Morgunblaðið - 21.06.1958, Side 2
2
MORCl’NRT 4ÐIÐ
Laugardagur 21. júní 1958
— ÚtifundurJnn
Framh. aí' bls. 1
verða sér ævarandi varnað gegn
hvers konar tillátssemi við riki
og stjórnarstefnur, sem sitja á
svikráðum við frið og frelsi og
eiga allt vald undir samvizku-
'ausum ofbeldisaðgerðum“.
Ekki tutla eftir ....
Fyrsti ræðumaöur var séra
Sigurbjörn Einarsson prófesaor,
fulltrúi Stúdentafélags Reykja
víkur. — Hann sagði m. a.:
l>etta lítilræði, sem Kadar og
bræður hans, meiri og minnx,
hafa bætt í afrekaskrá sína, á dá-
litla forsögu. Það gerðist fyrir
tveimur árum rúmum, að svipt
var hulu af réttarfari og samlífs-
háttum af rússneskri gerð, hulu,
sem hafði verið eða átt að vera
næsta held þar til. Það var birt
öllu mannkyni, að í þessum ríkj-
um hefði ekkert verið tíðara á
liðnum árum en að taka ménn
af lífi fyrir litlar sakir eða eng-
ar, auk rakalausra fangelsana og
margs konar ójafnaðar annars og
siðlausra ofbeldisverka. Þessar
afhjúpanir voru merkastar fyrir
það, að með þeim var heiminum
gefið í skyn, að nú skyldu teknir
upp nýir siðir með nýjum herr-
um, enda var fyrirdæmingin á
glæpum Stalínstímabilsins mein-
ingarlaus og marklaus ellegar.
Þeir, sem vonuðu, að slík tíma-
mót yrðu, voru blekktir. Það er
ekki tutla eftir nú af því æru-
fati, sem þessir valdamenn færð-
ust í á kostnað Stalíns hins bal-
sameraða. Þetta er fyrsti þáttur
tvævetrar sögu.
Með þessum hætti er ekki
skipt við kommúnista
hér á landl
Síðari höfuðþátturinn snertir
Ungverja sérstaklega. Sá þáttur
er ennþá huggrónari okkur Is-
lendingum. Við höfum eðliléga,
sjálfkrafa samkennd með hverri
þeirri þjóð, sem geldur smæðar
sinnar og legu í viðskiptum við
aflmeiri nágranna. Ungverjum
virtist daga eftir hrollkalda nótt.
Þeir drógu mjög svo eðlilegar
ályktanir af vel rökstuddum upp-
lýsingum um herfileg glæpaverk
öreigaalræðisins. Og þeir gerðu
þá sanngjörnu kröfu, að undirrót
þessara fordæmdu mistaka væri
numin brott, hinu algera einræði
flokksstjórnarinnar skyldi létt.
Og þeir gerðu ennfremur þá
kröfu, sem frá íslenzku sjónar-
miði var nokkuð sanngjörn, að
fjölmennur og öflugur útlendur
her, sem beitti ekki aðeins þrá-
setu gagnstætt öllum eðlilegum
rökum, heldur bar beina ábyrgð
á glæpsanalegu stjórnarfari,
skyldi hverfa úr landi þeirra.
Við vitum og munum, hvernig
þessu reiddi af. Ekkert hafði
Stalín gamli svartara á samvizk-
unni en það, sem gerðist á ábyrgð
Ólafur Thors á Selfossfundinum:
Hefjum nýja nýsköpun
Gefum Framsókn fri — sagbi Siguröur Ó Ólafsson
ÓLAFUR THÓRS, formaður
Sjálfstæðisflokksins og Sigurður
Ó. Ólafsson alþingismaður voru
frummælendur á þjóðmálafundi
þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn
efndi til að Selfossi í gærkvóldi.
