Morgunblaðið - 20.06.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.1958, Síða 2
2 MORCinXBT 4 ÐIÐ Föstudagur 20. júní 1958 Lögfrœðingar um heim aíian mótmœla ungversku aftökunum HAA.G, 19. júní. — Alþjóðlega lögfræðinganefndln, sem hefur að setur Haag sendi í fyrradag út eftirfarandi yfiriýsingu í sani bandi við aftökuna á Imre Nagy, íuu ieiðtogum: „I þeirri skelfingu og and- styggð sem grípur menn um all- an heim vegna fréttanna af líf- láti Imre Nagys, Pal Maleters og annarra ungverskra leiðtoga, er mikilvægt að ieggja áherzlu á nokkrar meginstaðreyndir, sem kunna að hafa farið fram hjá mönnum: 1) Ungversku stjórnarvöldin hafa kosið að skýra frá aftökun um á sama tíma og athygli heimsins beínist að mörgum öðr- um viðsjárverðum vandamálum, t. d. á Kýpur og í Líbanon. Þau taka tillit til og óttast almenn- ingsálitið í heiminum, þegar það beinist gegn þeim. 2) Ráðstafanir þær sem gerð- ar hafa verið gegn Imre Nagy og hinum leiðtogunum, sem dæmdir voru til lífsláts eða fang elsisvistar, eru ekki einstæð eða afbrigðileg dæmi um pólitíska hefnd. Ungverska valdaklíkan hefur haldið uppi pólitískum rétt arhöldum fyrir luktum dyrum allt þetta ár, en fregnir af þeim hafa aðeins verið birtar á tím- um, þegar talið er að almenn- ingur sé of önnum kafinn eða óvirkur til að mótmæla kröftug- lega. Til dæmis var tilkynnt að hefjast ættu réttarhöld 6. maí sl. gegn allmörgum merkum Iög- fræðingum, þeirra á meðal fyrr verandi forscta Alþjóðlega lög- mannasambandsins (Union Inter- nationale des Avocats), en úr- slit þessara réttarhalda eru ó- kunn, að því bezt er vitað. 17. maí sl. tilkynnti ungverska frétta stofan að fjórir dauðadæmdir menn hefðu verið teknir af lífi. Þeir voru í hópi 16 manna sem höfðu þegar verið dregnir fyrir rétt og dæmdir í október 1957. Þá voru þrír úr hópnum dæmdir í fangelsi, en aðeins einn til dauða. Þeir fjórir sem fréttastof- an sagði frá voru líflátnir eftir ný réttarhöld í „alþýðudeild hæstaréttar“, en þar hafa leikm. án nokkurrar lögfræðimenntunar, sem skipaðir eru af flokknum, sama atkvæðamagn og hinir lærðu dómarar. Fyrir þessum dómstóli fær hinn ákærði ekki að velja sér verjanda. 3) Af þessu leiðir að ekkert nema ákveðin og þolgóð sókn almenningsálitsins um gjörvallan heim getur dregið úr þeim ásetn- ingi ungverskra stjórnarvalda að halda fast við og herða á þeirri villimannlegu kúgun, þar sem öll grundvallaratriði réttlætis og Þjóðhátíðiii í Hveragerði HVERAGERÐI, 19. júní — 17. júní hátíðahöldin hér hófust með skrúðgöngu kl. 1,30. Var gengið frá skólahúsinu og gegnum þorp- ið að sundlauginni, þar vn aðal- hátíðahöldin fóru fram. Þórður Snæbjörnsson setti samkomuna og stýrði henni. Fyrst var guðs- þjónusta. Sr. Helgi Sveinsson messaði, en kirkjukórinn söng. Aðalræðu dagsins flutti Úlfar Ragnarsson læknir. Minni fjall- konunnar flutti Hildur Björns- dóttir. Að því loknu var sungið Guð vors lands. Þá var tekin upp léttari dag- skrá, sem byrjaði með boðsundi