Morgunblaðið - 16.10.1958, Page 6

Morgunblaðið - 16.10.1958, Page 6
e MORCV1SRL4ÐIÐ Fimmtudagur 16. okt. 1958 Síðasti ,sýrlenzki' stjórnmála- maðurinn hverfur af sviðinu NASSER, forseti arabíska sam- bandslýðveldisins enduiskipu- lagði ráðuneyti sitt í síðustu viku. Breytingarnar miða í þá átt að innlima Sýrland endanlega í Eg- yptaland. Þegar arabíska sambandslýð- veldið var stofnað, var mikil áherzla lögð á það, að bæði ríkin sem mynduðu það, Egyptaland og Sýrland skyldu vera jafngild og rétthá sambandsríki. Sem dæmi um það, má nefna að hvort sam- bandsríkið skyldi hafa sína ríkis- stjórn. Nú hefur það komið í Ijós, að þessi fyrirheit voru aðeins fyrir- sláttur. Nú er allt landið sett undir eina stjórn sem í sitja 15 Egyptar og 6 Sýrlendingar. Þar með er jafnræði ríkjanna rokið út í veður og vind. Þó gerðust enn meiri atburð- ir í endurskipulagningu Nassers. Hann rak úr stjórninni hinn kunna sýrlenzka stjórnmálafor- ingja Sabri "Assali, foringjá, stærsta flokks Sýrlands, sem átti rikan þátt í þeirri ákvörðun, að sameina Sýrlandi Egyptalandi. Með falli hans eru nú horfnir af sjónarsviðinu allir þeir stjórn- málamenn, sem mest bar á í Sýr- landi fyrir sameininguna. Það er margra mál að með falli hans séu einnig hrundar hinztu leifarnar af sýrlenzku sjálfstæði. Landið sé nú orðið lítið annað en eg- ypzk nýlenda. Það sjáist og á því að byrjað sé að flytja egypzka landnema þangað og sýrlenzkum jarðeignum sé skipt milli þeirra. Sabri Assali var foringi hins svonefnda Frjálslynda flokks. Það var miðflokkur sem reyndi að „leika jafnvægislistir" með því að brosa til skiptis til hægri og vinstri. Fyrir árás Breta og Frakka á Súez hafði Assali m. a. stjórnarsamstarf við Þjóðflokk- inn, sem var hlynntur sameiningu Sýrlands og fraks. Með árásinni á Súez, urðu þátta skil í stjórnmálum Sýrlands sem og stjórnmálum annarra Araba- ríkja. Sterk alda samúðar með Egyptum fór um landið og Nasser varð þjóðhetja Araba, hvar í ríki sem tilbúnar landamæralínur höfðu skipað þeim niður. Þar með var samstarf Sabri Assalis við Þjóðflokkinn dæmt úr leik, en hann var þó ekki lengi að snúa við blaðinu og tók upp samstarf við Baathi-sósíalistana, en það var öfgaflokkur sem barð ist fyrir sameingu við Egypta- land. Ýmist barst Sabri Ass- ali með straumnum, eða hann stuðlaði sjálfur að því, að hraðað var för til algerrar sameiningar við Egyptal. Stundum virtist, sem hann hefði í hyggju, að leita ásjár og endanlegs hælis hjá Moskvu- valdinu. Hann heimsótti Rússland og beitti sér fyrir miklum vopna kaupum þar í landi. Þannig var Sabri Assali eitt af mörgum dæm- um um hinn sannfæringar- og samvizkulitla stjórnmálamann, er ætíð hagaði seglum eftir vindi og vildi hafa útgöngudyr í allar áttir. Hefði vindurinn blásið úr þeirri átt, hefði hann víst verið fáanlegur til að beita sér fyrir sameiningu við frak. En örlögin höguðu því svo, að hann Varð verkfæri Nassers til að koma á sameiningu eða innlimun Sýr- lands í Egyptaland. Fyrir það hlaut hann sína um- bun. Hann var skipaður varafor- seti arabíska sambandslýðveldis- ORN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Máif'utnmgsskrifstofa. Bankastræti 12 — Simi 13499. ins. Það mun þó aldrei hafa ver- ið ætlun Nassers, að hann sæti lengi í þeirri virðingarstöðu, því að hann var í rauninni búinn að gera sitt gagn. Og menn hafa lega réttarhöld yfir ráðherrunum í stjórn Nuri es Said. í sambandi við þau var minnzt á hinn sýr- lenzka forsætisráðherra, Sabri Assali og var látið í það skina, ♦ V ♦ A BRIDCr ♦ V ♦ * Síðasta valdaár sitt viðraði Sabri Assali sig mjög upp við Rússa og óttuðust vestrænir menn að Sýrland væri að verða rússneskt leppríki. Hér sést Sabri (t. v.) á hersýningu í Sýr- landi með einum af útsendurum Krúsjeffs. Myndin var tekin í sýrlenzka bænum Moms fyrir einu og hálfu ári. talað um það í nokkra mánuði að bráðlega yrði stjórnmálaferill hans lokaður og innsiglaður. Menn rökræddu aðeins