Gefum Framsókn frí
Sigurður setti fundinn og
kvaddi Gunnar Sigurðsson í
Seljatungu til að vera fundar-
stjóra. Sigurður flutti síðan
ræðu. Fjallaði hann fyrst um
ýmis héraðsmál, en vék síðan
að efnahagsmálunum almennt '
og sagði í lok ræðu sinnar: |
Framsóknarmenn neituðu, með
an þeir voru í ríkisstjórn með j
Sjálfstæðisflokknum, að gera |
þær ráðstafanir, sem þurfti að
gera í ársbyrjun 1956 til nð
stöðva þá dýrtíð, sem leiddi af
vérkföllunum 1955. Framsókn
rauf siðan stjórnarsamstarfið ag
efndi til kosninga á þeim al-
röngu forsendum, að efnahags-
málin væru lcomin í öngþveiti.
Stjórnarflokkarnir hafa nú lagt
1100 millj. kr. nýja skatta á þjóð-
ina á 2 árum og viðurkenna þó
að aðeins sé um bráðabirgðaráð-
stöfun að ræða. Það orkar bví
ekki tvimælis, að efnahagsmálin |
eru nú komin í algert strand og ,
atvinnuvegirnir í hættu.
Hér á landi verður ekki rekin
heilbrigð og réttlát fjármála-
stefna, meðan fjármálaráðherr-
ann er frá Framsóknarflokknum.
Sá flokkur hefur alltof lengi far-
ið með fjármál ríkisins og of mik-
ið vald í rikisstjórnum. Það
verður að gefa honum frí frá
þeim störfum í næstu áratugi,
en það tekst því aðeins, að þjóð-
in veiti Sjálfstæðisflokknum
meirihluta á þingi í næstu kosn
ingum.
Hver er stefna ríkisstjórnarinnar?
Ólafur Thors tók síðan til máls,
og flutti aðalræðu kvöldsins.
Rakti hann gang þjóðmálanna
síðustu árin með sérstakri hlið-
sjón af viðburðum síðustu mán-
aða, og lagði megináherzlu á, að
allar þær vonir, sem tengdar
voru við störf hinnar svokölluðu
vinstri stjórnar hefðu nú brostið
svo herfilega, að leitun væri á
þeim einfeldningi, sem gerði sér
framar nokkrar vonir um, að
starf hennar leiddi til farsæld-
ar. Leiddi Ólafur mörg og skýr
rök að niðurstöðum sínum.
Þá vék hann að hinni einu
vörn rikisstjórnarinnar, en hún
hefur eins og menn vita verið
sú, að Sjálfstæöisflokkurinn
hefði sjálfur enga stefnu í efna-
hagsmálum. Rakti Ólafur þann
þátt allýtarlega, en minnti síðan
á, að sjálf hefði ríkisstjórnin
engin svör gefið, þegar hún hef-
ur verið um það spurð, hver væri
stefna hennar sjálfrar í efna-
hagsmálunum. Fram að þessu
hefðu allir stjórnarflokkarnir
neitað því, að „verðbólgufrum-
varpið“ sýndi þeirra stefnu, en
enginn hefði skýrt sína stefnu
nákvæmlega þótt spurt hefði ver-
ið, hvort í henni fælist gengis-
felling, verðhjöðnun eða mynt-
breyting.
Landhelgin
Að gefnu tilefni ræddi Ólafur
Thors síðan allýtarlega um land-
helgismálið, allt frá því, að fyrr-
verandi rikisstjórn hóf sókn í
þvi undir forystu Sjálfstæðis-
manna og fram á þennan dag.
Hann taldi, að mikil óheilindi
hefðu spillt nokkuð fyrir þvi, að
Islendingar gætu náð þeim ár-
angri, sem lagður var grund-
völlur að undir forystu Sjálf-
stæðismanna.
Ungverjaland
Ólafur minntist síðan nokkuð
á Ungverjalandsmorðin. Þar
hafa, sagði hann, enn einu sinni
verið lögð á borðið óhugnanlega
skýr gögn fyrir því, að engu er
treystandi af loforðum og eiðum
stjórnenda eins voidugasta ríkis
vei'aldarxnnar.
Hin nýja nýsköpun.
