Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. júní 195f MonnrNTtr 4ðið 3 Mikil þáftaka í hátíðahöldum sjómannadagsins. Nauðsynlegt oð endurnýja fiskiskipa flotan frá ári til árs. MIKILLi fjöldi bæjarbúa tók þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins, en þau hófust á Austurvelli að lokinni skrúðgöngu. Veður var hið bezta. Biskup landsins, dr. Asmundur Guðmundsson, minnt- ist látinna sjómanna, en sex menn höfðu farizt við skyldustörf á hafinu frá því á sjómannadaginn í fyrra. Pessu næst hófust ræðuhöld af svölum Alþingishússins og talaði fyrstur Lúðvík Jósefsson sjávar- útvegsmálaráðherra. Ræddi hann eingöngu um stækkun fiskfrið- unarsvæðisins hér við land. — Þá tók til máls Þorsteinn Arn alds, skrifstofu stjóri Bæjarút gerðar Reykja- víkur. — Þor- steinn ræddi m. a. um nauð. syn þess að rekstur fiski- skipanna verði Arnalds tryggður á sæmilega heilbrigðum grundvelli, í stað þess að reka flotann með halla, sem orðið hefur til þess að hið opinbera hefur orðið að gera fjölþættar ráðstafanir til þess að hindra beina stöðvun fiskiskip- anna. Þorsteinn lagði áherzlu á að þjóðin gæti ekki komizt hjá því að láta smíða ný og fullkomn- ari skip, jafnframt. því sem ó- sleitilega þyrfti að því að vinna að treysta rekstrargrundvöll þeirra. Þorsteinn ræddi einnig nokkuð um endurnýjun flotans, sem fram þyrfti að fara jafnt og þétt, í stað þess að byggja fjölda Andrés gerði nokkurn skipa í einu með margra ára millibili. Ræðumaður af hálfu sjómanna ir Andrés Finnbogason skip stjóri. Kom hann víða við í ræðu sinni er fjallaði mest um vanda mál útgerðar- innar í dag. — Taldi hann í óefni komið vegna þess að ungir menn kysu heldur að stunda vinnu í landi en á sjón- um. — Hann samanburð á veiði og veiðiaðferðum bátaflot- ans nú og í gamla daga. Einnig ræddi hann um stækk- un friðunarsvæðisins við landið og sagði að það væri krafa sjó- manna að hrygningarsvæðin inn- an 12 mílna beltisins yrðu alveg friðuð fyrir allri veiði innlendra skipa. Þá sagði hann sjómenn eindregið mótmæla allri smá- síldarveiði eins og hún hefði ver- ið stunduð undanfarin ár í Eyja- firði og suður í Keflavíkurhöfn. Þrír sjómenn heiðraðir Næst tók Henry Hálfdánarson til máls og skýrði frá því að sjómannadagsráð hefði sam- þykkt að heiðra á þessum degi þrjá kunna menn úr sjómanna- stétt. Af þeim kallaði hann fyrst fram og sæmdi heiðursmerki, Hallgrím Jónsson vélstjóra. — Rakti Henry stuttlega starfsferil Hallgríms á sjónum, en hann var t. d. vélstjóri á fyrsta togaranum, sem íslendingar létu byggja, Jóni forseta. Hallgrímur gekk í þjón- ustu Eimskipafélagsins 1918 og vann siðan óslitið hjá félaginu unz hann hafði náð hámarksaldri þjónustu þess og hætti þá sjómennsku. Síðan heiðraði Henry annan þjóðkunnan skip- stjóra, Pétur Björnsson, sem einnig var áratugum saman í þjónustu Eimskipafélagsins og var t. d. með nýja Gullfoss, er hann kom hingað til lands í fyrsta skipti. Þriðji maðurinn, sem sæmdur var heiðursmerki, er Pétur Þórðarson bátsmaður, sem var togarasjómaður áratug- um