Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 6
M O RG U l\ B L AÐIÐ Þriðjudagur 3. júní 1958 Tryggja þarf iðnaoinum aukib rekstrarfé Veitir þriðjungi landsmanna atvinnu Umræður á þingi um tillögu Sveins Guðmundssonar ÞINGSALYKTUNARTILLAGA Sveins Guömundssonar um að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að Seðlabankinn endurkaupi framleiðslu- og hráefnavíxla iðn- aðarins var raedd á fundi í sam- einuðu Alþingi í gær. Flutnings- maður fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði m.a.: Þingsáiyktunartillaga þessi miðar að því, að Alþingi lýsi yfir réttindum og þýðingu íslenzks iðnaðar til jafns við landbúnað og sjávarútveg. Segir í tillögunni, að ríkisstjórnin skuli hlutast til um að Seðlabankinn endurkaupi framleiðslu- og hráefnavíxla iðn- aðarfyrirtækja, með svipuðu sniði og framleiðsluvíxla sjávar- útvegs og landbúnaðar. Atvinnubylting á fslandi Til að sýna, hver nauðsyn býr að baki þingsályktunartillögu þessari, er ástæða til að vekja athygli á þeirri miklu atvinnu- byltingu, sem orðið hefur hér á landi síðustu ár og afleiðingum hennar. Á fyrstu áratugum þess- arar aldar, þegar nágrannar okk- ar voru af kappi að undirbyggja atvinnuhætti með tæknilegum framkvæmdum, lifðum við hér í fátækt. Þar var og álit margra, að íslendingar væru dæmdir til fátæktar, vegna skorts á hráefn- um í landinu, fólksfæðar og harð- býlis landsins. Þótt ekki sé hægt að reikna með málmum í jörðu og skóglendi sé eytt í bili, þá hrek ur jarðhitinn, vatnsorkan, auðæfi hafsins og kjarnmikið fólk, þessa akoðun. Með tækniþróun síðustu ára- tuga er brotið blað í atvinnusögu þjóðarinnar. Skortur á tækni- menntuðum mönnum hefur að vísu háð þeirri þróun. enda voru t.d. aðeins 30 ísl. verkfræðingar starfandi hér 1930, en munu í dag líklega nær tífalt fleiri. Um fjölgun annarra tæknimennt- aðra manna og um fjölgun iðn- stéttanna er svipað að segja. Allt hefur þetta margfaldazt á síðustu árum. Eftir farandt tölur, sem sýna at vlnnuskiptingu þjóðarinnar, tala sínu máli: Árið 1880 er talið að landbúnað stundi 73,2% lands- manna sjávarútveg 12,0% hand- verk og iðnað 2,1%. Árið 1930 hefur iðnaður og handverk færzt upp í 18.9% og 1950 upp í 31% á sama tíma og stórfækkað hefur í hinum atvinnugreinunum. Síð an 1950 hefur enn þokazt í sömu átt og þar með er iðnaðurinn orðinn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Það lætur nærri að lífskjörin hafi jafnan batnað í beinu hlutfalli við vöxt iðnaðar- ins og tæknikunnáttu þjóðarinn- ar. Sú gamla röksemd á móti ís- lenzkum iðnaði, að ekki séu hráefni fyrir hendi í landinu til iðnaðarframleiðslu, heyrist nú vart lengur. Efnivörur iðnaðar- ins þarf að vísu flestar að flytja til landsins, oftast í frumstæðu ástandi, en þetta er sama og margar aðrar þjóðir þurfa að gera; Danir eru t.d. viðurkenndir dugmikil þjóð með iðnað á háu stigi, og verða þeir þó að flytja inn allt hráefni og alla orku í formi olíu og kola. Við íslend- ingar höfum hins vegar orkulind ir, sem ekki eiga sinn líka hjá nágrönnum