Morgunblaðið - 24.06.1958, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.06.1958, Qupperneq 9
Þriðjudagur 24. júní 1958 MOTtCVNBLAÐlÐ 9 Hlustað ♦ VÍGSLA Sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi, sem útvarpað var hefur án efa vakið mesta athygli þann dag, alls þess er útvarpað var. Verksmiðja, þessi er hin mesta þarfastofnun, og hið eina sem skyggði á var vitundin um það að lán þurfti að taka til byggingarinnar fyrir nær öllum (eða öllum?) kostnaði, einnig innlends verkakaups. Það verður erfitt að standa undir því. Mig minnir að sagt væri eftir síðasta aðalfund Aburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi að halli hafi orðið' á rekstri hennar 1957. Slíkt má ekki eiga sér stað. Þessar verk- smiðjur verða að bera sig fjár- hagslega og leggja, auk þess að greiða alla vexti og afborganir, skilvíslega hæfilega mikið í vara- sjóði. — Við opnun Sementsverk smiðjunnar tóku til máls Jón Vestdal forstjóri fyrstur og lýsti byggingu verksmiðjunnar. Þá lagði forseti Islands hinn svo- nefnda hornstein og hélt snjalia ræðu. Fjölda stórmenna var boð- ið, eins og vandi er til við slík tækifæri. Laugardagskvöld 14. júní las Ólafur Jóh. Sigurðsson smásögu „Trufl“. Sagan er löng barna- saga, tók 35 mín. að lesa hana. Held eg mér sé óhætt að segja, að Ól. J. S. hafi tekizt vel með söguna. Ef til vill hefur sagan verið prentuð áður, en ég hef ekki heyrt hana fyrr, enda frem- ur ókunnugur skáldverkum þessa höfundar. —. □//□ Sunnudagskvöld 15. júni flutti Gunnar Hall erindi um Ara Jóns- son, hinn fyrsta íslenzka óperu- söngvara. Ari var fæddur 1860 og var af efnuðu fólki kominn. Hann varð ágætur söngvari, og hans var stundum getið um og eftir aldamótin. Síðar missti hann eigur sínar, eftir hrunið í stríðslokin 1918. — Var ágætt að Ara var minnst. Þá var á sunnudagskvöldið þátturinn „í stuttu máli“ er Jónas Jónasson sá um. Var það — í rauninni ekki stutt, ■— viðtal við frá Aðalbjörgu Bjarnadóttur frá Hvoli í Aðaldal, þar sem hún sagði ágrip af ævisögu sinni allt frá bernsku til þessa dags. Hún flutti ung til Kanada með móður sinni 1902, settist að í þorpinu Baldur. Gekk þar í barnaskóla og þá í unglingaskóla. Tók síðar próf upp úr kennaraskóla og stundaði kennslustörf þar í landi í nokkur ár. En þá komst hún að sem blaðamaður við stórblaðið „Free Press“ í Winnipeg. Telui hún að blaðamennska gefi mest- an þroska og meiíi menntun en bóknám. Hún var send heim sem fregnritari á Alþingishátíðina 1930. Upp úr því varð hún starfs- maður Ríkisútvarpsins í 7 ár en fór þá að búa norður í Aðaldal, hafa þau hjón ræktað þar 30 dagsláttur lands og una þar vel hag sínum. Þetta er nokkuð ó- vanalegt, að blaðakona og með- ritstjóri stórblaðs vestur í Winni- peg skuli að lokum verða bónda- kona norður í Þingeyjarsýslu. — — Þá var dálítill mjög hávær þáttur úr „Spretthlauparanum“ eftir Agnar Þórðarson. Var nær því ómögulegt að skilja það er sagt var. — Frú Helga Valtys- dóttir fekk verðlaun, sem kennd eru við frú Soffíu Guðlaugsdótt- ur, fyrir leik sinn í Glerdýrun- um. Var frú Helga vel að þessum heiðri komin. Eitthvað var fleira í þættinum, sem