Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 1
24 síður og Lesbók •►5. irgangur 116. tbl. — Laugardagur 24. maí 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vinstri stjórnin gengin aftur; Otti við kosningar rak uppgjafarliðið saman Stjórnin er orðin að algeru viðundri innanlands og ufan Engin tilkynning gefin út í gærkvöldi um hvad stjórnarflokkarnir sömdu i landhelgismálinu ALLA síðustu viku hefur líf vinstri stjórnarinnar hangið á bláþræði vegna ágreinings flokka hennar. Hefur verið látið í veðri vaka að það væri fyrst og fremst landhelgismálið, sem deilurnar stæðu um. En bak við tjöldin hafa það ekki síð- ur verið efnahagsmálin og „bjargráðafrumvarp“ stjórnar- innar, sem átökunum hafa valdið. En kommúnistar hafa samt ætíð haft landhelgismálið að yfirvarpi út á við. í gær tókst svo samkomulag milli stjórnarflokkanna eft- ir miklar hrellingar og taugastríð um það, hvernig haga skuli framkvæmdum í landhelgismálinu. Munu bæði komm- Únistar og Alþýðuflokksmenn hafa talið sig vinna „stór- sigur“ með þeirri niðurstöðu. í gærkvöldi hafði Sjálfstæð- isflokknum ekkert verið tilkynnt um efni þessa „samkomu lags“ Hefur hann þó haft samvinnu við ríkisstjórnina und- anfarnar vikur um undirhúning aðgerða í málinu. Þegar stjórnin gekk aftur Alþýðublaðið skýrði frá því í gær, að ekkert samkomulag hefði náðst í fyrradag milli stjórnar- flokkanna í deilunni um land- helgina. Komst blaðið þannig að orði að „sennilegt væri að ríkis- stjórnin myndi biðjast lausnar að loknum fundi, sem hefst kl. 3 í dag“. Aðalágreiningsefnið væri, „hvenær reglugerðin um stækk- un landhelginnar skuli gefin út“, sagði Alþýðublaðið. Tíminn gat þess einnig í stórri frétt, að „ágreiningurinn um land helgismálið gæti leitc til stjórnar- slita“. Ríkisstjórnin kom saman á fund fyrir hádegi og einnig eft- ir hádegi. Um hádegisbil þóttu horfur litlar eða engar á því að stjórnin myndi loða saman. Um kl. 3 komst hins vegar á kreik orðrómur um að nýtt líf væri að færast í hana. AI- þýðuflokkurinn væri að bogna og kommúnistar myndu hafa slakað eitthvað á þeirri kröfu sinni að reglugerðin um út- færslu iandheiginnar yrði gef- in út tafarlaust. Þó mun Lúð- vík Jósefsson um skeið í gær hafa haft i hyggju að kalla saman blaðamannafund og til- kynna að hann væri búinn að undirrita hina nýju friðunar- reglugerö í trássi við nokkurn hluta ríkisstjórnarinnar!! Af því varð þó ekki og upp úr kl. 5 síðdegis spmrðist sú frétt að ríkis£jtjórnin væri gengin aft- ur. Ilún hefði í bili hætt við að vera fallin! Engin tilkynning gefin út Engin tilkynning var þó gef- in út um það að ríkisstjórn- in væri iifandi. Ekkert var held- ur tilkynnt um það í gærkvöldi, hvert væri efni „samkomulags" stjórnarflokkanna um landhelgis- málið. Stjórnarandstöðunni var ekki einu sinni tilkynnt neitt um það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það virðist því vera ætlun stjórn arflokkanna a. m. k. fyrst í stað, að leyna þjóðina niðurstöðunni af viku rifrildi innan ríkisstjórn- arinnar og blóðugum skömmum af hálfu blaðs sjávarútvegsmála- róðherra. Er hér um að ræða hneyksl- anlegt og furðulegt athæfi af hálfu ríkisstjórnarinnar. öll þjóðin hefur horft upp á hið niðurlægjandi háttalag stjórni arinnar með örlagaríkasta ut- anríkismál hennar í heila viku. Þegar stjórnarflokkarnir hafa loksins gefizt upp á illindun- um og rifrildinu um það telja þeir það ekki einu sinni ó- maksins vert að segja þjóðinni um hvað þeir hafi að lokum orðið sammála. Óttinn við kosningar Vinstri stjórnin er nú orðin að algeru viðundri innanlands og utan fyrir framkomu sína síð- ustu daga. Allur heimurinn hef- ur að sjálfsögðu fylgzt með því, að stjórnin hefur verið að logn- ast út af og lifna við á víxl í heila viku. Hafa slík endemi ekki gerzt í neinu landi, ekki einu sinni í Frakklandi, þar sem menn kalla annars ekki