Morgunblaðið - 24.06.1958, Page 16
V EÐRIÐ
NorS-austan kaldi, léttskvjaö
139. tbl. — Þriðjudagur 24. júní 1958
Joseph Thorson
Sjá viðtal á bls. 3.
Verkfall smyrjara og
háseta á farskipum?
Sátfafundir stóðu yfir í gœrkvöldi
SKÖMMU áður en Mbl. fór í
prentun í gærkvöldi, stóð yfir
hjá sáttasemjara ríkisins sátta-
fundur með deiluaðilum í iar-
mannadeilunni, en boðað hafði
verið verkfall á farskipaflotah-
um á miðnætti í nótt er leið.
í gærdag sagði Sjómannafé-
lagið í símtali við Mbl., að ekki
kæmi til mála að slá verkfallinu
á frest um einn einasta dag.
Skrifstofur Eimskipaiélagsins
og skipaútgerðarinnar sögðu að
verkfall ef úr því yrði, mundi
S.R. vill fá olíuna til
Siglufjarðar or
Raufarhafnar
1 GÆRDAG, þegar verkfallsaid
an á farmskipaflotanum var að
rísa, hófu Síldarverksmiðjur rík-
isins athugun á því hvort ekki
væri unnt að fá bæði olíu
skipin, sem eru í flutningum með
fram ströndum landsins, til
síldarbæjanna tveggja, Siglu-
fjarðar og Raufarhafnar, svo að
þar væru nokkrar birgðir, ef
verkfallið skylli á í dag. Munu
olíubirgðir vera litlar á báðum
stöðunum. Kyndill átti að fara á
þessar hafnir með farm sinn. Þá
var Þyrill í gærdag á leið til
Hornafjarðar og Seyðisfjarðar og
fleiri Austfjarðarhaffia með 900
tonna olíufarm. í gærkvöldi voru
forráðamenn Síldarverksmiði-
anna að berjast í því, að Þyrill
yrði sendur með allan farminn
til Raufarhafnar, því annað væri
ekki þorandi eins og horfurnar
væru nú. Mun í gærkvöldi hafa
verið búið að ákveða hvert Þyr-
ill færi með farminrí.
Valur vann ÍBH 6:3
í GÆRKVÖLDI fór fram 2. leik
ur íslandsmótsins í I. deild og átt.
ust við Valur og Hafnfirðingar.
Leiknum lauk með sigri Vals 6:3.
Leikurínn var harður á kostnað
góðrar knattspyrnu.
tryggingar á öllum húsum í lög
sagnarumdæmi Reykjavíkur eða
þar til bærinn yfirtók þær trygg-
ingar sjálfur.
Alls hafa iðgjöld numið 130
millj. kr. þau 15 ar sem felagið
hefur starfað en atborguð tjón
haía orðið rúmar 90 millj. kr
A árinu 1957 urðu iðgjöld fé-
lagsins 16 millj. kr. en útborguð
tjón 13 milij. 750 þús. kr. Félagiö
vai’ð fyrir 2 stórtjónum á því ári,
öðru þegar botnvörpungurinn
Goðanes fórst við Færeyjar og
hinu þegar Trésmíðaverkstæðið
Víðir brann og voru þessi tvö
koma afar hart niður á þeim
mikla mannfjölda sem pantað
hefði far með Heklu og Gullfossi,
en allt farþegapláss á skipunum
er pantað fram á haust. í fyrra
urðu skipafélög þessi að aflýsa
öllum ferðum skipanna í tvo
mánuði vegna verkfallsins, sem
þá var á verzlunarflotánuin og
varð mjög langvinnt svo sem
menn muna.
Síðustu skip úr höfn i gær-
kvöldi voru Skjaldbreið og Herðu
breið frá Skipaútgerð ríkisins,
sem bæði létu úr höfn milli ki.
11 og 12 á miðnætti.
Fyrstu skipin sem stöðvast, ef
verkfall hefur skollið á í dag,
eru skip Eimskipafélags Rey.tja-
víkur, Askja, sem kom á laugar-
daginn og Katla, sem kom í gær-
kvöldi með timburfarm.
Allir fyrir viðskipti
ÞRÍR menn hafa verið dæmdir
í sakadómi Reykjavíkur fyrir
brot gegn okurlögunum, fyrir að
taka óleyfilega háa vexti af lán-
um sem þeir höfðu veitt. Einn
þeirra var kærður á grundvelli
ránnsóknar er fram fór fyrir at-
beina okurnefndarinnar svo-
nefndu, en hinir tveir voru kærð
ir í sambandi við rannsókn á
máli verzlunarinnar Ragnar
Blöndal hf. hér í bænum. Einn
þessara manna var dæmdur í
rúmlega hálfrar milljón króna
sekt til ríkissjóðs, en hinir báðir
í minni fjársektir.