Að lokum fór Ólafur Thors
nokkrum orðum um þann kvída.
sem nú væri að ná tökum á mörg-
um Islendingum vegna hinna
miklu mistaka núverandj ríkis-
stjói-nar. Hér er nú, sagði hann,
aftur hinn gamla Framsóknar-
andi að ná tökum á þjóðinni. Hið
sanna afturhald er nú að hefja
sína nýju herferð — hollráðið
er að gera ekki neitt. Það er mik-
il falskenning. Það er rétt, að
við höfum í ýmsum efnuin farið
ógætilega og óskynsamlega að
ráði okkar. Afleiðing þeirrar
reynslu er hins vcgar ekki sú,
að þjóðin eigi nú að halda að sér
höndum. Hún er þvert á móti sú,
að nú ber að hefja nýja sókn
til nýrrar nýsköpunar. Þess verð-
ur aðeins að gæta að miða fram-
kvæmdir í sem allra ríkustum
mæli við aukna framleiðslu þjóð-
arinnar. Það og það eitt, sagði
Ólafur, megnar að halda lífskjör-
unum óbreyttum og bæta þau.
Það og það eitt getur gert okkur
kleift að halda uppi miklu menn-
ingarríki, þótt við séum fámenn
þjóð, sem byggir harðbýlt land.
★
Blaðið hefur ekki haft fréttir
af Selfosslundinum að öðru ieyti,
þar sem símasamband er ekki
austur eftir kl. 10. Engar frettir
j hafa heldur borizt af fundinurn á
Bíldudal.
Eggert Benónýsson og Stefón
Stefónsson íslnndsmeistorar i
tvímenningskeppni í bridge
ÍSLANDSMEISTARAR í tvímenn
ingskeppni í bridge urðu þeir
Eggert Benónýsson og Stefán
Stefánsson. Þeir hlutu 2624 stig
og voru vel fyrir ofan næstu tví-
menninga, þá Guðjón Tómasson
og Róbert Sigmundsson, er nlutu
2485 stig.
Baráttan um þriðja sætið var
mjög hörð og að síðustu stóð hún
á milii Guölaugs Guðmundsson-
ar og Kristjáns Krisljánssonar,
ér hlutu það með 2455 st. og Jó-
hanns Jóhannssonar og Stefáns
J. Guðjohnsen, er fengu 2449 st.
Fyrri hluti keppninnar var
mjög spennandi og til marks um
það, skildu aðeins 20 stig á milli
fyrsta og áttunda sætis, er 50 spil
höfðu verið spiluð, eða minna en
meðaltal stiga, sem hægt er að fá
I einu spiii.
Örugga forystu tóku sigur-
vegararnir er um 70 spil höfðu
verið spiiuð og héldu þeir henni
til loka með um 200 stiga for-
skoti, en baráttan um annað og
þriðja sæti var tvísýn og hörð
til loka og skar síðasta spiiið úr
um þriðja sætið.
íslandsmeistararnir frá því í
fyrra, þeir Sigurður Kristjánsson
og Vilhjálmur sonur hans frá
Siglufirði, fengu slæma byrjun,
en náðu sér a strik og höfnuðu
í 6. sæti með 2391 stig.
Annars var röðin þessi á næstu
pörum:
5. Guðm. Ó. Guðmundsson —
Marínó Erlendsson 2402 stig. —
7. Óli Örn Ólafsson — Oliver
Kristófersson (Akranesi) 2368 st.
8. Ásmundur Pálsson — Jóhann
Jónsson 2350 stig. 9. Guðríður
Guðmundsd. — Júlíana Xsebarn
2325. 10. Ásbjörn Jónsson — Sig-
urhjörtur Pétursson 2301 stig.
Árshátið Bridgesambandsins
var haldin á sunnudagskvöldið
í Sjómannaskólanum.
Krúsjeffs á sléttum Ungverja
lands.
Það getum við sagt, að með
þessum hætti er ekki skipt við
kommúnista hér á landi, þó að
hér sé ekki alþýðulýðveldi, held-
ur þjóðfélag, sem að kommún-
ískri kenningu er í flestum efn-
um illt og í heild sinni dauða-
dæmt, og þótt stórum hluta þess-
arar þjóðar þyki betra, að komm-
únistar séu heldur færri en fleiri.
Og okkur virðist með öllu óhugs-
andi, að slíkum aðferðum verði
nokkurn tíma beitt hér á landi
við neina lærisveina Marx og
Leníns, nema svo færi, að komm-
únistar kæmust hér einhvern
tíma til valda, eða einhvérjir
keimlíkir hugsjónamenn.