ég hlustaði ekki á, kvæðalestur, músik og ef til vill fleira. □//□ Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rithöfundur, talar ætíð vel í þætt- inum Um daginn og veginn. Það var alveg rétt hjá honum, að Is- lendingar voru þjóðræknir og unnu landi sínu heitast meðan a sjálfstæðisbaráttunni stóð, og mest frá dögum Jóns Sigurðs- sonar til 1918. — Ég held, eins og V. S. V. sagði, að ungt fólk hugsa lítt um þjóðrækni og þá á útvarp ábyrgð sem á því hvílir að við- halda stjórnmálalegu og fjárhags legu sjálfstæði landsins. Þó eru þar margar undantekningar. En ungt fólk verður að muna hvað það skuldar eldri kynslóðunum og föðurlandinu. — Því verður ekki neitað að ísland er harðbýlt land, en það er kanhske ekki svo mikill ókostur og efiir manndáð og þrek. En varla er láandi ungu menntafólki þótt það sækist eftir atvinnu í hlýrri suðlægari lönd- um. En sé á allt litið er þó óvíst að land vort sé verra en önnur lönd. — Erindi V. S. V. eru þann- ig að hlustendur vakna til um* hugsunar um ýmislegt við að heyra þau. T. d. var athyglisverð tillaga hans um að kirkjan tæki, að einhverju leyti að sér sumar- uppeldi barna úr borgum og kaupstöðum, 11—14 ára, sem for- eldrar, einhverra hluta vegna, vilja eða geta ekki séð um. Væri, eða gæti hér verið, um merki- legt og áhrifaríkt kristniboð að ræða. □//□ Jóhannes skáld úr Kötlum hef ur flutt tvö erindi um íslenzxa Ijóðlist. Flutti hann mál sitt rögg- samlega og var gaman að hlusta á hann. Ekki vil eg reyna að dæma um ályktanir hans t, d. um svonefndan atomkveðskap. En ekki vil eg fallast á það, að mem> hafi talið Stein Steinarr atómskáld, það er fráleitt, Stein- arr var frumlegur, að sumu leyti, en kvæði það er Jóhannes las eftir hann var langt frá því að vera það er menn, sem mark er á takandi, kalla „atóm“-kveð- skap. .— Því síður er skáldið Snorri Hjartarson atómskáld, hann segir aldrei neitt í ljóðum sínum, sem hver maður skilur ekki tafarlaust, sem á annað borð skilur nokkuð. Aftur á móti eru meðal vor atómskáld, sem „yrkja“ þannig að það hlýtur að þurfa sérstaka gáfu til þess að botna nokkuð í því, sem þau meina, auk þess sem formið á kveðskap þeirra er, vægast sagt, kátbroslegt. Sama er að segja um nokkra málara, tónskáld og nayndhöggvara. En það væri ó- sanngjarnt og ósæmilegt að nefna alla abstraktlist, hvort sem er í kveðskap eða öðru „atóm- list“, sem er niðrandi orð og þýð ir nálega sama og vitleysa eða bull í huga alls almennings. En þrátt fyrir allt þetta er ekki nema sjálfsagt að virða og gleðj- ast yfir tilraunum ungra og efni- legra manna til þess að ryðja Sr. Friðrik þakkar Á 90 ÁRA afmæli mínu fékk ég svo sterka strauma af kær- leika, sem mig hafði aldrei dreymt um og fann ég allan dag- inn, að ég var borinn uppi af kærleikshugum óteljandi vina bæði hérlendis og erlendis. Ég þakka hjartanlega fyrir það allt. Ég þakka K.F.U.M. og K.F.U.K. sem sáu um mig allan daginn. Ég þakka fyrir samkomuna um kvöldið, þakka sr. Bjarna Jóns- syni fyrir ræðu hans, sem vakti hugljúfar minningar um 60 ára vináttu ^ og samstarf, þakka biskupi íslands og Biblíufélaginu, þakka