Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUTSBTÁÐIÐ
L'augardagur 24. maí 1958
/ á u m
o r ð u m
s a g t
Rœtt við Lúther Hróbjartsson sjötugan um œsku og unglingsárin:
„Ég var argasti skítkokkur,
enda hafði ég varla mat séð!"
LÚTHER Hróbjartsson umsjóiíar
maður barnaskóla Austurbæjar
er sjötugúr í dag. Hann hefur
gegnt umsjónarmannsstarfinu í
28 ár og þegar Mbl. ræddi við
hann á fimmtudaginn og ætlaði
að fara að „spyrja hann út úr“,
svaraði hann aðeins: — Eg hef
enga iöngun til að setjast á skóla-
bekk. Ég hef fengið nóg af Austur
bæjarskólanum! Og svo horfði
hann í gaupnir sér og bætti við:
— Ég hef ekki frá neinu að segja,
ég hef enga menntun hlotið og
ekki haft á hendi prófessorsein-
bætti um dagana.
Lúther er einarður maður og
lætur ekki hlut sinn, en hann er
sanngjarn og fús að hlusta á rök
annarra. Hann hefur gaman af
að tala um stjórnmál og er ’pað
sem kallað er ,,pólitískur“. — Eg
hef fylgzt með stjórnmálunum
frá því ég kom í land. Þá vaknaði
áhuginn. Jón Þorláksson er að
mínu viti mesti stjórnmálamað-
ur sem við íslendingar höfum
átt. Hann var að vísu íhaldssam-
ur, en ekki úr hófi. Og hann var
alltaf fús að hlusta á málflutning
annarra, bæði leikra og lærðra.
Þegar við alþýðukarlarnir vorum
með eitthvert sprell í gamla daga
sagði hann alltaf: Við verðum
að hlusta á þá, þeir koma frá
fólkinu og vita, hvernig það hugs-
ar. Ég minnist hans ætíð með
virðingu og þakklæti. Ýmislegt
fleira bar á góma í þessu rabb'
okkar um stjórnmál. Lúther
minntist á vinnuna og sagði, að
blöðin ættu að kenna fólkinu að
vinna. Ef þau skrifuðu eins mikið
um vinnuna og knattspyrnu, sKák
eða bridds, væri margt með öðr-
um hætti hér á landi. Knatt-
spyrnan er að verða plága. Þeir
segjast ætla að leika 240 knatt-
spyrnuleiki í sumar. Ég er farinn
að óttast, að við deyjum einn
góðan veðurdag úr knattspyrnu.
Það yrðu ömurleg ævilok!
En Lúther Hróbjartsson var
ekkí kominn niður á Mbl. til að
ræða um knattspyrnu heldur
sjálfan sig.
— Einhvers staðar hefurðu
fæðzt, þó að þú hafir ekki verið
prófessor.
— Jú, ætli það ekki. Ég er
fæddur á yelli í Hvolhreppi, á
bæ Hermanns sýslumanns Jóns-
sonar. Þar var móðir mín vinnu-
kona, en nokkru eftir fæðingu
var mér komið fyrir á
Efra-Hvoli, en síðan á Fróðholts-
hjáleigu á Rangárvöllum. Þar var
ég þangað til ég var 6 ára gamali,
þá fluttist ég með foreldrum mín-
um að Eyrarbakka. Þar hófu þau
búskap 1894. — Ég hef enga löng-
un til þess að segja þér frá æsku-
árunum, því að ef ég færx frómt
með minningar mínar, mundi
unga fólkið hrista höfuðið og
segja: „Mikil helvítis haugalygi
er í karlinum.“ Sannleikurinn er
sá, að aðalkeppikeflið var að hafa
eitthvað til að eta. Klæðnaður
var af skornum skammti og eigin
lega má segja, að hver sá ungling
ur, sem ekki fór á sveitina hafi
mátt hrósa happi. Almennings-
álitið var andsnúið sveitaómög-
unum. Mér fannst það koma á-
gætlega fram í ummælum eins
skipsfélaga okkar. Ég var um
skeið á kútter Sigriði. Þar var
maður, sem Páll hét, mikill
dugnaðarþjarkur og sómamaður
í alla staði. Hann var eitt sinn
að segja okkur frá æsku sinni.