Ég legg til, að þeir
forfallist ....
Þá tók til máls fyrir fulitrúa-
ráð Alþýðuflokksins, Helgi Sæm-
undsson ritstjóri. Hann sagði
m. a.:
Allir þeir, sem kunna að meta
karlmennsku og mannúð, minn-
ast hinna föllnu Ungverja. Þeirra
verður minnzt sem píslarvotta í
sögunni, því að lát þeirra markar
tímamót, jafnvel austan járn-
tjalds. Þetta var ekki aftaka,
heldur morð, stutt af úrskurði
leynilegs alþýðudómstóls, sem
ekki fór að lögum heldur éftir
fyrirskipunum stjórnarvaldanna.
Og hér voru þeir vegnir, sem
fengið höfðu fyrirheit óm grið.
Það er athyglisvert, að til-
kynningin um morðin var gefin
út samtímis í Búdapest og
Moskvu. Það sýnir, hvaðan fyr-
irskipunin kom. Þannig er þá
komið fyrir rússnesku bylting-
unni, sem átti að frelsa heiminn.
Hún er orðin blóðþyrst ófreskja.
íslendingar vilja lifa og starfa
í friði. Fi-iðlýstur heimur þarf
að verða veruleiki. Heimurinn
er nú eins og borg í umsátri,
um hann sitja kommúnistar,
bæði kommúnistar hins austræna
heims og hinna vestrænu landa.
Heimurinn þarfnast krossferðar
gegn kommúnismanum, og aðal-
vopnið á að verða öflugt almenn-
ingsálit. Þeir, sem trúa á rúss-
nesku byltinguna, hljóta að mæta
tortryggni eins og útilegumenn
í byggð.
Kommúnistar hafa nú hafið
áróðursheríerð og tala um að
friðlýsa Island. íslancl verður af
sjálfu sér friðlýst land, þegar
heimurinn er friðiýstur, og
kommúnistar ættu að snúa sér
að því að segja húsbændum sin-
um í Moskvu þann sannleika og
skora á þá að taka upp nýja
hætti.
Nú stendur fyrir dyrum ferð
íslenzkra Alþingismanna til
Rússlands. Ég legg til, að þeir
lorfallist frá að sækja Rússa
heim. (Þessari tillcgu ræðu-
manns var tekið með langvinnu
Iófataki á fundinum). Ég gæti
hvorki vakað þar né sofið, meðan
blóðið er að storkna í Ungverja-
landi. íslendingar geta lagt fram
lið sitt með því að halda fram
málstað þess anda, sem ger:r
menn að mönnum. Við atburð
unum í Ungverjalandi getum við
ekki og megum ekki þegja.
Hin dýrmætasta landhelgi.
Þá tók til máls Guðmundur
Gislason Hagalín og talaði f. h.
félagsins Frjálsrar menningar.
Hann sagði m. a.:
íslendingar hafa tekið þá
ákvörðun að færa í haust út fisk-
veiðilandhelgi sina. Við gerum
það í þeirri björtu trú, að þær
þjóðir, sem öndverðar okkur
standa, séu svo gagnteknar af
réttlætis-, frelsis- og mannhelg-
ishugsjónum, að þær geti ekki
fengið sig til þess, þegar á hólm-
inn kemur, að traðka á rétti okk-
ar til lífsins og frelsisins. En
gleymum því ekki, að án þess að
vér verndum og verjum landhelgi
heimila vorra og einkalífs, hugs-
ana vorra, orða og athatna, vilj-
ans til þess að lifa eins og frjálsir
og sjálfstæðir synir íslands og
íslenzkra menningarerfða, er oss
öll fiskveiðalandhelgi einskis
virði.
En er hér nokkuð að óttast?
Er hér nokkur með hugarfari
l Kadars og sveina hans? Mundi
ekki óralangt síðan ísl. menn
gerðust morðingjar að erlendu
valdboði eða aðeins vöiðu blóð-
veldi í ræðu og riti og reistu af
grunni hús fyrir mútufé erlendra
valdhafa? Eða er það ekki? Hvað
um það. En athugið, hvort þér
sjáið hvergi gleðiglampa í aug-
um, þegar fréttist um kúgun er-
lendra valdhata, hvorgi hvergi
bregði fyrir í íslenzkum blóðiun
kuldalegu og varfærnislegu hlut-
leysi, þegar frá slíku er sagt, og
hvort hvergi glæðist fijótlega,
þegar frá líður, vegsómun friðar-
og frelsisástar hinna verstu
böðla.
