Morgunblaðið - 24.06.1958, Qupperneq 15
Þriðjudagur 24. júní 1958
MORCUNBT. 4ÐfÐ
13
Fundir Sjálfsiæðisflokksins
Framh. af bls. 1
loforð sitt uffl brottrekstur varn-
ariiðsins.
Stjórnin deilir um landhelg"is-
málið
Nú liggur landhelgismálið fyr-
ir tii afgreiðslu. Allir landsmenn
vilja fara þar eins langt og hægt
er að komast. Sjálf var stjórnin
nær klofnuð á málinu, en hefur
ekki haft einurð tii að segja frá
í hverju ágreiningur hennar er
fólginn,
Öll leiðir þessi frammistaða til
vaxandi vantrúar almennings á
stjórnarfarinu.
Þeim fer stöðugt fjölgandi, er
telja, að Sjálfstæðisflokknum
einum beri að fela völdin og
verði hann síðan dæmdur af
þjóðinni eftir því sem til tekst.
I.ítil sparsem! á loforð
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
vék að því vantrausti og vantrú,
sem almenningur hefði nú feng-
ið á ríkisstjórninni, svo sem
gleggst hefði komið fram í bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosningun-
um á sl. vetri. Engan þarf að
undra slíkt, þegar haft er í huga,
hverjar efndir hafa orðið á hin-
um miklu og fögru loforðum, er
ríkisstjórnin hefur gefið. Ríkis-
stjórnin hefði verið óspör á lof-
orð, og jafnvel svo, að hún hefði
í sumum tilfellum gefið þau án
nokkurs tilefnis eða ástæðu.
Þannig hefði hún lofað að vinna
fyrir opnum tjöldum, rétt eins og
slíkt væri ekki viðurkennd regla,
þar sem lýðræðislegir stórnar-
hættir ríkja. í stað þess að efna
þetta loforð hefði ríkisstjórnin
þvert á móti vikið frá hinum
venjulegu vinnubrögðum í þýð-
ingarmiklum málum svo sem
með því að halda leyndri fyrir
þjóðinni hinni svokölluðu „út-
tekt“ þjóðarbúsins, er erlendir
sérfræðingar hefðu gert.
Slómin lofar — en efnir ekki
Núverandi ríkisstjórn heiði
ekki getað framkvæmt hina svo-
nefndu verðstóðvunarstefnu. —
Bæði kaupgjald og verðlag hefðu
stöðugt hækkað í tíð ríkisstjórn-
arinnar, svo sem hækkun vísi-
tölu framfærslukostnaðar sýndi.
Þó að vísitalan segði reyndar
ekki nema hálfan sannleika, þar
sem niðurgreiðsla á vísitöluvör-
unum hefði aukizt um allan helm
ing.
Þá hefði verið lofað mikilli
aukningu skipastólsins og ann-
arra framleiðslutækja. Því miður
yrði að segja að minna hefði orð-
ið úr efndum. Þar væri þó sér-
staklega að nefna loforðið um
kaup á 15 nýjum togurum, þar
sem viðleitni stjórnarflokkanna
virtist hafa verið freka fólgin í
þvi að gylla þetta loforð sitt, en
að ganga frá samningum um
kaup og fjárútveganir, sem enn
hefði ekki verið gert.
Um vinnufriðinn, sem stjórnar
flokkarnir hefðu lofað, töluðu nú
er-gir framar. Hins vegar væri
Ijóst af málgögnum kommúnista,
að þeir ynnu nú að því að undir-
búa póiitísk verkföll, sem þeir
myndu leitast við að koma á,
þegar þeim þætti henta flokks-
hagsmunum sínum.
Húsnæðismálin
í faum malum hefði stjórnar-
ílokkunum farizt jafnóhöndug-
lega sem í húsnæðismálunum. ____
Ekki hefði verið haldið svo á-
fram í lánamálunum sem fyrr-
verandi ríkisstjórn stofnaði til.
í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar
var afgreitt í A og B-lánum 8,5
millj. kr. á mánuði þann tíma,
sem almenna veðlánakerfið starf
aði, en aðeins um 4.5 millj. kr. að
jafnaði á mánuði í tíð núver-
andi ríkistjórnar. Þá væri ótalið
það afrek núverandi ríkisstjórn-
ar að hafa hækkað stórkostlega
byggingarkostnaðinn einkum nú
með síðustu „bjargráðum“ sín-
um.