allt ömmu sína í slíkum málum. íslenzka þjóðin hefur horft agndofa á niðurlægingu rík:s- stjórnar sinnar og hina algeru upplausn og úrræðaleysi, sem hér blasir nú við. En um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, hvers vegna stjórnin gekk að lokum aftur og náði einhvers konar „samkomulagi" um að fram- lengja lífdaga sína. Það ve.r óttinn við kosningar og áfell- isdóm þjóðarinnar, sem þar réði úrslitum. Allir stjórnar flokkarnir sáu fram á það, að kosningar á næstu mánuðum, eftir frammistöðu þeirra í efnahagsmálunum og rifrildið innan stjórnarinnar um land- helgismálið, hlyti að leiða yf- ir þá stórkostlega hættu á fylgishruni. Aðeins gálgafrestur. En hin úrræðalausa og sundur- þykka vinstri stjórn hefur aðeins keypt sér gálgafrest með aftur- göngu sinni. Hún byggir ekki starf sitt á neinni sameiginlegri stefnu í örlagaríkustu málum þjóðarinnar. Hún á enga sam- eiginlega stefnu, aðeins henti- stefnu valdabraskaranna, sem öllu vilja fórna fyrir það að lafa við völd. Slík ríkisstjórn getur ekki flúið skapadóm sinn, enda þótt hún geti keypt sér stundar gálgafrest. Við Nóatún, þar sem stóri jarðborinn er að verki, er heit gufa farinn að stíga upp frá hinni 400 m djúpu borholu. Borinn er kominn niður á sjóðheitt vatn. Vatnsmagnið hefur verið mælt um 3 sek.T. — Á nú að reyna að auka vatnsmagnið með því að bora enn dýpra niður, sennilega um 100 m til viðbótar. — Myndin er tekin við borinn í gær. Ljósm. Mbl.: ÓX. K. M. Líklegt oð de Gaulle verbi kvaddur til forystu Pflimlin óttast uppreisn franska hersins — og að missa Alsir PARIS, 23. maí. — Allt virðist nú benda til þess að de Gaulle verði kvaddur til og fengnir stjórnartaumar í hendur til þess að forða algerri upplausn í Frakk landi og að Frakkar missi tang- Ný reglu- gerð 30. júní RÉTT fyrir klukkan eitt í nótt gat Morgunblaðið aflað sér þeirra upplýsinga um sam- komulag stjórnarflokkanna í landhelgismálinu, að ný reglu- gerð um 12 mílna útfærslu fiskveiðitakmarkanna skuli gefin út 30. júní, en taka gildi 1. sept. Hins vegar mun áform að að ríkisstjórnin tilkynni nú þegar opinberlega efni hinnar væntanlegu reglugerðar. arhald í Alsír. Pinay, foringi íhaldsmanna, sem ræddi við de Gaulle í gær ræddi við Coty for- seta og Pflimlin hvorn í sínu lagi og gerði þeim grein fyrir viðræðunum við de Gaulle og af- stöðu hans. Sagt er, að de Gaulle hafi beðið Piany að skila því til Coty, að hann myndi ekki gera neitt til þess að bjarga lýðveld- inu og sjálfdauðu þingræðis- skipulagi nema honum yrðu falin æðstu völd í hendur. Massu herforingi í Alsír skar ’ dag upp herör gegn stjórn Pflimlins, er hann skoraði á alla Frakka að linna ekki baráttunni fyrr en de Gaulle hefði verið fal- in stjórnarforysta, hann væri eini maðurinnn, sem skapað gæti ein- ingu allra Frakka. Massu var ásamt Cara, fyrrum Alsírmálaráðherra, kjörinn for- seti yfiröryggisnefndarinnar í Alsír. Salan hershöfðingi flutti og ræðu í dag og skoraði á alla Frakka að fylgja de Gaulle, her- inn í Alsír mundi aldrei gefast upp í baráttunni fyrir de Gaulle og einingu Alsírs og Frakklands. Hershöfðingjar í franska hernum í Frakklandi, með Juin marskálk í fararbroddi, hafa og kunngert Coty forseta, að herinn í Frakklandi muni berjast með hernum í Alsír, franska herinn geti ekkert skilið—og hið eina, er bjargað gæti Frakklandi, væri að de Gaulle tæki við stjórnarfor- ystu. — Pinay, sem tal átti við de Gaulle í gær, er og sagður hafa lagt ríka áherzlu á það í dag við Coty forseta og Pflimlin, að Framh. á bls. 23 London 23. máí. — Strætis- vagnastjórar eru enn í verkfalli í London og ólíklegt þykir að verkfallið Ieysist um helgina. — Hafnarverkamenn samþykktu hins vegar í dag að fara aftur til vinnu á mogun. er 24 síður í dag auk Les- bókar. - - Blaðið kemur næst út á miðvikudag. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.