hvernig það yrði framkvæmt, máske með því að setja herlög í landinu og setja egypzkt herlið á vörð á helztu stöðum til vonar og vara til að mæta sýrlenzkri uppreisn. En þegar til kom, þurfti Nass- er ekkj að grípa til neinna örygg- isráðstafana. Þessi egypzki refur hefur verið ótrúlega stálheppinn, þegar mest hefur legið við. Og svo var einnig að þessu sinni. Austur í Bagdað hófust ný- að hann hefði um sinn haft áhnga á sameiningu Sýrlands og íraks Nú þurfti ekki lengur vitnanna við. Sabri Assali hafði þá einu sinni verið „erindreki heimsvalda sinnanna". Öll egypzku og sýr- lenzku blöðin, sem ritskoðun Nassers stjórnar, hófu samdægurs ofstækisfullar árásir á hann. Af- leiðingin varð sú, að hann sendi Nasser forseta lausnarbeiðni. Þar með gafst Nasser gott tæki færi til þess að „endurskipu- leggja" stjórn sína og innlima Sýrland endanlega í egypzka stór veldið. EINMENNINGSKEPPNI Bridge- félags Reykjavíkur lauk sl. þriðjudag. Sigurvegari varð Gísli Guðmundsson og hlaut hann 406 stig. Röð næstu keppenda var þessi: Lárus Karlsson 396 stig Kristján Kristjánsson 394 stig Jóhann Jónsson 386 stig Hafsteinn Ólafsson 385 stig Næstkomandi sunnudag hefst sveitakeppni félagsins í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. ★ Einmenningskeppni Bridgefé- lags kvenna er nýlega lokið og varð sigurvegari Margrét Árna- dóttir og hlaut 315 stig. Röð næstu keppenda var þessi: Anna Guðriádóttir 312 stig Kristín Þórðardóttir 308 stig Guðbjörg Andersen 306 stig Eggrún Arnórsdóttir 305 stig. Tvímenningskeppni félagsins hefst næstkomandi mánudag í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Þrem umferðum er nú lokið í tvímenningskeppni Tafl- og bridgeklúbbsins og er röð fimm efstu keppenda þessi: Hjalti — Júlíus 767 Ólafur — Pálmi 713 Gunnar — Sveinn 708 Guðmundur S — Magnús 706 Brandur — Svavar 696 Fjórða umferð verður spiluð í kvöld. Sveitakeppni Tafl- og bridge- klúbbsins hefst fimmtudaginn 30. þ. mán. Eftirfarandj spil kom fyrir árið 1951'i leik riiiííi Ítalíu og Banda- ríkjanna, sem fram fór í Neapel. Leik þennan unnu Bandaríkja- menn og voru m. a. í liði þeirra Rapee, Staymann, Crawford og Schenken. Bandaríkjamennirnir spiluðu 7 Tígla, en Ítalírnir 6. Á báðum borðum fékk sagnhafi 13 slagi, en mikið var ritað um spilið og einkum vegna þess, að það þótti heldur illa spiiað. ♦ G 9 V Á 9 5 3 ♦ K D G ♦ Á G 10 7 « 8 7 6 2 N V G 7 6 4 V A ♦ 10 9 7 S * 4 3 ♦ 43 V K 8 2 ♦ 85 ♦ K D 9 8 5 2 ♦ Á K D 10 5 V D 10 ♦ Á 6 4 3 2 ♦ 6 Á báðum borðum var útspilið laufakóngur. Eftir að sagn- hafi.,dMÍÍL spilað fimm sinnum tro«Btæft4B«tfm spaða. Þá va?*"Vestur kominn í vand- ræði, varð annaðhvort að kasta frá hjartakóngi eða kasta lauf drottningu. Þannig fengust* 13 slagir. Nú hefur verið bent á, ejns og allir sjá að 7 vinnast ekki með þessum spilamáta, ef Austur hefir hjartakóng. Betri leið var því fær til að vinna 7 og er hún þannig: Frh. á bls. 19. * KVIKMYNDIR * Gamla bíó: Brostinn strengur' // ÞESSI bandaríska kvikmynd, sem tekin er í litum og Cinema- scope, segir í stórum dráttum ævisögu áströlsku óperusöng- konunnar Majorie Lawrence, er söng við Metropolitanóperuna í New York á árunum 1935—41 eða þar til hin stórkostlega löm- un batt enda á söngferil hennar á sviðinu, sem hafði verið með svo miklum glæsibrag. Hún lifir enn í dag, bundin við hjólastól- inn. — í kvikmyndinni er sagt frá listsigrum þessarar miklu listakonu, frá því hún fer að heiman frá bóndabýlinuíÁstralíu til söngnámsíParís og þar til hún vinnur sinn glæsilegasta sigur á úr skrifar dqgBegq lífinu STEFÁN PÉTURSSON, hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. Heima 13533. Fyrsta hausthretið. FYRIR helgina snarkólnaði hér fyrir sunnan, og að norðan bárust þær fréttir að snjóað hefði niður í byggð. Sums staðar var jafnvel kominn öklasnjór og bíl- ar festust á hinu illræruda Siglu- fjarðarskarði. Ekki var svo sem við öðru að búast, kominn þessi timí árs, en svo