Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 16
16
MOHCVTSBLÁÐIÐ
Laugardagur 24. maí 1958
Guðmundur Hólm limmlugur
EINN af góðborgurum þessa bæj-
ar, Guðmundur Hólm, hrein-
gerningamaður, Skeggjagötu 23,
er fimmtugur í dag.
Þó Guðmundur liti-fyrst ljós
þessa heims i Grunnavíkurhreppi,
N-ísafjarðarsýslu, er hann
Strandamaður að ætt og upp-
runá. Foreldrar hans fluttu með
hann kornungan að Drangavík á
Ströndum og þar ólst hann upp.
Foreldrar hans eru Jóhannes
Magnússon bóndi þar og kona
hans, Sigríður Jakobsdóttir.
Föðurætt hans er af Ströndum,
en móðurættin úr Djúpinu norð-
anverðu. Varla verður nær því
komizt að vera hreinræktaður
Strandamaður.
Guðmundur ber líka mörg ein-
kenni uppruna sins. Strándirnar
hafa löngum þótt ala upp harð-
gert fólk. Höfðingslund og rausn
hafa líka þótt fylgja þeim, allt
frá dögum Atla þræls. Þá hafa
þeir ekki þótt 'eöirttátar anharra
um áhuga á sögu og þjóðleg-
um fræðum.
Auk þess að bera einkenni
Strandamanna, er Guðmundur
svo á ýmsan hátt sérstæðúr mað-
ur. Gremd hans er góð og minni
hans viðbrugðið. Á ytra borði er
hann heldur hrjúfur. Rödd hans
er há og hvell. í viðræðum getur
hann brugðið hart við og verið
snöggur í svörum. Hann getur
verið fljótur að myrtda sér skoð-
un. Hann markar hana fáum en
skýrum dráttum. Hún er ekki
alltaf vandlega unnin. Og óvíst,
hvort öðrum er hent að halda
henni til streitu. En það gerir
ekkert til. Hún er ekki ætluð
öðrum en Guðmundi sjálfum, —
til skilnings. Síðan ver hann
hana með köldum rökum og fim-
leik, og lætur ekki hrekja sig
út fyrir þann bás, sem hann hef-
ur sjálfur markað. Þegar Guð-
mundur bregður á þennan leik
er rótina að finna í andófshneigð,
sem er mjög ríkur þáttur í eðli
hans og skapgerð, hneigð til að
skapa árekstra og leiða fram ólík
sjónarmið.
Guðmundur er áhugamaður um
margt. En tvö áhugamál á hann
öðrUm fremur: ‘ stjórnmál og
ættfræði. Hann héfur gaman af
stjórnmálum. Hann les og talar
mikið um stjórnmál. En hann er
enginn flokksmaður. Hann getur
fylgt flokki í kosningum. Það er
þá vegna þess að flokkurinri hef-
ur komizt að sömu niðurstöðu og
hánn í einhverju veigamiklu
máli, en ekki öfugt. Hann getur
ekki látið flokkinn hugsa fyrir
sig, sem mörgum finnst þó þægi-
legt.
Ættfræði og persónusaga heima
héraðsins eru þau mál, sem ég
hygg að séu hans höfuðáhuga-
mál og þau kynnir hann sér af
mestri kostgæfni.
Nokkuð má marka manninn af
því, hvaða bækur hann les. Hann
hefur mestar mætur á Jóni
Vídalín, Bólu-Hjálmari og Hall-
grimi Péturssyni. Þessa höfunda
les hann sér til hugarhægðar,
þegar á móti blæs og hann kann
mikið eftir þá utanbókar.
Guðmundur fór ungur að
heiman. Fyrst lagði hann leið
sína norður að Laugum. Þar lauk
hann prófi eftir tveggja vetra
vist á því merka menntásetri,
sem þá laut stjórn Arnórs Sig-
urjónssonar.
Að því loknu lagði hann leið
sína til Rey.kjavíkur, þar sem
hann hefur búið síðan.
Þá voru erfiðir tímar. Fyrstu
árin stundaði hann algenga vinnu.
En 1936 hóf hann það starf, sém
orðið hefur ævistarf hans. Jiann
gerðist hreingerningamaður.
Hann er einn af brautryðjendum
í því starfi. Reynslan hefur sýnt,
að full þörf var fyrir þá starfs-
grein.
Þær eru sjálfsagt margar hús-
mæðurnar hér í Reykjavík, sem
eru þakklátar þeim mönnum, sem
hófu þetta starf, því það hefur
fyrst og fremst orðið til að létta
þeim störfin.
Þeir eru vafalaust margir,
sem vilja taha undir hamingju-
og heillaóskir til handa Guð-
mundi Hólm, á þessum merku
timamótum í lífi hans, og óska
þess að mega enn um langan tíma
njóta glaðværðar hans, hressi-
jégg, viðmóts og verka.
Kunningjar.
Guðhjörg í Miðdal átfrœð
EIN af hinum dugmikiu Kjösar-
konum fyllir áttunda tuginn 25.
