Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 13
Laugardae;ur 24. maí 1958 MORCVNBL4Ð1Ð 13 segir sr. Fribrik Fribriksson sem verbur niræður á morgun SÉRA Friðrik Friðriksson lofaði drengjunum sínum því einu sinni að hann skyldi verða meira en 100 ára gamall. Þetta loforð stóð í sambandi við draum, sem hann dreymdi eitt sinn í æsku. Þegar ég hitti sr. Friðrik fyrir nokkr- um dögum, sagði hann mér frá þessum draumi. Hann sagði, að sig hefði dreymt, að hann ætti að deyja ákveðinn dag 1902. Þann dag var hann staddur úti í Kaupmannahöfn og sat í veit- ingahúsi með nokkrum vinum sínum: — Þegar Ráðhúsklukkan hafði slegið tólf stóð ég upp og sagði: Húrra, nú á ég eftir 100 ár! Þó að ég hafi náð háum aldri, vona ég að ég verði aldrei svo gamall, bætti hann við, um leið og hann púaði vindlareykn- um út í stofuna. — Vindlar! Jú auðvitað, ég reyki mikið ennþá, ég er breyskur og hef alltaf verið. Ég er svo sem enginn dýrlingur, máttu vita. Annars er alltaf verið að gefa mér vindla og meðan ég reyki úr kassanum frá einhverjum vina minna, þá hugsa ég alltaf hlýlega til hans og stundum jafnvel með fyrir- bænum. En það máttu ekki hafa eftir mér, því að ég á nóg af vindlum. Svo brosir hann og ég virði hann fyrir mér, þakk- látur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að vera í návist hans stundarkorn, hlusta á þessa djúpu, persónulegu rödd og horfa í þetta andlit, þetta postullega andlit. Við fórum að tala um ævisögu hans, sem hann hefur bæði samið á dönsku og íslenzku og hann spurði, hvort ég vildi ekki lesa fyrir sig nokkra kafla úr Undirbúningsárunum. — Mér þætti gaman að rifja þá upp, sagði hann. Ég er búinn að gleyma, hvað ég skrifaði. Svo las ég nokkrar glefsur og hann hlust- aði með andagt. Það var skemmti leg stund: — Ef ég hefði vitað, að þetta yrði bók, hefði ég skrifað miklu ýtarlegar 'um ýmsa þætti í lífi mínu. En ég vissi ekki annað, þegar Þorsteinn Gíslason bað mig um að hripa þetta niður, en það ætti einungis að birtast í Óðni og hvergi annars staðar. En þetta er samt ekki svo afleitt, finnst þér það? Hann stóð upp og fór með mig að all- stórri tréskurðarmynd: — Sko, þarna á ég strák, sagði hann, og benti á myndina. Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hrædd- ur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann held- ur hendinni, við öllu búinn! — Þú átt marga drengi, séra Friðrik, sagði ég. Já, þeir eru orðnir mörg þúsund, bæði hér á landi, í Dan- mörku og í Ameríku. En ég hef aldrei eignazt son sjálfur. Ég hef aldrei reynt neitt til þess. Var alltaf hræddur um, að það yrði stelpa! Mig langar til að tala við þig um drengina þína, sagði ég. Drengina mína, já. Ég var mjög ungur, þegar ég fann stoð og styrk í handleiðslu guðs 'og snemma vaknaði hjá mér sú löngun að leiðbeina öðrum og þá fyrst og fremst ungum drengj- um á hans fund. Þegar ég var 10 ára, fluttist ég að Svínavatni Séra Friðrik Friðriksson: — Vinirnir eru mér bæði augu, og eyru. — Ljósm. Mol. Ol. K. »ias..u™u, tou m>ndina sl. niið- vikudag að heimili séra Friðriks í KFUM. — Hann situr í „stólnum sínum“. i ■" á Ásum. Faðir minn hafði tekið að sér að reisa nýja kirkju þar og langaði til að hafa fjölskyldu sina hjá sér og fékk því hús- mennsku þar. Þau þrjú ár, sem við bjuggum á Svínavatni, var ég oft á Tindum hjá ömmubróður mínum Jónasi Erlendssyni. Þar var smaladrengur, 15—16 ára gamall sem var ákaflega orðljót- ur og blótaði mikið. Ég fór eitt sinn með hann suður fyrir vall- argarð og benti honum á, að svona munnsöfnuður leiddi til glötunar og líklega hef ég sagt honum, hvar hann mundi hafna, ef hann héldi þessu áfram. En hann brást reiður við og barði mig. Þetta er kannski fyrsta til- raunin í þá átt að leiða aðra til einhvers betra. Það hefur verið mitt ævistarf síðan. — Þó ég hafi orðið prestur, þá langaði mig miklu meira til að vera kennari eða læknir. Mér fannst ég hafa betra tækifæri til að leiða aðra, ef ég yrði t. d. læknir, og ég er enn þeirrar