útvarpinu, blöðum, félög- um, stofnunum og einstaklingum, börnum og fullorðnum, þakka gjafir, þakka bréfin mörgu, þakka símskeytin úr lofti, láði og af sjó, þakka heimsóknir og síðast en ekki sízt hugarskeytin, sem ég fann þá dagana að til mín streymdu. Ég þakka Guði af hrærðu hjarta, því honum einum ber heiðurinn og dýrðin. Hann þekkir yður öll, skilur allt og launar yður öllum nær og fjær. Friðrik Friðriksson. ‘ nýjar brautir og finna ný list- form. Dagskrá Kvenréttinadfélags Is- lands í tilefnv af minningardegi kvenna 19. júní var góð. Fyrst töluðu nokkrar konur er fremst standa í réttindamálum kvenna og að því loknu flutti frá Aðal- björg Sigurðardóttir mjög sköru- legt og vel samið erindi. — Eg man vel eftir því, er konur voru að fá kosningarétt. Eg held al allir ungir menn hafi verið ein- huga í því að konur ætti að fá þennan sjálfsagða rétt, a. m. k. þekkti eg engan sem var á móti því. Einstöku gamlir menn og jafnvel konur einnig voru á móti þessu. Jafnrétti kvenna og karla er sjálfsagður hlutur, svo og að bæði kynin fái jöfn laun fyrir sömu verk. Eg vann nokkra tugi ára með konum og körlum og get borið vitni um það, að konur vinna verk sitt engu ver en karl- ar. Hvað skattalöggjöfina nýju snertir, virðist mér það ekki ná neinni átt, að verðlauna giftar konur fyrir það að vinna utan heimilisins en kaupa þjónustu- stúlkur til þess að annast börn og heimili. Auðvitað á að skipta tekjum hjónanna jafnt á milli þeirra og láta þau greiða skatta og útsvör sitt í hvoru lagi. — □//□ Tveir prófastar fluttu erindi í útvarpi í tilefni af prestastefnu, sem haldin er í Rvík í þessari viku.. Séra Bergur Björnsson sagði ferðasögu frá Palestínu og nálægum Asíu- og Afríkulöndum Þeir eru nú orðnir margir sem leggja leið sína til landsins helga og fræða að ferðalokum um hvað þeir hafa heyrt og séð. Frásögn séra Bergs var greinargóð og lát- laus. Þá talaði séra Helgi Kon- ráðsson um Prestafélag hins forna Hólastiftis, sem nú á þessu sumri verður 60 ára. Er það lang- elzta prestafélag landsins, var hinn mikli framkvæmdamaður séra Hjörleifur Einarsson á Und- irfelli, prófastur í Húnavatns- sýslu, aðalfrumkvöðull að stofn- un félagsins. Séra Hjörleifur var brennandi áhugamaður um öll framfaramál og einn merkasti maður sinnar samtíðar. Var ræða sér Helga röggsamlega flutt og mjög fróðleg. — Þorsteinn Jónsson. Miimingarsjóður Tómasar Jóhanns- sonar Á 75 ÁRA afmæli Bændaskólans á Hólum, hinn 14. júlí 1957, gáfu búfræðingar frá árinu 1927, skól- anum nokkra peningaupphæð. Gjöf þessi er helguð minningu Tómasar Jóhannssonar, sem var leikfimi- og smíðakennari við skólann á árunum 1922—1929, en þá lézt hann á bezta aldri. Af þessari gjöf hefur verið stofnaður sjóður, sem heitir „Minningarsjóður Tómasar Jó- hannssonar“. Tilgangur sjót5sins er að efla íþróttalíf meðal nem- enda Bændaskólans á Hólum. Undirrituðum var falið að ganga endanlega frá stofnun sjóðsins, semja skipulagsskrá, og ná sambandi við aðra nemendur Tómasar. Eins og allir vita, sem kynnt- ust Tómasi, var hann ágætur kennari og hugljúfur vinur og félagi nemenda sinna og allra sem hann starfaði með. Það er