Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 3. Júní 1958 MOUGUNBLAÐVÐ 19 Aidrífunku kosníiigar í Svíþjóð STOKKHÓLMI, 2. júní. — Ljóst er, að jafnaðarmenn og hægri- menn hafa unnið á í kosningun- um til neðri deildar sænska þings ins, sem fram fóru um helgina. Efnt var til kosninganna vegna ósamkomulags um tillögur þær, er jafnaðarmenn hafa lagt fram um ellilífeyri — og sagði Erland- er forsætisráðherra, er úrslit kosninganna voru nokkurn veg- inn kunn, að ekki væri annað sýnt en að þjóðin hefði veitt jafnaðarmönnum stuðning í líf- eyrismálinu — og lögfesta bæri ellilífeyrisfrumvarpið hið skjót- asta. Enn eru endanleg úrslit kosninganna ókunn, því að taln- ingu utankjörstaðaratkvæða er ekki að fullu lokið. f kvöld voru þessar tölur fyrirliggjandi: 'OC B Jafnaðarmenn 112 U 3 Jto sCC$ (108) > co 46,8% Fólksfl 38 ( 53) 18,0% Kommúnistar 5 ( 6) 3,4% Miðflokkurinn 32 ( 19) 13,0% Hægri fl. 44 ( 42) 18,7% í síðari fregnum segir, að svo virðist sem kosningar þessar muni hafa mikil áhrif á stjórn- málin í Svíþjóð í framtiðinni. Jafnaðarmenn og kommúnistar hafi nú fengið samtals 117 þing- sæti, en borgaraflokkarnir þrír 114. Forseti þingsins hefur ekki kosningarétt •— og allt þykir benda til þess, að borgaraflokk- arnir þrír fái einn þingmann í viðbót að talningu utankjörstað- aratkv. lokinni. Þess vegna geti svo farið, að hlutkesti verði að ráða í afgreiðslu þingmála. LokatónSeikar Sinfóniu - hljómsveitarinnar í kvöld Búizt er við að Hægri flokkur- inn eigi mikinn hluta utankjör- staðaratkvæða. Notostöðvaz? TÚNIS 2. júní — Varnarmála- ráðherra Túnis lét svo um mælt í dag, að Túnisstjórn gæti vel falUzt á það, að herstoðvar Frakka í landinu yrðu framvegis undir stjórn Atlantshat'sbanda- lagsins, en Frakkar yrðu hins vegar að hverfa úr landi hvað sem tautaði. — Frakkland Framh. af bls. 1 miðnætti um það, hvort veita eigi de Gaulle heimild til þess að gera breytingar á stjórnskipunarlög- unum upp á eigin spýtur. De Gaulle lagði ríka áherzlu á það áður en fundi var slitið, að hann krefðist þess að fá umbeöna heimild, þingið skipaði ráðgef- andi nefnd til þess að fjalla með stjórninni um málið, en nefnd þessi hefði ekkert úrslitavald. Auk þess gerði de Gaulie það að skilyrði, að stjórnskipunarlögin yrðu að breytingunum loknum lögð fyrir þjóðina, en ekki þingið. Ef þingheimur féllist ekki á þetta — þá bæðist hann lausnar fyrir sig og stjóra sína. ★ ★ • í kvöld bárust fregnir þess efn- is, að kommúnistar hefðu efnt til verkfalla víðs vegar um Frakk- land til að mótmæla valdatöku tíe Gaulle. í morgun var þátttaka í þessum verkföllum ekki ýkja- mikil, en hún mun hafa aukizt, þegar líða tók á kvöldið. Ekki var fullljóst hve víðtæk verkföllin voru orðin í kvöld. Laust fyrir miðnætti: Beðið er eftir atkvæðagreiðslunni í þing- inu með mikilli eftirvæntingu. Ýmsir þeir, sem stutt hafa de Gaulle hafa nú snúizt gegn honum — og segjast ófúsir til þess að samþykkja það, að þinginu verði ekki veittur réttur til þess að hafa hönd í bagga með endurskoðun stjórnskipunarlag- anna. Leiðtogi kommúnista sagði, að þingið mundi undirrita dauða dóm sinn, ef það gæfi de Gaulle eftir í þessu máli — og