Morgunblaðið - 24.08.1958, Síða 19
f Sunnudagur 24. ágúst 1958
MORGVNBLAÐIÐ
19
Dómarar i vikunni
Dómarakynningin: Þorlákur
Þórðarson er fæddur í Reykja-
vík hinn 10. júní 1921.
Hann lék knattspyrnu fyrst
opinberlega með Val, 1937, þá 1
3. aldursflokki, og lék þar, unz
hann fluttist yfir til Víkings, ár-
ið 1940, og lék hann með þeim
þá aðallega í eldri flokkum fé-
lagsins.
1941 gekkst Þorlákur undir
knattspyrnudómarapróf hjá
Gunnari Akselsen. — 1950 var í
fyrsta sinn haldið landsdómara-
próí hér á landi. Á því nám-
skeiði var hann, og var honum
þar afhent fyrsta skirteini þess-
arar tegundar, sem hér hefur
verið afhent.
í þau 17 ár, sem Þorlákur hef-
ur starfað sem dómari á vegum
KDR, hefur hann átt sæti í
stjórn félagsins í 11 ár, þar af
verið formaður í eitt ár.
Það, sem Þorlákur Þórðarson
telur mikla nauðsyn að brúa, er
bilið milli leikmanna og dómara,
þar sem svo margir leikmenn
gera svo mikið að því að mót-
mæla dómum, aðeins vegna van-
kunnáttu á knattspyrnulögunum.
Þær leiðir er Þorlákur telur
happadrýgstar þessum málum til
úrbóta er að koma á kynnisfund-
um með dómurum og leikmönn-
— S.U.S. sióa
JTramh. af bls. 18
Hversu margir hafa þátttak-
endur verið í þessum ferðum?
— Frá tuttugu og allt upp í
fjörutíu og fimm í ferð, en alls
munu þátttakendur vera iniiii
60 og 70, því algengt er, að menn
fari fleiri ferðir en eina.
Eru þetta langar ferðir?
Yfirleitt eins og hálf dags ferð-
ir, nema um verzlunarmanna-
helgina, sú ferð tók þrjá og hálf-
an dag.
Útbúnaður?
Við tökum með okkur venju-
legan viðleguútbúnað, tjöld og
svefnpoka. Hver hefur með sér
skrínukost, en kaffi er innifalið
í fargjaldi.
Deildin hefur enn ekki komið
sér upp eigin tjöldum, en ætlunin
er að eignast þau, svo sem flest-
ir geti slegst í hópnn.
Og tilgangurinn?
Að losna úr bæjarrykinu og
kanna ókunna stigu. Við skoðum
það markverðasta og klífum fjöll
og firnindi og leggjum áherzlu
á það, að allir séu með. Göng-
unni er hagað þannig, að hún er
viðvaningunum jafnauðveld og
þeim reyndustu.
Eru fleiri ferðir áformaðar í
sumar?
Já, um næstu helgi förum við
i Þjórsárdal og sumarstarfinu
lýkur með ferð í Þórsmörk í
september. Þórsmörk er aidrei
fallegri en á haustin. Þegar laufið
fer að fölna í Hljómskálagarð-
inum, er óhætt að halda austur.
Og síðan?
— Síðan hefst vetrarstarfið.
Við áformum skíðaferðir um
helgar og jafnvel lengri ferðir
seinna í vetur. Um páskana för-
um við fimm daga ferð, og um
hvítasunnuna hefst sumarstarfið
á ný, með ferð á Snæfellsjökul.
Við hættum ekki fyrr en við
komustum upp.
Að lokum segir Haraldur:
Við höfum verið heppin með
þessar ferðir, þær hafa tekist vel
og hóparnir verið framúrskar-
andi. Og aðalatriðið er, að allir
hafa komið í bæinn ánægðari, en
þeir fóru.