milli goifklúbbsins og afgreiðslu- kvenna. Næst fór fram göngu- keppni á grönnum planka, sem lagður var þvert yfir sundlaug- ina. Það voru garðyrkjumenn og iðnaðarmenn, sem áttust við og kom það sér vel fyrir garðyrkju- mennina að volg laugin var til að detta í! Þá var eggjaboðhlaup, en síðasti liður á skemmtuninni var knattspyrna milli giftra og ógiftra, sem lauk með stórsigri ógiftra. Um kvöldið hófst svo samkoma í veitingahusinu Pal Maleter og öðrum ungver.sk- mannúðar eru að engu höfð. 4) í þessu sambandi hafa lög- fræðingar sérstaka skyldu til að halda á Ioft þeirri ögrun sem ungverska valdaklíkan sýnir öll- um viðteknum reglum um rétt- læti og saksókn, sem hvert ein- asta menningarþjóðfélag heldur í heiðri. Fangelsun um langan tíma án réttarhalda, leynileg réttarhöld fyrir dómstólum í beinni þjónustu við valdaklíkuna, synjun frumstæðustu rétt- inda til varnar, grimmilegar og villimannlegar refsingar. alit þetta særir samvizku og grefur undan sameiginlegri hefð lög- fræðingastéttarinnar um allan heim. Norman S. Marsh, framkvæmdastjóri". Markmið lögfræðinga- nefndarinnar Alþjóðlega lögfræðinganefndin er óháð stofnun, sem á óbeina aðild að Efnahags- og félagsmála- ráði Sameinuðu þjóðanna. I nefndinni eru lögfræðingar frá rúmlega 30 löndum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Helzta mark- mið nefndarinnar er að skyra og efla lögin í þjóðfélögum heimsins og varðveita þær hefð- ir sem leggja megináherzlu á virðingu og réttindi hvers ein- staklings gagnvart ríkisvaldinu. Alþjóðlega lögfræðinganefndin hefur birt þrjár ýtarlegar skýrsl- ur um ástandið í Ungverjalandi, þá fyrstu í apríl 1957, þá næstu í júní 1957 og hina síðustu í febrú ar 1958. Margar skýrslur Nefndin hefur einnig í sam- vinnu við önnur samtök sent áheyrnarfulltrúa tii landráða- réttarhaldanna í Suður-Afríku, og varaforseti hennar fór til Júgóslavíu til að gefa skýrslu um réttarhöldin yfir Milovan Djilas. Þá hefur nefndin birt ýtarlegar skýrslur um réttarfarið í ríkjum eins og Sovétríkjunum, Portúgal og Spáni. Skýrslur nefndarinnar og önnur rit á vegum hennar eru gefin út á fjórum tungum, ensku, frönsku, þýzku og spænsku. • • Ofugmœlakennd gagn- rýni kommúnista „Kropp" Þórðar og „businessfyrir- tækið" SÍS REIKNINGAR Reykjavíkurkaup staðar voru til annarrar umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Full- trúar kommúnista og Framsókn- ar héldu uppi bragðdaufu mál- þófi fram á kvöld, eða eins og Framsóknarmaðurinn Þórður Björnsson orðaði það, er hann hóf ræðu sína og sagðist „kroppa í einstaka liði“ reikninganna. — Taldi borgarstjóri „kropp“ Þórð- ar tilviljanakennt sem fyrr, en Þórður brá því þá fyrir sig, að Framsókn ætti engan fulltrúa í hópi endurskoðenda bæjarreikn- inga og væri því lítt á sínu færi að kryfja málin til mergjar. Voru ræður Þórðar í miklum kvörtunartón. Fyrst og fremst var hann kommúnistum sár yfir því að þeir hefðu borið fram ýmsar tillögur, sem hann hefði fundið upp