einlæg von okkar, að sem flestir nemendur Tómasar, svo og aðrir, sem höfðu af hon- um náin kynni, minnist hans með því að láta eitthvað af mörkum og vinni þannig að því að sjóð- urinn verði sem öflugastur, og geti sem bezt rækt það hlutverk, sem honum er ætlað. Gjafir i sjóðinn má senda til Kristjáns Karlssonar skólastjóra, Hólum, Björns Björnssonar, Bjarkarlundi, Hofsósi, og Páls Sigurðssonar, Hofi, Hjaltadal. Hálf milljón poka á dag HERLUF CLAUSEN, framkvstj. Pappírspokagerðarinnar að Vita- stíg 3, bauð fréttamönnum fyr- ir skömmu að líta á nýjar og fullkomnar vélar, sem fyrir- tækið hefur fengið frá Vestur- Þýzkalandi. Geta vélar þessar sniðið margs konar poka og nm- búðir úr pappír og sellofan og prentað á pokana myndir í fjór- um litum. Pokarnir, sem Pappírspokagerð in framleiðir standast fyllilega samjöfnuð við erlenda vöru, bæði hvað verð og gæði snertir, sagði Clausen. Verksmiðjan gæti hæg- lega annað pappírspokaþörf land ; manna, og því væri gjaldeyris- sóun að flytja þessa vöru lengur inn. Þegar verksmiðjan er í full- um gangi, getur hún framleitt hálfa milljón poka á dag. Dómur hœsfaréttar: íbúð keypt 1952 séreign skv. kaupmála trá 1920 SL. föstudag var kveðinn upp í hæstarétti dómur í skiptamáli, þar sem um það var deilt, hvort tilteknar eignir skyldu koma til skipta í dánarbúi eða hvort þær skyldu teljast séreign ekkju hins látna. ★ Hjónin, sem hér er um að ræða, gerðu kaupmála 1920, nokkru áður en þau gengu í hjónaband. Þar segir: 1) öll „innanhúsgögn" skulu séreign konunnar, bæði þau, sem verða í heimilinu í upphafi, og þau, sem síðar bætast við. 2) Sama gildir um fallinn föð- urarf konunnar, sem skv. skiptagerning frá 1919 var tæpl. 26.000 kr. 3) Væntanlegur arfur skyldi séreign þess, sem hann bæri undir. Konunni tæmdist enn arfur 1921 (kr. 47.000) og árið 1936 fékk maðurinn í arf rúml. 20.000 krónur. ★ Árið 1922 hófu þaú hjón bú- skap í sveit. Var jörð keypt í því skyni og skráð á nafn mannsins í skjölum. Jörðin var seld 1925, en 2 árum síðar fluttust þau hjón í hús í kaupstað, sem þá var keypt og skráð á nafn konunnar. Það brann 1952, og var þá keypt íbúð í sama kaupstað og skráð á nafn konunnar. Konan heldur því fram, að jörðin hafi verið keypt fyrir erfðafé hennar, andvirði jarðar- innar hafi síðan verið notað til húskaupanna 1927 og brunabóta- féð, sem hún fékk 1952, hafi loks verið notað til að kaupa íbúðina það sama ár. Benti hún og á, að húseignanna í kaupstaðnum hefði a. m. k. oft verið getið sem sér- eignar hennar í skattskýrslum mannsins. Þá sagði konan að maður hennar hefði jafnan látið nokkra fjárhæð ganga til hennar í húsaleigu og hefði hún því get- að staðið undir skuldbindingum sínum vegna húsanna. Loks sagði hún, að erfðafé mannsins frá 1936, hefði verið notað til að efla atvinnurekstur hans. Nokkrir skuldheimtumenn, sem lýstu kröfum í dánarbú mannsins, héldu því fram, að ó- sannað væri með öllu, að fast- eignirnar séu eða hafi verið sér- eign konúnnar. Þeir töldu, að það skeri ekki úr, þótt fasteign- irnar í kaupstaðnum hafi verið skráðar á nafn kor.unnar eða þeirra stundum getið sem sér- eignar í