Við þökkum Haraldi, og kveðj-
um þennan skemmtilega hóp. Um
þessa helgi, er hann staddur í
Þjórsárdal, og við óskum honum
góðrar skemmtunar og gæfu í
komandi ferðum.
um eða Óðrum líkum ráðstöfun-
um:
Spurning Þorláks Þórðarson-
ar er sem hér segir:
Knötturinn er í leik skamml
fyrir utan vítateig, þegar brot
skeður á móts við vítapunkt. Það
er, að miðframvörður slær v.-
framherja; dómarinn sér þetta og
stöðvar leikinn. En hvað skal
gera?
Svar við spurningu Inga Ey-
vinds:
Óbein aukaspyrua var dæmd
vegna hættuleiks af hálfu bak-
varðar. Með því að taka knött-
inn á milli fóta sér voru tvisvar
sinnum meiri líhur til að fram-
herjinn hitti manninn en knött-
inn.
Melavöllur. 24. ágúst, 1. fl. Kl.
14:Valur—KR. Dómari: Baldur
Þórðarson.
FramVöllur. 23. ágúst, 5 flokk-
ur A.a. Kl. 14: KR—Víkingur.
Dómari: Elías Hergeirsson. KI.
15, 5. fl. A.b.: Valur—ÍBK. Dóm-
ari Óskar Axel Lárusson. Kl. 16,
5. fl. A.a.: Þróttur-—lA. Dómari:
Daníel Benjaminsson.
KR-völlur. 27. ágúst, 5. fl. B.
Kl. 10: Valur—Fram. Dómari:
Frímann Gunnlaugsson.
KDR.
Pius XII páfi fékk nýlega í
hendur nokkuð óvenjuleg til-
mæli. Spánskur skóburstari frá
Barcelona, Enrico Soler, 58 ára
að aldri, kom nýlega til Róma-
borgar og sneri sér til ráðamanna
í Vatíkaninu og mæltist til þess
að fá að bursta
skó hans Heil-
agleika.
— Ég hefi
burstað skó í
Barcelona, síð-
an ég var 8
ára, sagði skó-
burstarinn. Nú
er ég að
hugsa um að
láta af störfum, en ég vil gjarna
að síðustu skórnir, sem ég bursta
fyrir aðra, séu í eigu páfans.
Starfi mínu lýk ég með mjög
kristilegum hætti og sú stund, er
ég bursta skó páfans, verður mér
ógleymanleg.
KVIKMYNDIR
Prinsessan verður
ástfangin
ÞESSI ÞÝZKA kvikmynd, sem
tekin er í litum og Austurbæjar-
bíó sýnir, fjallar um æskuár
Viktoríu Englandsdrottningar,
frá því er hún kornung stúlka
verður drottning undir öruggri
handleiðslu Melbourne lávarðar
og þar til hún hittir hinn unga
og glæsilega Albert prins af
Sachsenoburg og trúlofast hon-
um.
Mynd þessi er íburðarmikil og
glæsileg að öllum búnaði og svið-
setningu, eins og títt er um þýzk-
ar myndir af þessu tagi, róman-
tísk og „sentimental" gljámynd,
skemmtileg fyrir augað og með
góðri kímni innan um. Efninu er
hagrætt eftir þörfum: Viktoría
(Romy Schneider) forkunnar
fögur, biðlarnir þrír hinir glæsi-
legustu — og allt og allir í pelli
og purpura. Romy Schneider virð
ist ekki mikil leikkona, en er fríð
sýnum og ber sig eins og drottn-
ingu sæmir og Adrian Hoven
(Albert prins) er myndarmaður
en heldur ekki meira. — Hins
vegar er leikur hins gamla og
góða leikara Paul Hörbigers í
hlutverki Landmanns prófessors
afburðagóður og skemmtilegur og
hið sama er að segja um Karl
Ludwig Diehl í hlutverki Mel-
boure lávarðs. Rudolf Vogel, er
leikur þjón drottningarinnar,
Georg, er einnig bráðskemmti-
legur í því hlutverki. — Notaleg
mynd þó að hún verði ekki talin
mikils virði.
