Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. júlí 1958 MOPCT'VTÍT 4»JÐ 3 Sr. Jónas Císlason: Daglegt brauð 7. sunnd. eftir trinitatis: Mark. 8, 1-9. Eitt af því, sem öðru fremur einkennir líf okkar mannanna, er hin daglega vinna. Við þurfum að fullnægja þörfum líkama okkar til þess að viðhalda líkamslífinu. Það hefur stundum verið sagt, að líf okkar sé brauðstrit frá vöggu til grafar. Það gildir jafnt um alla menn. Heilög ritning sýnir okkur ber- le0u, að Guð tekur fullt tillit til þessara líkamlegu þarfa okkar. Guðspjallið í dag segir okkur frá því, að Jesús var með lærisvein- um sínum úti á óbyggðum stað. Eins og oft endranær var mikill mannfjöldi hjá þeim. Fólkið hafði séð táknin, sem hann gjörði. Það hafði hrifizt eins og svo oft áður. Jesús rennir augum yfir mann- fjöldann. Hann gjörir sér strax ljósa grein fyrir þörf fólksins. Það hafði lengi verið hjá honum og var orðið hungrað. Því snýr hann sér til lærisveinanna og seg- ir, að hann verði að hjálpa fólk- inu Lærisveinarnir sáu engin ráð. Mannlega talað virtust öll sund lokuð. Hér voru þúsundir manna úti á óbyggðum stað. Þeim virt- ist í ’algert öngþveiti komið. Og þá fyrst gerðist undrið. Jesús Kristur tekur brauðin sjö og fá- eina smáfiska, blessar og deilir þeim síðan út á meðal fólksins svo að allir urðu mettir. Hann gjörir ekki allltaf slík kraftaverk til þess að afla fæðu. Oft sendi hann lærisveina sína til þess að kaupa brauð. Við minnumst einnig freistingafrá- sögunnar. Satan reynir að freista Jesú til að breyta steinum í brauð og seðja hungur sitt eftir fjörutíu s^ólarhringa föstu. En Jesús gjörði það ekki. Hann vann aldrei kraftaverk í eigingjörnum tilgangi, heldur aðeins til þess að gjöra nafn Guðs dýrlegt. Þá fyrst þegar allt virtist útilokað, kom hann og líknaði, leysti úr þörfum manna. Þetta er ekki í eina skiptið, sem Jesús sýnir berlega, að Guð láti sér annt um að uppfylla líkamlegar þarfir okkar. í fjall- ræðunni segir hann : „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta og hvað þér eig- ið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn? Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né upp- skera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri en þeir? . - . Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? eða: Hverju eigum vér að klæðast? Því að eftir öllu þessu sækjast heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnizt alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggju fullir um morgundaginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sin þjáning". Hið sama segir Jesús okkur, er hann kennir okkur að biðja: Gef oss i dag vort daglegt brauð. Við megum biðja Guð um daglegar þarfir, já, meira en megum, við eigum að gera það. Og þá eigum við um leið að treysta Guði. Hann hefur allt vald á himni og jörðu. Hann hefur sagt okkur að biðja. Hví þurfum við þá að efast? Við berum oft þungar áhyggjur og stórar um daglega afkomu okkar. Við þurfum að læra að treysta Guði og trúa orðum hans bókstaflega. Hann heíur sagt okk ur að biðja sig og vera áhyggju- laus um morgundaginn. Við þurf- um að læra að breyta eftir þeim orðum og varpa áhyggjum okkar á hann. Jesús sagði eitt sinn: „Aflið yður ekki þeirrar fæðu, sem eyð- ist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og mannssonur- inn mun veita yður“. Ýmsir misskilja þessi orð hans og telja, að í þeim felist lítils- virðing á hinu daglega starfi. Það sé mest um vert fyrir okkur að hugsa sem allra- minnst um það, sem þessu lífi kemur við og hætta þessu sífellda brauðstriti. Guð muni sjá fyrir öllum þörfum okkar. Við getum því lagt hend- ur í skaut og verið algerlega áhyggjulaus um framtíðina. Það er satt, að við megum og eigum að horfa til framtíðarinn- ar í fullu trausti til Guðs. En það jafngildir engan veginn því, að allt, sem kemur þessu lífi við og viðhaldi þess, sá einskis virði eða jafnvel skaðlegt. Guð hefur aldrei ætlað okkur til leti eða ómennsku. Þvert á móti. Guð ætlast til fullrar trúmennsku af okkur í hinu daglega starfi. Það á að vera þjónusta við hann, guðsþjónusta. Það er hinn réttí kristilegi skilningur á gildi starfs ins. En hvað á hann þá við með þessum orðum? Jú, hann