Morgunblaðið - 24.08.1958, Page 9
Sunnudagur 24. ágúst 1958
M O R CV1\ BL AÐ 1Ð
ástúðlegur ektamaður, umhyggju
samur faðir, andfíkur, guðrækinu
og röggsamur kennimaður, hjálp-
fús, úrræðagóður og þarfur fé-
lagsbróðir, einlægur, vinfastur,
og því öllum kunnugum ástfólg-
inn en þó ástfólgnastur náungum
sinum og sóknarbörnum.
Haiðruðum embættisbróður
setti Sv. Nielsson".
Við vorum nú komnir að
Tjarnarmyndunum. Lárus sagði,
að þarna væru venjulegar mynd-
ir af Tjörninni, auk þess væru
myndir af ístöku á Tjörninni og
skautafólki. Hann sagði, að Tjörn
in hefði alltaf verið að smá-
minnka. Reykvíkingar hafa fyllt
upp í hana með ösku og öðrum
úrgangi og nú liggur Vonar-
stræti og Tjarnargata á slíkum
gömlum uppfyllingum og mörg
hús eru byggð þar sem Tjörnin
var áður. Áður fyrr náði Tjörnin
upp á Kirkjutorg, yfir Alþingis-
húsgarðinn nær ailan og þar
sem nú er baðhús Reykjavikur.
Síðan hefur þetta svæði smá
saman verið fyllt upp og á því
byggt. Hafliði Jónsson sagði að
vatnið í Tjörninni væri alltaf að
minnka eftir að Vatnsmýrin
hefði verið þurrkuð vegna flug-
vallarins, hann hefði mælt
rennslið úr mýrinni, það hefði
minnkað um 15%. Aðalrennsli
frá sjó í Tjörnina er frá stór-
streymi en ekki hefur verið
gengið úr skugga um seltuhlut-
fall Tjarnarvatnsins. Ef ekkert
verður að hafst, sagði Hafliði, er
ekki ólíklegt að Tjörnin þorni
smám saman upp. Við Lárus
sögðum, að með því mundi mesti
glansinn fara af höfuðborginni,
en Hafliði huggaði okkur með
því, að unnt yrði að dæla vatni
í Tjörnina og halda henni þannig
við.
Ein Tjarnarmyndanna er fögur
vetrarmynd og sér yfir Tjörnina
Ofan hennar í brekkunni
stóðu gamlir torfbæir. Lárus
benti á einn þeirra og sagði: —
Þarna er Melkot eða Brekkukot,
eins og Halldór Laxness kallar
það víst. Ég geri ekki ráð fyrir
að margir viti. að Guðjón, faðir
Halldórs Laxness, ætlaði eitt
sinn að kaupa Melkotið, en stað-
festingu á því er að finna í
skjölum hér í safninu.
Og enn gengur Hafliði með
okkur um saiinn. Hann fer að
ræða um væntanlegan uppgröft
á Ingólfströðum á Arnarhóli og
spyr Lárus, hvort ekki séu
myndir af því mannvirki á sýn-
ingunni. Lárus segir það vera og
gengur með okkur að stóru korti
af Reykjavík. Það er gert 1801.
1 því eru Ingólfstraðir greinilega
markaðar og Lárus segir að það
sé eina gatan með upphlöðnum
garðveggjum til beggja handa.
Hér var alfaraleið fram á fjöru-
kambinn og allar götur út í Örfis
ey eftir grandanum, en þar var
verzlunin fyrrum. Eins sjást
traðirnar mjög vel á málverki
Jóns biskups Helgasonar eftir
mynd úr leiðangri Gaimards
1835. Hafliði skýtur því inn
í, að þetta sé líklegast elzta
mannvirki, sem til er á ís-
landi, og Lárus játar því.
Hann segir, að Ingólfur hafi far-
ið þessa leið, þegar hann kom
til Reykjavíkur fyrsta sinn. Um
aðra leið hafi ekki verið að ræða
yfir lækinn. Möl og sandur var
borið á hverju vori í traðirnar,
svo að þarna hlýtur að vera ein
hvers konar götuslitlag. —
Vegagerð og ruðningur var
skyldukvöð í gamla daga,
þurfamenn og tugthúslimir
voru settir til starfans fyrir
lítil laun, en brennivínsnaps
fengu menn í uppbót, og hélzt sá
siður lengi, það var kallað að
gefa ,,spandagie“.