Ego.
SHANNON, 22. ágúst — Reuter
— Lík átta manna, sem fundust
og hægt var að þekkja, voru í
dag flutt flugleiðis frá Shannon
til Montreal. Eitt líkanna verður
flutt til Mexíkó, en hin sjö til
New York.
JOFIMUNARVELIN
Barber-Greene
leggur malbikið, þjappar og dreifir því sjáfvirkt. Stillir
sjálf magnið eftir fleti þeim sem verið er að þekja. Jöfn-
unarvélin skilar malbiksfleti sem endist vel þótt vegur-
inn sé mikið notaður. Afkastageta er 2—3 metrar á mín-
útu. Breiddin sem hægt er að leggja er 2y2—4 metrar.
Dreifir hvers konar hráefni.
<> B*
Hverfisgötu 106A.
Öllum þeim er glöddu mig og heiðruðu á sjötugsafmæli
mínu, með heimsóknum, skeytum og gjöfum, sendi ég
mitt innilegasta þakklæti.
Ragnhildur Erlendsdóttir,
Syðra- Vallholti.
Hjartans þakklæti til allra sem heimsóttu mig og
glöddu með skeytum, blómufn og gjöfum á áttatíu ára
afmæli mínu. Með innilegri kveðju.
Guðný Benediktsdóttir frá íragerði.
Mínar beztu þakkir færi ég börnum mínum, tengda-
fólki, frændum og vinum, sem glöddu mig á margvís-
legan hátt á 70 ára afmæli mínu 30. júlí síðastliðinn.
Síðast en ekki sízt, þakka ég Landeyingum öll skeytia
með hlýju kveðjunum.
Guð blessi ykkur öll.
Gissur Gíslason frá Hildisey.
■m
Móðir okkar
sigrIður pAlmadóttir
andaðist á St. Josephsspítala í Hafnarfirði 22. þ.m.
Ólafur Einarsson,
Pálmi Einarsson,
Kristján Einarsson.
Útför
ÞORVALDAR ÞORKELSSONAR prentara
verður að Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl.
1,30 e.h.
Aðstandendur.
Eiginmaður minn
FRANZ JÓN ÞORSTEINSSON
matsveinn, Ránargötu 2, Akureyri, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 2 e.h.
Fyrir mína hönd og barnanna.
Guðlaug Sigurjónsdóttir.
Jarðarför eiginmanns míns
SIGURJÓNS DANFVALSSONAR
framkvæmdastjóra, Reynimel 47, sem andaðist 15. ágúst,
hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent
á minningarspjöld Náttúrulækningafélags Islands.
Jónasi Kristjánssyni lækni, Náttúrulækningafélagi Is-
lands og öðrum vinum vil ég færa mínar beztu þakkir
fyrir auðsýnda samúð og vinarhug.
Fyrir hönd vandamanna.
Sólveig Lúðvíksdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
ÁRNI PALSSON
fyrrv. bifreiðarstjóri, Kópavogsbraut 61, verður jarðsung-
inn miðvikudaginn 27. ágúst kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
dætur, tengdasynir, barnabörn.
Minningarathöfn um elskulegu móður okkar, tengda-
móður og ömmu
JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR
frá Bræðraminni á Bíldudal,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. þ.m.
kl. 1,30 e.h. Jarðsett verður á Bíldudal föstudaginn 29.
þ.m. kl. 2 e.h.
Börn, tengdaböm og barnabörn.
■■■■■■■■■^i
Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum nær og fjær
fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
mannsins míns
RAGNARS AGtíSTSSONAR
Óiafía Ásbjörnsdóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar
tengdaföður og afa
SIGURSTEINDÓRS EIRlKSSONAR
Sigríður Jónsdóttir, Bjarni Sigursteindórsson,
Ingibjörg Jónsdóttir, Ástráður Sigursteindórsson.
og barnabörn.