Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 20
20 MORGVNBL4Ð1L Laugar'dagur 24. maí 1958 „Skipunum?" Frú Leishman horfði á hana með undrunarsvip og virtist ekki skilja neitt í neinu, en svo brosti hún. — „Þér eigið við .... hvenær þér eigið að koma næst og laga á mér hárið?“ „Nei, frú Leishman. Þér vitið eins vel og ég, hvað ég á við“. „Nei, það fullvissa ég yður um að ég geri ekki, mademoiselle Lisette. ...“ Rödd frú Leishman var full undrunar. — „Hvernig *etti ég að geta gefið yður nokkr- ar skipanir? Það getur aðeins hús bóndi yðar, monsieur Charles, gert“. — „Við skildum þó ekki báðar hafa annan húsbónda, frú Leish- man? Þér minntuzt á hann í gær og kunngerðuð mér þá skipun hans að ég skyldi vera alúðleg við Ron Cortes“. „Þér eruð ekki með réttu ráði, stúlka min. Ég hef aldrei minnzt á neinn húsbónda við yður og því síður flutt yður skipanir mínar eða annarra. Það vitið þér bezt sjálf“. „Og hafið þér kannske ekki heldur sagt, að ég skyldi sýna Ron Cortes alúð og vinsemd?" „Það getur sosum vel verið, að ég hafi sagt eitthvað þvílíkt", sagði hún brosandi. — „Mér féll strax vel við yður, þegar við vor- lum samskipa á Fleurie í fyrra og <þess vegna vildi ég gefa yður gott ráð ....“ Nú var tónninn vingjarnlegri, en örlítið þvingað- «r. — „Ég varð þess fljótt vör að yður leizt vel á Cortes, en ein af ungu stúlkunum tók hann frá yð- wr, ef maður á að segja hið sanna I málinu. Ég vildi, sem eldri og ireyndari manneskja, hjálpa yður. iÞað vildi svo til, að ég var einmitt etödd í blómabúðinni, þegar Ron Cortes keypti rósirnar handa yð- «r. Þess vegna nefndi ég það við yður. Nú iðrast ég eftir því að hafa gert 1-að, því að ég sé að þér hafið misskilið það allt saman. Slíkt sannar það áþreifanlega að maður ætti aldrei að skipta sér af málefnum annarra .... ekki einu fiinni í því skyni að hjálpa þeim. Maður er alltaf misskilinn. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að þér farið nú þegar til Ron Gortes óg segið honum alla sólarsöguna. Og satt bezt að segja, þá hef ég alls engan áhuga á honum .... eða yður“. Skýringin var engan veginn sann færandi, til þess mundi Joan of vel eftir orðum frú Leishman dag- inn áður. En hún skildi líka að frúin vildi ekki standa við það, sem hún hafði þá sagt. Joan sagði ekki meira, en fór. Hún gat ekki skilið hvers vegna frú Leishman hafði svo snögglega skipt um viðhorf sín. Hún var gersamlega ráðþrota, en hún var líka hrædd. Hana langaði til að vita meira um það sem var að gerast umhverfis hana á skipinu, en henni hafði einungis tekizt að halda sér fyrir utan það. Þetta hlaut að vera ný skipun frá „foringjanum", sem frú Leish man hafði framkvæmt. tJti á ganginum nam Joan stað- ar og þrýsti hendinni að hjarta sér, sem sló svo ofsalega að henni virtust slög þess yfirgnæfa hljóð- in í skipsskrúfunum. „Annaðhvort vita þau það, eða hafa sterkan grun um að ég er ekki Lisette. Hvernig get ég hafa komið upp um mig?“ Jean Collet vissi hver hún var og henni hafði komið það til hug- ar áður, að hann væri „foring- inn“. Hún hafði líka verið næstum búin að afhjúpa sig fyrir Ron. .. En, nei, þetta gat ekki verið neitt sem Ron stæði á bak við. Þó var það ekki með öllu útilokað að hann væri einmitt maðurinn sem Lisette hafði verið hrædd við. — Hann átti á grunsamlegan hátt svo vel heima á myndinni. 