Morgunblaðið - 24.08.1958, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. ágúst 195b
tttg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkværudastióri: Sigíús Jónsson.
Aðaxritstjórar: Valtýr Steíansson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Emar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 3J045
Auglýsxngar: Arni Garðar Kristinsson.
Rxtstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480
AsKriftarg.jald kr 35.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 2.00 emtakið.
ÍSLENZK STÓRIÐJA OG ORKULINDIR
ÞAÐ var í byrjun þessarar
aldar, að nokkra fram-
sýna íslendinga fór að
dreyma um, að unnt væri að
koma upp stóriðju á íslandi
og nota fossaflið sem orku
gjafa. — Dreymdi ýmsa stóra
drauma í þessu sambandi og var
meðal annars um eitt skeið nærri
því komið, að reist yrði hér
áburðarverksmiðja, en úr því
varð þó ekki. Við lifum á öld
orkunnar, ef svo mætti orða það
og hér í landinu er ekki tin-
göngu um vatnsorkuna að ræða,
heldur einnig hveraorkuna og
hefur athygli landsmanna beinzt
mjög að henni nú á síðustu tím-
um.
★
Nú þegar hafa risið upp tvö
iðjuver, sem teljast til stóriðju
á íslenzkan mælikvarða, Sements
verksmiðjan og Áburðarverk-
smiðjan. Hafa íslendingar fengió
fjármagn frá hinum vestrænu
þjóðum til þess að koma þessum
iðjuverum á fót, en fjármagn í
landinu sjálfu hrökk ekki til svo
stórra átaka.
Með því að stofna til slíkrar
stóriðju, sem framleiðir vörur,
sem landsmenn þurfa mjög að
nota, ávinnst mikill gjaldeyris-
sparnaður og að sjálfsögðu er
slík stóriðja til þess fallin að
gera íslenzkt atvinnulíf fjöl
breyttara og um leið styrkara.
Hingað til höfum við byggt að
mestu á því, sem við höfum dreg-
ið á land af hinum fengsælu
miðum og nýtingu þess, en þó
við stundum sjóinn af alefli, þá
er glöggt, að það er þjóðfélaginu
mikill styrkur að því að fram-
leiðsla þess færist yfir á víðari
svið.
★
Það er ekki fyrri en á sein-
ustu árum, að við höfum farið að
hugleiða, hvernig við gætum not-
að okkur sem bezt hveraorkuna.
Það var eðlilegt 'að við færum
fyrst að hugsa um fossaaflið og
raforkuna, sem þar mætti fá,
vegna þess að á því sviði var
tæknin langt á veg komin og þar
var um að ræða fyrirmyndir
annars staðar frá. En hveraork
an er næstum því einstætt fyrir-
brigði og ekki um fyrirmyndir
að ræða um nýtingu hennar á
sama hátt og er með rafmagn.
★
Þegar Reykjavíkurbær réðist í,
að koma á fót Hitaveitunni, var
það algert nýmæli og varð þax
að byggja á vu«mdri reynslu og
innlendri tæknikunnáttu. Hita-
veita Reykjavíkur er líka ein-
stætt fyrirtæki, hvert sem litið er
og hefur vakið athygli víða um
heim. Þá hefur hveraorkan mjög
venð notuð til gróðurhúsarækt-
unar, og hefur t. d. heill bær
Hveragerði, risið upp, sem bygg-
ist a notkun hveraorkunnar til
þess að rækta grænmeti og
ávexti.
Talað hefur verið um nýt-
ingu hveraorkunnar á miklu
fleiri sviðum, til að framleiða
rafmagn, til saltvinnsiu o. s. frv.
Það nýjasta, sem gerzt heíur , í
þessu efni, eru þær hugmyndir,
sem upp hafa komið um þunga-
vatnsframleiðslú héc á iandi, þar
sem hveraorkan verði notuð. Er-
lendir sérfræðingar hafa míkið
othugað þetta mál og er talið að
Island hafi í þessu efni mjög
góða aðstöðu, því hveraorkan
IITAN UR HEÍMI
Comet IV. — Myndin var tekin, er flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli ekki alls fyrir löngu.
hér sé ódýrari en sú orka, sem
notuð er erlendis til þungavatns-
framleiðslu. Ef þungavatns-
framleiðsla kæmist hér á fót, þá
er gert ráð fyrir að við gætum
haft af því miklar gjaldeyristekj-
ur og hefur verið talað um 100
milljónir árlega í því sambandi.
