Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 12
12
MOFCrwnrártir)
Laue'flr'rtae'ur 24. maí 1958'
.ntstMðMfr
CTtg.: H.l. Arvakur, Reykjavlk.
Framkvæindastjóri: bigtus Jónsson.
Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arm Ola, simi 33045
Augiysxngar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. •
Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði innaniands.
1 lausasólu kr. 1.50 eintakið.
ÞJÓÐAR
SKRIF kommúnistablaðsins
undanfarna daga um
landhelgismálin eru enn
ein sönnun þess, að kommúnist-
ar láta sér hagsmuni íslands og
heiður í léttu rúmi liggja. Dag
eftir dag hefur blað sjávarút-
vegsmálaráðherrans, sem ber
samkvæmt stöðu sinni að hafa
forystu um aðgerðir í þessum
þýðingarmiklu málum, háldið
uppi ofsalegum rógi og rangfærsl
um um landhelgismálið og af-
stöðu stjórnmálaflokkanna til
þess. Blað kommúnista hefur
ekki aðeins borið Sjálfstæðis-
flokkinn lognum sökum í þessum
skrifum, heldur hefur það flutt
stórfelldar blekkingar um af-
stöðu sinna eigin samstarfs-
manna í ríkisstjórninni til þess.
Niður í svaðið
I>að er vissulega þjóðarógæfa
að sjávarútvegsmálaráðherrann
og blað hans skuli haga sér
þannig í eínu viðkvæmasta
utanríkismáli þjóðarinnar. Við
íslendingar getum deilt hart á
menn og málefni í stjórnmálabar
áttunni innanlands, án þess að
af því leiði verulegt tjón. Það er
eðli lýðræðisins að menn greini
á og láti misjafnar skoðanir í Ijós
á mannfundum og í blöðum. En
það eru til málefni, sem eru svo
þýðingarmikil og örlagarík að
þessi litla þjóð hefur ekki. efni
á að draga þau niður í svað
hinnar pólitísku dægurbaráttu.
Meðal þeirra mála er landhelgis-
mólið. í baráttunni fyrir farsælli
lausn þess er íslendingum lífs-
nauðsynlegt að halda saman,
íyrst og fremst vegna þess,
að í því erum við ekki
að berjast við okkur sjálfa,
heldur við hina stóru veröld.
Ástæða var til þess að ætla,
að á þessu hefðu allir stjórn-
irálaflokkar okkar og leiðtogar
þeirra fullan skilning.
Frumhlaup sjávarút-
vegsmálaráðherra
Þá gerist það, að blað sjávar-
ÓGÆFA
útvegsmálaráðherra hefur sóða-
legar órásir bæði á samstarfs-
flokka sína í ríkisstjórninni og
Sjálfstæðisflokkinn og ber þá
ásökunum um undan-hald“,
sem enginn minnsti fótur
er fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn,
sem hefur frá upphafi unnið af
festu og ábyrgðartilfinningu að
friðun íslenzkra fiskimiða og haft
forystu um þær aðgerðir, er
framkvæmdar hafa verið í mál-
inu, hefur í engu hvikað frá yfir-
lýstri stefnu sinni. Hann hefur
haldið fast á málstað íslands um
leið og hann hefur talið sjálfsagt
að hindra það að lífsnauðsynleg-
ar aðgerðir þjóðarinnar í friðun-
armálunum spilltu vináttu henn-
ar og samvinnu við vestrænar
bandalagsþjóðir okkar.
Það mun sannast á sín-
um tíma, þegar tímabært
verður að ræða einstök atriði
málsins nánar, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur komið þar
fram af ríkri ábyrgðartilfinn-
ingu og fullum trúnaði við al-
þjóðarhag. Hann hefur miðað
alla sína afstöðu við það eitt,
að komið yrði fram lífsnauð-
syniegum breytingum á fisk-
veiðitakmörkunum án þess að
flækja íslenzku þjóðina inn í
árekstra og átök, sem leitt
gætu yfir hana mikla ógæfu
og ófyrirsjáaniega erfiðleika.
Óðir menn
Aflt atferli kommúnista í þessu
máli síðustu daga bendir til þess,
að þeir hafi viljað vinna íslenzku
þjóðinni sem mest tjón og skapa
henni sem mest vandræði. Það er
engu líkara, en að óðir menn
hafi stjórnað skrifum „Þjóðvilj-
ans“ um landhelgismálin.
