Morgunblaðið - 16.10.1958, Síða 18
18
MORfíVNBT, ADtD
Fimmtudagur 16. okt. 1958
Stefna þarf oð auknum skiptum við
erlend körfuknattleikslið
Þjóðverjarnir fóru héðan ósigraðir
Helga Þórarinsdóttir
f FYRRAKVÖLD fór fram fjórði
og síðasti leikur heimsóknar
austur-þýzka körfuknattleiksliðs
ins, sem hér hefur dvalizt á veg-
um ÍR. Léku Þjóðverjarnir þá
gegn liði er íþróttafréttamenn
dagblaðanna höfðu valið. Leikn-
um lyktaði með sigri Þjóðverj-
anna, 56 stig gegn 36. Fóru því
Þjóðverjarnir ósigraðir héðan, en
þeir héldu heim í gær.
Jafn fyrri hálfleikur
Leikurinn á þriðjudagskvöldið
var jafn framan af og skemmti-
legur. Höfðu þó Þjóðverjarnir
forystuna allan tímann, en í
fyrri hálfleik héldu „pressuliðs-
menn“ vel í þá og skildu að-
eins 3 stig í hálfleik. Var í fyrri
hálfleik um að ræða bezta leik-
inn er íslendingar hafa sýnt í
kappleikunum við Þjóðverjana.
í þessum hálfleik léku lengst
af í „pressuliðinu“ Helgi Jó-
hannsson, Ólafur Thorlacíus,
Guðmundur Árnason, Ingi Gunn-
arsson, Ingi Þorsteinsson og Geir
Kristjánsson. Náðu þeir vel sam-
an og sýndu á köflum mjög góð
tilþrif. Attu þeir þó við beztu
menn þýzka liðsins, landsliðs-
mennina fjóra og fyrirliða þýzka
liðsins, sem fyrir nokkrum ór-
um var einnig í landsliði A-
Þjóðverja. Var því hér um eins
konar landsleik að ræða, spenn-
andi og tvísýnan.
Sundrað lið
í leikhléi fóru hins vegar fram
miklar mannaskiptingar í
„pressuliðinu“ og eftir þær bar
liðið ekki sitt barr, og hvernig
sem skipt var eftir það, fékkst
ekki sá árangur sem úðið sýndi
í upphafi og síðari hálfleikurinn
var nánast „einstefnuakstur" og
sigruðu Þjóðverjar með 20 stiga
mun í leiknum, eins og fyrr
segir.
bagalegt fyrir íþróttina, að slíkur
seinagangur skuli vera rikjandi
varðandi það að fylgjast með
alþjóðareglum hverju sinni. All-
ur þessi misskilningur bitnaði á
íslenzku liðunum, því fararstjóri
Þjóðverjanna dæmdi strangt eft-
ir nýju reglunum.
Landsleikur
Með lítið eitt meiri æfingu
að baki og kunnáttu á gild-
andi lögum, hefðu íslenzku
liðin átt í fullu tré við þetta
þýzka lið. Er það þó sterkt
lið, enda í því 4 landsliðsmenn
og hinn 5. er áður hefur verið
landsliðsmaður.
Heimsóknin hefur sýnt og
sannað, að íslenzkir körfu-
knattleiksmenn eru fyllilega
færir um að keppa við Evrópu
lið. Skal nú vonað að erlení
körfuknattleikslið komi hing-
að árlega hér eftir og fyllilega
er tímabært að athuga mögu-
leika á landsleikum í þessari
grein.
Minningarorð
HELGA, dóttir Þórarins Guð-
mundssonar í Ólafsvík og konu
hans, Fanneyjar Guðmundsdótt-
ur, andaðist hinn 28. sept. s. 1.
Var henni þá fárra lífdaga vant
til að fylla 33 aldursár.
Aldraðir foreldrar misstu þá
dóttur og tvær litlar stúlkur
móður sína. Er þeim að fráfalli
Helgu áhyggjuléttir en um leið
þungbær harmur.