Faðir hans dó, áður en hann fædd
ist og fyrir það ólst hann upp á
sveit. Þegar hann minntist á. að
Lúther Hróbjartsson
hann- hefði alizt upp á sveit, sagði
einn skipsfélagi okkar með mik-
illi fyrirlitningu: „Skammastu
þín ekki fyrir að segja frá þessu,“
Þannig var litið á fátæklingana
í þá daga. — Jú, ég var leilgi
á sjónum eða um 20 ára skeíð
Þegar ég var 14 ara gamall fór
ég til Reykjavíkur á skútu, gekk
alla leiðma með poka á baainu,
dálítinn nestismal og krór.u í
vasanum. Ég réði mig svo sjáifur
hjá Hannesi Hafliðasyni og var
um skeið með honum á skútunni
„To Venner" Á Jónsmessunni
fór ég á kútter Sjönu sem mat-
sveinn. Á henni var 25 manna
áhöfn. Ég verð að viðurkenna,
að ég var argasti skítkokkur,
enda hafði ég varla mat séð fram
að þeim tíma! Eftir það var ég
á mörgum feiri skipum, óftast
sem háseti, en lengst af var ég
á Sigríði með Pétri Mikkel, prýði
legum sjósóknara og hinum
mesta sæmdarmanni.
— Þú minntist á kostinn áðan.
Hvernig þótti þér viðurgerning-
ur um-borð?
— Útvigtin á mann var tvö
pund af kjöti á viku. Þetta var
sérstakt kjöt, sem kallað var
skútukjöt. Við sögðurn, að það
væri af mjólkandi rollum og hygg
ég, að það hafi ekki verið fjarri
lagi. Það var ólseigt og brimsalt,
eins og fiskur upp úr stafla. Þá
fékk hver maður hálft pund af
kandíssykri, % pund af púður-
sykri, IV2 pund af smjörlíki og
1% brauð, en hvert brauð vigtaði
6 pund. Einstaka sinnum fengum
við beinakex og fish drógum við
sjálfir. Eins og þú getur séð, var
þetta ekki merkilegt fæði og samt
hefur þess ekki verið getið. hvern
ig kosturinn leit út eftir hálfs-
mánaðar útivist. Hvað þá eftir
sex vikur.
— Þú minntist á Reykjavík
áðan. Hvernig fannst þér að
koma þangað?
— Ég kom til Reykjavíkur 1903
og fannst ekki sérlega mikið tix
bæjarins koma, því ég var alinn
upp í góðu menningarplássi, Eyr
arbakka. Þar var mikið fé'agslíf,
ágætis samkomuhús, þar sem
leikrit voru oft uppfærð lúðra-
sveit sem Jón Pálsson stofnaði,
barnaskóli sem starfræktur var
allan veturinn og sitthvað fleira.
Þar stunduðu menn jafnvei lsik-
fimi fyrir aldamót. Á Eyrarbakka
voru allsterk dönsk áhrif enda
var bærinn mikill verzlunarstað-
ur, eins og kunnugt er. Þegar
kennarinn okkar talaði um
Reykjavík, minntist hann aðal-
lega á Alþingishúsið, Dómkirkj-
una, myndastyttuna af Thorvald-
sen á Austurvelli og gamla apó-
tekið við Thorvaldsensstræti,
með styttunum á þakinu. Þegar
ég kom suður, sá ég, að þetta
setti mestan svip á bæinn, og svo
auðvitað slabbið á götunum. Jm
það sagði Plásor:
Aurinn og slabbið verst þó var
á veginum inn í Laugarnar.
