Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 22
22
MORCUISBLAÐIÐ
Laugardagur 24. maí 1958
Aé bakJ qókm haffibolls
«* BRA6A haffi
Almennur
Dansleikur
í Tjainarcafé
á annan í Hvítasunnu klukkan 9—2 e.m.
SÖNGVARI: HAUKUR MORTHENZ
HLJÓMSVEIT: GUNNAR ORMSLEV
Aðgöngumiðasala frá kl. 7.30 sama dag.
Stúdentafélag Reykjavíkur.
Undanfarin tvö ár hefur Vík-
ingur sigrað Val mjög óvænt í
fyrsta leik þeirra á vorin. En
í þetta sinn var ekki urn neitt
óvænt að ræða. Valsmenn máttu
heita einráðir á vellinum allaix
tímann og gátu g'ert seiu þeim
sýndist. í liði þeirra voru nokkrar
breytingar frá þvi venjuiega og
einn ungur maður ,,deputeraði“,
Bergsteinn Magnússon, sonur
hins gamalkunna knattspyrnu-
manns, Magnúsar Bergsteinsson.
ar. Stóð pilturinn sig vel í sínum
fyrsta leik og verður ekk; annað
séð, en þarna sé á feröinni
skemmtilegt efni, sem mikils má
af vænta.
Vörn Valsmanna var nokkuð
laus, enda vantaði höfuð hennar,
Halldór Halldórsson. Vukastur
og ákveðnastur Valsmanna var
Ægir Ferdinantsson, sem s’ aði
tvö af mörkunum og byggði vel
upp. Höfuðgalli sóknarinnar var
þetta sama gamla; einhæfar til-
raunir til að brjótast gegn um
miðjuna, en kantarnir lítið not-
aðir. Jafnvel léleg vörn getur
nokkuð lengi hrundið sfikum á-
hlaupum. Hin þrjú mörkin, sem
skoruð voru komu frá Hilmari
(tvö) og Matthíasi. Halldór Sig-
urðsson dæmdi leikinn vel.
— Kormákur.
Tvísýnir og spennandi afmœlisleikir
Víkings á mánudaginn
A MÁNUD AGSK V ÖLDIÐ eru
afmælisleikir Víkings og hefjast
á íþróttavellinum kl. 8,30. Báðir
eru leikirnir nýstárlegir og mun
marga fýsa að sjá þá.
Fyrst leika lið Víkings og Vals
frá 1940. Víkingar urðu þá
Reykjavíkurmeistarar en Vals-
menn íslandsmeistarar. 1 liðun-
um er margur mikill knatt
spyrnugarpurinn og þó þeir haf;
ekki æft vel að undanförnu hafa
þeir ekki gleymt nærri öllu af
sinni kunnáttu, og hún var mikil
því margir segja að knattspyrn
an hafi aldrei verið betri en þá.
Margir þeirra hafa æ síðan unnið
að knattspyrnumálum og má t.d.
nefna Gunnlaug Lárusson í Vík-
ingsliðinu, sem er formaður lands
lisðnefndarinnar. Áreiðanlega
mun hann ekki láta sitt eftir
iiggja hvað knatttækni og kunn-
óttu snertir.
Ýmsir fleiri af gömlum þekkt-
um görpum verða með í þessum
leik. Má þar til nefna Frímann
Helgason, Sigurð Ólafsson og Her
mann Hermannsson, sem eru
sterkustu varnarmenn Vals, kann
ski frá upphafi og svo Þorstein
Oiafsson og Inngvar Pálsson hiá
^iking, sem eru með sterkustu
sóknarmönnum síns tíma.