En öli munu þessi mál
skýrast nánar síðar. Allir
ábyrgir ísiendingar verða enn
að vona, að málstað íslands
hafi ekki verið óbætanlega
spillt með hinu einstæða
ábyrgðarleysi sjávarútvegs-
málaráðherra kommúnista.
„HEFÐAR UPP Á JÖKULTINDÍ"
•« jÆR alla þessa viku hefur
það annarlega ástand
J. 4 ríkt í stjórnmálum ís-
lendinga, að þjóðin hefur ekki
vitað um það frá degi til dags,
hvort ríkisstjórn landsins væri
dauð eða lifandi. Jafnvel sjálf
málgögn rikisstjórnarinnar hafi
skýrt frá því, að grundvöllur
stjórnarsamstarfsins væri brost-
inn og ríkisstjórnin mundi segja
af sér innan nokkurra klukku-
stunda. Þær klukkustundir hafa
svo liðið og nýjar fregnir hafa
borizt um, að lífsanda hefði á ný
verið blásið í nasir stjórnarinn-
ar. Enn hafa liðið nokkrar stund-
ir og þá hafa aítur borizt fréttir
um, að stjórnin væri alveg að
falla eða jafnvel fallin.
Ástæða þessarar furðulegu at-
burðarásar, sem sennilega er
einsdæmi meðal lýðræðisþjóða,
er engin önnur en sú, að þeir sem
að ríkisstjórninni standa og sæti
eiga í henni, hafa verið að streit-
ast gegn þeirri staðreynd, að
raunverulega er grundvöllur
vinstri stjórnarinnar hruninn.
Hin málefnalega forsenda áfram-
haldandí starfs hennar og lífdaga
er brostin. Ríkisstjórn, sem ekki á
sameiginlega stefnu eða úrræði,
í neinum hinna stærstu og þýð-.
ingarmestu hagsmunamála þjóð-
arinnar, gengur með dauðann í
sjálfri sér. Ráðherrar hennar
kunna að vilja sitja áfram og
heita ríkisstjórn í landinu. En
landið er engu að síður stjórn-
laust. Það er þessi mynd, sem
blasir við íslenzku þjóðinni í dag.
Vinstri stjórnin á ekki sameigin-
lega stefnu gagnvart neinu þeirra
vandamála þjóðfélagsins, sem
mest aðkallandi er að að leysa
um þessar mundir.
Undir forustu hennar er því
ekkert annað framundan en
stjórnleysi og vaxandi upp-
lausn. Þetta gerir allur al-
menningur í landinu sér ljóst.
En líklega veit sjálf ríkis-
stjórnin það ekki, þar sem hún
situr „hefðar upp á jökul-
tindi“.
Munkarnir iðka ýmislegt fleira nú á dögum en beinlínis guðrækiiegar athafnir. Á myndinni hér
að ofan sést ítalski Franskiskusarmunkurinn Dionisio berja ketilbumbu í ákafa. En munkur-
inn gerir þetta í mjög góðu skyni. Hann skipulagði tónlistarkvöld í borginni La Spezia á Ítalíu
til að afla fjár til heimilis fyrir munaðariaus börn og tók að sér að berja sjálfur ketilbumbuna
í hijuxn jveitinni.
Þýzkar orður úr síðari heimsstyrjöidinni eru nú rfiur taldar samkvæmishæfar. í samkvæini, er
haldið var Bayar Tyrklandsforseta tii heiðurs, skreyttu margir sig með riddarakrossum og heið-
ursmerkum, sem að vísu voru ekki að sama skapi nazisk og áður. — Á myndinni til vinstri er
Mende, þingmaður Frjálslynda flokksins, að spjalla við konu stjórnarerindreka nokkurs. Á
myndinni ul hægri er yiirmaour fiugncroins, Kamiiuber liershöfðingi, ásamt kouu sinni.
Nýlega gerðist atburður á málverkauppboði hjá Christie í Lundúnum, er vaktl mikla athygli.
Er málverkið nr. 14, „Kristur læknar blindan“ var boðið upp, hækkuðu tilboð jafnt og þétt, og
að lokum voru greiddar fyrir málverkið 36 þús. guineur. Myndin hefir verið í eigu Christie síð-
an 1888, en þá hafði það verið keypt fyrir 17 sterlingspund. En þá grunaði heldur engan, að-
málverkið væri eftir EI Greco. Sérfræðingar eru nú yfirleitt sammála um, að svo sé. Verð mál-
verKsins er nú tvö þúsund sinnum hærra, en er það var keypt til Christie fyrir 70 árum.