saman. Fór Henry miklum viðurkenningarorðum um þessa traustu sægarpa. Síðar um daginn fór fram róðrarkeppni hér í höfninni. — - ■ Tóku þátt í henni togara- sjómenn, varð- skipsmenn, -kipsmenn af einum „Foss- anna“ og menn af brezku og frönsku eftir- litsskipi. Loks voru þar sem gestir menn af olíuflutninga- skipi varnar- liðsins, Yog. — Skipsmenn af togaranum Marz héðan frá Reykjavík urðu hlutskarpastir. Þeir hrepptu verðlaunagrip Mbl., „Fiskimanninn" og einnig lár- viðarsveig keppninnar. — June- Munktell-bikarinn,*- sem minni skip keppa um, hreppti mb. örn Arnarson frá„Hafnarfirði. SÍAKSTEIIAB Gömlu kempurnar sem heiðraffar voru á sjómannadaginn hér í Reykjavík — Lengst til vinstri er Hallgrímur Jónsson vél- stjóri, þá Pétur Björnsson skipstjóri og Pétur Þórffarson bátsmaffur. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Róffrarsveit togarans Marz, sem sigraffi í kappróffrinum Sjómannadagurinn víðs vegar um land AKRANESI — Hótíðahöld sjó- mannadagsins her á Akranesi hófust á laugardaginn, með kapp róðri sex skipshafna og varð hlut- skörpust skipshöfn Keilis, skip- stjóri Ingimundur Ingimundar- son. A sunnudagsmorgun var gengið í skrúðgöngu af hafnar- garði í kirkju og þar var hlýtt a þessu hjá sóknarprestinum. — Útiskemmtanir hófust kl. 1,30, svo sem knattspyrnukappleikur milli skipstjóra og háseta og unnu hásetarnir. Margt fleira var til skemmtunar, þar á meðal reip- tog milli sjómannadagsráðsins hér á Akranesi og kvénna úr slysavarnadeildinni og sigraði „veikara kynið“ með glæsilegum yfirburðum. Þá var sundkeppni í Bjarnarlaug. Kepptu sjómenn í stakkasundi og björgunarsundi og sigraði Nikulás Brynjólfsson í hvoru tveggja. Kvöldskemmtun var í Bíóhöllinni. Þar flutti for- maður sjómannadagsráðs, Hall- freður Guðmundsson, ávarp. — Lauk skemmtuninni með því að heiðraðir voru tveir aldraðir skipstjórar, Jón Sigurðsson, nú- verandi hafnaryörður og Brynj- ólfur Nikulásson, faðir stakka- sundskappans. Einnig var héiðr aður einn mesti útgerðarfröm- uður þessa lands, Haraldur Böðvarsson. Lauk sjómannadags hátíðahöldunum með fjörugum dansi. — Oddúr. ÍSAFIRÐI. 2. júní. — Sjó- mannadagurinn var hátíðlegur haldinn hér í andvara og sól- björtu veðri. Fánar blöktu á stöngum í bænum og skip og bát- ar voru veifum prýdd, Hátíða- höldin hófust kl. 11 með guðs- þjónustu. Eftir hádegið var kom- ið saman við bátahöfnina. Þar flutti Símon Helgason hafnsögu- maður ávatp Þá /ar kappróður 14 róðrarsveita og kappbeiting. Klukkan hálffimm var hátíðar höldunum haldið áfram á iþrótta- vellinum. Þar fóru fram ýmsar íþróttir, reiptog, knattspyrna o. fl. Lúðrasveit ísafjarðar lék bæði á íþróttavellinum og við höfn- ina. Klukkan 8 % var samkoma í Alþýðuhúsinu. Þar flutti Matías Þ. Guðmundsson ávarp, Guð- mundur Guðmundsson hafnsögu maður flutti ræðu, auk þess voru gamanvísur, píanósóló, söngur Kvennakórs Slysavarnaféiagsins o. fl. Þarna voru og veitt verðlaun í íþróttum dagsins og dansleikir voru um kvöldið í þrem samkomu húsum. Hátíðahöldin voru vel sótt og einkar ánægjuleg. G. SIGLUFIRÐI 