Lárus minntist á mynd Jóns
Helgasonar bikups áðan, en eftir
hann eru margar myndir á sýn-
ingunni. Hann var lifandi saga
bæjarins og myndir hans eru
ákaflega verðmætar: Hann mál-
aði oft og teiknaði gc'mlu Reykja
vík eftir fyrirsögnum annarra,
en tók ekki hugmyndir þeirra
upp hráar, eins og sjá má á
myndinni eftir Gaimard. Útlend-
ingurinn hefur sennilega ekki
getað lagt síðustu hönd á mynd-
ina hér í Reykjavík. Hann hefur
rissað upp, það sem hann sá í
bænum og ekki allt verið sem
réttast. Jón Helgason breytir því
sem hann veit að er ekki á rök-
um reist, t.d. útliti húsa o.s.frv.
Þetta gerir hann oft og má segja,
að myndir hans einkennist í senn
af vandvirkni og listrænu hand-
bragði. Síða'n gengur Lárus með
okkur að elztu mynd Jóns Helga
sonar. Það er ákaflega skemmti-
leg mynd. Hún er af Lækjargöt-
unni og á henni er maður með
hjólbörur, vatnsberi og kona í
af Sturluhúsi við Hverfisgötu,
þar sem danski sendiherrabú-
staðurinn stendur nú, en það hús
brann, sem kunnugt er. Einnig
eru þarna myndir af verzlunar-
húsum Edinborgar, Liverpool,
Glasgow o. fl. Brúðkaupsferða-
myndir eru nokkrar á sýning-
unni. Þar er málverk af brúðar-
ferð móður Jens Guðbjörns-
sonar bókbindara. Það er
málað eftir Ijósmynd, sera
Pétur Brynjólfsson tók af tröpp-
unum á ljósmyndastofu sinm í
• • • ............................................................ :-•••
Miðbærinn frá Hólavelli 1835. Málverk biskups, et'tir mynd úr
Gaimards-leiðangrinum.
krínólínu. Myndin er teiknuð út
um gluggan á 6. bekk Mennta-
skólans 1885. Það er augsýnilegt,
að blessaður biskupinn hefur
haft meiri áhuga á krínólínunni
en námsbókunum en við skulum
nú snúa okkur að ljósmyndun-
um aftur. Þær eiga að fylla upp
í skjalasafnið, t.d. myndirnar af
húsunum. Hér sjáið þið Jörgens-
sens knæpu, sem stóð þar sem Hó
tel Island var síðar byggt. Sonar
dóttir Jörgensens greifaþjóns,
sem svo var kallaður, vegna þess
að hann var þjónn Trampes
stiftamtmanns, færði okkur
myndina í sumar. Jörgensen
gamli hafði gistihús í þessu húsi
og rak þar veitingasölu. En fyrst
við minntumst á Trampe stifta-
amtmann, ætla ég að sýna ykkur
hér aðra mynd. Ég hef nýlega
fengið hana að gjöf frá frú Guð-
rúnu Böglund Jensen, sem Morg-
unblaðið átti viðtal við fyrir
skömmu. Það er teikning af
stiftamtmannshúsinu, sem þá
var kallað, en nú er stjórnarráð-
ið. Hún er gerð 1854 af syni
Trampes greifa.
Á sýningunni eru fjölmargar
húsamyndir og eru þær ágætar
heimildir. Á þeim má sjá.
hvernig húsin í Reykjavík hafa
breytzt. Eftir að atvinnuljósmynd
arar komu til sögunnar verður
þessi þróun skýrari, því að þeir
tóku oft myndir frá sama stað
með nokkurra ára millibili, t.d.
myndir, sem Árni Thorsteinsson
tók frá Hólavelli. Þær eru teknar
yfir Ullarstofutún á árunum 1881
fram yfir aldamót. Á þeim eru
aðeins tvö hús, sem ekkert breyt
ast. Það eru Dillonshúsið (Suð-
urgata 2) þar sem Jónas Hall-
grímsson bjó en hitt er hús það,
sem Þórður Sveinbjörnsson há-
yfirdómari lét byggja fyrir miðja
síðustu öld. Það stendur enn við
Túngötu 6, en á því hafa verið
gerðar ýmsar breytingar síðustu
árin.