Fundarstjóri var Bjarni Dag-
bjai tMvu, verzlunarstjóri. Til
máls tók af heimamönnum Ólaf-
ar Hjartar.
Auknar skuldir
Fundur var haldinn á Patreks-
firði á iaugardaginn. Var hann
vel sóttur. Fundarstjóri var As-
mundur B. Olsen kaupmaður.
Fyrri framsögumaður var Ing-
ólfur Jónsson alþingismaður.
Hann benti í upphafi á, hver
fjarstæða það væri, að efnahags-
málin hefðu verið komin „í
strand“, þegar núvérandi ríkis-
stjórn tók við af stjórninni, sem
Sjálfstæðismenn áttu sæti í. Sú
ríkisstjórn hafði unnið að því að
byggja upp atvinnuvegina. A
valdatímum hennar var unnið að
rafvæðingu dreifbýlisins, fiski-
skipaflotinn stækkaður og gerðir
samningar um smíði fjölda vél-
báta, sem komið hafa til lands-
ins í tíð núverandi stjórnar, —
reist fiskiðjuver, lagður grund-
völlur að byggingu semntsverk-
smiðjunnar og lánamálum til
íbúðabygginga komið í nýtt horf.
Á þessum tíma byggðust fram-
kvæmdirnar að mestu leyti á verkalýðsfélaga til varnar kjör
sparifjáraukningu i landinu. Eitt
— Dagshrún
Frh. af bls 3
Hann benti einnig á að vinur al
þýðunnar, Hannibal. hefði ekki
sézt á tveim síðustu fundum fé-
lagsins, hver svo sem ástæðan
væri en í vetur þegar stjórnar-
kjörið stóð yfir var hann þar
alltíður gestur.
Jóhann Sigurðsson benti á að
ritara félagsins hefði ekki þótt
ástæða til þess að rekja efni
bjargráðalaganna og afleiðingar
þeirra á kjör verkalýðsins. —
Sömuleiðis hefði Eðvarð ekki
heldur talið nauðsynlegt að
leggja fram neinar tillögur varð-
andi gerð nýrra samninga við
vinnuveitendur eða yfirleitt að
verkamenn fengju nokkrar
kjarabætur nú. Efni þessa fundar
væri samningarnir, samt lægi
hér ekki frammi nein rökstudd
tillaga um það efni, ekkert nema
beiðni um pólitíska tíma-
sprengju fyrir kommúnista. Jó-
hann rakti síðan áhrif bjargráða
laganna á kjör launþeganna í
landinu og stórfellda vísitöluföls-
un núverandi ríkisstjórnar. —
Hann ræddi um aðgerðir annarra
hið alvarlegasta við eymdar-
stjórn síðustu tveggja ára er liins
vegar það, að hún hefur farið
land úr landi til að betla lánsfé,
aukið erlendar skuldir þjóðar-
innar um 500 millj. kr. og bundið
henni bagga, sem gera henni erf-
itt fyrir í nútíð og framtíð.
Ræðumaður rakti síðan ýtar-
lega gerðir núverandi stjórnar í
efnahagsmálum og gagnrýndi
harðlega hina úrræðalausu og
svikulu samstjórn „vinstri flokk-
anna“. Einnig ræddi hann önnur
þjóðmál, m. a. lcjördæmamálið og
landhelgismálið.
Ályktun um morðin
í Ungverjalandi
Ari Kristinsson sýslumaður var
annar framsögumaðurinn á fund-
inum. Hann ræddi fyrst ýtarlega
um sjálfstæðisstefnuna og bar
hana saman við stefnu annarra
stjórnmálaflokka. Þá ræddi hann
um núverandi ríkisstjórn, loforð
hennar og svik og fjallaði
einkum ýtarlega um samstarf
hinna tveggja lýðræðisflokka, A1
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins, við kommúnista.
Ari ræddi að lokum ýmis hér-
aðsmál.
Að framsöguræðum loknum
hófust almennar umræður.
