Morgunblaðið - 24.08.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.08.1958, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐtÐ Sunnudagur 24. ágúst 1958 w ... ..... - .. .................................................................. pr - ^ Z í*» ^ Þrautin er ekki enn leyst, lagsmaður! T*ú verður að ganga 5 m 6- studdur frá fjöruborði. Örmagna Ermarsundsmaður stígur á land. Sundið yfir Ermarsund á sér merka sögu Þar hafa skipzt a skin og skúrir Eftir ÞORSTEIN THORARENSEN Margate, 16. ágúst. FYRIR nokkrum árum var hol- lenzk stúlka stödd á baðstað við Norðursjó. Hún hafði laert sem smákrakki að synda og undi sér hvergi betur en í sjónum. Þar sveimaði hún um eins og fiskur, rauf yfirborð vatnsins með kröftugum skriðsundstökum, svo að boðarnir stóðu aftur af henni. Og allt í einu var hún komin í keppni við hraðskreiðan sund- mann, er hún mætti fyrir utan ströndina. Það þurfti engin orð til að koma af stað þeirri keppni, aðeins glettnislegt augnatillit og kapp í kinn. Þau stefndu út að yztu baujunni, sem sást í fjarska gegnum hafmóðuna. Lengi dró hvorki sundur með þeim né sam- an, en þegar þau áttu eftir um 400 metra að baujunni, fór unga stúlkan sýnilega að hafa betur. Lokasprettur hennar var harðari og þegar keppninni lauk, var það hún sem stóð uppi á baujunni og togaði sterkara kynið upp. Þau höfðu verið nær þrjá stundar- fjórðunga á leiðinni. Þegar maðurinn hafði setzt upp á baujuna, varð honum að orði: — Þú ættir að reyna að synda yfir Ermarsund. Ég held þú sért viss með að hafa það. Máske hafði hina hollenzku stúlku, Willy Groes van Rysel, lengi dreymt um, að vinna það mikla afrek, að synda yfir Ermarsund. En þessi hvatningar- orð réðu úrslitum. Hún hafði verið eins og hver önnur stúlka á hennar aldri, með flest hín sömu áhugamál og frístundaiðju. Eftir þetta átti sundið allan hug hennar. 1 tvö ár fór hún að sofa klukkan 9 á hverju kvöldi, hún hætti að fara i bíó og hún sleit jafnvel kunningsskap við margt fólk, sem hún skemmti sér með áður fyrr á kvöldin. — Hún safnaði hverjum eyri, sem hún vann sér inn, í sparisjóðbók og loks rann upp sú stund, eftir 30 langa mánuði, að hún átti í bókinni, sem nam 300 sterlings- pundum, nægilegt til að kosta til- raun við Ermarsund. Þokan sigraði Enn æfði hún sig af miklum móði á strönd Ermarsundsins og kynnti sér allar aðstæðxxr. Nú skyldi draumurinn rætast. Hún óð út í við Gránes í Frakklandi, djörf og vonglöð. En eftir nærri 15 klst. sund varð hún að gefast upp í dimmri þoku um 400 m frá Shakespeare-kletti við Dover. Þar með var draumurinn búinn og slík voru vonbrigðin, að hún reyndi það aldrei oftar. Þrjú löng ár hafði hún unnið fyrir gýg. Þó hafði hún unnið nokkuð. í Folkestone hafði hún kynnzt Ermarsundsmanninum Edward Temme, sem fyrstur allra synti báðar leiðir yfir Ermarsund. Um haustið giftu þau sig. Fleiri gefast upp en yfir komast Nú, þegar þetta er skrifað, hafa 97 manns unnið þá þrekraun að synda yfir Ermarsund. Engin tala er hins vegar til um þá, sem hafa reynt þetta en orðið að gef- ast upp. En ekki mun vera of- mælt að þeir séu fimm sinnum fleiri. Þeir, sem þetta reyna, færa mikla fórn. — Flestir eða allir hafa þeir