og borið áður fram, en þá verið feildar Kvartaði hann og yfir of litlum rekstrar- hagnaði Reykjavíkurbæjar götur hefðu ekki verið lagðar sem skyldi og almenningsnáðhús hefðu ekki verið reist nógu mörg. Þá fannst honum lítið hafa verið unnið að fegrun Hljómskálagarðs ins svo og Skólavörðuholts. — Fannst honum óhæfa að telja óinnheimt fé bæjarins til eigna, lítið væri um sparnað — og vildi láta fara fram eins konar skoð- anakönnun meðal fólks um hvað betur mætti fara í bæjarrekstr- inum — og „taka þar til fyrir- myndar vel rekin „businessfyrir- tæki“ eins og Samband íslenzKra samvinnufélaga og General Mot- ors“, eins og Þórður orðaði það. Ingi R. Helgason, fulltrúi kommúnista, gagnrýndi vaxandi útsvör og lagði til að útsvars- skylda Hitaveitu, Vatnsveitu og Rafmagnsveitu yrði afnumin. Þá bar hann fram tillögu um aukna fjárhagsaðstoð til einstaklinga, sem hygðust kaupa íbúðir þær, betur yrðu samræmc’ innkaup bæjarins en hann sagði að gert hefði verið. Sagði hann og, að hvergi örlaði á sparnaði og hagsýni — og eng- in stórvirki í rekstri bæjarins á síðasta ári. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, svaraði og sagði ummæli Inga R. Helgasonar um bæjar- reksturinn hin mestu öfugmæli, sem fram hefðu komíð á fundum bæjarstjórnar um árabil — að ræðum Þórðar Björnssonar und- anskildum. Ingi R. Helgason vildi minnka útsvörin, fella niður út- svarsskyldu þriggja fyrirtækja og auka framkvæmdirnar jafn- framt að stórum mun á tíma og ríkisstjórn sú, sem hann styddi, hefði aukið álögur á al- menning geysimikið og ýtt undir verðbólguna. Benti borgarstjór- inn á margvíslegar sparnaðarráð- stafanir, sem gerðar hefðu verið, m. a. í sambandi við sorphreins- un og bókhald. Ráðizt hefði verið í mörg stórvirki, svo sem útrým- ingu heilsuspillandi húsnæðis, skólabyggingar og byggingu bæj- arsjúkrahúss o. fl. Benti hann á hvílík firra það væri í málflutn- ingi Þórðar Björnssonar, að ekki mætti telja útistandandi skuldir til eigna. Bærinn ætti nú t. d. tæpar 18 millj. hjá ríkinu og 38 millj. útistandandi veðskuldir. Vildi Þórður strika þetta út? Þá gat hann þess, að verið hefðu nær 40 braggaíbúðir á Skólavörðuholti, nú væri búið að útrýma nær öllum — og hafizt yrði handa um fegrun holtsins, þegar braggarnir yrðu með öllu lagðir niður. Skýrði hann jafn- framt frá því, að í undirbúmngi væru miklar framkvæmdir varð- andi framræslu skólps — mundi skólpinu verða veitt langt fram í sjó í miklum leiðslum fyrir heil hverfi. Fiskveiðar NorBmanna bíða hnekki við víkkun landhelginnar segja norskir útgerðarmenn OSLO, 19. júní. — Morgenbladet skýrði frá því nú um helgina að samband útgerðarmanna i Nor- egi hefði sent sjávarútvegsmála- ráðuneytinu í Osló orðsendingu þar sem svo er til orða tekið, að verði fiskveiðilögsagan al- mennt færð út í 12 sjómílur, þá sé það rothögg fyrir þann hluta norska flotans, sem sækir á fjar- læg mið. Sambandið telur upp þau fiski- mið, sem um sé að ræða, og seg- ir m. a. að