Þórður Björnsson fulltrúi saka
dómara skýrði blaðamönnum
frá dómum þessuin í gærkvöldi,
í forföllum Valdimars Stefáns-
sonar sakadómara, sem nú er í
sjúkrahúsi.
Menn þeir er hér um ræðir eru
þeir Brandur Brynjólfsson, iög-
fræðingur, Reykjavík; Eiríkur
Kristjánsson, kaupmaður, Reykja
vík, fyrrum á Akureyri og Hörð-
ur Ólafsson héraðsdómslögmaður,
félagsins, að 6,5 milljónir tn-
heyra sjódeild félagsins, 4,5
milljónir brunadeildinni 4,5
milljónir bifreiðadeildinni og 500
þúsund lífdeildinni.
Framkvæmdastjóri félagsins
hefur verið frá upphafi Baldvin
Einarsson, en stjórn félagsins
skipa nú: Carl Olsen, aðalræðis-
maður, formaður; Gunnar Einars-
son, framkvæmdastjóri; Jónas
Hvannberg, kaupmaður; Krist-
ján Siggeirsson, kaupmaður, og
Sigfús Bjarnason, stórkaupmað
ur. —
Harður árekstur
í GÆRDAG varð allharður á-
rekstur á Hafnarfjarðarveginum.
Vörubíll ók inn á Hafnarfjarðar-
veginn sem er aðalbraut og beint
á Volkswagen-sendibíl, sem
við R. Blöndal hf.
Reykjavík.
Allir voru menn þessir taldir
hafa brotið okurlögin svonefndu
frá 1933.
Brandur Brynjólfsson var talinn
hafa gerzt brotlegur í viðskiptum
sínum við forstjóra Ragnars
Blöndal hf., Gunnar Hall. Einnig
var hann talinn hafa gerzt brot:
legur í nokkrum öðrum tilfellum,
en rannsókn á þeim atriðum fór
fram að undirlagi „okurnefndar-
innar“ sem kjörin var á Alþingi
1955.
í undirrétti segir í forsendum
dómsins yfir Brandi, að hinir
ólöglega teknu og áskildu vextir
nemi samtals kr. 142.488,60. Þá
þyki refsing ákærða hæfilega
ákveðin kr. 570.000,00 í sekt til
ríkissjóðs. Er þetta lágmarks
sekt samkv. lögunum, sem gera
ráð fyrir sekt, er nemi 4—25
sinnum hærri upphæð en hinn
ólöglegi ágóði nam. Brandi
var gert að greiða sektina
innan 4 vikna frá dómsbirtingu
en til vara kemur varðhald í 1 ár
verði sektin eigi greidd inn-
an tiltekins tíma. Þá var
honum svo og hinum mönn-
unum tveim gert að greiða máls-
kostnað allan. Geta má þess að
Brandur var sýknaður af fjöl-
mörgum ákæruatriðum.
Varðandi rannsókn á okurstarf
semi Eiríks Kristjánssonar, þá er
þess að geta að dómum þótti
eigi fyllilega sannað hve mikill
ólöglegur væri ágóði hans af okur
viðskiptum hans við Gunnar
Hall. Með hliðsjón af því var
sektarupphæðin ákv. eftir mála-
vöxtum, svo sem heimilað
er einnig í okurlögunum, og var
sektin ákveðin kr. 66.300, sem
Eiríki var gert að greiða ríkis-
sjóði. Til vara var 5 mán fang-
elsi, verði sektin ekki greidd inn-
an 4 vikna.
Hörður Ólafsson hdl., var sýkn
aður af þeim kæruatriðum sem
fram komu á hendur honum fyrir
tilstilli okurnefndarinnar. Hann
var aftur á móti talinn hafa á-
skilið sér of háa vexti af víxillán-
um sem hann hafði veitt Gunnari
Hall forstjóra R. B. Væri sú fjár-
hæð fram yfir löglega vexti kr.
47.005,06 og ákvað dómurinn að
sekt Harðar til ríkissjóðs skyldi
vera kr. 188.100,00 og til vara
1 árs varðhald verði sektin eigi
greidd innan 4 vikna.
sæti hefur fyrir allmarga
farþega, (rúgbrauð eins og Danir
kalla þá). Vörubíllinn hvolfdi
Vw-bílnum, með þeim afleiðing-
um að sjö manns sem í honum
voru meiddust eða fengu tauga-
áfall. Hafði bíllinn farið heila
veltu því hann staðnæmdist á
hjólunum. — Nokkrir höfðu fall-
ið út úr bílnum í veltunni, er
hurðir hrukku upp. Að því er
talið var í gærkvöldi, hafði eng-
inn meiðzt alvarlega.
