Morgunblaðið - 24.05.1958, Blaðsíða 24
V EÐRIÐ
Hægviðri. Léttskýjað.
116, tbl. — Laugardagur 24. mai 1958
Séra Friðrik
Sjá grein á bls. 13.
Þjóðhættulegt fram
ferði kommúnista
landhelgismálinu
i
BLAÐ kommúnista hefur undanfarna daga ráðizt á
Sjálfstæðisflokkinn og samstarfsflokka sína í ríkis-
stjórninni og borið þá brigzlum um svik og undanhald
í landhelgismálinu. A þessu stigi málsins verða þessi
þjóðhættulegu skrif kommúnistablaðsins ekki gerð
ýtarlega að umræðuefni. En það skal tekið fram, að
allt sem kommúnistablaðið hefur sagt um að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi svikið fyrri stefnu sína í mál-
inu og brugðizt trúnaði þjóðarinnar, eru tilhæfulaus
rógur og ósannindi. Sýnir það einstakt ábyrgðarleysi
sjávarútvegsmálaráðherra og blaðs hans, að jafnhliða
því sem ráðherrann lætur blað sitt tala um nauðsyn
þjóðareiningar í þessu stórmáli, skuli hann láta það
halda uppi rakalausum blekkingarskrifum um afstöðu
annarra stjórnmálaflokka til þess. Er það vissulega hin
mesta þjóðarógæfa að þetta mikilvægasta utanríkis-
mál þjóðarinnar skuli vera í höndum manns, sem
ekki hikar við að draga það niður í svað dægur-
baráitunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram baráttu
sinni fyrir að sameina þjóðina í þessu mikía hags-
tnunamáli hennar og væntir þess, að hin þjóðhættu
legu sundrungarskrif kommúnistablaðsins muni ekki
spilla hinum góða málstað íslands.
Nokkru nánar er rætt um þetta mál í forystugrein
blaðsins í dag.
Ólafui Thors
SamiÖ verði um skuldir
U. A. með þriðjungs
eftirgjöf
AKUREYRI, 23. maí. — Síðastl.
þriðjudag samþykkti bæjar
stjórnin tillögu er varðar fram-
tíðarrekstur Útgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. Allmiklar umræður
urðu um málið en að lokum var
samþykkt svofelld tillaga með
6 atkv. gegn 4:
Með tilvísun til málaleitunar
Útgerðarfélags Akureyringa hl„
um að Akureyrarbær taki að sér
rekstur félagsins, samþykkir bæj-
arstjórnin að verða við þessari
málaleitan með eftirtöldum skil-
yrðum:
1. Að samningar takist við al-
menna kröfuhafa Ú. A. h.f., að
Landsbankanum undanskildum,
um að þeir gefi eftir um % af
kröfum sínum á félagið og fallist
Jeppabíl stolið í gœr og
ekið yfir Lágafell
I GÆR var kærður til rannsókn-
arlögreglunnar stuldur jeppabils-
ins R-9418. Hafði honum verið
stolið þar sem hann stóð við
Skúlagötu 60, um miðnætti í fyrri
nótt. Hafði maðurinn sem var
með bílinn að láni, gleymt í hon-
um kveikjulyklunum.
Bíllinn finnst
gær var Eiríkur
★
Síðdegis i gær var
bóndi í Meltúni í Mosfellssveit
að leita að kind í austanverðu
Lágafelli. Kom hann þá þar í gil,
þar sem jeppabíll lá á hliðinni.
Engar mannaferðir var að sjá í
námunda við hann. Er gil þetta
dágóðan spöl fyrir austan stóru
verkstæðisbyggingarnar fyrir
neðan túnfótinn að Lágafelli.
Rannsóknarlögreglumenn fóru
svo á staðinn, til þess að athuga
þetta. Kom í ljós að þar var kom-
inn R-9418. Við athugun kom í
ljós að bílnum hefur verið ekið
upp á fjallið sunnanvert, síðan
eftir því endilöngu og framhjá
hæsta tindi þess sem er 300 metra
hár. Hefur ökugarpurinn ekið nið
ur af fjallinu austanverðu og
komizt niður klakklaust. Milli
fjallsins og næsta bílvegar, sem
er um hálftíma gangur, eru
mýrarflákar og þeir ófærir. Þjóf
urinn hefur neyðzt til að snúa
við. Hefur hánn ætlað sömu leið
til baka, að því er talið verður.