10. KAFLI. Monsieur Charles kom ekki til miðdegisverðarins. Joan flýtti sér að borða, því að hún vildi ekki koma of seint á kvikmyndasýn- inguna. Myndina átti að sýna í hinum svokallaða ferðamannasal. Hún var í einum af kvöldkjólum Lis- ette — rauðum á lit. Þær Jaqueline og Rachelle röbb uðu saman. Þær voru orðnar mjög góðir vinir. Madame Claire skemmti sér með hárgreiðslumönn unum tveimur. Hún var ástleitin og daðursleg, enda þótt slíkt færi illa konu á hennar aldri. Joan langaði mest til að spyrja hana hvað hún hefði átt við með aðvörun sinni: „Farið þér var- lega, Lisette", en hún fékk ekki tækifæri til þess. Madame Claire myndi heldur ekki vilja gefa henni neinar nánari skýringar, sennilega myndi hún bara grípa til undanbragða, eins og frú Leish man hafði gert. Frú Leishman hafði logið, það myndi madame Claire líka gera. Bara að myndin væri nú skemmtileg, því að hún hafði sannarlega þörf fyrir stundar af- þreyingu. Charles Morelle beið fyrir ut- an dyrnar á borðsalnum, með franskan vindling í öðru munn- vikinu. Hann fleygði vindlingn- um, steig á hann og brosti. „Það gleður mig að þér skulið efna loforð yðar“, sagði hann. — „En því miður er þetta mjög lé- leg mynd, glæpamynd af verstu tegund. Mér leiðast glæpir", „Það myndi yður ekki finnast, ef þér tækjuð sjálfur þátt í þeim“, sagði hún hlæjandi. „Það getur svo sem verið En þegar maður hefur- eins og ég, tekið þátt í mótspyrnuhreyfing- unni og öllum hennar orrustum, verður sá æsingur sem glæpir geta veitt manni að hreint ekki neinu. Hvers vegna verða menn afbrotamenn? í níu tilfellum af hverjum tíu vegna ágirndar og þó eru peningar það auvirðilegasta af öllu auvirðilegu. 1 frelsisbar- áttunni gerðum við okkur seka um þjófnað, rán, já, jafnvel mann- dráp, en við brutum lögin af þjóð legum hvötum. Það skyldi rétt- læta okkur. Það er hægt að drepa mann í baráttu fyrir frelsi þjóð- ar sinnar, en til fjár — aldrei". „Auðvitað er mikill munur á því“, viðurkenndi hún. „Þér hefðuð getað barizt við hlið okkar, Lisette. Þér eruð úr hinu rétta efni, bæði hraust, hug rökk og skynsöm". „Ég óska þess líka stundum að svo hefði verið“, sagði hún áköf. „Þegar ég gekk í skóla, las ég um afrek fallhlífahermanna okkar að baki víglinunnar. Það kvaldi mig meira en orð fá lýst, að ég skyldi ekki vera nógu gömul til að berjast sjálf. Ég hefði sjálfsagt getað látizt vera frönsk stúlka“. Hann virti hana fyrir sér með alvarlegum svip. „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Þér eruð nú mjög brezk í öllu útliti. Jafnvel hinn heimsk- asti gestapo-maður — og þeir voru margir heimskir — hefði séð við yður“. „Móðir mín var þó frönsk", andmælti Joan. „Það er ekki ættemið heldur umhverfið, sem gefur hverjum manni sín sérstöku einkenni", svaraði hann og tók vindlinga- veski upp úr vasanum: „Viljið þér reykja? Hvað eigum við svo að gera við þessa mynd?“ „Það verðið þér að ákveða, monsieur Charles". Síðasta svar hans hafði gert hana órólega. Hvernig gat hann vitað að hún hafði alizt upp í Eng landi? Hún mundi ekki til þess að hún hefði sagt honum það. „Ættum við ekki að ganga um þilfarið stundarkorn?“ sagði hann. — „Þegar maður er búinn að vinna á stofunni allan daginn, hefur maður fyrst og fremst ’þörf fyrir hreint og hressandi lofti. Og ekki getur það sakað neinn, þó að þér og ég löbbum saman um þilfarið. Það gegnir allt öðru máli með Ron Cortes. — Sá kunningsskapur getur mjög auð- veldlega orðið yður næsta hættu- legur, kæra Lisette". „Eigið þér við það, að yfir- menn skipsins geti litið það óhýru auga á einhvern hátt?“ spurði hún. „Um þá hugsaði ég nú ekki..“ Hann kveikti sér í nýjum vindl- ingi og hún sá andlit hans greini- lega í bjarmanum frá eldspýt- unni. Svipur hans var alvarlegur — næstum dapur. „Ég var bara að hugsa um yð- ur, Lisette og það að þér eruð orðin ástfangin af Cortes. Og það er einmitt það sem gétur orðið yður hættulegt". „Geðjast yður þá ekki að Ron Cortes?“ spurði hún. Hann yppti öxlum. — „Sem karlmaður þekki ég hann ekki það vel, að ég geti myndað mér nokkra skoðun á honum. En það getur verið áhættusamt fyrir unga stúlku eins og yður að um- gangast hann, Lisette. Haldið þér að það sé alvara frá hans hálfu?" „Ég veit það ekki....