skoðunar, að trúaður læknir gæti unnið ennþá betra starf í þágu einstaklinganna en góður prestur. Það er alltaf hægt að segja um prestinn, að hann prédiki kristni, af því það sé hans lifibrauð, en það er ekki hægt að segja um kennarann eða lækninn. — Séra Friðrik, hefur þú ekki oft orðið fyrir vonbrigð- um, hefur þér ekki oft fundizt starf þitt misheppnast? — Jú, oft og einatt, en ég hef ekki látið vonbrigðin hafa áhrif á mig, ég gerði ráð fyrir því þeg- ar í byrjun, að vonblekkingin kæmi einhvern tíma í starfi mínu og auðvitað fór það svo. Ýmsir þeir, sem ég hélt að yrðu sanntrú aðir menn, brugðust og lentu út á glapstigu. Það var auðvitað mikill sársauki. Það var ekki um annað að gera en biðja fyrir þeim, þeir gátu frelsazt upp á annan máta. Hér varð hlé á samtali okkar, því að einn af drengjum séra Friðriks var kominn til að kveðja hann. Hann átti að fara í sveit daginn eftir. Það var auð- fundið, að djúp vinátta var stað- fest milli þessara ungu vina. Drengurinn sagðist heita Gunnar. Ég hef aldrei farið í sveit fyrr, þess vegna fór ég upp að Lækj- arhvammi til að venjast lyktinni í fjósinu. Séra Friðrik brosti, stóð upp og sagði: — Ég ætla að gefa þér dálítið með í sveitina, | sem þú getur bitið í á hverjum degi. Svo sótti hann mynd af Friðriksstyttunni við Lækjargötu og gaf drengnum. Ekki fer ég að bíta í hana, sagði drengurinn, um leið og hann tók við henni, og þakkaði fyrir sig. Ja, sama sem, sagði sr. Friðrik. Hún minnir þig á vináttu okkar. Þegar þú lítur á myndina, fara hugsanir þínar út úr enninu á þér og streyma inn í ennið á mér — og svo benti hann á enni drengsins og sitt enni, en drengurinn sagði: Ég ætla- að hugsa til þín á afmæl- inu þínu. — Já gerðu það, sagði sr. Friðrik. Ég er viss um, að ég man líka eftir þér. Síðan kvöddust þeir. En ég hugsaði með mér: Það er þá rétt, sem sagt er. Svo héldum við áfram að tala um drengina hans. Sr. Friðrik sagði: — Það er enginn munur á drengjunum nú og fyrir hálfri öld. Þeir eru alltaf sömu drengirn ir með gæðum sínum og göllum. Drengjaeðlið hefur ekkert breytzt, en umhverfi þeirra hef- ur breytzt mikið og ég býst við, að það þurfi að leggja meiri rækt við þá en áður og sennilega upp á annan máta en ég hef gert og mínir samtíðarmenn. Ég álít að ekkert sé ungum drengjum eins hollt og að komast í náið trúar- samband við guð. Mér finnst reynslan hafa sýnt, að drengir sem hafa snemma gefið sig guði og reynt að lifa eftir hans orði, standi bezt að vígi í lífinu. Þeir falla ekki strax fyrir freistingum og agnúum aldarinnar. — Þetta er slæm öld, sem við lifum á. — Ja, það veit ég ekki. Ég er eiginlega kominn út úr henni, og þó að ég hafi lifað tvær heims- styrj aldir, hafa þær lítið snert mig persónulega. Ég hef reynt að láta ekki stríðstímann eða ann að hafa veiklandi áhrif á mig eða traust mitt á alheimsstjórn- ina, sem ég tel sterkasta þáttinn í lífi einstaklinga og þjóða. Nú er mikið talað um stórveldafund og ríkisleiðtogafund og ég veit ekki hvað. Ég álít að örlög mannkynsins verði aldrei ráðin á neinni Genfarráðstefnu. Þessir karlar geta ráðið sínum ráðum, en það er annar sem hefur taum- haldið. Hann beitir ekki kjarn- orkuvopnum. Vizkan og kærleik- urinn eru hans vopn. Meðan á samtali okkar stóð voru drengirnir alltaf að koma og heilsa upp á gamla manninn. Þeir voru á öllum aldri, en það var sama, hvort þeir voru fimmtugir eða fimm ára, hann átti í þeim hvert bein og fagn- aði þeim með föðurlegri hlýju. Þegar þeir komu að tala við hann um afmælið, sagði hann: — Það er aðeins eitt, sem ég tek fram. Það verður ekkert úr af- mælinu, ef ég verð dáinn fyrir hvítasunnuna. Þegar vöflur komu á þá vegna þessara ummæla, bætti hann við: — Jú, við verð- um að gera ráð fyrir því að svo geti farið. Annars hlakka ég mest til 2. í hvítasunnu. Hvað er þá, spurðu þeir. Nú, þá er afmælið búið, svaraði hann, og við hlóg- um allir. Þegar við vorum orðn- ir tveir einir, sagði ég: Séra Friðrik, þú segir í endurminn- ingum