2. maí. — Mikið var um dýrðir hér á Siglufirði á sjómannadaginn. Hátíðahöld vegna 40 ára afmælis kaupstaðar ins og 140 ára verzlunarafmælis Siglufjarðar, sem frestað var 20. maí sl. vegna anna í bænum, fóru fram samhliða hátíðahöldum sjó- manna. Hátíðahöldin hófust kl. 11 f. h. og var þá gengið i skruðgöngu af hafnarbryggju í kirKju Dii hátíðarmessu. Kl. 2 e. h. hófust hátiðarhöldin við barnaskóiann með setningarræðu Páls Pálsson ar skipstjóra í tilefni afmælis kaupstaðarins Töluðu forseti bæjarstjórnar, Baldur Eiríksson og Sigurður Kristjánsson, heiðurs borgari kaupstaðarins. Af há.fu sjómanna töluðu Eyþór Hallsson skipstjóri og Óskar Garibalda- son. Lúðrasveit Siglufjarðar lék, svo og blokkflautusveit barna. Söngfélag Siglufjarðar. Karla- kórinn Vísir og telpnakór sungu, ungar stúlkur sýndu vikivaka og að lokum var kappróðui. bæði í kvenna- ag karlaflokkum. — Kynnir dagsins var Andrés Haf- liðason. Siglufj. skartáði sínu fegursta í bezta veðri, stafalogni og sólskini, og bærinn var allur fánum prýdd ur. Er það mál flestra, að betur heppnuð útihátíð hafi ekki farið hér fram um mörg undanfarin ár. —Stefán. LÍTIL hátíðahöld voru á Akur- eyri á sjómannadaginn sókum þess, hve fá skip voru í höfn.Tog ararnir eru allir á veiðum og nota tækifærið vegna hitinar miklu aflahrotu, se'm nú er. A sjómanna df ginn var sjómannamessa, fltgg að - bænum og merki seld á göt- unum að vanda. Þótti mönnum lítið um dýrðir og dauflegt á þessum hátíðisdegisjómanna.en við því varð ekki gert. Jafnan hef ur verið tnikið um að vera þenn- an dag á Akureyri, sv.o sem kapp róðrar og veðbankastarfsemi í sambandi við þá, einnig reiptog, stakkasund og alls kyns íþrótta- íðkanir. ESKIFIRÐI. Sjómannadagshátíða höldin hér á Eskifirði hófust með guðsþjónustu árdegis, en síðdegis var efnt til samkomu á íþrótta- vellinum. Hér í höfninni var brezka eftirlitsskipið ,Wave‘ og kepptu sjóliðarnir í knattspyrnu við Eskfirðinga, sem unnu 2:1. Ýmislegt fleira var til skemmt- unar og hátíðahöldin fjölsótt, en þeim lauk með aimennum dans- leik um kvöldið. —Gunnar. BOLUNGARVÍK, 2. maí. — Sjó- mannadagsins var minnzt hér í Bolungarvík með miklum hátíða- höldum. Kl. 10 um morguninn söfnuðust sjómenn saman við brimbrjótinn og gengu þaðan fylktu liði undir fánum til Hóls- kirkju. Þar messaði séra Þorberg- ur Kristjánsson sóknarprestur. Klukkan hálftvö eftir hádegið hófust útihátiðahöld við Félags- heimilið. Benjamín Eiríksson flutti ávarp og setti skemmtun- ina, en Geir Guðmundsson stjórnaði hátíðahöldunum. Fyrst var keppt í ióðabeitingu og bar sigur úr býtum Hörður Snorra- son. Síðan var reiptog milli land- manna og sjómanna af bátum. Landmenn sigruðu. Þá var hand- boltakeppni, nálaboðhlaup og margt fleira. Síðan hófst kapp- róður á Bolungarvík. Ahöfn Hugrúnar undir stjórn skipstjora síns, Leifs Jónssonar,. fór með sigur af hólmi. Um kvöldið var slcemmtun í Félagsheimilinu. Gunnar Hall- dórsson setti skemmtunina og af- henti verðlaun dagsins. Finnbogi Bernodusson fór með gamlar frá- Framhald á bls. 