vill vara okkur við. Öflun þeirrar fæðu, sem eyðist, má aldrei verða að- alatriðið í lífi okkar. Brauðstrit- ið má aldrei blinda okkur svo, að við missum sjónar af Guði. Tilgangur Guðs með sköpun mannsins var engan veginn sá einn, að hann uppfyllti allar þarfir líkama síns. Efnið er ekki allt, eins og efnishyggjan vill vera láta. Slík hugsun er Guði andstæð. Þótt viðhald líkamslífs- ins sé nauðsynlegt, er þó annað enn nauðsynlegra, því að hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni? Jesús varar einnig við sinnu- leysinu. Mannfjöldinn, sem neytti brauðsins og fiskanna, sá aðeins hið efnislega. Þeir urðu mettir. Þeir sáu aðeins brauðið í undrinu, en sjálft undrið í brauð inu var þeim hulið. Þeir sáu ekki dýrð Guðs í því, sem gerðist. Þess vegna skildu þeir ekki þann boðskap, sem það hafði að flytja þeim frá Guði. Hver er sá boðskapur? Það, sem Jesús Kristur leggur áherzlu á, er þetta: Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yrðu að auki. Aðalatriðið í lífi hvers manns er afstaða hans til Guðs. Mettunin er einmitt táknmynd þess, er Jesús var kom inn í heiminn til þess að vinna. Hann var kominn til þess að fórna sér, gefa líf sitt okkur mönnunum til lífs. Eins og hann deildi út brauðinu meðal fólksins, svo að allir urðu mettir, þannig gaf hann líf sitt, öllum mönnum til þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs. í trúnni á hann eignumst við eilífa lífið. Hann var ekki kominn í heim inn til þess eins að lina líkam- lega þjáning og kvöl eða seðja hungur manna eftir brauði. Þetta allt var aðeans tákn, sem benvi fram til hins, sem var tilgangur- inn með komu hans inn í þennan heim. Hann var kominn í heiminn til þess að írelsa okkur mennina, leiða okkur til samfélags við Guð. Okkur er bent á krossinn. Sú fórn, sem hann færði þar, er fullgild fyrir alla. Þar þarf engu við að bæta. Þegar við biðjum: Gef oss í dag vort daglegt brauð, þá biðjum við Guð ekki aðeins um jarðnesk ar nauðsynjar. Þá biðjum við einnig um brauð lífsins, Jesúm Krist sjálfan. Og hverjum kristn um manni verður sú bæn aðal- atriðið, því að hann veit, að allt Fulltrúar á fundi Norræna vinnuveitendasam bandsins, sem hér heldur fund um þessar mund- ir ,fóru í gærmorgun til Grænlands og voru væntanlegir aftur hingað til lands um kl. 21 í gærkvöldi. Ferðinni var heitið til Meistaravíkur til þess að skoða námurekstur Norræna námu- félagsins. Myndin var tekin á Reykjavíkurflug velli í þann mund er ferðafólkið steig um borð í Sólfaxa. (Ljósm. Sv. Sæm.) Erfitt að taka hér lit bvikmyndir vegna sólarleysis, segir ítalskur kvikmyndatökumaður HÉR hafa að undanförnu dvalizt þrír ítalir við kvikmyndatöku. Tveir þeirra, þeir Federico Magnaghi og Nando Forni eru nýfarnir heim, en hinn þriðji, Max Magnaghi, er hér enn og bíður eftir góðu veðri til að geta flogið inn yfir Heklu og náð myndum af henni. Þeir félagar hafa ferðazt um landið, farið til Mývatns og Akur eyrar og ofurlítið inn á hálendið og kvikmyndað þætti ;r atvinnu- lífinu og þjóðlífinu, eins og t.d. vinnu í hvalstöðinni í Hvalfirði og 17. júní hátíðahöld í Reykja- vík. Markmiðið með ferðinni er þrí þætt. í fyrsta lagi að taka 20 mín útna kvikmyndir í litum af landi og þjóð, sem nota á sem auka- myndir í ítölskum kvikmynda- húsum. En kvikmyndahúsin þar í landi eru skylduð til að sýna fræðslumynd á undan hverri langri kvikmynd. Ríkið útvegar slíkar myndir og dreifir þeim. í öðru lagi taka þeir félagar hér kvikmyndir í hvítu og svörtu fyrir ítalska sjónvarpið, en einn þeirra er starfsmaður sjónvarps- ins í Mílanó. Sagði Magnaghi, þegar fréttamaður blaðsins átti tal við hann í gær, að kvikmy'nd- ir frá íslandi mundu þykja girni legar, þar sem ekkert framboð hefur verið á þeim á Ítalíu, og að sjónvarpið legði mikið upp úr því að fá óvenjulegt efni fyrir áhorfendur sína. * í þriðja lagi hafa ítalirnir tek- ið hér ljósmyndir í litum, sem ætlaðar eru ítölskum myndablöð um. Fréttamaður spurði Magnaghi hvernig væri að kvikmynda hér, og lét hann ekki sem bezt yfir því. Til að fá góðar litmyndir þyrfti sól. Litir og skuggar kæmu þá bezt fram. Hér kæmi sólin alltaf snögglega fram á milli skýja og þegar kvikmyndamað- urinn væri búinn að koma