SIGLUFIRÐI, 23. júní — Söltun
á Siglufirði yfir helgina var 7989
tunnur. Alls hafa þá verið saltað-
ar á Siglufirði 20179 tunnur.
Söltunin skiptist þannig á sölt-
unarstöðvarnar: Asgeirsstöð 1467
tunnur, Samvinnufélag 275,
Njörður 552, Nöf 848, Þóroddur
749, Sunna 1868, Reykjanes 1541
Dröfn 795, Islenzkur fiskur 1717,
ísafold 316, Hjaltalín 186, Kaup-
félagið 1494, Kristinn Halldórs-
25000 lunnur
sallaðai
EFTIR því sem næst varð kom-
izt í gærkvöldi, mun heildarsölt-
un Norðurlandssíldar nú vera
kringum 25000 tunnur.
Síldin, sem veiðzt hefur, er
stór og feit og aðallega af ár-
göngunum 6—7 ára og 10—11 ára.
í gærkvöldi var hræla komin
á síldarmiðin, veðurhæðin 3—5
vindstig og voru ekki taldar horf
ur á veiðiveðri í nótt er leið. —
Um 200 skip eru komin á veiðar.
Thorson dómari tal-
ar í Háskélanum
í DAG kl. 5,30 halda Lögfræð-
ingafélag íslands og Lögmanna-
félag Reykjavíkur sameiginleg-
an fund í fyrstu kennslustofu
Háskólans. Þar mun dr. jur.
Joseph T. Thorson flytja erindi,
sem fjallar um réttarríkið og
starfsemi Alþjóðanefndar lög-
fræðinga.
Dr. Thorson er hæstaréttar-
dómari í Kanada og er af vestur
íslenzkum ættum. Hann er for
seti Alþjóðanefndar lögfræð-
inga.
son 74, Hafliði hf 998, Sigfús
Baldvinsson 1236, ÓIi Ragnars
519, Óli Hinriksen 1952, Gunnar
Halldórsson 1198, Hrímnir 882 og
Pólstjarnan 1512.
Til Síldarverksmiðja ríkisins
hafa komið í bræðslu 2824 mál.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir
kvenfólki á plönin og má segja
að hver sem vettlingi getur vald-
ið hafi unnið við söltun og önnur
störf þar að lútandi. — Guðjón.
Öilug starisemi
Almennro trygginga
Iðgjöld hafa numið 130 millj. kr. á 15 árum
ALMENNAR TRYGGINGAR HF. urðu fyrir skömmu fimmtán ára
t>e var þess minnzt á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 12. þ. m
Formaður félagsins hefur frá upphafi verið Carl Olsen, aðal
ræðismaður. Þessi 15 ár, sem félagið hefur starfað, hafa verið mikil
umbrotaár í sögu þjóðarinnar. en félagið hefur ávallt leitazt við að
sinna þeim þörfum og veita þá þjónustu, sem hver tími hefur
krafizt.
í 10 ár hafði Jélagið bruna- tjón rúmlega helmingur allra
greiddra tjóna að upphæð. lð-
gjöld skiptast þannig milli deilda
3 menn dœmdir í undir-
réfti fyrir okurstartsemi
Happdrœfti Sjálfstœðisflokksins:
Dregið í kvöld
Aðeins 300—400 miðar
til sölu í dag
I KVÖLD verður dregið í bílhappdrætti Sjálfstæðisfiokksins. Þá
íæsi úr því skorið, hver heppnina hefur haft með sér og hreppt
lunn glæsilega vinning.
Vinningurinn er svo sem kunnugt er, mjög glæsileg
og verðmæt Plymouth-bifreið (Savoy) gerð 1958
Mjög ánægjulegt er, hversu vel happdrættið hefur gengið, þar
sem oseldir eru aðeins fáir miðar, sem vænta má, að verði allir
seldir að kvöldi.
Nú er aðeins eftir síðasta átakið í dag til að tryggja Sjálfstæðis-
íiokkjium 100% árangur af happdrættinu og sjálfum sér glæsilegan
vinningsmöguleika.
Ætla má, að Reykvíkingar keppist um að kaupa
síðustu miðana.
it Hringið eða komið í skrifstofuna í Sjál'fstæðishús-
inu og kaupið miða.
★ Takið eftir hinni glæsilegu bifreið í Austurstræti
og þar eru miðar seldir.
★ Hver skyldi að leikslokum verða eigandi hinnar
glæsilegu bifreiðar?
Búið að salfa yfir 20 Jhtís.
tunnur á Siglufirði