þá sé úti um síld- veiðar Norðmanna við Island, bæði með snurpunót og netum og með með hinni nýju veiðitækni sem svo miklar vonir séu bundn- ar við. Ennfremur verði þorsk- veiðar Norðmanna með línu ó íslandsmiðum úr sögunni. Þá er bent á, að við Vestur- Grænland muni 12 mílna fisk- veiðilandhelgi hafa það í för með sér, að fiskveiðar Norðmanna kringum Kap Farvel, á Juliane- flóanum, að nokkru á Frederiks- habsmiðunum eg umfram allt á Holsteinborgsvæði verði með öllu úr sögunni. Fiskimiðin á þessum slóðum rýrna svo stór- kostlega, að það verður miklum erfiðleikum bundið að veiða þar, jafnvel þótt fiskurinn kæmi út fyrir 12 mílna landhelgina. Einnig við Nýfundnaland mun víkkun landhelginnar verða norskum fiskimönnum mjög ó- hagstæð, einkum á þeim tímabil- um þegar fiskurinn gengur ná- lægt landi. Einnig munu selveið- arnar við Nýfundnaland verða úr sögunni. Sambandið er mjög svartsýnt á framtíðina og fer þess á leit við ráðuneytið að það geri allt sem í þess valdi stendur til að girða fyrir slíkan skaða á þeim ráðstefnum sem haldnar verða um þessi mál. Sambandið bendir á það í orð- sendingu sinni, að fiskveiðar við strendur Noregs muni ekki græða á víkkun landhelginnar. Það verði nefnilega að gera ráð fyrir því að þröngt verði á mið- unura þegar allur fiskiflotinn frá fjarlægu miðunum keppi um heimamiðin við bátana sem þar hafa stundað veiðar. Norðmenn verða að bjarga eigin miðum OSLO, 18. júní — Lange, ulanrík- isráðlierr-a INorðmanna, lét svo um inælt í nor.ska þinginu i dag, að ef ekki næðist sanikoinulag uni útvíkkun fiskveiðilandliclginnar, Sama mundu Norðmenn neyddir til þess að gera ráðstafanir til að vernda fisikimiðin við strendur Noregs. Höfuðásla^ðan væri sú, að svo gæti farið, að togarar margra þjóða yrðu að hverfa af mið- um, sem þeir hefðu veill á I NV- Atlantshafi í áralugi. Norðnienn 17. júní á Húsavík HÚSAVlK, 18. júní. — 17. júnl hátíðahöldin hófust kl. 10,30 með því að fánum skreyttir bílar óku með börn um bæinn. Klukkan 1,30 var messa I Húsavíkurkirkju. Sóknarpresturinn, séra Lárus Halldórsson, predikaði. Kl. 2,30 hófst hátíðasamkoma á Höfðan- um. Aðalræðuna flutti bæjarfó- getinn, Jóhann Skaftason. Guð- rún Karlsdóttir og Sigurður Hall marsson lásu upp ættjarðarljóð og karlakórinn Þrymur söng. Siðar um daginn hófust íþrótt- ir. M.a. kepptu Mývetningar og Reykdælir annars vegar og Völs- ungar í Húsavík í knattspyrnu. Leik lauk méð sigri Völsunga 5:1. Um kvöldið var dansað í komuhúsinu. —Fréttaritari. yrðu að gera ráðstafanir til að afleiðingarnar bitnuðu ekki á fiski nuðum þeirra. En I.ange sagði, að slíkar . iðslaf tnir yrði að fram- kvæma án þess að stofna vináttu- böndum við grannþjóðirnar í voða. Sagði hann stjúrii sína hafa séð fyrir, að fiskveiðitakmörkin yrði að færa u' — og þess vegnu hefði fulltrúi Noregs á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf fengið fyrir- mæli um a . styðja 12 mílna fisk- veiðilandhi‘igi. Akureyringar kveðja Stein