þ. m., sem nu bér úpþ á hvítá-
sunnudag. Ekkert skal um það
fullyrt, hvort þessar konur skipa
sess sinn betur en aðrar sveita-
konur á landi voru, en óhætt
mun að fullyrða, að þar hafi alið
aldur sinn margir kjarnakvistii.
Og þar á meðal tel ég Guð-
björgu í Miðdal. Hefur hún skil-
að hlutverki sínu með heiðri og
sóma, sem móðit og húsmóðir
Mega sumar, þó að yngri séu að
árum, gæta sín að ná hælsþorum
hennar með tánum þó að aldur
hennar sé orðinn þettá hár, svo
er hún frá á fæti og dugmikil í
hvívetna. Guðbjörg ólst upp á
þeim árum, þegar allir urðu að
vinna hörðum höndum, og það
stundum yfir orku fram.
Foreldrar Guðbjargar voru
þau Jón Pálsson, söðlasmiður, og
Sigríður, kona hans, síðast búsett
í Brennu í Lundarreykjadah Eig-
in maður Guðbjargar var Guð-
mundur Brynjólfsson frá Sóleyj-
arbakka í Hrunamannahreppi.
Hanri . ándaðist árið 1949. Guð-
mundur var mikill dugnaðar- og
atorkumaður, og greindur vei.
Var hann lærður trésmiður að
iðn. Er ríkjandi hagleikur í
þeirri ætt, og hafa synir þeirra
hjóna trúlega erft hann. Þau Guð
mundur og Guðbjörg áttu fyrst
heima í Reykjavík, er þau hófu
búskap. Stundaði Guðmundur þa
trésmíðar. Fluttu þau þvmæst að
Melum á Kjalarnesi. Þaðan
flytja þau að Litlasandi á Hval-
fjarðarströnd, en vorið 192 L
flytja þau svo að Miðdal í Kjós
og hefur Guðbjörg átt þar heima
síðan. Dvelst hún nú hjá Davið
syni sínum og konu hans, Rósu
Eiríksdóttur.
Þegar þau Guðmundur og
Guðbjörg komu að Miðdal var
þar mikilla umbóta þörf Voru þá
fljótt hafnar framkvæmdir, bæði
að ræktun og byggingum. Hjálp
aðist öll fjölskyldan að því með
miklum dugnaði, ráðdeild og
sparsemi. Er nú Miðdalur að
kalla orðinn að stórbýli. Hefur
Guðbjörg átt sinn mikla þátt í að
svo hefur málum skipazt. Þau
hjón eignuðust 8 börn og voru
þau þessi: Valgerður, ljósmóðir
í Hvammi í Kjós; Sigurjón, múr-
arameistari. Hann andaðist sl. vet
ur. Bergþóra, búsett í Reykjavík;
Brynjólfur, smiður, einnig í Rvík;
Steinunn, búsett á Blönduósi;
Davið, bóndi í Miðdal; Rósa,
búsett í Geirshlíð í Borgar-
fjarðarsýslu, og Njáll, skólastjóri
í Ásgarði í Kjós. Allt er þetta
dugandi fólk, sem ber vitni um
dáðríkt starf góðra foreldra. —
Megi heillaríkt starf ‘ þessara
sæmdarhjóna verða öðrum sveit-
ungum þeirra til eftirbreytni.
Vinir og kunningjar Guðbjarg-
ar óská henni góðs gengis það
sem enn kann að vera eftir ólif-
að: En umfram allt, góðrar heilsu.
„Sálin þín er ennþá ung, æsku-
glöð, þótt kvölda taki.
Sporin verða þá ei þung, þó að
árum fjölgi að baki“.
St. G.
Blátt, grænt, bleikt, röndótt
DAMASK
kr, 28,35, hvítt, röndótt, kr.
24,70 lakaléreft með vaðmáls-
vend, léreft, margar breiddir.
Blönduhlíð 35
Sími 19177.
Lílil, grá
KVCNTASKA
tapaðist í gær kl. 12 á hádegi,
frá Þingholtsstræti, niður Amt
mann-stíg, að Lækjargötu. —
F/mnandi vinsamlega hringi í
síma 17165 eða 12124. — Fund-
arlaun. —
t
LESBÓK BARNAfo. TA
I ESBÖK BARNANNA
S
Dg kö .... Hættu, hættu,
æpti hún.
En þá hafði blýantur-
inn þegar lokið við að
teikna veiðihárin.
— Þetta er köttur, það
er köttur, hrópaði músin
ofsahrædd. — Bjargið þið
mér!
Síðan hljóp músin allt
BRÉFASKIPTI
Arndis Björnsdóttir, 12
ára, Laugaveg 85, Reykja
vík óskar eftir að skrif-
ast á við telpu eða dreng
á aldrinum 11—13 ára.
Því miður er 1, tölu-
blaðið af Lesbókinni nú
ekki fáanlegt á aígreiðsl-
unni. Skriftin þín er góð,
Arndís, en þú ættir helzt
ekki að nota kúlupenna.