“ Hún hristi höfuðið. „Nú, þér vitið það ekki“, svar- aði hann og brosti undarlega. —• „Þér vitið ekki, hvort hann ætl- ar sér nokkuð meira en að hafa skemmtun af yður á ferðalaginu. ’Ég held að hann ætli sér það ekki. Ungi maðurinn er mjög glæsileg- vr og þó nokkuð vanur dekri og eftirlæti. Hann mun hlýða rödd •heilans en ekki hjartans þegar um hjónaband er að ræða“. „Hvað vitið þér um það?“ spurði Joan, en hann lét sem hann heyrði það ekki og hélt áfram. — „Hann fær sennilega mjög mikinn arf, þegar gamla konan deyr, en hann kvað nú þeg ar vera farinn að ásælast eigur hennar“. Charles Morelle yppti aftur öxl um. — „Á þessum stóru skipum fær maður að vita allt mögulegt, — stundum sannleikann ófegrað- an og stundum sannleikann hjúp- aðan og dulinn. í þessu tilfelli þekkti ég nú sannleikann áður en *ég lagði af stað frá París. Ron •Cortes safnaði skuldum í mjög ‘Stórum stíl, þegar hann skemmti sér suður á Riviera. — Það voru aðallega spilaskuldir. Fjárhags- •lega séð þá er hinn góði monsieur Cortes í mjög miikilli klípu og það myndi því koma honum býsna vel, ef gamla konan kveddi skyndilega þennan heim. Að því er ég bezt veit, þá er hún mjög hjartveik, svo að það getur vel farið þannig að hann fái ósk sína uppfylita áð- ur en langur tími líðui'“. „Það myndi hryggja Ron mjðg mikið, ef frænka hans dæi“, sagði Joan með þykkjuþunga í rödd- inni. „Þér haldið það bara, Lisette, en þér vitið það ekki. Það hafa margar stúlkur treyst Ron Cortes 1 blindni. Ég hugsa sérstaklega um eina, sem hann þekkti í síð- ustu ferðinni með Fleurie". Tunglið var hulið skýjum og það var stormur svo að skipið valt all-mikið. „Ég held næstum að það sé að ganga í hvassviðri", sagði Charleg Morelle og skipti óvænt um um- ræðuefni. — „Eruð þér sjóveik ?“ „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið á sjó í roki“. „Þér ætlið þó ekki að reyna að telja mér trú um það að Fleurie hafi aldrei hreppt storm á öllum ferðum sinum í fyrra“, sagði hann og lézt vera að stríða henni, en það var annað en stríðni i rómn- um. „Við fengum a. m. k. aldrei neitt aftakaveður", flýtti hún sér að bæta við. Hann svaraði því engu, en fleygði vindlingnum í einn sorp- kassann á þilfarinu, hallaði sétr fram á brjóstriðið og leit til hennar. — „Ég kann mjög vel við yður, Lisette, og ég vildi fús- lega rétta yður hjálparhönd með tilliti til monsieur Cortes, en ég held að hann sé ekki rétti maður- inn fyrir yður. Gætuð þér ekki hugsað yður að verða heldur góð- ur vinur minn?....“ Hann sagði þetta í léttum tón, næstum kæru- leysislega, en hún fann þó að það leyndist alvara að baki oi'ðanna. Tillit hans vék ekki frá henni. Spurningin kom henni svo á óvart, að hún vissi ekki hverju svara skyldi. Svo lagði hann skyndilega höndina yfir hönd hennar og hún leit niður á hina löngu, sterku fingur. Hann hafði sannkallaðar listamannshendur. „Hafið þér nokkurn tíma feng- izt við að mála eða búa til högg- myndir?“ spurði hún. Spurningin kom henni svo mjög á óvart, að hún vissi ekki hverju hún ætti að svara. „Þið skuluð fara út um glugg- ann svo þeir verði ekki varir yiö flóttann," sagði eskimómn. Síðan benti hann þeim, hvaða .tækifæri til undankomu," sagði leið þau skyldu fara. —■ „Það er I Didí. „Ég skal viðurkenna að ég gott að okkur gefst þó alltaí J var ovðin hrædd.“ — „Við erum í enn verri klípu núna en við vorum áður,“ sagði Stígur. ajíltvarpið Laugardagur 24. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Biyndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Samsöngur: Kar- dosch-söngvararnir syngja (pl.). 20,20 Leikrit: „Orðið“ eftir Kaj Munk, í þýðingu Sigurjóns Guð- jónssonar. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22,05 Léttir þættir úr vin sælum tónverkum (plötur). 28,30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.