18. Raddir utan af landi Leiðtogar vinstri stjórnarinnar héidu því lengi vel fram, aff stjórn þeirra væri miklu vinsælli úti á landi en hér við Faxaflóa. Má vera aff almenningur úti í sveitum og sjávarþorpum hafi ekki haft eins góða aðstöðu til þess og fólkiff undir bæjarvegg stjórnarinnar aff kynnast úrræffa- leysi hennar og hinu spillta stjórnarfari, sem rann í kjölfar valda hennar. En nú ber öllum fregnum ut- an af landi saman um það, aff stjórnin standi þar mjög höllum fæti hjá almenningsálitinu. Var meira aff segja svo komiff aff Framsóknarmenn í sumum sveit- um urffu fyrir miklum vonbrigff- um þegar stjórnin gekk aftur. Höfffu þeir gert sér góðar vonir um aff hún væri aff leggja upp laupana. Þegar sú von brást hugg uffu þeir sig affeins viff þaff, aff hún logaði aff innan áfram og myndi fljótlega brenna upp inn- an frá. „Verkfallsbrölt Sjálfstæðismanna“ Svo mjög er sorfiff aff Tíman- um sl. sunnudag aff hann birtir forystugrein, er hann kallar „Verkfallsbrölt Sjálfstæffis- manna“. Segir blaðiff aff „Sjálf- stæffisflokkurinn stefni nú aff því með áróffri sínum aff koma á staff nýrri kauphækkunar- og verkfallsskriffu“. — Nú er Tímaliðiff alveg hrokkiff upp af klakknum. Er þaff ekki einmitt affaistuðningsliff rikis- stjórnarinnar í verkalýffssamtök- unum, sem hefur beitt sér fyrir samningsuppsögnum og boffun verkfalla? Ekki ræður Sjálfstæff isflokkurinn t. d. stjórn Dags- brúnar effa Félags járniffnaffar- manna. Þó eru þaff einmitt þessi félög, sem sagt hafa upp og lýst yfir nauffsyn kauphækkana. Þaff eru kommúnistar, sem stjórna þessum félögum og mörgum öffr- um, sem sagt hafa upp kaup- samningum. Hermann Jónasson sagði þjóff- inni fyrir tveimur árum að ekki væri hægt aff finna „frambúffar- lausn“ íslenzkra efnahagsvanda- mála nema meff hjálp kommún- ista. En hvaff segir hann í dag? Er „frambúffarlausnin“ fundin? „Bezt eíns o« á stóð“ Niffurstaffan af hugleiffingum Tímans s.l. sunnudag um „bjarg- ráffalöggjöf“ vinstri stjórnarinn- ar var á þessa leiff í niffurlagl affalforystugreinar blaðsins: „Þegar menn athuga allt mál- iff þannig af yfirsýn og í fullu samhengi, munu þeir komast aff raun um, að hér var farin sú leiff, sem var bezt eins og á stóff. Og þessar ráffstafanir eiga aff geta nægt til Iengri tíma, ef þær verffa ekki eyffilagffar af áróff- urs- og æsingamönnum í fram- kvæmd“. Engir hafa snúizt eins hart gegn þessum tiilögum ríkis- stjórnarinnar og sumir stuffnings- menn hennar. Áki Jakobsson sagffi t. d„ „aff þetta frv. full- komnaffi þaff aff leiffa efnahags- mál þjóffarinnar út í öngþveiti“. Svipaffa yfirlýsingu gaf annar þingmaður Alþýffuflokksins í Efri deild. Og sjálfur formaffur þingflokks kommúnista tók enn- þá sterklegar til máls um hætt- una, sem „bjargráðin" leiddu yfir þjóffina. Þaff er því alger rangtúlkun hjá Tímanum aff kenna Sjalf- stæðismönnum einum hina vax- andi andstöðu gegn stefnuleysi stjórnarinnar í efnahagsmálum. Allur almenningur í Iandinu er aff rísa upp gegn henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.