Minnumst allra fallinna frels-
-ishetja fyrst og fremst með því
að standa vörð um alla vora land
helgi.
Geta slíkar aðfarir vakið traust
á sarnninga þjoOa ... ...?
Jón Skaftason lögfræðingur
talaði fyrir fulltrúaráð Fram-
sóknarfélaganna i Reykjavík.
Hann sagði m. a.:
Ungverska ríkisstjórnin hefur
látið taka leiðtoga byltingarinnar
1956 af lífi. Sá atburður vekur
sínar minningar. í byltingunni
myndaði Imre Nagy, sem var
sjálfur kommúnisti, þjóðlega
stjórn, sem naut stuðnings meiri-
hluta Ungverja. Hann þurfti að
velja á milli hollustu við fólkið
og þjónkunar við rússnesku kúg-
araha og kaus fyrri kostinn. Þess
vegna var hershöfðingi hans, Pal
Maleter, handtekinn, er hann
kóm til að semja við rússneska
herforingja um hlutleysi Ung-
verjalands, og síðar var Nagy
sjálfur tekinn höndum, þótt
hann hefði komizt undan til júgó-
slavneska sendiráðsins og verið
heitið fullum griðum og ferða-
frelsi.
Nú hafa leiðtogar Ungverja
verið teknir af lífi til að sýna,
að engin frávik frá línunni verði
þoluð.
Geta slíkar aðfarir vakið
traust á samninga þjóða á milli?
—. Við skulum þó minnast þess,
að allar ríkisstjórnir hljóta að
taka tillit til almenningsálitsins
og við skuium skora á íslenzk
stjórnarvöld að mótmæla líf-
láti Nagys og félaga hans. Við
höfum að vísu mikil verzlunar-
og menningarskipti við Rússland,
en hljótum þó jafnan að mót-
mæla ofbeldinu. Við skulum
einnig vinna að því, að sterkt og
öflugt almenningsálit skapist til
varnar því lýðræðisþjóðfélagi,.
sem við búum við.
Kommúnistar mega ekki leggja
undir sig frelsi og sjálfstæði
þessa lands
Fimmti ræðumaðurinn á fund-
inum var Birgir ísl. Gunnarsson,
fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla ís-
lands.
Hann sagði m. a.: Það er vert
að hugleiða í sambandi við fregn-
irnar frá Ungverjalandi þær
hlutleysiskenningar, sem íslenzk-
ir kommúnistar hafa borið fram
á ýmsum tímum. Þessa dagana
ferðast þeir og taglhnýtingar
þeirra um landið þvert og endi-
langt og heimta friðlýst, hlut-
laust ísland. Hvernig hafa ung-
verskir og rússneskir kommún-
istar ti'yggt hlutleysi Ungverja-
lands? Imre Nagy krafðist hlut-
leysis. Það varð hans bani. Pal
Maleter sat á samningafundum
með Rússum, þar sem semja átti
um hlutleysi. Hann hefur einnig
verið drepinn. — Biynjólfur
Bjarnason sagði í Rétti, að sovét-
herinn hefði aðeins gert skyldu
sína í Ungverjalandi. Þjóðvilj-
inn hefur birt fregnina um af-
tökurnar nú, en ekkert um þær
sagt frá eigin brjósti. íslenzkir
kommúnistar hafa því með þögn
sinni lagt blessun sína yfir þessi
síðustu manndráp.
íslendingar halda þjóðhátíð 17.
júní og minnast þess, er ísland
varð frjálst. Það er undarleg til-
viljun, að tvisvar þennan dag
höfum við verið minnt á, að
margar þjóðir búa enn við ánauð.
17. júní 1953 bárust fréttir um
uppreisnina í Austur-Þýzkalandi
— nú fréttirnar um líflát Nagys
og félaga hans. Við skulum minn-