Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 20
Gunnar Jón Ingólfur Eldhiísumræournar í kvöld ELDHÚSDAGSUMRÆÐURNAR halda áfram frá Alþingi í kvöld. Verður röð flokkanna sem hér segir: Kommúnistaflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Þrjár ræðuumferðir verða í kvöld. Tala þessir þingmenn af hálfu Sjálfstæðisflokksins: Jón Pálmason, Ingólfur Jóns- son og Gunnar Thoroddsen. Um- ræðurnar hefjast kl. 8 stundvís- lega. Ungur maBur drukknaði í Þingvallavafni Tveimur félögum snarræbi á hans var bjargab meb sibusfu stundu Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ hvolfdi lítilli skekktu, sem á voru þrír ungir menn á sunnan- verðu Þingvallavatni. Svo hörmu lega vildi til, að einn mannanna, Smári Sigurjónsson, hárskeri í Hafnarfirði, driikknaði. Magnús Einarsson, Laugavegi 162, bjarg- aði hinum mönnunum tveim frá drukknun. Voru mennirnir svo aðframkomnir er hann bjargaði þeim að ekki mátti tæpara standa. Forsaga þessa sviplega slyss er á þá leið, að í góða veðrinu á laugardaginn skruppu þremenn- ingarnir austur að Þingvalla- vatni til þess að renna þar. í landi Skálabrekku áttu þeir litla kænu geymda í skúr. Auk Smára heitins Sigurjónssonar voru í þessari veiðiferð Bergþór Sigurðs son Silfurtúni 3 í Garðahreppi og Hreiðar Guðlaugsson Silfurtúni 5. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma austur að Þingvallavatni. Þar ætluðu þeir að vera við veiðar fram tii klukkan 9 um kvöldið. Þeir hrundu kænunni út úr ský'li sínu og héldu út á vatnið. Skammt frá þar sem skýlið stendur eiga Magnús Einarss. og kona hans Sólveig Erlendsdóttir Laugavegi 162, hér í bæ sumar- bústað. Magnús sem er mjög að- gætinn og athugull maður hafði veitt því eftirtekt er þremenning- arnir fóru út á litla bátnum. Sjálfur mun Magnús hafa talið þennan farkost heldur varasam- an og ótryggan. Þremenningunum gekk veiðin illa og ákváðu því að halda til lands. Nokkur vindur var beint á móti þeim. Á leiðinni vildi svo óheppilega til að Smári heitinn, sam sat undir árum, missti aðra þeirra, og tókst ekki að ná henm aftur. Tók bátinn þegar að reka dýpra út á vatnið. Þeir griþu til þess að brjóta borð úr bátnum og reyna með því að ná valdi yfir honum á ný en það tókst ekki. Bátinn hrakti stöðugt lengra og lengra út á vatnið. Þá datt þeim í hug, að reyna að sigla til lands. — Segja þeir að Smári heitinn hafi lagt til að Berþór Sigurðs- son, sem var í kápu, færi úr henni og yrði hún síðan sett á árina í stað segls. í landi hafði Magnús stöðugt auga með mönnunum úti á vatn- inu. Hann gat ekki vegna fjar- lægðarinnar gert sér grein fyrir því að nokkuð væri að hjá þeim, fyrr en hann sá þá ætla að setja upp „segl“. Var klukkan þá um 6,30. Þessi aðgætni og árvaki maður, var þá fljótur að bregða sér niður að vélbát sínum. Hon- um var Ijóst að alvara var á ferð um. Bátur hans er með öflugum utanborðsmótor. Magnús hafði skammt farið á bátnum, er hann sá að kænan var horfin, en hann hélt í þá átt. er báturinn hafði verið. Þegar hann kóm á vett- vang sá hann bátinn á hvolfi, og að tveir menn héldu sér í hann. Er hann renndi upp að þeim, voru mennirnir báðir svo aðfram komnir að hefði hann komið fá- einum mínútum síðar er með öllu óvíst hvort hann hefði verið nógu snemma til að bjarga þeim upp úr hinu nístandi kalda Þing- vallavatni. Magnús dró Hreiðar fyrst upp í bát sinn, en hann var þá orðinn því nær meðvitund arlaus af kuida, og síðan Berg- þór. Smára Sigurjónsson sá hann hvergi. Hann hafði drukknað skömmu eftir að hann lenti í vatninu. Munu mennirnir hafa verið nær 10 mín. í vatninu