þínum, að þú hafir haft lítið af föður þínum að segja. Þú segir, að hann hafi mjög sjaldan gefið sig að þér og hvorki verið góður við þig né illur. Þú hefur sem sagt farið á mis við föðurumhyggjuna. — Að nokkru leyti, það er að segja að pabbi minn var smiður og vann mikið bæði við stofubyggingar og kirkjur og var þess vegna hérumbil aldrei heima. Og eiginlega kynntist ég honum ekki mikið. Ég var ekki eftir hans ideali. Ég var bóka- ormur og í þá daga varð bókavit- ið ekki látið í askana, eins og þú veizt, en faðir minn taldi það víst leti eða þess háttar, býst ég við. Hann hélt að það yrði aldrei maður úr mér. En hann var mikil virkur í sínu fagi eftir því sem allir sögðu. Ég þráði ákaflega mikið blíðlæti og fékk það auð- vitað hjá móður minni, en ég þráði að fá það frá honum og það kom fyrir, að ef ég sá ein- hvern föður refsa syni sínum, kenndi ég náttúrlega í brjósti um strákinn, en öfundaði hann: bara að pabbi minn væri svona við mig, refsaði mér þegar það ætti við og væri svo blíður á milli. Bara að hann umgengist mig, eins og ég væri sonur hans. En hann var aldrei vondur við mig og ef til vill þótti honum vænt um mig, en sýndi það sjaldan. Hann hafði aftur á móti miklar mætur á Kristni bróður mínum, sem tálgaði mjög fallegan rokk, á 8. ári. En ég gat aldrei tálgað óskakkan hrífutind og þótti ekkert gaman að tálga. Þegar é’g var á 7. ári, gerði ég voðalegt skammarstrik og fékk flengingu fyrir hjá pabba. Á eft- ir minntist ég þess alltaf með dálítilli hreykni og undrun, því að ég þóttist hafa gert gott verk. Skömmu áður höfðum við flutt norðan úr Eyjafirði að Litladal í Tungusveit, þar sem pabbi minn settist í tvíbýli við Jóhannes bróður sinn, sem hafði búið þar nokkra hríð. Bærinn Litlidalur stendur í fögru dalverpi og eru þar þrír bæir: Héraðsdalur, Litli- dalur og Litladalskot. Við Sig- rún, dóttir Jóhannesar, lékum okkur oft saman. Eitt sinn, seint á engjaslætti, vorum við tvö ein heima, því að allt fólkið var við heyþurrk. Sumarið áður hafði verið byggð upp í Litladal bað- stofa með hjónahúsi sem kallað var. Baðstofan var með nýrri fallegri skarsúð. Var hún ómáluð og í viðnum var feiknamikið af kvistum í ýmsum litum. Við Sig- rún dáðumst að þessari prýði og frænka mín sagði, að kvistirnir væru settir í á eftir til að punta upp á viðinn. En hurðin á hjóna- húsinu var mjallahvit og kvista- laus og vakti það furðu mína, svo að ég minntist á þetta við telpuna. Já, hún sagði að ekki hefði unnizt tími til þess um vor- ið að setja kvistina í hurðina og ætti að gera það, þegar haust- önnum væri lokið. Þá datt mér í hug að ég skyldi hjálpa til og búa hurðina undir, að kvistirnir væru settir í hana. Ég náði svo í bor, sem pabbi átti og boraði sjö göt á hurðina. Við vorum ákaflega hróðug yfir þessu af- reki, en sögðum engum frá því. Það átti að koma á óvart. Þegar fólk kom heim af engjum um kvöldið, tók enginn eftir dags- verki okkar. En snemma næsta morgun kallaði pabbi á mig að hurðinni og fór ég þangað strípaður upp úr rúminu. Pabbi spurði, hvort ég hefði gert þetta. Ég sagði ákaf- lega hreykinn: Já, það hefði ég gert. Bjóst ég svo við, að hann mundi hrósa mér fyrir, en þá setti hann mig á kné sér annarra erinda. Ég var sár og alveg hissa og gleymdi því aldrei. Þegar ég varð dálítið eldri og fór að hugsa um þetta atvik, fannst mér, að pabbi hefði átt að spyrja mig, hvers vegna ég hefði gert þetta til að ganga úr skugga um, að hér væri ekki eingöngu um prakkarastrik að ræða. Þá hét ég því með sjálfum mér að ef ég eignaðist drengi, þá skyldi ég aldrei refsa þeim nema ég vissi fyrst, af hverju þeir hefðu hegð- að sér illa. Á þessum árum voru krakkar flengdir umsvifalaust og enginn munur gerður á sökinni. Þeir voru flegndir ef þeir sýndu óþokkaskap og svo voru þeir líka flengdir, ef þeim varð það á að brjóta bolla. Þetta atvik, sem ég hef nú sagt þér frá og þær hug- Frh. á bls. 14. Nú er ég f r --- -7 toppinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.