fórnað tveim- ur árum af lífi sínu til að þjálfa sig og safna kröftum og þeir komast ekki hjá því að greiða allháan kostnað, sem er þessu samfara. Vinningurinn hefur enginn verið nema allra síðustu árin, þegar peningaverðlaun hafa verið greidd í alþjóðasund- keppninni yfir Ermarsund. Það er því eðlilegt, að menn spyrji: Hvernig stendur á því að fólk er svo áfjáð í að leggja svona mikið í sölurnar til þess að geta anað þetta út í sjóinn? Þeirri spurningu verður varla svarað til fulls. Undirrótin er löngunin til að sýna sjálfum sér og öðrum, að maður geti gert það, sem öðrum er ofviða. Það er sama löngunin og að komast hraðara en aðrir, komast hærra en allir aðrir, upp á Everest-fjall, vera sterkari en aðrir. Það er sami-viljinn, eins og hjá forfeðr- um okkar, að vera drengilegir kappar í leik og bardaga. Það er vafalaust ein mesta þraut, sem sundmenn geta unn- ið, að synda yfir Ermarsund. Það er ekki vitað til að það hafi ver- ið gert nokkru sinni fyrr á öld- um, ekki fyrr en 1875, að Bretinn Webb kafteinn, varð fyrstur manna til þess. Það er að vísu rétt, að enn í dag er það mikið þrekvirki að synda þessa leið yfir Ermarsund. Þó eru menn nú búnir að kynna sér vandlega strauma í sundinu, þeir bera á sig beztu feiti, þeir haga mataræði sínu eftir því sem vísindarannsóknir telja heppilegast og þeir hafa sér til fylgdar báta með beztu siglinga- tækjum, jafnvel með radar- tækjum. Ekkert af þessu hafði hinn hug djarfi Webb kafteinn. Hann óð út í vatnið, eins og hann Var staddur á baðströndinni og hon- um til fylgdar voru tveir bátar með blaðamönnum og dómurum. Webb synti frá Englandi til Frakklands. Sú leið er talin miklu erfiðari. Þótt 97 manns hafi synt frá Frakklandi til Eng lands hafa aðeins um 20 synt þessa leið, frá Englandi til Frakklands. Baráttan við straumana Þá voru sjávarfallastraumar óhentugir fyrir Webb kaftein. Hann óð út í við lok útfallsins. Fyrst barst hann með útfalhnu svolítið vestur á bóginn, en varð svo að synda í 6 Vz klukkustund móti sterkum aðfallsstraumi, sem bar hann langt austur fyrir Dover. Nú var það ætlun Webbs, að láta útfallsstrauminn bera sig aftur vestur á við og á land við Gr^nes. En nú vita menn, að slíkt er mikill misskilningur. Út- fallið ber sundmenn ekki upp að Gránesi, eins og Webb hélt, held- ur frá því og það má heita nær því útilokað, að menn geti lent vestan við Gránes á útfalli. Þetta mátti Webb líka reyna. Hann fékk nú útfallsstrauminn á móti sér og þó hann neytti allra krafta, sá hann Gránes smam saman hverfa. Þeir misstu aíla landsýn, eins og þeir væru komn ir út á Atlantshafið. Webb var þreyttur og vonsvikinn, og aldan jókst. Eina vonin var, ef Webb gæti synt í átta klukku- stundir í viðbót, þar til straum- urinn hefði enn snúizt. Þeim báts verjum fannst slíkt ótrúlegt, en í því kom fram kjarkur hins enska sundmanns, að hann ákvað að reyna þetta. Straumurinn snerist og eftir nokkrar klukku- stundir sáu þeir aftur land, sjálft Gránesið. Og nú hjálpaði straum urinn honum til. En svo aðfram- kominn var Webb, að jafnvel þegar aðeins voru eftir um 200 metrar upp að hinni frönsku strönd, óttuðust fylgdarmenn hans, að hann myndi gefast upp. Loks