hlýtt hefur haustið verið um allt land, að þessi fyrsta sending vetrarins kom fólki samt sem áður á óvart. Sem betur fer virð- ist Vetur konungur aðe.ms hafa verið að minna á sig mfð þessu hreti, því að á miðvikudag vai aftur komið bezta veður fyrir norðan, meira að segja 3 ttiga hiti og sólskin norður á Ströndum, og fyrir sunnan var nfiux orðxó hlýtt, þó víða rigndi. Þetta haust hefur verið svo milt, að menn muna varia annað eins. Á þessari öld hefur aðeins tvisvar verið svona hlýtt í sept- embermánuði, árin 1939 og 1941. Fátítt mun það vera að kartöflu- grös séu víðast ófallin þegar komið er fram í október eða ber ófrosin um það leyti. Mig minnir að, ég hafi spáð því einhvern tíma snemma í haust, að nú væru haustrigningarnar að koma, en það reyndist þá alrangt. Úrkoma er yfirleitt svo mikil sunnanlands (ca. 1300 mm.), að við reiknum varla með öðru á .haustin og veturna, þegar hlýtt og rakt loftið frá Atlantshafinu er að sogast með hafáttinni inn yfir kalt hálendið og jöklana. Fyrir norðan rignir alla jafna miklu minna en hér eða 300—400 mm., en þrátt fyrir það hefur rigningin þar verið enr.þá min.xi í haust en venjulega. í septem- ber var úrkoma á Akureyri t d. minni en hún hefur nokkurn tíma verið síðan mælingar hófust, eða aðeins 0,4 mm. 0 Lægðirnar og veðra- brigðin. G auðvitað stóðu þessi veðra- brigði um síðusta helgi í sambandi við loftvægislægðirnar, þessar leiðinda lægðir, sem reika framhjá landinu á leið sinni aust- ur um Atlantshaf. Lægðin, sem kom í hinni vikunni, brá sér aust- ur fyrir land, eins og illkvittinn púki, og sendi okkur þaðan held- ur ótuktarlegar kveðjur. En svo kom önnur okkur velviljaðri eftir helgina, hélt vestur fyrir landið, og fór þá strax að hlýna. Þessar loftvægislægðir ráða meiru um líðan — og skap — okkar, sem í þessu norðlæga landi búum, en sanngjarnt má teljast. Ákveði þær að fara norðan við landið, fylgir því sunnanátt og hlýviðri með rigningu á Suð- urlandi, en þurrum þey vindi norð anlands. En velji þær syðri leið- ina eru aftur súldir tíðar á Norð- urlandi, en bjartviðri sunnan- lands. Það er illt að vera upp á duttlunga slíkra aðskotadýra kominn. Við eigum þó vin, sem reynir eftir beztu getu að vara okkur við. Þessi vinur er Veðurstofan, sem fylgist með ferðum lægð- anna og reiknar út eða gizkar á hvað þær muni gera, og gerir okkur aðvart. En stundum bregða þær á leik, og gera allt annað en það, sem búizt var við. Og þá bölvum við Veðurstofunni. Svona er sanngirnin í þessari veröld. leiksviði Metropolitanóperunnar. En nokkru síðar dynur óham- ingjan yfir. Hún tekur hastar- lega lömunarveiki, viljaþrek hennar brestur og í örvæntingu sinni hyggst hún stytta sér aldur. En þá er hún þrátt fyrir löm- unina og hjólastólinn beðin um að fara milli herstöðva Banda- ríkjanna og syngja fyrir her- mennina. Hún gerir svo og við þetta vex henni andlegur og lík- amlegur styrkur. Hún finnur að hún á enn miklvægu hlutverki að gegna í lífinu. Að stríðslokum er henni boðið að syngja aftur í Metropolitan og hún fellst á það fyrir eindregna áeggjan eig- inmanns síns, læknisins dr. Thomas King, sem reynzt hefur henni stoð og styrkur í öllum þrautum hennar. — Og þarna á sviðinu gerist kraftaverkið og hún vinnur þar sinn glæsilegasta sigur. Eleanor Parker leikur hið mikla hlutverk söngkonunnar af mikilli snilld, þrótti, skaphita og sterkri innlifun, sem alla hlýt- ur að hrífa. Hún syngur ekki sjálf, en um það veigamikla atr- iði sér óperusöngkonan Eileen Farrel svo frábærlega að unun er að heyra.- Eru þarna sungnar aríur úr ekki færri en sjö heims- frægum óperum og sýndir þætt- ir úr þeim. Eykur það gildi mynd arinnar stórkostlega. Glenn Ford leikur Dr. King af mikilli nær- færni og næmum skilningi á hlut verkinu, sem jafnan einkennir leik hans. Mynd þessi e* prýðilega gerð og áhrifamikil, — ein af þeim fáu myndum, sem maður gleymir seint. Ego.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.