framtölum. Þótt sér- eignarfé konunnar hefði e. t. v. verið notað til jarðarkaupanna, gæti það ekki verið í séreign áfram, þar sem jarðarinnar væri ekki getið í kaupmála og hún hefði verið skráð á nafn manns- ins. Loks töldu þeir leigugjaldið ekki skipta máli. Með þessum rökum kröfðust þeir þess, að íbúðin, sem hjónin bjuggu síðast í, yrði dregin undir skiptin í búi mannsins. Skiptaréttur Akureyrar benti á, að mjög var á reiki, hvort hús- eignirnar í kaupstaðnum voru taldar séreign konunnar í skatt- framt&um, og að þeirra er ekki getið í kaupmála. Hann taldi og, að konunni hefði ekki tekizt að sanna nægilega, að íbúðin væri séreign hennar og yrði því að líta á hana sem sameign hjón- anna og skrifa hana upp sem eign dánarbús mannsins. Hæstiréttur segir: „Áfrýjandi (þ. e. konan) hlaut stórfé í arf eftir foreldra sína á árunum 1919 og 1921. Varð fé þetta séreign hennar skv. kaupmála þeiirra hjóna frá .... 1920 .... Hún hafði .því miklu meiri fjárráð en maður hennar, þótt hann hlyti nokkurn arf eftir föður sinn, 1936. Gild rök styðja þá frásögn hennar, að húskaup hennar .... 1927 hafi verið gerð fyrir sér- eignarfé hennar, enda var húsinu þinglýst á hennar nafn. Engin efni eru til að vefengja þá frá- sögn hennar, að íbúðin .... sé keypt fyrir séreignarfé hennar, þ. e. brunabætur .... Er áfrýj- andi og þinglesin eigandi íbúðar- innar .... Skv. þessu verður að telja íbúð þessa séreign áfrýj- anda, og ber því eigi að taka íbúðina undir skipti .... sbr. 21. gr. laga nr. 3 frá 1900“ (Þau lög gilda um fjármál flestra hjóna, sem giftust fyrir 1924). ★ 1 máli þessu var einnig um það deilt, hvort skiptin skyldu taka til innbús á heimili hjónanna. konan mótmælti því og vitnaði í fyrrgreindan kaupmála. Einnig var skýrt svo frá, að búnaður til heimilisstofnunar hefði verið gjöf úr ætt konunnar og nýir munir keyptir fyrir vátrygginga- fé eldri muna, eftir að bruninn varð 1952. Kröfuhafar töldu kaupmálann hins vegar óljósan og skrá vanta yfir húsmunina. Þeir gerðu og varakröfu um, að húsgögn fyrir 15.000 kr. yrðu undanskilin í skiptunum. Skiptarétturinn féllst á sjónar- mið konunnar. Var það ekki tal- ið skipta máli, þótt innbústrygg- ing hefði verið á nafni mannsins. Þessari niðurstöðu var ekki áfrýjað. ★ Loks var deilt um bókasafn, sem konan taldi faila undir inn- búið. Hvorki skiptarétturinn né hæstiréttur töldu svo vera eða sannað með öðrum hætti, að pað væri séreign konunnar. Skyldi það því dregið undir skiptin. ★ I skiptaréttarúrskurðinum var kveðið svo á, að málskostnaður skyldi falla niður, en í dómi hæstaréttar segir, að konan skuli fá 5000 kr. í málsRostnað og tals- maður hennar fyrir hæstarétti kr. 7000. Rauðhólar friðlýst land Á FUNDI bæjarráðs Reykjavíkur á fimmtudaginn lýsti ráðið því yfir, að það féllist á tlllögu náttúruverndarnefndar um frið- lýsingu Rauðhólasvæðisins. Hafði nefndin ritað bréf um málið hinn 9. júní og lagt til, að vesturhluti svæðisins, svo og norðurhlutinn, yrði friðlýstur. Bæjaráð samþykkti einnig á fundi sínum á fimmtudag að gera engar bótakröfur vegna friðlýs- ingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.