Jóhannes Árnason stud. jur. tal
aði um unga fólkið og stjórnmál-
in. Einnig vék hann að baráttu-
aðferðum stjórnmálaflokkanna
og gagnrýndi stéttasjónarmiðin,
sem núverandi stjórnarflokkar
byggja á Hann taldi höfuðnauð-
syn, að eini stjórnmálaflokkur-
inn, sem hefur í stefnuskrá sinni,
að stétt vinni með stétt, Sjálf-
stæðisflokkurinn, eflist sem mest.
Jónas Magnússon sparisjóðs-
stjóri ræddi um nauðsyn þess, að
fólk fylgist með þjóðmálabarátt-
unni og geri sér far um að
brjóta hvert mál tii mergjar.
Einnig ræddi hann síðustu at-
burði í Ungverjalandi og bar
fram eftirfarandi ályktunartil-
lögu, sem var samþykkt:
Almennur fundur haldinn á
Patreksfirði 21. júní 1958, lætur
í ljós hryggð sína yfir seinustu
atburðunum í Ungverjalandi og
lýsir viðbjóði á þéim aftökum,
sem þar hafa verið framkvæmdar
með yfirvarpi réttarfars og dóm-
stóla.
Vill fundurinn með þessu taka
undir þær himinhrópandi raddir
um allan hinn frjálsa heim, sem
fordæma og fyrirlíta morðin á
Imré Nagy, Pal Maleter og sam-
herjum þeirra, og óska þess og
biðja, að slíkir atburðir endur-
taki sig aldrei framar í nokkru
þjóðlandi.
Fúndurinn telur það alvarlegt
áhyggjuefni, að til skuli vera þau
sjónarmið hér á landi, sem geta
tekið afstöðu með svo hróplegum
verknaði, sem hér er um að ræða,
og skorar á alla þjóðina, að gera
slíka andlega úrkynjun land-
ræka.
Innilegar þakkir til allra, er heiðruðu mig á 70 ára afmæli
mínu með heimsóknum, blaðagrein, gjöfum, heillaskeyluia
og margskonar vinsemdum, sem verða mér ógleyman-
legar.
Guð blessi vkkur öll.
Guftm. Jónsson,
Ægisíðu.
Hugheilar þakkir til íbúa Kirkjubæjarhrepps og Verzl-
unarfélags Vestur-Skaftfellinga fyrir heillaóskir og dýr-
mætar gjafir á áttræðis afmæli mínu þann 11. júní 1958,
svo og til allrk fjær og nær, sem heiðruðu mig með heim-
sóknum, skeytum og gjötum á deginum.
AlLt þetta gerir mér daginn ógleymanlegan.
HeiiL og heiður sé með ykkur ölLum.
Björn Runólfsson,
Holtj á Síðu.
um sinna félagsmanna og sagði:
— Verkamannafélagið HLíf í
Hafnarfirði lrefur sett fram þá
kröfu m. a. að atvinnurekendur j
greiði 1% af greiddum vinnu-r
launum í félagsheimilissjóð. —|
Þetta þarf Dagbrún sjálfsagt
ekki að gera, því stjórn félags-
ins byggði féLagsheimiLi austur í
Biskupstungum. — Dagsbrúnar-
stjórnin segir að verkamenn
þurfi nauðsynlega að fá kjara
bætur — eftir hverju er verið að
bíða? Er með þessu verið að nota
Dagsbrúnarmenn sem eins ltonar
tilraunadýr?
Guðmundur J. Guðmundsson
tók næst til máls. Menn vita ekki
hvað verkföll eru erfið, sagðí
Guðmundur. Það tekur sinn tíma
að koma upp „stemningu". En
verkamenn vita hvað Dagsbrún-
arstjórnin hugsar í þessum rr.ál-
um og til hvers það hlýtur að
leiða. Það styttist óðum í þá
baráttu sem framundan er.
Jón Vigfússon söng þarna með
því lagi, sem Dagsbrúnarstjórnin
er vön að panta hjá honum.
Fyrst á móti, en svo með.
