Morgunblaðið - 20.07.1958, Side 10

Morgunblaðið - 20.07.1958, Side 10
10 Monr.rw * o i ð Surmii'dagur 20. júlí 1958 I JlUwgtitiMðfrifo Otg.: H.í Arvakur, Reykjavík. Framkvænidastion: bigíus Jónsson Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigt: Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. I i YFIRLÝSING JÓNASAR HARALZ MEÐAN verkfall farmann- anna stóð yfir deildu stjórnarflokkarnir um það innbyrðis, hvort um væri að ræða, að farmenn hefðu orðið fyrir sérstakri kjaraskerðingu umfram aðra af völdum bjargráð- anna svonefndu og hvort kröf- ur þeirra þess vegna gætu talizt réttmætar eða ekki. I sambandi við þetta var svo málinu skot- ið til aðalefnahagsmálaráðu- nauts ríkisstjórnarinnar, sem er Jónas H. Haralz hagfræðingur og lét hann skriflega álit sitt í ljósi að beiðni ríkisstjórnarinnar. Var niðurstaða hans sú, að samkvæmt þeirri athugun, sem hann hefði gert á málinu, hefðu kjör há- seta og kyndara á farskipum rýrnað verulega umfram kjör annarra launþega. Hins vegar taldi hagfræðingurinn ekki mögulegt að meta með neinni vissu, hversu þessi kjararýrnua væri mikil umfram aðra laun- þega vegna margra óvissuatriða. sem um væri að ræða. Þessi yfir- lýsing Jónasar Haralz var birt í Morgunblaðinu hinn 15. júlí sl. en hvorki Þjóðviljinn né Tíminn hafa vikið einu orði að þessari rannsókn hagfræðingsins og áliti hans. Þegar álit hagfræðingsins var komið fram, munu stjórnar völdin hafa séð, að ekki væri unnt að standa á móti kröfum farmanna um, að bætt yrði úr þessari sérstöku kjaraskerðingu. Þvert ofan í fyrri yfirlýsingar greip ríkisstjórnin þá til þess ráðs að veita útgerðunum tryggingar fyrir því, að þær mundu jafn- skjótt fá bætta upp með hækk- uðum farmgjöldum þá kaup- hækkun sem þær samþykktu að veita farmönnunum til þess að bæta úr kjaraskerðingunni sem „bjargráðin“ hefðu haft í för með sér fyrir farmennina umfram aðra. ★ Þegar allt þetta liggur fyrir er það augljóst, að unnt hefði verið að koma í veg fyrir þetta tæpra þriggjá vikna verkfall, sem lamaði kaupskipaflota lands- manna og lagði hann við festar í höfnum. Ef ríkisstjórnin hefði þegar í stað viðurkennt þá stað- reynd, sem raunar virtist líka augljós, að farmenn hefðu orðið fyrir mikilli skerðingu kjara sinna umfram aðra, þá hefði ver- ið unnt að afstýra þessu dýra verkfalli. Það er því engum blöð- um um það að fletta, að það er ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því að verkfallið skyldi nokkurn tímann hefjast. Meðan á deilunni stóð hélt Tíminn því fram, að farmenn hefðu ekki orðið fyrir neinni sér- stakri kjaraskerðingu af völdum bjargráðanna. Þjóðviljinn deildi einnig hart á Sjómannafélagið og farmenn fyrir það að hefja verk- fall og taldi að þeir hefðu sízt ástæðu til slíks. Eftir að yfirlýs- ing Jónasar H. Haralz, aðalráðu- nauts ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum er komin fram, virð- ast tekin af öll tvímæli um það að blöðin tvö hafa haft rangt fyrir sér í þessu efni. En þau hafa ekki enn haft kjark i sér til að viðurkenna það og hafa þagað gersamlega yfir bréfi Jónasar Haralz. Aðferðir ríkis stjórnarinnar í sambandi við far- mannaverkfallið eru að öðru leyti enn eitt ljóst dæmi um það, hversu lin tök hún hefur á öllum þessum málum og hversu sundur- lyndið á milli flokka hennar er djúptækt. LEIT AÐ HEITU VATNI EGAR Hitaveitan var sett á stofn var hrundið í framkv. einu hinu mesta framfaramáli, er íslendingar hafa haft með höndum í verkleg- um efnum. Verk þetta var undirbúið vel enda var hér um algert ný- mæli að ræða og engar fyrir- myndir við að styðjast, hvorki innanlands né erlendis frá. í fyrstu var lögð hin svokallaða litla hitveita frá Þvottalaugun- um í hverfi í austur-bænum, en að fenginni þeirri reynslu og eft- ir langan og erfiðan undirbúning var síðan ráðist