Steinsen bœjarstj. AKUREYRI, 16. júní: — í gær hélt bæjarstjórn Akureyrar sam- sæti að Hótel KEA til heiðurs fyrrverandi bæjarstjóra sínum, Steini Steinsen. Hóf þetta sátu íulltrúar bæjarstjórnar, starfslið bæjarins og ýmsir samstarfs- er bærinn hefur bvggt. Þá, aS. steing fyrr og slðar> auk fleiri gesta. Margar ræður voru fluttar. Minntust allir ræðumenn hins fráfarandi bæjarstjóra með vinsemd og virðingu. Stjórnmála skoðanir skiptu i þvi sambandi engu máli. Ræðumenn voru sam mála um að Steinn Steinsen hefði rækt starf sitt í þagu bæjarins af stakri alúð og kostgæfni sýnt festu og aukið traust bæjarms út á við. Aldrei hefði kennt hlut- drægni í starfi hans. Sem Sjálf- stæðismaður hefði hann sætt pólitískrj. gagnrýni. Hins vegar hefði hann aldrei verið borinn þeim sökum að hann hefði ekki haldið fullkomlega málefnalega á verkefnum bæjarins. Hann hefði jafnan verið vinsæll, enga óvildarmenn átt enda ekki sjálfur borið kala til eins eða neins — Steinn Steinsen var kjörinn bæj arstjóri á Akureyri ári, 1934 og gegndi því starfi samfleytt í 25 ár. Hefur enginn maður hér á landi setið jafnlengi í bæjar- stjóraembætti. Bæjarstjórn til- kynnti að Steinsen myndi afhent málverk eftir Kjarval, sem heið- ursgjöf frá bænum, en þar sem myndin væri ekki enn fullgerð yrði afhendingin að bíða. Stemn Steinsen er á förum héðan frá Akureyri og mun flytjast til Reykjavíkur.Fylgja honum hlýj- ar kveðjur bæjarbúa og þakkir fyrir gifturíkt starf. —vig. Bjarrai frá Hofteigi hlaut Saravinnu- verðlaunin SMÁSAGNAKEPPNI Samvinn- unnar lauk á þann veg, að Bjarni Benediktsson frá Hofteigi bar sigur úr býtum fyrir söguna „Undir dómnum“. Hlýtur hann í verðlaun för með Sambandsskipi til meginlandsins og vasapeninga til fararinnar að auki. Önnur verðlaun hlaut Guðný Sigurðardóttir, Hringbraut 43 í Reykjavík, fyrir söguna „Tveir eins—* tvær eins“ og þriðju verð laun hlaut Ási í Bæ í Vestmanna- sam- eyjum fyrir söguna „Kosninga- dagurinn”. Alls bárust 152 sögur og er það mun meiri þátttaka en í hinum tveim fyrri smásagnakeppnum Samvinnunnar. Dómarar voru Andrés Björnsson, Andrés Krist- jánsson og Benedikt Gröndal. Töldu þeir sögurnar nú yfirleitt betri og jafnari að gæðum en áður. Verðlaunasögurnar munu birtast í næstu heftum Samvinn- unnar og auk þeirra birtast síðar allmargar sögur úr keppninni. Af þessum 152 sögum voru 53 eftir konur, 97 eftir karlmenn, en 2voru nafnlausar og óauðkenndar með öllu. Úr Reykjavík bárust 53 sögur, 6 úr Árnessýslu. 6 úr Rangárvallasýslu, 2 úr Skaftafells sýslum, 9 ur Múlasýslum, 8 úr N- Þingeyj arsýslu, 7 úr S-Þingeyjar sýslu, engin úr Eyjafirði, en 13 frá Akureyri, 6 úr Skagafirði, 7 úr Húnavatnssýslu, 1 úr V-Húna vatnssýslu, 1 úr Dalasýslu, 6 af Vestfjörðum, 1 úr Snæfells- og Hnappadalssýslu, 1 úr Mýrasýslu, 1 frá Akranesi, 10 úr Gullbringu og Kjósarsýslu, 4 frá Hafnarfirði, 5 úr Kópavogi og 3 frá Vest- mannaeyjum. (Frá SÍS).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.