Jón Hjálmarsson sagðist hafa
búizt við því í san.ræmi við
yfirlýsingar Dagsbrúnarstjórnar-
innar í april sl. að nú mundu
liggja fyrir ákveðnar kröfur, sem
settar yrðu fram við væntanlega
samningagerð. Þótt ekki væri far
ið fram á verulegar kauphækkan-
ir væri nú vafalaust hentugt tæki
færi til þess að koma fram veiga
miklum breytingum. Væri þar
um að ræða ýmis atriði sem oft
ast hefðu verið látin víkja í hörð-
um kaupdeilum. — Eru líkur til
þess, spurði Jón, að vilji verka
manna til þess að heyja kjara-
baráttu aukist þegar líður á árið
og vetur gengur í garð?
Nú gerðust þau fáheyrðu tíð
indi, að formaður félagsins taldi
orðið svo áliðið að nauðsynlegt
væri að umræðum væri lokið
þegar þeir menn, sem nú væru
á mælendaskrá hefðu lokið máli |
sínu. En samt fannst honum það
ekki nægilegt og kvaðst bví
mundu bera strax upp þær tillög-
ur, sem stjórnin hefði ákveðið að
fundurinn samþykkti! Var greini-
legt að kommúnistarnir óttuðust
að hið smalaða fundarlið þeirra
gengi heim af fundi áður en
tillögurnar yrðu bornar undir at
kvæði. Þótti mönnum formann-
inum þarna takast að slá öil fyrri
met sín í broti á fundarsköpum.
Tillögurnar voru samþykktar.
Eftir atkvæðagreiðsluna héldu
umræðurnar um tillögurnar a
fram og tóku þeir til máls Guð-
mundur Nikulásson og Gunnar
Erlendsson. Ræddi Guðmundur
nolrkuð um afleiðingar bjargráð-
anna en Gunnar spurði m. a.
hvort stjórn Dagsbrúnar hefði
ekki til þessa talið það hættulegt
að hafa lausa samninga.
Það fór ekki fram hjá mönn-
um að enginn Dagsbrúnarmanna
fékkst nú til þess að ganga fram
fyrir skjöldu stjórnar félagsms
utan Jón Vigfússon einn.
Stór sumarbustaðtfr
við Þingvallavatn
er til sölu. Til mála koma skipti á minni sumarbú-
stað eða öðrum eignum. Þeir, sem áhuga hafa gjöri
svo vel að senda svarbréf til afgr. Mbl. fyrir n.k.
föstudag merkt: „Sumarbústaður—Þingvallavatn
— 4029“.
Skrifstofur okkar
verða lokaðar í dag frá ki. 2,30 e.h. vegna
jarðarfarar.
5. Árnason & Co.
Cunnar Guðjönsson
Hafnarstræti 5.
Föðursystir mín
ÁSTA von JADEN
barónsfrú, lézt að heimiLi. sínu í Wien 12. þ. m.
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Pjeturss.
Faðir ininn
STEINGRÍMUR STEINGRÍMSSON,
frá Sölfhóli.
andaðist að heimilj sínu, Lindargötu 24, laugardaginn
21. þ. m.
Steingrímur Steingrímsson.
Jarðarför dóttur minnar
GUDBJAKGAE PÁLSDÖTTUR
sem lézt 18. þ.m., fer fram frá Reykhoiti fimmtudaginn
26. júní kl. 2 eftir hádegi.
Guðrún Sigurðardóttir og dætur.
Útför móður okkar
PÁLÍNU SÆMUNDSDÓTTUR ÁRMANN
fer fram frá Fossvogskirkju í dag ki. 3 e. h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Sigríður Ármann,
Magnús Ármann.
Þökkum af alhug öllum þeim, er vottuðu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns
JÓHANNESAR JÓHANNESSONAR,
em andaðist 12. júní s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengda- og barnabarna,
systkina og annarra vandamanna.
Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför
ÖNNU GUNNARSDÓTTUR
frá Reyðarfirði.
Margrét Friðriksdóttir,
og systkini hinnar látnu.
Þökkum öllum þeim, er sýndu samúð og aðstoðuðu
okkur við andlát og útför móður okkar
SIGRÍDAR í. HANNESDÓTTUR,
Sandprýði, Eyrarbakka.
Börnin.