okkar. Víxlaendurkaup Seðlabankans Þingsályktunartillaga sú, sem hér er borin fram, er vissulega ekki dægurmál. Hér er um að ræða velfarnaðarmál, fram komið vegna breyttra atvinnu- háta landsmanna, mál sem undanfarin ár hefur verið eitt aðaláhugamál þeirra samtaka og aðilja, sem að iðnaðarfram- leiðslú vinna og hafa gert sér grein fyrir hvers virði iðnaður er íslenzku atvinnulífi. Ef litið er í skýrslu Landsbankans fyrir s.l. ár, má sjá, að afurðavíxla- kaup vegna landbúnaðar hafa aukizt um nær 45 millj. króna. í skýrslu bankastjórnar segir m.a. „Útlánaaukning Seðlabankans á s.l. ári stafaði að miklu leyti af endurkaupum afurðavíxla. Þessi tegund útlána hefur aukizt mjög að mikilvægi á undanförnum árum vegna þeirrar nauðsynjar að tryggja höfuðatvinnuvegunum rekstrarfé á tímum verðbólgu". Þessi umæli í skýrslunni eiga þó ekki við um iðnaðarvíxla. Þá víxla geta viðskiptabankarnir yfirleitt ekki endurselt Seðla- bankanum. Afleiðingar nýrrar stefnu Það er fróðlegt að gera sér grein fyrir, á hvern hátt fram- borin þingályktunartillaga myndi verka í framkvæmd. Með framkvæmd tillögunnar myndi skapast hér myndarleg fjölda- framleiðsla á ýmsum hlutum Framleiðendur myndu selja við- skiptabönkum sínum efnis- og framleiðsluvíxla, en viðskipta- bankinn endurselja þá eftir þeim reglum, sem Seðlabankinn myndi setja í samráði við ríkisstjórnina. Hvað myndi svo þetta leiða af sér?: Framleiðandinn hefði bol- magn til hagkvæmari innkaupa á efnivöru. í stað þess að fram- leiða vöru á dýran hátt í smáum stíl, myndi hann að sjálfsögðu framleiða slíka vöru í fjölda- framleiðslu. og útkoman yrði: Ódýrari vara — meiri fremleiðni — betri afkoma almennings. Sama má segja um verksmiðju iðnaðinn almennt, hann myndi hér fá mögueika til hagkvæmari rekstrar, fjölbreyttari fram- leiðslu, betri skipulagningar og jafnframt ódýrari framleiðslu — Þannig er hægt að taka dæmin víðs vegar úr íslenzkum iðnaði. Tæknin takmarkast vegna fjár- skorts. Þessi tilhögun myndi einnig geta haft stórkostlega þýðingu fyrir nýjar atvinnugreinar. Hún myndi t.d. leggja varanlegan grundvöll að þýðingarmiklum þætti íslenzks sjávarútvegs, smíði stálskipa á íslandi. Eins og nú er háttað viðskipt- um íslendinga eru vöruskipta- samningar gerðir við aðalvið- skiptalönd okkar. Er þá m.a. gengið út frá því, að meginhluti efnis til iðnaðar sé keyptur frá þessum löndum. Það hefur bein- línis háð þessum kaupum og þrýst enn meir á frjálsan gjald- eyri, hversu innkaup í smáum stíl eru erfið frá þessum „clearing“- löndum. Efnisinnkaup þaðan í stórum stíl verða ekki gerð nema bankarnir aðstoði og létti undir með innflytjendum. Iðnaðarbankinn Ef athuguð eru fjárfestingarlán atvinnuveganna, kemur í ljós, að iðnaður er þar mjög afskiptur. Stofnlánasjóðir iðnaðarins eru nær engir. í ársok 1956 eru út- lán Iðnlánasjóðs 4,3 millj. Á sama tíma eru útán úr sjóðum til landbúnaðarins um 135 millj. og úr sjóðum sjávarútvegsins yfir 200 millj. Með stofnun Iðnaðarbanka ís- lands í okt. 1952 hefst raunveru- lega nýtt tímabil í sögu iðnaðar hér á landi.' Bankinn hóf starf- semi sína vorið 1953 með 614 millj. hlutafé þar af á ríkissjóður 3 millj. en iðnaðarmenn og iðn- samtökin 314 millj. 