sér fyrir og stilla öll sín tæki með tilliti til birtunnar og baksviðs- ins, væri sólin horfin aftur bak hitt veitist honum að auki í hon- um. Mestur hluti ævi okkar fer til þess að afla jarðneskra nauð- synja, þeirrar fæðu, sem eyðist. Hve miklum tíma verjum við til öflunar hinnar eilífu fæðu? Öll þekkjum við, hve umhugsunin um tímanlega velferð okkar get- ur valdið okkur áhyggjum og heilabrotum. Hversu miklum tíma eyðum við til þess að hugsa um eilífðarvelferð okkar? Höfum við aflað okkur þeirrar ; fæðu, sem varir til eilífs lífs? Það er mikilvægasta spurning lífsins. Jónas Gíslason. við ský. Að vísu væri hægt að taka kvikmyndir í sólarlausu veðri, en það gæfi lakari árang- ur. Aftur á móti væri hægt að vinna hér næstum allan sólar- hringinn á sumrin. Á Ítalíu þyrftu menn að hætta vegna rökkurs um kl. 7 á kvöldin, en meðan dagurinn entist væri þar alltaf hægt að reikna með hent- ugu veðri. Það sem hafði mest áhrif á þennan ítala á íslandi var sól- arlag við Mývatn og Dimmu- borgir, „sem eru eins og stórfeng legar rústir“, sagði hann. Annars sagði hann að landslagið hér á landi hefði ekki komið sér á óvart. Miðhluti landsins líktist mjög þeim hluta Alpafjallanna, sem er yfir 2000 metra hæð. Það væri sama gróðurleysið og jurtir teygðu sig af veikum mætti upp á milli steina. Eins vær hann kunnugur þeim stöðum á Ítalíu, þar sem væru hraun. EINAR Kristjánsson, forstjóri, Akureyri, verður sextugur á morgun. Hann er fæddur að Hrauni í Fljótum, sonur hjónanna Rósu Einarsdóttur og Kristjáns Kristj ánssonar. Ungur að aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar upp. — Einar var ekki nema 13 ára gam- all er hann fór að vinna við af- greiðslu á lyfjum hjá Guðmundi Hallgrímssyni, lækni, en gerðist starfsmaður við apótekið á Eyr- arbakka árið 1919. Árið 1927 sett ist hann að á Siglufirði og vann þar óslitið við lyfjabúðina þar til hann flutti búferlum til Ak- ureyrar árið 1948. Þar í bænum Aftur á móti komu íbúar lands ins honum þægilega á óvart. Hann kvaðst hafa ferðast víða, og alls staðar kæmi þsð fyrir að ferðamaðurinn rækist á önug- lynda bílstjóra, dyraverði eða eitthvert óliðlegt fólk. Hér hefðu þeir félagar aftur á móti ekki í eitt einasta skipti mætt öðru en elskulegheitum. Þeir hefðu þó átt samskipti við fólk af öllum stéttum, sveitafólk úti á landi jafnt sem forseta íslands. Líkti hann ísiendingum við eina stóra fjölskyJd.u, þar sem enginn væri öðrum æðri. Hann sagði þá félaga vera ákaflega ánægða með ferðina, og hefðu þeir hug á að koma aftur seinna og taka þá kvikmyndir í nóvember eða desembermán- uði. Að vísu væri ferðalag hingað í efnisleit ákaflega dýrt, en sjón- varpið hefði líka miklar tekjur, bæði af* afnotagjöldum og aug- lýsingum, sem skotið væri inn á milli dagskrárliða. Fylgdarmaðúr ítalanna um landið var Axel Jónsson, sund- laugarvörður. Aðeins þrisvar Framhald á bls. 19. hefur hann verið forstjóri Efna- gerðar Akureyrar, Auk erilssams starfs hefur Einar Kristjánsson haft mikil af- skipti af félagsmálum um dag- ana. Sérstakega hefur hann kom- ið við sögu íþróttahreyfingarinn- ar, verið formaðurSkíðasambands íslands í mörg ár, átt sæti í íþróttaráði Akureyrar og verið í stjórn Knattspyrnufélags Akur- eyrar. Fyrir margþætt störf sín í þágu íþróttamálanna hefur hann verið sæmdur gullmerki ISÍ. Þá hefur hann verið í stjórn Iðnrekendafélags Akureyrar og starfað mjög mikið í Oddíellow- reglunni á Akureyri. Bæði á Siglufirði og Akureyri hefir Ein- ar verið í sveit forustumanna Sjálfstæðisflokksins og stjórnað þar skrifstofum flokksins fyrir kosningar af miklum dugnaði. Einar Kristjánsson er kvænt- ur Ólöfu ísaksdóttur, frá Eyr- arbakka, hinni mætustu konu. Hafa þau eignast 3 börn, Dóró- theu, sem gift er Gisla Eylands, póstafgr.m. á Akureyri, Ólaf stud. jur. og Boga, sem stundar nám í menntaskóla. Einar er ætíð glaðvær og ljúf- ur í viðmóti, samvinnulipur og tillögugóður. Á Sjálfstæðisfé). á Akureyri sérstakar þakkir að gjalda honum fyrir ötult og heiila drjúgt starf í þágu hans. Árna ég Einari allra heilla á þessum tímamótum í lífi hans. Jónas G. Rafnar. Einar Kristjánsson Akur- eyri sextugur á morgun •*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.