í byggingu hinn- ar stóru hitaveitu, sem þá náði yfir megnið af Reykjavík. Síðan hefur Reykjavík stækk- að ört og miklu örar en nokk- urn óraði fyrir. Hingað til hefur ekki verið unnt að fá meira vatns magn úr aðallindunum upp við Reyki og hefur það gert það að verkum að nauðsynleg útvíkkun hitaveitunnar í samræmi við stækkun bæjarins hefur tafizt. Út af þessu máli setti Reykjavík- urbær á laggirnar nefnd sér- fróðra manna, svonefnda hita- veitunefnd, sem hafa skyldi með höndum vísindalegar rannsóknir á jarðhita í landi bæjarins og um hverfi. Þessi nefnd hefur starfað mjög ósleitilega og kannað þá möguleika, sem fyrir hendi væru að stækka hitaveituna. Eftir mikið þóf var mögulegt að fá stór virkan jarðbor til landsins, en hann er nýkominn, svo sem kunn ugt er, og er í sameign ríkis og bæjar. Með tilkomu þessa nýja tækis hafa skapast vonir til þess að allmikil aukning af heitu vatni gæti fengist í bæjarland- inu sjálfu. Nýlega er lokið jarð- borunum, sem unnið hefur verið að nú um nokkurn tíma á Klambratúni í Austurbænum og er talið að árangurinn hafi þar orðið mjög góður. Magn þess heita vatns, sem upp úr holunni kemur er 5,1 sekúndulíter og er það miklu meira en menn höfðu gert sér vonir um. Nú er í und- irbúningi að flytja jarðborinn aftur að gatnamótum Hátúns og Nóatúns, en þar á að bora aðra holu og freista þess að fá þar meira heitt vatn. Þannig verður borunum í bæj- arlandinu haldið áfram, svo sem kostur er á, en ekkert er hægt að segja um árangur af þeim, þegar á heildina er litið, fyrri en borunum er lokið. Af hálfu Reykjavíkurbæjar hafa verið uppi fyrirætlanir um að komast að samkomulagi um virkjun orkunnar í Krýsuvík fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð. Þar er um stórfelda framkvæmd að ræða, sem vafalaust kostar mikinn tíma og stórfé, ef hún kemst til framkvæmda. En með an það mál er ekki komið lengra á leið en nú er, verður haldið áfram stöðugri leit að heitu vatni í bæjarlandinu sjálfu og það jafnóðum notað til útvíkkunar hitaveitunnar. / Þannig Iítur skopteiknarinn Cummings á aðgerðir Bandaríkja- manna í Líbanon. Myndinni fylgir þessi texti: Verið rólegir. Eins og vitur maður hefir áður sagt: „Ég er bara lögregiumað- ur!“ En Eden lætur fara vel um sig í garðstól undir sóihlíf, geiur aðgerðum Bandarikjamanna hornauga og skrifar minn- ingar sínar um Súez og allt það. Margrét, krónprinsessa Dana, er um þessar mundir á flugher- skóla í Værlöse. Erfiðastar þykja kennslustundirnar í jiu-jitsu, japanskri glímu, og þá er óspart skipzt á snörpum höggum. Mar- grét er sögð vera mjög leikin í þessari íþrótt. Myndin sýnir, hvernig hún í einu vetfangi fellir kennarann. Franski stjórnmálamaðurinn Robert Schuman hitti lækninn sinn, sem virti hann ánægður fyrir sér: — Bravó, kæri Schuman. Allt af jafn unglegur! Þetta leiddi til almennra umræðna um heilsu- far. Að lokum sagði læknirinn hugsandi: — Sjáið þér til, Monsi eur Schuman, það er ennþá allt á huldu um framlengingu manns- æfinnar. . . — Hvers vegna lifa konur þá lengur en karlmenn? spurði Schuman og studdi hönd undir kinn. Eftir skamma þögn bætti hann við með uppgerðar sakleys- issvip: — Vitið þér það ekki, læknir? Það er þó ákaflega ein- falt mál. Þegar hann fékk ekkert svar, hélt hann áfram, alvarlegur í bragði. — Þær fá áreiðanlega ekki inngöngu á himnum, eða haldið þér það? Enn nokkur þögn. — Og þær vilja ekki fara til vítis ... Nú þær eiga þá ekki um annað að velja en halda áfram að lifa... Skáldið Ezra Pound, sem verið hefir undanfarin 12 ár á geð- veikrahæli í Bandaríkjunum, hélt til Ítalíu, undir eins og hon- um var heimilað að yfirgefa hæl- ið. Er farþegaskipið, sem hann kom með, lagðist við landfestar í Neapelhöfn, heilsaði Pound með facistakveðju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.