15 millj. kr., sem fyrrverandi ríkisstjórn átti að leggja bankanum til að láni hafa aldrei fengizt, en frá stofnun hefur bankinn hins vegar lagt til lánakerfis húsnæðismála og rafvæðingar yfir 4 millj. kr. Þannig hefur ríkið raunverulega endurheimt það fjármagn, sem bankanum var lagt sem hlutafé. Bankinn hefur sífellt verið að sækja á og iðnaðarmenn sýnt honum verðskuldaðan áhuga og tiltrú. Samkvæmt reikningum bankans um s.l. áramót eru inn- stæður yfir 70 millj. kr. Sú til- laga, sem hér er borin fram myndi verða þessari stofnun ómetanlegur stuðningur Atvinnuöryggið Það er annað. sem ég vil einnig minnast litillega á máli mínu til stuðnings. Nýlega hafa verið samþ. á Alþingi lög um mánaðar uppsagnarfrest dag- launamanna. Allir geta glaðzt yfir því, að daglaunamaðurinn fái atvinnuöryggi á borð við aðra þegna þjóðfélagsins. En svo gæti farið, að þessi lög, án annarra ráðstafana, auki hættu á at- vinnuleysi hjá þeim aðiljum, sem hér er verið að vernda. At- vinnuveitandi, t.d. í iðnaði, verð- ur, eftir að þessi lög tóku gildi, að hafa vissu fyrir því lengra fram í tímann en áður, að sala á framleiðsluvörum hans stöðvist ekki. Hann verður að hafa stöð- ugan markað fyrir framleiðslu sina eða aðgang að fjá.rmagni til þess að geta tekið sölusveiflum, eða mætt árstíðarmarkaði, eins og hér á sér stað í mörgum iðn- greinum. Samkvæmt upplýsingum félags málaráðh. er atvinnuleysistrygg- shrifar ur 1 daglega lífinu J Sjómannadagurinn ÞAÐ er vel til fundið að helga sjómönnunum sérstakan há- tíðisdag á ári hverju og skemmti- legt, þegar veðrið er eins gott þennan dag og var á sunnudag- inn. Að visu hefðu fleiri íslenzk skip mátt vera inni, því að satt að segja bar mest á hersnekkjum í Reykjavíkurhöfn. Við Faxagarð lá Pailiser, „skip hennar hátign- ar“ Elisabetar II. Palliser er all- stór snekkja, sérstaklega útbúin til að granda kafbátum en er hér til aðstoðar brezkum fiskiskipum, meðan sjóher Bretadrottningar á ekki við neina kafbáta að stríða. Skipið er allmiklu stærra en þær snekkjur, sem Bretar sendu hing að til skannms tíma, og mun geta haft mun lengri útivist. Við Ægis garð lá frönsk freigáta, L’Ávent- ure, stórt skip og vel vopnað að sjá. Siglir það um heimshöfin frakkneskum togurum til trausts og halds. Kom það hingað frá Ný fundnalandi á laugardag og fer í dag til Noregs. Matrósarnir hafa vakið mikla athygli á götuin Reykjavíkur, enda skrautbúmr í bláum fötum, með stórar hvítar húfur prýddar rauðum dúskum. Og svo má ekki gleyma því, að í höfninni voru tvö íslenzk varð- skip: Þór og María Júlía. Af hinum stærri skipum ís- lenzkum og óvopnuðum voru í höfninni Goðafoss, Helgafell og a. m. k. 3 togarar. — Velvakandi fór niður í bæ til að fylgjast með hátíðahöldunum. Þeim verð- ur lýst annars staðar í blaðinu í dag, en vonandi móðgar það engan, þótt Velvakandi upplýsi, að