Síðari leikurinn er milli úrvals
unglinga innan 21 árs og íslands-
Gunnlaugur
meistaranna frá Akranesi. Það
má eiginlega kalla þetta fyrsta
stórleik ársins, því þarna mætir
kjarni landsliðsins eins og það
var í fyrra og hinir upprenn-
andi sem eiga að taka við. I
þessum leik fæst svar við því
hvort unglingarnir eru færir um
að taka við nú þegar eða skortir
enn eitthvað til þess. Þegar við
þetta bætist að allur ágóði af
kvöldinu fer til byggingar félags-
svæðis Víkings, sem er í Bústaða-
hverfinu — og þar er að myndast
nýtt „landnám" knattspyrnunnar
með sterkum unglingaliðum —
þá mun án efa verða fjölmennt
á Melavöllinn á- mánudagskvöld.
Skýrt var frá því í janúarlok sh, að áhöfn á brazilísku her-
skipi hefði hinn 16. jan. séð fljúgandi disk, þar sem skipið
lá undan strönd Trinitad. Nokkrum skipsmanna tókst að ná
myndum af disk þessum og fjöimargir yfirmenn og óbreyttir
sjóliðar um borð hafa borið það, að hér hafi ekki verið um
neina missýn að ræða. Brazilíska flotamálaráðuneytið hefur
rannsakað málið gaumgæfilega, en engar niðurstöður birt. —
Hins vegar hefur birting myndanna verið leyfð og ráðuneytið
hefur ekki séð neina ástæðu til þess að vefengja þær. Hér
birtist ein þessara mynda og bendir örin á diskinn, en kletta-
brúnir á strönd Trinitad bera við himinn neðar á myndinnl.
Kennsla í ýntsum
íþróttum oey leihum
EFTIR hvítasunnu hefjast víðs-
vegar um bæinn námskeið í í-
þróttum og leikum fyiór börn
á aldrinum 6—12 ára. Standa að
þeim þrír aðilar, Leikvalianefnd
Reykjavíkur, Æskuiýðsráð
Reykjavíkur og íþróttabandaiag
Reykjavikur.
Verða námskeiðin á 6 æfinga-
svæðum víðsvegar um bæinn og
standa yfir til júní-loka. Á mánu
dögum, miðvikudögum og föst-;-
dögum verður kennt á KR svæð
inu, Háskólavellinum og spark-
vellinum við Skipasund, en á
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum á Ármanns-svæð-
inu, Valsvellinum og sparkvell-
inum við Grensásveg. Verða nam
skeiðin tvískipt eftir aldri, fyrir
i.ádegi kl 9,30—-11,30 fyrir 6—9
ára börn og eftir hádegi kl. 3.00
—5.00 fyrir 10— " óra börn.
Verða þau bæði fyrir drengi og
stúlkur. Verður kappkostað að
hafa .>.ennr" . i fjölbreyti-
legasta, og mu.iu íþróttakennarar
kenna undirst.öðuatriði í knatt-
leikum, frjálsum írþóttum og
fimleikum, svo og ýmsa hópleik:.
allt eftir aðstöðunm á hver'um
stað. Námskeiðsgjald verður kr.
15.00 fyrir allan tímann.
Námsskeiðin hefjast þriðjudaj
inn 27. maí á Ármannssvæði, Vals
svæði og sparkvehinum við
Grensásveg, og miðvikudaginn
28. maí á KR-svæðinu, Háskóla-
vellinum óg sparkvelxinum vi8
Skipasund.
Valur vann
Víking 5:0
Á MIÐVIKUDAGINN fór fram
leikur Vals og Víkings í Reykja-
víkurmótinu. Er fátt eitt um leik
þennan að segja, annað en það,
sem við var búizt, að ekki myndi
um spennandi leik að ræða, og
í raun réttri ekki leik I þeim
skilningi, sem krefjast verður,
þegar fólki er seldur aðgangur
að vellinum.
2. í hvítasunnu kl. 8 leika á Melavellinum
VALDR - VÍKINGUR („Old boys’ )
Dómari: „Steini Mosi“ (KR) Línuverðir: Sigurjón Jónsson og Hans Ktragh
og strax á eftir
AKRANES - UNGLINGALANDSLIÐ
Dómari: Guðjón Einrsson Línuverðir: Haimes Sigurðsson og Guðbjörn Jónsson
*
Aðgöngumiðasala hefst kl. 2 VIKINGIiR