í gilinu hefur bíllinn runnið aft-
urábak niður allmikinn bratta,
en síðan farið á hliðina, án þess
að brotna eða verða fyrir mikl-
um skemmdum. Þar sem hann lá
sézt hann tæplega fyrr en alveg
er komið að honum.
if Upplýsingar vantar
RannsoKnarlögreglan vm ein-
dregið biðja þá sem orðið heiöu
varir við íerðir bílsins og öku-
jnanriinn eða félaga hans, sem
ætla má að séu héðan úr Reykja-
. vík. aö gera sér viðvart. T.d. er
ekki ólíklegt að bílþjófurinn hafi
komizt með bíl aftur í bæinn.
★
Þess skal að lokum getið að
Eirjki bónda í Meltúni hafði ekki
tekizt í þessari leit að finna kind-
ina.
Jeppabíll þessi er eign Áka
Jakobssonar alþingismanns, en
bíllinn var í láni er honum var
stolið, eins og áður segir.
Vormót S.U.S. í Njarð-
víkum 2. hvitasunnudag
Ólafur Thors talar um
síðustu stjórnmálaatburði
SAMBAND ungra Sjálfstæðis- að ræða þetta efni, og hafa marg-
manna efnir til vormóts í sam-
komuhúsinu í Nja.ðvíkum 2.
hvítasunnudag kl. 8,30. Þar mun
Óiafur Thors, þingmaður Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
flytja ræðu um síðustu stjórn-
málaatburði. Varð hann í gær við
ósk ungra Sjálfstæðismanna um
Cellosnillingurinn Erling
Bl. Bengtsson kom í gœr
GÓÐUR gestur kom til Reykja-
víkur í gærkvöldi, Erling Blön-
dal Bengtsson cellóleikari og er
hann hingað kominn í hljómleika
för. Má hiklaust telja komu hans
meðal helztu listviðburða það
sem af er árinu.
Erling Bl. Bengtsson
Erling Blöndal Bengtsson er í
för með föður sínum Valdemar
Bengtsson og komu þeir með
Viscountvél Flugfélags íslands,
Gullfaxa, um klukkan 10,45
gærkvöldi,
Cellosnillingurinn hefur ekki
komið hingað til landsins í 4 ár.
Hann mun nú vera 26 ára gamall.
Undanfarin ár hefur Erling víða
farið til hljómleikahalds og þykir
hinn ungi snillingur vera meðal
frábærustu celloleikara sem nú
eru uppi, þó svo ungur sé. í síð-
asta mánuði lék hann með B.B.C.-
hljómsveitinni, hljómsveit brezka
útvarpsins í Lundúnum og fyrir
nokkrum dögum mun hann hafa
leikið með hinni heimskunnu
Hallé hljómsveit í Manchester.
Hér mun Erling Blöndal Bengts
son halda tónleika á vegum Tón-
listarfélagsins í næstu viku. Hann
mun einnig leika einleik á hljóm-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar og loks mun hann leika fyrir
Kammermússíkklúbbinn hér í
Reykjavík.
ir hug á að heyra mál hans, enda
hefur verið fylgzt af miklum
áhuga með því, sem frétzt hefur
um efnahagsmálin, landhelgismál
ið og viðræður stjórnmálaflokk-
anna síðustu dag.
Dagskrá vormótsins verður að
öðru leyti þannig, að Þór Vil-
hjálmsson, varaformaður S.U S.,
flytur ávarp, Árni Jónsson óperu
söngvari syngur og Klemenz
Jónsson leikari fl.’tur gaman-
þætti. Að lokum verður dansað.
Frú Magdalena
Schram
FRÚ Magdalena Schram, kona
Ellerts Schram fyrrverandi skip-
stjóra, Stýrimannastíg 8 B, and-
aðist í fyrrakvöld. Hún fæddist
árið 1874 að Fossi í Staðarsveit,
en fluttist 8 ára gömul til Reykja
víkur og bjó hér alla tíð síðan.
Var hún þeim Reykvíkingum,
sem nú eru fulltíða, að góðu
kunn. ' i
Hlýnandi veðri spáð
VEÐURSTOFAN sagði í gær-
kvöldi að norðaustanáttinni, sem
geisað hefur látlaust um land
allt frá því 1. maí méð kuldum
og hríðarhraglanda um norðan-
vert landið, sé að slota. Eru horf-
ur á að nú um hvítasunnuna
dragi til suðlægrar átta og hlýn-
andi veðurs um land allt.
I dag er t. d. búizt við að veð-
urbreytinganna gæti þegar, um
suðvestanvert landið, þar sem
búizt er við hægviðri og skýjuðu
lofti.