staulaðist hann upp í sand- inn og þegar hann var kominn á þurrt, féll hann endilangur nið- ur. Hann var þrifinn upp og gef- in fjögur glös af púrtvíni. Hanr. hafði þá verið í sjónum í nærri 22 klst. Ef hann hefði sloppið við síðasta útfallsstrauminn hefði tíminn verið aðeins 14 klst. Hann lýsti þessum atburði síðar þannig: — Ég gleymi aldrei þeirri stund, þegar ég fann Calais sandinn, franska grund, undir fótum mér. Ég var alveg dauð- uppgefinn. Síðustu tvær klukku- Sundmanni gefin næring á leiðinni. shrifar úr daglega lifinu íþróttaafrek sem talandi er um NÝLEGA var sagt frá því í blað inu, að í sumar hafi bilar í fyrsta skipti ekið yfir Jökulsá á Fjöllum, frammi undir Vatna- jökli, og í Hvannalindir. Hafði skemmtiferðaflokkur úr Reykja- vík leyst þetta afrek af hendi. Þetta minnir á aðra ferð, sem farin var á sömu slóðum árið 1912. Segir Daniel Bruun þannig frá henni í ferðabók sinni, sem út kom árið 1925: A. F. Koefoed- Hansen skógræktarstjóri reið Vatnajökulsleið einn með þrjá til reiðar. Fór hann frá Brú og norðan við Tungnafellsjökul inn á Sprengisand. Síðan fylgdi hann alfaraleið suður yfir Sóleyjar- höfða að Skriðufelli (10. ágúst til 14. ágúst). Hann var 4 sólarhringa og 9 klst. á leiðinni milli byggða og hafði aðeins sofið í 12 tíma samanlagt alla leiðina. Það er íþróttaafrek sem talandi er um, segir Bruun að lokum. Hesturinn fékk mjólk og smjörsköku FLEIRI sögur eru til.um ferða- Jög á þessum slóðum. Kunn- ust mun vera sagan af Árna lög- manni Oddssyni, sem ekki fékk far út til íslands fyrr en seint og síðar meir um vorið, en þá komst hann með skipi til Vopnafjarðar. Hafði hann meðferðis gögn í máli föður síns, sem hann þurfti að koma til Þingvalla áður en þingi yrði slitið, en það stóð yfir þegar hann loks komst til lands- ins. Segir sagan, að Árni hafi riðið af stað frá Vopnafirði. en hestur hans gefizt upp þegar kom ið var að Hákonarstöðum. Þar fékk hann því keyptan nýjan hest. Segir ekki af'ferðum hans fyrr en hann kemur í selið frá Brú á Jökuldal snemma morguns. Þá mætir hann stúlku, sem er að koma úr kvíum með fulla fötu af sauðamjólk. Það vildi þá svo til, að þessi stúlka hafði einmitt alið upp hestinn sem hann reið, og setti hún fötuna fyrir hann. Einnig stakk hún upp í hestinn smjörsköku. Árni lögmaður reið síðan sem leið liggur alla leið til Þingvalla, yfir vötn og aðrar tor- færur, og náði þangað í tæka tíð. En þessar rausnarlegu veitingar í selinu dugðu hestinum alla ieið- ina. Forn biskupaleið TALIÐ mun vera að þarna norðan við Vatnajökul hafi legið forn biskupaleið. Hafi Skál- holtsbiskupar riðið austur með jöklinum og ofan í Jökuldal, þeg- ar þeir fóru í vísitasíuferðir í Austfirðingafjórðung. Heyrt hef ég að þeir muni hafa haft ferju á Jökulsá, til að ferja yfir menn og farangur en hestarnir verið reknir lausir yfir ána. Ekki eru menn þó á eitt sáttir um það hvar biskupar muni hafa farið með fylgdarlið sitt. Gömul vísa bendir til þess, að leiðin hafi ekki legið alveg suður undir jöklinum. — Bóndi nokkur hafði komið á móti biskupi, til að fylgja honum austur yfir, en þeg- ar hann var búinn að bíða ein- hvers staðar uppi á fjöllum í viku og ekki sást til ferða bisk- ups, á hann að hafa hripað eftir- farandi vísu í leirflag: Biskups hef ég beðið með rauh og búið vkð harðan kost. Áður ég lagði á Ódáðahraun át ég þurran ost. stundirnar hafði ég haldið, að mér myndi mistakast. „Nei, aldrei! . . .