Þá gat hann þess að áður fyrr
hefðu menn aðallega tekið mynd
ir af fjölskyldu sinni, oft fyrir
framan hús fjölskyldunnar og
við hátiðleg tækifæri, svo sem
þegar lagt er upp í brúðkaups-
ferð. Hann sýnir okkur mynd
Bankastræti í ágústmánuði 1903.
Meðal þeirra, sem á myndinni
sjást, er Bjarni Ólafsson, bók-
bindari, sem var hestasveinn í
þessari ferð. Aðrar brúðkaups-
ferðamyndir eru t.d. af Stefáni B
Jónssyni í Lundi við Laugaveg
og konu hans, tekin 1905, Ás-
Hann er að búa sig undir að ýta
við einum heljarmiklum bola í
Austurstræti, eigandi skepnunn-
ar sést einnig á myndinni. Það
þykir sæma að hann sé með.
Þetta er nefnilega merkisdagur '
lífi skepnunnar, förinni er heitið
í sláturhúsið. En hún er ekki af
baki dottin, notar síðustu mínút-
urnar til að hrella vesalings póli-
tíið. Þið sjóið, hann er þarna með
stafinn sinn og svo skemmtílega
vill til, að hann hefur lent hér á
minjasafninu hjá okkur. Þá gat
Lárus um það, að sakrastian í
Dómkirkjunni í Reykjavík sé
með merkustu byggingum í bæn-
um. — Það var fyrsta slökkvi-
tólahús bæjarins, eins og það var
kallað, síðan var það flutt í lít-
inn skúr á milli Góðtemplara-
hússins og Alþingishússins. —
Þá eru hérna einnig nokkrar
myndir af þjóðhátíðinni. Hún
var fyrst haldinn 2. ágúst 1874
í öskjuhlíðinni vegna komu
Kristjáns koriungs níunda. En há-
tíðahöldin fóru algerlega út um
þúfur, vegna moldroks. Bæjar-
búum þótti því ekki annað hæfa
en endurtaka samkomuna síðar
í mánuðinum. í það skiptið tókst
hún ágætlega, svo að ákveðið var
að halda aðra þjóðhátíð næsta
ár. Hún var haldin af samtökum
bæjarbúa, en einkum munu það
hafa verið verzlunarmenn, sem
stóðu fyrir henni. Þegar frá leið
sáu verzlunarmenn um þessa
skemmtun, eða til ársins 1911, en
þá fluttist þjóðhátíðin yfir á 17.