Háþrýstisvæðið sem ésköpun-
um hefur valdið, er nú fyrir suð-
vestan landið. Það þokast mjög
1 hægt austur á bóginn. Lægð sem lr
er vestur af Grænlandi á sinn
Frá Alhingi
Fundur hefur verið boðaður í
efri deild kl. 1,30 í dag. — A dag-
skrá er frv. um réttindi vélstjóra
og frv. um tekjuskatt og eignar-
skatt.
veigamikla þátt í hinu hlýnandi
veðri, en lægðin lónar hægt til
norðausturs.
En aðalatriðið er sem sé: Með
hvítasunnunni batnandi veður.
Mun Norðlendingur* vafalaust
verða að orði: „Mál er að linni“!
Viðskipii við
flugfarbega
Á FUNDI efri deildar Alþingis í
gær var frumv. um heimild fyr-
ríkisstjórnina til að selja
áfengi, tóbak og aðrar vörur til
flugfarþega samþykkt sem lög.
Er gert ráð fyrir að setja á stofn
útsölur á flugvöllunum í Reykja-
vík og Keflavík og selja farþeg-
um og flugvélaáhöfnum, sem
koma þar við á ferðurn milli ann-
arra landa, fyrrnefndar vörur toll
frjálsar að meira eða minna
leyti.
á að fá eftirstöðvarnar greiddar
með skuldabréfum, sem greidd-
ust upp á næstu 10 árum, með
jöfnum árlegum afborgunum. —
Abyrgist bærinn greiðslu bréfa
þessara, allt að 5 milljónum kr.
2. Að Landsbankinn veiti Ú. A.
h.f. að minnsta kosti 8 milljón
króna lán til 20 ára, gegn ábyrgð
Akureyrarbæjar.
3. Að Akureyrarbær fái 1—2
millj. kr. lán eða framlag af
atvinnubótafé ríkisins og fái auk
þess 1 millj. kr. hagstætt lán.
4. Að samningar takist við aðra
kröfuhafa Ú. A. h.f. en þá er í
1. lið greinir um hagkvæma
breytingu á lánskjörum, greiðslu-
frest á gjaldföllnum afborgunum
og vöxtum á einhverjum hluta
af föstum lánum félagsins og
greiðslufrestur fáist á forgangs-
kröfum eftir því sem tök eru á.
5. Ú. A. h.f. veðsetji Akureyr-
arbæ eignir sínar að svo miklu
leyti sem hægt er.
Jafnframt samþykkir bæjar-
stjórn að taka ákvörðun um í
hvaða formi rekstur Ú. A. h.f.
yrði yfirtekinn, unz úr því fæst
skorið, hvort framangreind leið
reynist fær.“
Felldar voru tvær tillögur er
gengu í þá átt að krefjast eftir-
gjafar á helmingi skuldakrafna
og einnig fólst í þeim tillögum að
bærinn yfirtæki eignir Ú. A. og
skuldir.
Af þessari samþykkt er aug-
ljóst að bæjarstjórn vill fara
samningaleiðina, en ekki * gera
hlutafélagið upp sem þrotabú,
enda myndi slíkt hafa í för með
sér stöðvun á starfsemi félagsins
um lengri eða skemmri tíma, en
slíkt er að sjálfsögðu mjög al-
varlegt með tilliti til atvinnu-
lífsins í bænum.
Allir togararnir eru nú ýmist
á veiðum eða að landa og hafa
aflað vel. — vig.
Færeyskur línu-
veiðari fekinn
VESTMANNAEYJUM, 23. maí.
—■ Bæjarfógetinn hér í Vest-
mannaeyjum hefur dæmt fær-
eyskan skipstjóra á línuveiðar-
anum Haffarið í 7400 kr. sekt.
Varðskipið Þór hafði komið að
línuveiðaranum, sem er 74 tonn,
þar sem hann var að veiðum inn-
an við fiskveiðilínuna í Meðal-
landsbugt. Kom Þór með línu-
veiðarann, sem búinn var að vera
á veiðum í 9 daga er þetta gerð-
ist, aðfaranótt fimmtudagsins.
Með dómnum var afli skipsins,
liðlega 10 tonn, gerður upptækur,
svo og veiðarfærin. Haffarið íét
úr höfn í morgun, en skipstjór-
inn áfrýjaði dómnum.
Bj. Guðm.
G Ó Ð I R Suðurnesjamenn og
skógræktarunnendur!
Takið vel á moti oörnunum,
sem bjóða yður skógræktar-
merkið.
Gerum samstillt atak um efl.
ingu Skógræktarsjóðs Suður-
nesja.