Ráðagerðir eru uppi um öflun
fjármagns í þessu sambandi, en
áður en endanlega verður gengið
frá þessu máli, þarf að ganga úr
skugga um, hvort hveraorkan sé
ekki nægileg til þessarar fram-
leiðslu. í því sambandi eru nú
hafnar rannsóknir á Hengils-
svæðinu og er gufuborinn nýi'
notaður til þeirra rannsókna. —
Hefur nann fyrir stuttu verið
fluttur austur í Hveragerði, fyr-
ir eindregin tilmæli atvinnu-
málaráðuneytisins, og verða bor
anir gerðar þar á næstu mánuð-
um.
★
Nýting hveraorkunnar er stór-
kostlegt hagsmunamál fyrir alla
landsmenn. Þar er sízt af öllu
eingöngu um að ræða stóriðju
með tilstyrk þeirrar orku, held
ur einnig upphitun húsa, bæði
hér í Reykjavík og annars staðar.
Að því er stefnt, að Reykjavík
öll geti orðið aðnjótandi hita-
veitu og hafa sérfræðingar starf- _
að að því að rannsaka bæjar- J
landið og umhverfi þess með til-
liti til þess, hvort unnt sé að fá
þar meira af heitu vatni, en hing-
að til hefur fengizt. Standa þær
rannsóknir yfir af fullum krafti.
Hafa farið fram athuganir á
heitu vatni í bæjarlandinu sjálfu,
en jafnframt því hefur verið leit-
að hófanna við Hafnarfjörð um
sameiginlega nýtingu á orkunni
í Krýsuvík. Hengilssvæðið kem-
ur einnig mjög til greina, og
koma þær boranir, sem nú eru
gerðar vegna þungavatnsfram-
leiðslunnar þar að góðu haldi, en
sérfræðingar telja að unnt sé að
nýta það vatn, sem notað er til
þeirrar framleiðslu, til hita-
veitu eftir að það hefur verið
notað til iðjurekstrar.
★
Það, sem mestum erfiðleikum
hefur valdið í sambandi við hina
nýju tæknivæðingu, er mannfæð
og skortur á fjármagni. Lengi
framan af voru íslendingar
hræddir við að veita erlendu
fjármagni inn í landið og töldu
að það gæti haft hættur í för með
sér, fyrir þjóðerni þeirra og sjálf-
stæði. En þar kom, að íslending-
ar leituðu eftir fjármagni er-
lendis frá og hefur það verið
landsmönnum mjög mikill styrk-
ur í hinni miklu nýbyggingu,
sem farið hefur fram í landinu á
seinustu áratugum.
Fyrsta stóra sporið, sem stigið
var hér á landi til þess að
nýta vatnsorkuna, var Sogsvirkj-
unin, og mesta mannvirkið, sem
gert hefur verið til þess að nýta
hveraorkuna, er hitaveitan í
Reykjavík. — Sjálfstæðismenn
höfðu forgöngu i báðum þessum
stórmálum og gerðust þannig for
ystumenn þess að nýta þessar
tvær miklu orkulindir landsins.
Með þessum átökum hófst þró-
un sem enn stendur yfir og þess
er að vænta, að hún hafi hvergi
nærri náð hámarki, heldur sé að-
eins upphaf langrar þróunar, sem
geri íslenzkt þjóðfélag og at-
vinnulíf sterkara og fjölbreytt-
ara heldur en það hefur verið
til þessa.
Sérrræðingar hafa
sigrazt á hávaðanum
I HAUST verða fyrstu farþega-
þoturnar teknar í notkun á flug-
leiðinni yfir Atlantshaf. Það eru
Pan American og BOAC, sem ríða
á vaðið — og mun bandaríska
flugfélagið notast við bandarísku
þotuna Boeing 707, en brezka fé-
lagið byrjar með Comet IV. Til-
koma þotanna markar tímamót í
farþegafluginu, samkeppnin er
komin á nýtt stig.
En það er ekki fyrirhafnarlausb
að þessum áfanga er náð. Enda
þótt löng reynsla sé komin á þot-
ur þessar og flugfélögunum ekk-
ert að vanbúnaði að taka þær í
notkun, hafa ýmsar hindranir ver
ið í veginum. Fyrst og fremst er
það hávaðinn frá hreyflunum,
sem virtist ætla að valda mikl-
um erfiðleikum, því að yfirstjórn
ir stærstu flughafnanna beggja
vegna hafsins hafa hingað til neit
að félögunum um lendingarleyfi
fyrir þoturnar vegna þess hve
þær væru ' háðvaðasamar. Var
óttazt, að hávaðinn yrði ekki ein-
ungis til þess að sturla flugvallar-
starfsmenn og íbúa nágrennisins,
heldur mundu ýmis spjöll hljót-
ast af — rúðubrot og fleira því
um líkt.