útihátíðahöld eru eitt af því, sem honum er ekki sérlega vel við. Það getur sem sé tekið tals- vert á þolinmæðina að standa langalengi með einn krakka á háhesti og annan í fanginu. Verst er að bíða meðan íþróttamenn og ýmiss konar skemmtikraítar eru að búa sig undir að sýna listir sínar, en það tekur yfirleitt miklu lengri tíma en sýningin eða keppnin sjálf. Og svo er jafn líklegt, að blessaðir krakkarnir átti sig í rauninni alls ekki 6, hvað er að fara fram, vilji bara láta halda á sér eins og strákur- inn hjá næsta pabba! En nú mega forráðamenn sjómannadags ins alls ekki misskilja þessi orð. Hér er ekki um gagnrýni á sjómannadagshátiðahöldin að ræða. Satt að segja hafði Velvak- andi alltof mikið að gera við barnagæzlu til að hann dirfist að segja nokkuð um hátíðahöldin í heild. Danskir leikarar í heimsókn HÉR á landi er nú staddur flokkur frá Fólkleikhúsinu í Kaupmannahöfn til að sýna Reyk víkingum leikrit eftir Kaup- mannahafnarskáldið Soya. Er ferðin farin í tilefni af 100 ára afmæli leikhússins, en það var í fyrra, og fór flokkur frá Þjóð- leikhúsinu þá utan og sýndi Gullna hliðið. Fólkleikhúsið er stórt leikhús við Nörregade, sem yfirleitt þykir sýna góð verk og hafa snjalla leikara til að túlka þau. Meðal leikaranna, sem hér eru nú, eru Ebbe Rode og Bir- gitte Federspiel, bæði mjög þekkt ir listamenn, sem íslenzkir leik- vinir þekkja úr kvikmyndum. Leikhússtjórinn Thorvald Larsen, er hér einnig staddur. Er hann einnig frægur maður af starfi sínu að leikmálum. — Engin rigning NOKKRIR menn hafa hringt til Velvakanda síðustu daga og rætt um þurrkana, sem gengið hafa að undanförnu á Suður- og Suðvesturlandi. Þykir mönnum komið í mikið óefni og hafa á hyggjur af gróðri, enda fer hon- um ekkert fram. í þessu sam- bandi stakk maður nokkur upp á því að beðið skyldi í kirkjunum um regn og annar sagði Vel- vakanda frá aðgerðum, sem reyndar hafa verið í Ameríku og Sviss til að framleiða regn úr loftinu, ef svo mætti að orði komast. Hafði hann góð orð um að skýra lesendum dálkanna nán ar frá þeim málum síðar. Leiðbeiningastarf strætisvagnastjóra /\ SKRIFAR: U „Eiga strætisvagnabílstjórar að kalla upp nöfn gatna, sem þerr stoppa við? Um daginn ætlaði ég til Kópavogs. Ég er ekki kunn ug þar og spurði bílstjórann, hvar bezt væri að fara úr við Borgar- holtsbraut. „Auðvitað við hana“. svaraði hann önugt. Vagnínn ók um allan austurbæinn í Kópavogi án þess að bílstjórinn kallaði upp nokkurn viðkomustað. Brátt vor- um við á leið til Reykjavíkur aftur. Þetta fyrirkomulag er al- veg ómögulegt. Væri ekki betra að bílstjórinn nefndi göturnar?" ingasjóður nú um 90 millj. og mun hann hafa lánað til atvinnu- tækja í fjárfestingu víðs vegar um landið og er það að sjálf- sögðu lofsvert. Nú mun hins vegar Seðlabankinn hafa fryst tekjur þessa sjóðs, svo að hann verður ekki fær um á næstunni að hlaupa undir bagga til styrkt- ar atvinnulífi þeirra byggðarlaga, þar sem þess gerist mest þörf, á sama hátt og átt hefur sér stað að undanförnu. Það er ekki nóg að