Margir fleiri en þú, hafa
óskað eftir að fá fram-
haldssögu í blaðinu, en af
því að Lesbókin er svo
lítil, hefur ekki verið
hægt að verða við þeim
óskum ennþá.
•
Kennarinn segir börn-
unum frá kaffitrénu, en
hvað af tók niður í hol-
una sina og fara ekki af
henni fleiri sögur.
En blýanturinn á enn-
þá heima á borðinu hjá
henni Lísu. Hann er nú
orðinn gámall og slitinn
— bara dálítill blýants-
stubbur.
Einari þykir frásögnin
ekkert skemmtileg og
tekur ekkert eftir því,
sem hann er að segja.
Hann situr hálfsofandi við
bt rðið sitt. Allt í einu
snýr kennarinn sér að
honum og segir:
„Nú, Einar, hvað segir
þú svo um kaffið?"
Einari verður hverft
við, lítur í kring um sig
í fáti og segir: „Ég þakka
fyrir kaffið“.
Öll börnin ráku upp
skellihlátur.
Stefán Vilhjálmsson,
8 ára, Brekku,
Mjóafirði.
•
Maður nokkur fékk há-
an reikning frá lækni fyr-
ir sjúkravitjun til tengda-
móður sinnar, sem var ný
dáin. „Þetta er hár reikn-
ingur fyrir ekki neitt“,
varð manninum að orði.
„Fyrir ekki neitt“?
spurði læknírinn.
„Já“, svaraði maðurinn,
„bafið þér kannske lækn-
að hana?“
— „Nei“, svaraði lækn-
irinn.
— „Nú, hafið þér þá
valdið dauða hennar?“
spurði maðurinn.
— „Auðvitað ekki, svar
aði læknirinn reiður.
— „Jæja, hvað þykist
þér þá svo sem hafa
gert?“ spurði maðurinn.
Alma Guðmundsdóttir,
6 ára, Reykjavik.
•
Kæra Lesbók.
Ég sendi þér hérna tvær
vísur, sem segja frá sam-
tali. Þær eru svona:
Hvað ertu að éta?
— Hangiket.
Hver gaf þér það?
—- Frúin.
Hvernig er það?
— Gott ég get.
Gef mér að smakka!
— Búinn.
•
Indriða ég inna vann:
„Hvað er nú þessi pottur
dýr?“
Daginn eftir ansaði hann:
„Átta krónur sextíu og
þrír“.
Hafsteinn Sigurðsson,
12 ára, Stykkishólmi,
•
KÆRU LESENDUR!
Þetta er síðasta tölu-
blaðið, sem kemur út af
Lesbókinn á þessu vori.
Nú fara bæði þið og
Lesbókin í sumarfrí. Les-
bókin óskar ykkur öllum
góðs og ánægjulegs sum-
ars og þakkar fyrir vet-
urinn. Hittumst aftur heil
að hausti.
Með kærri kveðju.
Lesbók barnanna.
Landkonnuðurinn oa mannœtan
miklum. Karl leitaðist
við að hugga hana, og
spurði hana, hvað að
henni gengi.
Kerling sagði, að sig
hefði dreymt ógnarlega
ljótan draum.
„Hvað dreymdi þig,
skepnan mín-“ segir karl-
inn.
„Minnstu ekki á það“,
sagði kerling, og fór að
snökkta, „mig dreymdi,
að guð ætlaði að taka mig
til sin“.
Þá segir karl: „Settu
það ekki fyrir þig, kelli
mín, oft er ljótur draum-
ur fyrir litlu efni“.
Úr þjóðsögum
Jóns Árnasonar.
Á myndinni sérð þú ó-
heppinn landkönnuð. —
llann var ekki fyrr stig-
inn á land og skipið siglt
á brott, en mannætur réð-
ust á hann og sfungu hon-
um í pottinn sinn.
Til allrar hamingju þyk
ir höfðingja mannætanna
ákaflega gaman að veð-
málum. Áður en kveikt er
undir pottinum, segir
hann hinum nauðstadda
vini vorum, að ef hann
geti samstundis nefnt 10
hluti á myndinni, sem
byrja í þá skuli hann
ekki vera hafður til mið-
degisverðar. Hann gat það
og bjargaði þannig lífi
smu.
llugsaðu þér nú, að það
værir þú, sem sætir í
svarta pottinum og ættir
að neína þessa 10 hluti.
Getur þú það?
(Auðvitað þarf ekki að
taka það fram, að þessi
saga er ekki sönn, og þess
vegna skaltu ekki láta
myndina hræða þig).
Oft er Ijótur
araumur rynr
lítlu efni
EINU sinni vaknaði kerl-
ing í rúmi sínu fyrir otan
karlinn sinn með gráti
Skrítla
Lítill drengur fór með
paDDa sínum upp í skýja-
kljúf í New York. Þegar
þeir fóru fram hjá 62.
hæð, sagði drengurinn:
„Pabbi, vita englarnir, að
við erum á leiðinni?"