áður en þeim var bjargað. Magnús Einarsson flutti menn- ina heim í bústaðinn sinn þar sem hann og frú Sólveig kona hans hlúðu að þeim með stakri prýði, enda hresstust menn irnir brátt. Rannsóknarlögreglumenn voru kallaðir á vettvang þegar á laug- ardagskvöldið. Þeir Berþór og Hreiðar hafa skýrt frá því, að bátnum litla hafi hvolft undir þeim félögum er þeir voru að reyna að koma upp kápunni í stað segls. Hafi Smári Sigurjóns- son horfið þeim sjónum rétt eftir að þeir lentu í vatninu. Smári Sigurjónsson hárskeri var 31 árs að aldri. Hann hafði rekið rakarastofu í Hafnarfirði nokkuð á annað ár. Hann lætur eftir sig konu frú Kolbrúnu Hoffritz og eitt barn ungt. Rannsóknarlögreglumenn | merktu slysastaðinn um kvöldið, 1 eftir því sem næst varð komizt. I Leit var gerð á sunnudaginn að | líki Smára, en hún var árangurs- i laus. Leitinni mun haldið áfram þegar aðstæður leyfa. I Lífeyrissjóðnr togarasjómonna Frv. um lífreyrissjóð togara- sjómanna var samþykkt sem lög á fundi neðri deildar Alþingis i gær. Frv. var breytt nokkuð í meðförum þingsins. Helzta breyt ingin var sú, að sjóðfélagar skulu njóta hæsta ellilífeyris eftir 30 ára starfstíma (áður var miðað við 35 ára tíma). Steinn Steinarr kvaddur í GÆR kl. 10:30 f. h. fór fram kveðjuathöfn um Stein Steinarr skáld í Fossvogskapellunni. At- höfnin hófst með því, að kirkju- kór söng sálminn „Guð komi sjálfur nú með náð“. Síðan flutti Sigurbjörn Einarsson prófessor minningarorð um skáldið. Þá var sunginn sálmurinn „Á hendur' fel þú hpnum“. Orgelleikari var Jón G. Þórarinsson. Að sálmasöng loknum gengu sex ung skáld, vinir Sreins Steln- arrs, að kistunni og stóðu við hana heiðursvörð það sem eftir var athafnarinnar. Þessi skáld voru Hannes Pétursson, Hannes I Sigfússon, Jón Óskar, Jón úr | Vör, Matthías Johannessen og Thor Vilhjálmsson. Næst léku þeir Björn Ólafsson og Páii ísólfsson saman á fiðlu og orgel. Síðan söng Þuríður Pálsdóttir einsöng með orgelund- irleik, og að lokum léku þeir Erling Bl. Bengtsson og Páll ís- ólfsson saman á cello og orgel. Snjóa tekur hægt UNDANFARNA þrjá daga hef- ur verið mjög gott veður á Ak- ureyri og komst hitinn upp í 15 stig í fyrradag.Hins vegar er enn svo kalt til fjalla, að snjó tekur líðið og sér vart lit á vatnsföll- um ennþá. Gróður er næsta lítill og má heita að ekki sjái grænan lit á túnum ennþá. Allt útlit er fyrir að þetta kalda vor ætli að veita mörgum bóndanum þung- ar búsifjar. Nú spyrja þeir um úrræði Sjálf- stæðismanna Stjórnarliðið sannar enn uppgjöf- sina og úrræðaleysi dÆÐUMENN stjórnarflokkanna í útvarpsumræðunum í gærkyöldi vörðu um það bil helmingi af ræðutíma sínum í að spyrja um, hvað Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera til að leysa efnahagsvandamálin. Heldu þeir því fram, að hann hefði engar tillögur gert í þessu máli, og töldu það einu aí- sökun stefnu- og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar, sem lofað hafði þjóðinni nýjum og „varanlegum úrræðum“ í þessum málum. Allir ræðumenn Sjálfstæðisflokskins, Ólafur Thors, Sig- urður Bjarnason og Friðjon Þórðarson, sýndu fram á það í sínum ræðum, að Sjálfstæðismenn hafa aldrei skorazt undan að skýra þjóðinni frá stefnu sinni og afstöðu til helztu vandamála hennar. Vitnaði Ólafur Thors einnig til ummæla Hermanns Jónassonar í Tímanum 20. apríl s.l., þar sem því var lýst yfir, að vinstri stjórnin hefði ekki treyst sér til að gera neinar tillögur í málinu,fyrr en að undangeng- inni nær tveggja ára athugun sérfræðinga á þeim gögnum, sem ríkisstjórnin ein getur veitt aðgang að, og síðan 2ja mán- aða