— Ég get skotið því hér mn í
til gamans, að þegar ég vav á
„To venner" sóttum við sand mn
í Þerney og suður á Strönd Á-
stæðan var sú, að um þessar
mundir var byrjað að byggja
Ingólfshvol. En þá var álitið að
sandurinn í bænum væri ónot-
hæfur í steypuna. Og annað var
eftir því. Svo bætir Lúther við:
Nokkru síðar gerðist ég Reyk-
víkingur og hef búið hér lengst
af. Ég hef alltaf kunnað vel við
mig í Reykjavík, kann þó
betur við borgina en gamla bte-
inn.
— Þú várst lengi á sjónum,
Lúther. Nú langar mig að spyrja
þig að lokum: Þú hefur aldrei
komizt í hann krappan?
— Jú, auðvitað kemst maður
einhvern tíma í hann krappan
á sjónum. En það hefur aidrei
orðið slys á þeim skipum, sem
ég hef verið á. Maður fé.kk oft
hafarí og þar með búið. Þú varst
áðan að spyrja um, hvorf ég
hefði nokkurn tíma verið hrædd-
ur á sjó. Nei, góður sjómaður
er aldrei hræddur.
Ef þú vilt, get ég lýst fyrir
þér smávolki, sem við lentum í
einhvern tíma í febrúar 1911,
ekki vegna þess að það sé neitt
sérstætt, heldur aðeins til að
unga kynslóðin fái nasaþef af
sjómennskunni í gamla daga: Eitt
sinn vorum við á kútter Haraldi
í stórviðri á Eyrarbakkabugtinni
og lágum þar til. Það var siður
að pumpa skipið á formiðdags
vaktinni og oftar ef þörf gerðist.
Höfðum við þá bönd, sem við
festum ó klampa eða krussholt,
eins og við kölluðum bað. Á end-
anum var lykkja sem mennirnir
settu yfir sig, meðan beir dældu
ur skipinu. Þegar annar maður-
inn ætlaði að byrja að dæla losn-
aði lykkjan, svo að hann gat
ekki bundið sig. Ég hieyp pá til
og bind hann. En þegar ég lit upp,
ríður stór alda á skipið, svo ég
sá mér ekki annað fært en stinga
mér út undir lunninguna og ná
í krussholtið. Ég held mér svo í
það, meðan sjórinn ríður yfir.
Þegar aldan hefur riðið yfir skip-
ið, er það orðið lunningarfullt og
mennirnir hanga eins og þver-
kræ' ur þo ir í böndum, en
engum b i þó orðið meint aí
volkinv ar ég kom niður í ká-
etu litlu síöar til að losa mig vio
vosklæðin, var mikill sjór á kó-
etugólfinu, svo ég tók upp hlera
til að hleypa honum niður. Þá er
kominn svo mikill sjór í skipið,
að kjallarinn undir káetugólfinu
er að fyllast. Þegar við athugum
þetta nánar, rennur lækur út úr
einum skápnum í káetunni. Var
þá ekki um annað að gera en
hálsa skipinu yfir, því að yíir
stag fór hún ekki. Síðan kom í
ljós að hornið á hekkinu, sem var
fest við skammdekkið hafði í-ifu-
að frá. Tróðum við hampi í rifuna
og bræddum smjörlíki yfir.
Urðum að hálsa skipinu aftur, því
að nú lá hún til lands. Síðan gætt
um við að lestunum og saum að
saltið úr kössunum öðrum xegin
var bráðnað og skemmt. Var þá
farið að pumpa skipið til að losa
úr því sjóinr, og jafna saltinu
milli kassanna. Skömmu seinna
lygndi, en þá sigraði þorskurinn
okkur, svo að við hugsuðum ekki
um heimferð strax, en fiskuðum
þangað til næsti landsynningur
skall á. Þess var ekki langt að
bíða og sigldum við þá heun í
góðu leiði, eins og skipið þoldi,
komum heilu og höldnu til
Reykjavíkur, glaðir og reifir og
skemmtum okkur vel eins og
sjómanna er siður. M.
SHUtvarpiö
um hvítasunnuna
(H vítasunnudag ur).
Fastir liðir eins og venjulega.