júní, eins og kunnugt er, og stóðu
íþróttamenn fyrir hátíðahöldun-
um. Bærinn hefur r.ú aftur tekið
þetta mál í sínar hendur, eins og
kunnugt er. Við eigum myndir
af þjóðhátiðinni á Landakots-
túninu og Geirstúni, en því mið-
ur eru engar myndir af fyrstu
þjóðhátíðinni hér í bæ. — Hér
er svo ákaflega skemmtileg
rnynd af Þvottalaugunum. Þetta
er eina myndin sém til er af kon-
um við þvott. Lítið ér um frétta-
myndir á sýningimni. Þó eru hér
nokkrar myndir frá komu
danskra stúdenta aldamótaárið
A þeim sjást stúdentarnii syngja
á Austurvelli, og halda síðan til
Þingvalla. Þeir eru allir ríðandi
á fjörmiklum gæðingum, glaðir
og hressir og í broddi fylkingar
sjáið þið Guðmund Finnbogason,
þar sem hann veifar hatti sínum
til vegfarenda. Þá eru einnig
nokkrar myndir frá 1905, þegar
bændur gengu á fund Hannesar
Hafsteins til að mótmæla síman-
um. Ein myndin sýnir fundar-
haldið sjálft á Austurvelli, önnur
kröfugönguna upp að stjórnar-
ráði, einnig er mynd af því, þeg-
ar séra Jens Pálsson prófastur í
Görðum kemur af fundi Hannes-
ar Hafsteins með afsvar. Séra
Jens var forsvarsmaður bænda
og hafði orð fyrir þeim. Þetta
er sennilega ein fyrsta kröfu-
ganga í Reykjavík. Þá eru hér
nokkrar myndir af höfninni og
gömlum skipum, svo sem af gömiu
póstskipunum, Láru og Botníu,
þær eru hér saman úti á ytri
höfninni, blessaðar, og ég held
að myndin sé tekin um 1900. Þá
er hér stór mynd af togurum á
ytri höfninni. Hún mun vera
tekin um 1912, því að hægt er að
sjá að bygging hafnarinnar er að
hefjast hjá Batteríinu. Einnig
eru hér myndir af Steinbryggj-
unni og Knutzonsbryggju, sem
lengi var notuð sem bæjar-
bryggja. Elzta teikningin á sýn-
ingunni er eftir Sæmund Hólm.
Hún er frá 1789, því hörmunga-
ári móðuharðinda og hungurs.
Að lokum spurðum við Lárus
Sigurbjörnsson um elztu húsin í
bænum. Hann sagði að „Silla og
Valdahúsið" væri elzta húsið í
bænum, sem hefur haldið sínu
útliti að mestu óbreyttu, en elzta
húsið, sem hefur varðveitzt svo
til óbreytt, ytra sem innra og
með gömlu eldstæði, er Hansens-
húsið, sem nú stendur bak við
Dómkirkjuna. Það er byggt 1820,
en nú er í ráði að flytja það upp
að Árbæ, því að eigandinn, Carl
Sæmundssen kaupmaður, hefur
gefið Reykjavíkurbæ húsið.
Þetta gamla hús geymir fjölmarg
ar minningar, sagði Lárus að
lokum, og þegar við báðum hann
um að rifja upp einhverjar
þeirra brosti hann og sagði um
leið og hann kvaddi okkur:
— Jú — hér las Sigurður Gríms-
son undir skóla, ef þú villt endi-
lega hafa það með.
Vestari endi Austurstraetis 1882. Frá vinstri: Hús Björns Jóns-
sonar, Jörgensens-knæpa, hús Þórðar Jónassens, landlæknis,
þar sem nú stendur Morgunblaðs húsið.
geiri Eyþórssyni og konu hans.
Myndin er tekin við Efra-Holt
við Skólavörðustíg. Annars ma
segja, bætir Lárus Sigurbjöns-
son við og brosir, að sumar brúð-
kaupsferðamyndirnar séu nokk-
urs konar felumyndir — menn
voru ekki þá frekar en nú að
gifta sig fyrr en í fulla hnef-
ana.
Sýningin er svo umfangsmikil,
að ekki er unnt að staldra við
nema stutta stund hjá hverri
mynd og ómögulegt að geta nema
örfárra í stuttri blaðagrein.
Nokkrar myndir sýna þróunina
í umferðarmálum bæjarins.
Þarna er t.d. mynd af belju
Björns ritstjóra Jónssonar, sem
verið að reka til beitar á Aust-
urvelli og þarna er önnur, sem
tekin er af Þorvaldi pólitii 1898.
Þungavinnuvélar
Sími 34-3-33
með kunnáttu í ensku og norðurlandamálunum ósk-
ast sem fyrst. Verzlunarskólamenntun æskileg.
Upplýsingar á skrifstofu vorri kl. 4—6 mánudag og
þriðjudag n.k.
Verzlun O. Ellingsen hf.
Simi 15300
Ægisgötu 4
Gluggakrækjur
Stormjárn
Skápalæsingar
Fatasnagar
Fataskáparrör
Simi 15300
Ægisgötu 4
tJ tihurðask rár
Útihurðalamir
Bréfalokur
Innihurðaskrár
Innihurðalaiuir