuvogi 26. Hlaut hann höfuðkúpubrot, skaddaðist mikið í andliti, lær- brotnaði og eins hafði brjóstkass- inn laskazt. Var hann fluttur með vitundarlaus í Landsspítalann. Er Andrés þungt haldinn. Strætisvagnsstjórinn hefur bor- ið, að litli bíllinn hafi beygt á móti sér. Hafi hann talið að litli bíllinn myndi ætla að nema stað- ar sömu megin götunnar og stræt isvagninn ók. Segist vagnstjór- inn hafa verið búinn að draga mikið úr ferðinni og verið að sveigja frá litla bílnum, sem skyndilega hafi líka sveigt inn á veginn og skipti það eng- um togum að bílarnir skullu sam an af miklu afli. Strætisvagninn varð fyrir nokkrum skemmdum, en litli bíil inn er talinn ónýtur. Stóri jarðborinn við Nóatún, — tilsýndar. — Borturninn er tæpiega 30 metra hár. — Manni virðist, í fljótu bragði, sem ekki verði hlaupið með borinn og allt það, sem honum tii- heyrir, iandshornanna á milli. Stóri jarðborinn gefur senn byrjað að bora HINN mikli jarðbor, sem Reykja- víkurbær og ríkissjóður keyptu í sameiningu vestur í Bandaríkj- unum til borunar eftir heitu vatn og gufu, hefur nú verið sett- ur upp á opnu svæði við Nóatún, neðan Laugavegs. Turn borsins gnæfir þar við himin. Jarðbor þessi er mikið mann- virki að sjá. Hann mun þó vera af minnstu gerð slíkra bora, en þeir eru notaðir til þess að bora eftir olíu. Borinn, sem er á hreyfanlegum vagni, getur borað 700 metra djúpa holu. Borunin sjálf fer þannig fram að á enda borsins eru þrjú tennt hjól, en þessi tann kefli snúast í sífellu og mylja bergið undir sér. Stærsta gerð slíkra bora getur borað niður á 4000—5000 m dýpi. Við borinn eru tvær dælur, önnur dælir vatni niður í borhol- una til þess að auðvelda borun- ina og til þess að kæla borinn. Hin dælan, en þær eru hvor um 14 ára skáti bjargaði 8 ára dreng frá drukknun UM klukkan 21,30 á sumardaginn fyrsta var 8 ára drengur, Halldór Halldórsson, Sólvallagötu 19 að leika sér á hjóli á hafnarbakkan- um, við Loftsbryggju. Hafði hann hjólað eftir mjóu bili framan við vörugeymslu Skipaútgerðar Rík- isins sem þarna stendur. Halldór litli hjólaði á vír sem þarna ligg- ur og féll við það í sjóinn ásamt hjólinu. Hásjávað var og Halldór ósyndur. Enginn fullorðinn var þarna nærstaddur, en 3 börn á sama reki og Halldór, sáu þegar hann féll fram af bakkanum og hrópuðu á hjáip. Þórður Eiríksson, Ásgarði 71, 14 ára gamall, sem er skáti, var á gangi í Tryggvagocu og heyrði til þeirra, hljóp til og þreif björg- unarhring frá Slysavarnafélagi íslands, sem þarna var nálægt og kastaði honum til Halldórs, sem náði honum. Þórður dró Halldór fram með Loftsbryggjunni, þar til hann gat náð honum upp. Halldór litli sem hafði drukkið lítils háttar sjó, kastaði upp, þeg- ar Þórður hafði komið honum upp á bryggjuna, en Halldór jafn aði sig mjög fljótlega. Þórður fór úr jakkanum og færði Halldór í sinn jakka og fór með hann heim á Sólv&llagötu. Þórður fór síðan ásamt föður drengsins og náðu þeir upp hjólinu. Halldóri litla varð ekki meint af volkinu, og má þakka það snarræði Þórðar sig 200—300 hestafla, dælir upp úr borholunni leðjunni sem myndast. Hentugast var að byrja að bora hér í Reykjavík, því að hér er að- staðan bezt til að setja borinn saman og til að þjálfa bormenn- ina, um leið og leitað er eftir meira af heitu vatni til hagsbóta fyrir bæjarbúa. í gær voru vélamennirnir, sem unnið hafa að samsetningu bors- ins, undir handleiðslu bandarísks vélamanns, svo langt komnir, að þeir sögðu tíðindamanni Mbl., að ekkert myndi til fyrirstöðu að taka til óspilltra máianna við bor un þarna við Nóatúnið, þegar eft- ir helgina. Við erum langt komn- ir með að sannprófa vélarnar. Þarna í Nóatúni á að bora eftir heitu vatni fyrir Hitaveituna og á þessum stað vona sérfræðing- ar að þeir komi niður á heita- vatnsæð. Þegar borinn er að verki þarf fimm menn til að stjórna hon- um. Keflavík eignasf norræna vinabæi KEFLAVÍK, 2. maí — Fyrir milligöngu Keflavíkurdeildar Norræna félagsins hefur Kefla- vík nú eignast sína vinabæi á Norðurlöndum. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi að Kefla- víkurbær tengist vináttuböndum við eftirtalda bæi: Kristianssand í Suður-Noregi, Hjörring á Norð- ur-Jótlandi, Trollháttan í Sviþjóð og Kerava í Finnlandi, en sá bær er skammt norður af Helsinki. I Keflavíkurdeild Norræna félags ins eru nú um 60 meðlimir, og er Alfreð Gíslason bæjarfógeti formaður deildarinnar. —Ingvar. Fékk 1000 kg af þorski úf af Þjótun- um og Hólmunum AKRANESI, 2. maí. — Fjórtán netjabátar, sem voru á sjó á mið- vikudaginn, komu með samtals 144 lestir. Aflahæstur var Ólafur Magnússon með 15 lestir. Hingað kom togarinn Bjarni Ólafsson í morgun með um 230 lestir eftir að hafa verið tólf daga að veiðum 200 lestir eru þorskur, hitt karfi. Frá hádegi til kl. 7 í gær fengu tveir menn, sem voru á smátrillu út af Þjótunum og Hólmunum, 1000 kg af ljómandi fallegum þorski á handfæri. Afli Sandgerðisbóla 7342 lestir ó móti 6883 lestum ó sama tíma í fyrra SANDGERÐI, 2. maí — S. 1. hálfan mánuð hafa gæftir verið sæmilegar fyrir Sandgerðisbáta. Hafa bátarnir farið 9—13 róðra hver, og alls hafa þeir farið 172 róðra á móti 87 róðrum á sama tímabili í fyrra. Þennan hálfa mánuð *r keildarafli bátanna 1133 lestir á móti 387 lestum á sama tímabili í fyrra. Mestan afla í róðri fékk Svanur, 16,5 lestir, annar var Pétur Jónsson með 15,6 lestir og þriðji Guð- björg með 13 lestir. Mestan afla á þessum hálfa mánuði fékk Svanur, 125,5 lestir í net, næstur var Pétur Jónsson með 102 lestir í net, þriðji Guðbjörg með 94,5 lestir á línu og fjórði Viðir II með 80 lestir á línu. Mestan afla frá vertíðarbyr j un hefur Guðbjörg 645 lestir, næstur er Pétur Jóns- son með 605,5 lestir og þriðji er Víðir II með 584 lestir. Afli Sandgerðisbáta er í april- lok alls 7342 lestir í 1203 róðr- um, móti 6883 lestum í 1277 róðr- um á sama tíma í fyrra. Afli er nú tekinn að verða tregur hjá bátunum, en þó munu þeir halda eitthvað áfram að róa. —Axel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.