— 9.30 Morguntónleikar (pl.) —
11.00 Messa í Dómkirkjunni
(Prestur: Séra Jón Auðuns dóm-
prófastur. Organleikari: Dr. Páll
ísólfsson). — 13.15 Frá bók-
menntakynningu stúdentaráðs 12.
jan. sl.: Verk ungra ljóðskálda.
— 15.00 Miðdegistónleikar (pl.)
— 16.00 Kaffitíminn — 17.00
Messa í hátíðarsal Sjómannaskól-
ans (Prestur: Séra Jón Þorvarðs-
son. Organleikari: Gunnar Sigur-
geirsson) — 18.30 Barnatími
(Skeggi Ásbjarnarson kennari)
— 19.30 Tónleikar (pl.) — 20.15
Kórsöngur: Karlakórinn Fóst-
bræður syngur, í sumum lögun-
um ásamt kvennakór. Söngstjóri:
Ragnar Björnsson. Einsöngvarar:
Árni Jónsson, Gunnar Kristins-
son og Kristinn Hallsson. Píanó-
leikari: Carl Billich. — 21.10
Dagskrá Kristilegs stúdentafé-
lags. — 22.10 Tónleikar (pl.) —
Mánudagur 26. maí
(Annar í hvítasunnu)
Fastir liðir eins og venjulega.
— 9.30 Fréttir og morguntónleik-
ar. — 11.00 Messa í barnaskóla
Kópavogs (Prestur: Séra Gunnar
Árnason. Organleikari: Guðmund
ur Matthíasson). — 13.15 Endur-
tekið erindi: Hvernig er Guð?
(Páll Pálsson kand. theol.). —
15.00 Miðdegistónleikar (pl.) —
16.00 Kaffitíminn. — 16.30 Fær-
eysk guðsþjónusta (Hljóðr. í Þórs
höfn). — 17.00 „Hvítasunnulög-
in“. — 18.30 Barnatími (Þorsteinn
Matthíasson kennari). — 19.30
Tónleikar. — 20.20 Óperan „Car-
men“ eftir Georges Bizet; 1. og
2. þáttur (Hljóðr. um síðustu mán
aðamót). — Einsöngvarar: Gloria
Lane frá New York, Stefán ís-
landi, Þuríður Pálsdóttir, Guð-
mundur Jónsson, Kristinn Halls-
son, Guðmunda Eliasdóttir, Ingi-
björg Steingrímsdóttir og Árni
Jónsson. Þjóðleikhúskórinn syng-
ur og Sinfóníuhljómsveit Islands
leikur. Stjórnandi: Wilhelm
Brúckner-Rúggeberg. Guðm.
Jónsson flytur skýringar — 21.35
Kímnisaga vikunnar: „Launabót-
in“ eftir Albert Miller (Ævar
Kvaran leikari). — 22.25 Dans-
lög, þ, á. m. leika danshljómsveit
ir Kristjáns Kristjánssonar og
Jónatans Ólafssonar. Söngvarar:
Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarna-
son og Sig. Ólafsson. — 0.2.00
Þriðjudagur 27. maí
Fastir liðir eins og venjulega.
— 19.30 Tónleikar — 20.30 Erindi:
íslenzk handrit í brezkum söfn-
um; fyrri hluti (Jón Helgason
prófessor). — 21.00 Einleikur á
fiðlu: Bandaríski fiðluleikarinn
Roman Totenberg leikur; Ray-
mond Hanson leikur undir á
píanó (Hljóðr. á tónl. í Austurb,-
bíói 2. f.m.) — 21.30 Útvarpssag-
an: „Sunnufell" eftir Peter
Freuchen; II. (Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur). 22.10 fþrótt
ir (Sigurður Sigurðsson). — 22.30
„Þriðjudagsþátturinn". — Jónas
Jónasson og Haukur Morthens
stjórna þættinum.
rr /t ,{ /////*/*< * /
4 þriðjudag eru síðustu mögu leikar á að koma málverkum og
öðrum listmunum á næsta uppboð, sem haldið verður föstud.
30. maí.
Listmunauppboð Sigurðar Benediktss »nar, Austurstræti 12, sími 13715.
mníð í dap’ kl 9—12 oe á bnöiudae)