staðsetja og stofna fyrirtæki til atvinnu. jöfnunar, það þarf einnig að reka þau og reksturinn kostar fjár. magn. Það hefur oft gleymzt, að út- þynning krónunnar kallar á fleirl krónur í reksturinn. Það er án efa ekki síður aðkallandi að ráða bót á þessu heldur en byggja upp ný atvinnutæki. Tillaga mín get- ur á viðunandi hátt bætt hér úr og skapað jafnvægi einnig á þessu sviði, auk þess sem hún er, að minum dómi, sú raunverulega lækning á árstíðabundnu atvinnu leysi í velflestum greinum iðnað arframleiðslu víðs vegar um Iand ið. í þeim iðnrekstri, sem ég þekki bezt, járniðnaði. er mesti anna- tíminn t.d. hér í Rvík að jafnaði frá því snemma að vori og fram eftir hausti. Þegar veður versna og útivinna leggst niður, vill oft svo fara, að erfiðleikar skapast með nægilega vinnu. Á dauða timabilinu er að sjálfsögðu reynt eftir megni að halda uppi atvinnu með alls könar nýsmíði, en þetta er hægt í miklu stærrl stil, ef eðlileg bankastarfsemi fyrir iðn- aðinn á sér stað. Þýðing iðnaðarins Iðnaðurinn veitir í dag sem næst Vi landsmanna atvinnu. Ég vil vekja athygli hv. Alþingis- manna á því, að hinar tvær höfuð greinar atvinnulí'fsins, landbúnað ur og sjávarútvegur, hafa árum saman notið þessa réttar, sem hér er farið fram á handa iðnaöinum, samtímis hefur Iðnaðarbankinn raunverulega ekkert fjármagn fengið frá rikinu, eins og ég hefi fært rök að, auk þess ekki verið staðið við þær 15 millj., sem til hans var lofað. Hér er ekki aðeins um réttlætis mál að ræða, heldur þjóðþrifa. mái, sem leiða mun til stórauk- innar og bættrar framleiðslu og velmegunar fyrir landsmenn og leggja mun grundvöll að útflutn- ingi á iðnaðarvörum frá fslandi. % Ræða Einars Olgeirssonar Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs að ræðu Sveins Guð- mundssonar lokinni. Hann kvaðst hafa minnt á það við umræðurn- ar um efnahagsmálafrumv. ríkisstjórnarinnar, að engin trygg ing væri fyrir því, að Seðlabank- inn myndi auka lán sín til við- skiptabankanna. Þyrfti þingið að gera sér ljóst, hvernig bankinn kæmi fram. — Einar sagði einnig» að iðnaðurinn hefði orðið útund an um lán og þyrfti að leiðrétta það. Skipti það ekki sízt máli fyr ir Reykjavík, sem á ýmsan hátt hefði setið á hakanum að undan- förnu. Meðferð málsins Sveinn Guðmundson Iagði til, að tillagan yrði afgreidd þegar á fundinum í gær, þar sem nú líður að þinglausnum. Iðnaðarmálaráð herra (Gylfi Þ. Gíslason) vildi láta vísa henni til allsherjarnefnd ar, en Jóhann Þ. Jósefsson studdi tilmæli flutningsmanns. Tillaga ráðherra var borinn upp og sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 19 atkv. gegn 17, 2 sátu hjá, en 14 voru fjarstaddir. LONDON 2. júní. — Indversk blöð ræða nú mikið deiluna milli Títós og Kreml. Mörg af stærstu blöðum landsins hafa undar.farna daga varað við of nánum viðskipt um við Rússa — og sagt fram- komu þeirra við Júgóslava aug- Ijóst dæmi um það, hvað býr að baki hinum fjölmörgu rússnesku lánstilboðum til handa Indverj- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.