athugun ríkisstjórnarinnar sjálfrar á tillögum þessara sérfræðinga. Vakti Ólafur Thors athygli á því, hversu aðstaða stjórn- arandstöðunnar væri miklu erfiðari en ríkisstjórnarinnar til þess að gera sundurliðaðar tillögur um einstök atriði í efnahagsmálum. Hefði Hermann Jónasson staðfest þá skoð- un með fyrrgreindum ummælum sínum. ÞÁ VAR EKKI SPURT UM ÚRRÆÐI SJÁLFSTÆÐISMANNA Sigurður Bjarnason benti á það, að flokkar vinstri stjórn- arinnar hefðu ekki spurt um úrræði Sjálfstæðisflokksins sumarið 1956, — þá hefðu þeir sjálfir þóttzt kunna ráð við öllum vanda. Nú væri það þeirra eina afsökun á úrræðaleysi sínu og uppgjöf, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki lagt fram sínar tillögur í efnahagsmálunum. Sigurður Bjarnason gerði síðan ýtarlega grein fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna til efnahagsvandamálanna bæði fyrr og nú. Kvað hann það vera blekkingu eina og fjarstæðu, að Sjálfstæðisflokkurinn skoraðist undan þeirri ábyrgð að gera grein fyrir stefnu sinni í þessum málum. Sjálfstæðismenn hefðu hins vegar aldrei lofað þjóðinni að leysa öll hennar vandamál með töframeðulum. Þess vegna stæði hann ekki uppi sem svikari frammi fyrir almenningi, eins og vinstri stjórnin gerði nú. Till. stjórnarflokkanna um 72 mílna landhelgi. SVOHLJÓÐANDI fréttatilkynning barst Mbl. frá forsætisráðu- ntytinu í gær: „Samkomulag hefur verið gert milli stjórnarflokkanna um eftirfarandi: Reglugerð um fiskveiðilandhelgi íslands verði gefin út 30. júní n. l| í reglugerðinni verði eftirfarandi efnisbreytingar einar gerðai frá því, sem nú gildir samkvæmt reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland nr. 1) Fiskveiðilandhelgin skal vera 12 sjómílur úb frá grunn línum. 2) Islenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót skal heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelginnar en þó utan núverandi friðun- arlínu. Serstök ákvæði skulu sett um þessa heimild og til- greina nánar veiðisvæði og veiðitíma. 21 frá 19. marz 1952: 3) Reglugerðin skal öðlast gildi 1. september n. k. Tíminn þangað til reglugerðin kemur til framkvæmda verður notaður til þess að vinna að skiln- ingi og viðurkenningu á réttmæti og nauðsyn stækkunarinnar. Réttur til breytinga á grunn- linum er áskilinn. Þessi sameiginlega tillaga hef- ur ,eins og fyrr hefur verið skýrt frá, verið lögð fyrir nefnd allra þingflokka í máli þessu, fyrir nokkrum dögum.“ Frá Alþingi FUNDUR hefur verið boðaður I neðri deild kl. 1,30. Á dagskrá er frumv. um breytingu á sjúkra- húsalögum. Þá hefst fundur í sam einuðu þingi og verður rætt um þingsályktunartillögu um silungs eldi í Búðaósi á Snæfellsnesi. Heimdell- mgar EFTIR viku verður dregið í happ drætti Sjálfstæðisflokksins um glæsiiegan vinning, Plymouth Savoy-bifreið, að verðmæti 135 þús. kr. Um leið og við freistum gæfunnar með því að kaupa miða styrkjum við og eflum starfsemi Sj álfstæðisflokksins. Félagsmenn, sem vilja leggja hönd að verki fyrir happdrættið hafi samband við skrifstofu Heimdallar í Val- höll milli kl. 5 og 7. — Sími 1-71-02, eða skrifstofu happdrætt isins í Sjálfstæðishúsinu, sem er opin daglega frá kl. 9 f. n. — kj. 7 e. h., sími 1-71-04. Aðeins sjö dagar eftir NÚ EKU aöeins sjö dagar þar til dregið verður í happdrætti Sjálfstæðisflokksins og eru allir sem fcngið hafa miða senda, hvatth til að draga ekki lengur að gera skil í skrifstofunni í Sjálfstæðishúsinu. Opið til kl. 6 e. h. Sótt heim, ef óskað er. TAKMARKIÐ ER AÐ ALLIR MIÐAR VERÐI SELDIR FYRIR 10. JÚNÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.