—♦—
Á dögunum var Comet IV. í
New York og í fullar þrjár stund-
ir var hún þá reynd á alþjóða-
flugvellinum þar. Hún lenti og
hóf sig til flugs hvað eftir annað
á meðan sérfræðingar gerðu ná-
kvæmar hljóðbylgjumælingar.
Það kom þá í ljós, að hávaðinn
frá hreyflum þotunnar er minni
en hávaðinn í hreyflum stærstu
flugvéla, sl knúðar eru venju-
legum benzínhreyflum — og þar
með var síðustu hindruninni fyrir
Atlantshafsflugi Comet IV. rutt
úr vegi.
-♦-
Flugvélaframleiðendur hafa
varið geysimiklu fé til þess að
finna einhvers konar hljóðdeyfi
á þrýstiloftshreyflana og t.d.
hafa 60 hljóðbylgjusérfræðingar
unnið í þrjú ár samfleytt hjá
Douglas verk.-.Iðjunum í þessu
skyni — og tilraunir þessar hafa
kostað verksmiðjuna 15 milljónir
dollara. En árangurinn hefur líka
orðið eftir því — og nú er það
aðeins rússneska þotan TU-104,
sem ekki hefur öðlazt 1 °nuingar-
leyfi á aðalflugvöllum Lundúna,
Paiísar og New York — vegna
hávaðan-. Bandarískum biezk
um flu—II. 1 -.leiðendum hef-
ur sem sé tekizt að draga nægi-
lega úr hávaða þotanna — og
þungu fargi cr lltt af forráða-
mönnum flugfélaganna.
Hinn mikli og skerandi hávaði,
sem þrýstiloftshreyflarnir valda,
myndast í hinum skörpu skilum
heita loftsins, sem streymir út úr
þrýstiloftshreyflinum — og kalda
loftsins úti fyrir. Hljóðdeyfingin
er því fólgin í því að dreifa heita
loftinu jafnskjótt og það kemur
út úr hreyflinum til þess að skil-
in milli mismunandi heits lofts
verði ekki jafnskörp. Og þetta
hefur tekizt — með aðeim 2%
orkutapi.
—♦—
Styrkleiki hljóðsins er mældur
í ákveðnum einingum. Við mæl-
ingar á hávaða þotanna hefur
verið miðað við það, að „hljóð-
styrkleikinn“ færi ekki mikið yf-
ir 100, því að 140 veldur sársauka
og jafnvel andlegri truflun —
og 160 getur bókstaflega verið
skaðlegt fyrir heilsu mannsins.
Stærstu farþegavélarnar af tldri
gerðum, með venjulega benzín-
hreyfla valda hávaða, sem mæl-
ist 100—110, en við athuganir á
Comet á flugvellinum í New
York á dögunum kom í ljós, að
hennar hávaði mældist ekki
nema 94—100 vegna hljóðdeyfing
artækjanna nýju.
-♦-
Flugvélaframleiðendur geta því
hætt að hugsa um hávaðann í
bili — og snúið sér aftur að meg-
inþætti flugvélaframleiðslunnar:
hraðanum. Áreiðanlegt er, að
ekki verður látið staðar numið
á þeirri braut enda þótt farþega-
þoturnar séu nú ekki nema kipp-
korn frá hljóðmúrnum, ef svo
mætti segja.
BEIRUT, 21. ágúst. — f dag var
handsprengju varpað að strætis-
vagni í miðri Beirut. 10 manns
særðust — þar á meðal sá, sem
sprengjunni varpaði.
Willmm Robert Anderson, skip-
stjóri á kjarnorkukafbátnum
Nautilusi, er fæddur og uppalinn
í Tennessee í Bandaríkjunum.
Hann ákvað að verða sjómaður,
löngu áður en hann sá sjó í fyrsta
sinn. Hann var í kafbátaflota
Bandarikjanna á stríðsárunum
* og þótti vel liðtækur, enda átti
hann margar orður fyrir, er Eis-
enhower Bandaríkjaforseti
sæmdi hann orðunni „Legion og
Merit“, eftir að Anderson hafði
siglt Nautilusi frá Kyrrahafi til
Atlantshafs undir ísbreiðuna á
norðurskautinu. Er þetta í fyrsta
sinn, sem þessi orða er veitt á
friðartímum. í júnímánuði í fyrra
var Anderson gerður skipstjórx
á Nautilusi. Anderson kannaði
nokkuð í október í fyrra siglinga
leiðir undir ísbreiðunni við norð-
urskautið. Hann ef af norrænu
bergi brotinn, og starfsbræður
hans kalla hann „snillinginn
þögula“. Á myndinni sýnir And-
erson blaðamönnum í Washing-
ton leiðina, sem Nautilus fór
undir norðurpólinn.