jáfnvel einn af leiðtogum hægrimanna, sem hvað ákafast hefur barizt fyrir de Gaulle, lýsti því yfir, að hann mundi ekki standa með her- foringjanum í þessu máli. Áætlað var, að þingið tæki sér sex mán- aða frí að þessum fundi loknum, en nú virðist allt á huldu um framtíð síjórnar de Gaulle. Ungmennastúkan Hrönn nr. 9. Þeir, sem ætla í ferðalagið um helgina, tilkynni þátttöku sína í dag kl. 6,30—3,30 í G.T. og greiði helming þátttökugjaldsins kr. 50. SÍÐUSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á þessu starfs- ári hér í Reykjavík, verða í kvöld kl. 9.15 í Austurbæjarbáói. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Paul Pampichler. Einleikari með hljómsveitinni verður cellosnill- ingurinn Erling Blöndal Bengts- son. Leikur hann tvö verk, cello- konsert í D-dur eftir Haydn og Rokokotilbrigðin svonefndu eftir Tjaikovskij. Auk þess leikur hljómsveitin óperuforleik eft- ir Rossini og sin- fóníu númer 40 í g-moll eftir Mozart. Efnisskráin á þessum hljóm- leikum er mjög skemmtileg. Þá er það vissulega ánægjulegt fyrir hljómsveitina að geta lokið starfsári sínu með því að bjóða hlustendum að hlýða á slíkan sólóista sem Erling Blöndal. Bengtsson Karlakór Akureyrar í söngför Á föstudaginn er væntanlegur hingað í bæinn Karlakór Akur- eyrar og heldur kórinn samsöng um kvöldið i Austurbæjarbíói. Söngstjóri kórsins er Áskell Jónsson. undirleikari Guðrún Kiistinsdóttir og einsöngvarar þeir Eiríkur Stefánsson, Jóhann Xonráðssou og Jósteinn Koaráðs- snn. Sinfóníuhljómsveitin á stöðugt vaxandi vinsældum að fagna hér í höfuðborginni, sem bezt sést á j því, að tónleikar hennar hafa ver ; ið mjög fjölsóttir í vetur og vor. De Gaulle vestur um haí? WASHINGTON 2. júní. Fregnir hafa flogið þess efnis, að Eisen- howcr hefði í hyggju að bjóða de Gaulle vestur um haf, cftir að Macmillan hefur heimsótt for setann, en samkvæmt tilkynn- ingu fulitrúa bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, er ráðuncyt- inu ekki kunnugt um að nein ákvörðun hafi verið tekin um það. Jafnaðarmenn töpuðu BRUSSEL 2. júní. — í þingkosn- ingunum, sem fram fóru í Belgíu um helgina, unnu kaþólskir á, en jafnaðarmenn, sem hafa farið með stjórnarforustu misstu fylgi. Fullvíst er talið, að kaþólskum verði nú falið að mynda stiórn — og koma þá tveir helzt ti! greina: Eyákens, fyrrum fjármá’a ráðhtrra og forsætisráðherra stuttan tíma árið 1949 — og Van Houtte, sem var forsætisráðherra frá 1952—1954, er jainaðarmenn og frjálslyndir unnu á — cg mynduðu stjórn. Mikið er rætt um hver afstaða kaþó’skra verð- ur í utanríkismálum, en Be’.gía hefur um árabil verið eitt af foi- usturíkjum um vestræna sam- vinnu. Hjartanlega þakka ég börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öllum vinum og kunningjum, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum, blómum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu 29. maí. Guð blessi ykkur öll alla tíma. Guðjón Jónsson, trésmiður, Grettisgötu 31. Öllum þeim sem heiðruðu okkur með nærveru sinni á gullbrúðkaupsdegi okkar 12. maí 1958 færum við hjart- ans innilegasta þakklæti. — Ennfremur börnum okkar, tengdabörnum, barnabörnum, syskinum, vinum og öllum kunningjum nær og fjær, sem sendu okkur hjónum alls konar gjafir, blóm, skeyti og sýndu okkur margs konar virðingar vott. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll a£ náð sinni nú og í allri framtíð. Guðríður Eiríksdóttir og Einar Þórðarson. I Eiginkona mín KRISTlN JÓNARDÓTTIR andaðist 1. júní.. Guðm. Andrésson, gullsmiður. Hjartkær eiginmaður minn HJÖRTER JÖHANNSSON skipasmiður, frá Bíldudal, lézt í Bæjarspítalanum í Reykjavík 2. júní. Vilborg Sölvadóttir. Bróðir okkar VALDIMAR JÖNSSON, póstur Kistu, Vatnsnesi, lézt í Sjúkrahúsi Akraness 1. júní. _____________ Systir hins látna. EINAR J. ÓLAFSSON, kaupmaður Freyjugötu 26, andaðist í Landakotsspiiala að morgni 31. maí sl. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Maðuinn minn, sonur og bróðir SMÁRI SIGURJÓNSSON rakari, lézt af slysförum 31. maí sL Kolbrún Hoffritz, Arndís Andrésdóttir, Magnea Signrjónsdóttir. Móðir oklcar GUÐRtJN GUÐJÓNSDÖTTIR Selvogsgötu 5, Hafnarfirði, andaðist að St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, aðfaranótt 1. júní. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn hinnar látnu. a——aowM————■—b—Kjfcia—Iaaw—n— Móðir mín, tengdamóðir og amma JÖHANNA ARNGRlMSDÓTTIR lézí að heimili mínu Bústaðaveg 75 2. júní. Ásta Sigurðardóttir, Sveinn Ólafsson, Lilý Karlsdóttir, Geir Halldórsson, Thedóra Sveinsdóttir. Jarðarför móður minnar og fósturmóður okkar JÓHÖNNU GUÐRCNAR JÓHANNSDÓTTUR Vesturbraut 22, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiði, fimmtudagfnn 5. júní, kl. 2. Athöfn og blóm. Berþór Albertsson, Albert Þorsteinsson, Guðún Albertsdóttir og Steindóra Albertsdóttir. Móðir okkar INGILEIF A. BARTELS verður jarðsungin frá kirkju Elli- og hjúkrunarhe'milis- ins Grund, miðvikudaginn 4. júní kl. 1,30 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Haraidur, Henrik og Sigurður Ágústssynir. Maðurinn minn GESTUR MAGNÚSSON Hverfisgötu 121, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni 4. júní kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans er bent á einhverja líknarstofnun. Sigríður Ingvadóttir. Með hlýjum hug þökkum við þeim öllum er sýndu okk- ur samúð og heiðruðu minningu móður okkar og tengda- móður Frú ELlSABETAR SIGURÐARDÓTTUR frá Stóra-Hrauni. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsnýda samúð og vinarhug við andiát og jaiðarför BJÖRNS GUÐMITNDSSONAR frá Efstu Grund Vandamcnn. Hjartans þakkir fyrir au'ðsýnda samúð við andlát og útför LOFTS JAKOBSSONAK frá Neðra-Seli. Einnig okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem heimsóttu hann í veikindum hans og til allra þeirra, sem hjúkruðu honura og réttu honum hjálparhönd á einhvern hátt. Margrét Loftsdóttir, Sigríður Loftsdóttir, Ágúst Loftsson, Þorsteinn Loftsson, Guðinuudur Loftsson, Ingvar Loftsson, Einar Loftsson, Sigurbjartur Loftsson, Guðmundur Elíasson, Jakob Loftsson, Árni Sæmundsson, Jón Dauíelsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sveiney Giiðmuudsdóttir, Jóhanua Loftsson, Sigriður Jónsdóttir, Þorbjörg Vilhjálmsd., Ágústa Einarsdóttir, Ástrún Guðmundsdóttir. og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.