“ Skömmu síðar hélt borgar- stjórinn í Dover heiðurssamsæti fyrir Webb. Þar sagði hann m. a. í ræðu: — Ég trúi því ekki, að nokkur annar maður geti í fram- tíðinni leikið þetta þrekvirki eftir. Þá risu upp allir veizlu- gestir og hrópuðu: — Nei, aldrei, aldrei! Webb kafteinn fórst nokkrum árum síðar, er hann ætlaði að vinna aðra þrekraun, að synda eftir Niagara-flúðunum í Amer- íku. Eftir dauða hans heyrðust skæðar tungur halda því fram, að Ermarsund hans hefði verið „svindl“. Hann hefði fengið að fara upp í annan hvorn bátinn að hvíla sig. Það væri ekki hægt, sögðu þessir menn, að synda yfir Ermarsund. Þegar þetta afrek var næst unnið, 35 árum síðar, af Bretanum Burgess, varð eng- inn glaðari en ekkja Webbs kaf- teins. Hún sendi Burgess skeyti og þakkaði honum fyrir að verja heiður mannsins síns sáluga. Nú þykir enginn vafi leika á því lengur, að Webb hafi raun- verulega synt yfir sundið. — t Dover hefur honum verið reist veglegt minnismerki. í næstu grein segi ég frá nokkr um fleiri köppum, sem reynt hafa þessa þraut. Sumir þeirra voru skrítnir karlar, sumum mis- tókst. Slæm heyskapar- tíð í 4 vikur MÝVATNSSVEIT, 17. ágúst: — Síðan 25. júlí, hefur tíðarfar ver- ið mjög óhentugt til heyskapar. Óþurrkar og kuldar, svo að gras- spretta hefur að mestu stöðvazt. Útlit er því fyrir að síðari slátt- ur á túnum verði lélegur. Silungsveiði í Mývatni hefur verið góð í sumar. Virðist vera mikið af silungi í vatninu, Öðru hverju verður vart við minka, sem drepa mikið af fugl- um og fæla þá af stórum svæð- um. Hefur gengið illa að ná karl- dýrunum, sem flakka víða unx. Sigfús í Vogum 75 ára Þann 11. þessa mánaðar átti Sigfús Hallgrímsson í Vogum 75 ára afmæli. Sigfús er kvæntur Sólveigu Stefánsdóttur frá önd- ólfsstöðum. Þau hafa búið allan sinn búskap í Vogum. Sigfús hef- ur ætíð verið í fremstu röð á- hrifamanna í Mývatnssveit og gegnt ýmsum trúnaxðarstörfum. Hann hefur verið organisti við Reykjahlíðarkirkju í 55 ár, og alla tíð haft mikil og góð áhrif á söngmál í héraðinu. í tilefni af afmælinu fengu þau hjónin heimsókn fjölmargra ættingja og vina víðs vegar að. Alls munu þarna hafa komið um 200 manns, sem þágu rausnarleg- ar veitingar hjá hjónunum og börnum þeirra. Var þar gleð- skapur mikill og ræðuhöld. Meðal afmælisgjafa sem Sig- fúsi bárust, var borðfáni með áletruðum siífurskildi, frá Kirkju kórasambandi Suður-Þingeyinga. Fjöldi heillaskeyta barst viða að. — Jóhannes. Vetnisorkan til friðsamlegra þarfa HONG KONG, 22. ágúst — Reut- er. — Rússar eru vel á veg komn- ir með að beizla orku vetnisins til friðsamlegra þarfa, segir í dag í fréttaskeyti frá Nýju kín- versku fréttastofunni. Segir í til- kynningunni, að það eigi að votta vináttu Rússa og Kínverja, að fregnin sé birt fyrst í Kína. Hafi þetta verið gert samkvæmt ósk vísindamannsins Kurchatov, sem er yfirmað— kjarnorkustofnunar sovésku vísindgakademíunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.