Helga ólst upp í foreldrahúsum
með fimm systkinum. Var hún
fríð sýnum og bráðger. Var hún
ákaflega tilfinningarík og hafði
óvenjulega viðkvæma lund. Má
vera, að hún hafi því þolað verr
en almennt gerist, ýmislegt það
mótlæti, sem margir unglingar
steyta skipi sínu á, er þeir þýð-
ast ekki lengur að sigla þann
hæga vind, sem foreldraforsjá
virðist oft ungum manni, og þeim
mun verr, sem hærra er siglt.
Þá má ekkert bila, hvorki stag
né strengur og þá þarf góða kjöl-
festu.
Helga eignaðist þrjú börn. Dó
eitt snemma. Móðurkærleiks
nutu þessi börn ómælt. Þó var
það hennar lífs harmur, að geta
ekki tjáð hina heitu móðurást
af því örlæti og stundlegri gnægð
sem hin veika en stríða lund
hennar þráði. En þeim mun þarf-
ari var sú huggandi blessun, að
aldrei fauk í skjólið hjá afa og
ömmu litlu barnanna og að
þeirra faðmur var alltaf opinn
og fús.
Þegar sá kross er lagður á
herðar ungri konu, að ólæknandi
sjúkleiki varnar henni að lifa
öðru vísi en í þjáningu, getur mað
ur næstum sætt sig við orðin
endalok. Þá sér maður þé undur-
samlegu ráðstöfun, að í sjálfri
hinni miklu þjáningu, fólst hin
eina lækning, hinzta hvíldin.
Nærri fer því, að margir hafi
lagt hönd á plóginn til hjálpar
í slíkum bágindum, sem nú hef-
Neitar upplýsing-
um varðandi
ur lítillega verið vikið að. Mörg-
um vildi Helga þakka fórnfúsa
hjálp. Að sjálfsögðu fyrst og
mest öldruðum foreldrum, sem
öllu vildu fórna til hjálpar, en
gátu þó minna en vilji stóð til,
því að gagnvart slíkum vanda,
eru allir lítils megnugir nema
guð. Svo var og um systkini,
mága og mágkonur, hið ágætasta
fólk. Héraðslæknirinn, Arngrím-
ur Björnsson, var hér og boðinn
og búinn, eins og jafnan, er til
hans er leitað. Margir fleiri verð-
skulda þakklæti fyrir kærleika
og hlýhug til Helgu sálugu.
Helga Þórarinsdóttir dvaldist
alllengi í Farsóttarhúsinu í
Reykjavík og andaðist þar. Er
undirrituðum það vel kunnugt,
að foreldrar og aðrir aðstand-
endur telja frú Maríu Maack
mesta velgjörðamann Helgu í
veikindum hennar. Enda er það
mála sannast, að hún reyndist
Helgu sál. slíkur drengur með
svo frábærri umhyggju og næst-
um ótrúlegri hugulsemi, að slíkt
verður ekki fullþakkað. Það er
mikil gæfa hverjum sjúkling, að
njóta verndar og handleiðslu
slíkrar konu. Sé henni umbun í
hljóðu þakklæti íslenzks alþýðu-
fólks vestur undir Jökli, þá er
henni nú ríkulega launað.
Blessuð sé minning Helgu Þór-
arinsdóttur frá Ólafsvík.
Bragi Sigurðsson.
Héraðsskólinn
Hér sést Jón Guðlaugsson frá Biskupstungum, en hann vann
hið mesta afrek er hann síðd. á sunnudag hljóp maraþonhlaup
í myrkri og kulda. Myndin er tekin er Jón hafði hlaupið um
það bil 5 km og var enn á Hellisheiði.
Formósu-stjórn íhugar
fœkkun í her á Quemoy
Bn aðeins með því að búa varnarliðið
fullkomnari vopnum
Leikreglurnar
Þjóðverjarnir hafa unnið alla
sína leiki með allmiklum yfir-
burðum, og suma með meiri stiga
mun en sanngjarnt og eðlilegt
hefði verið eftir gangi leikanna.
Er ekki laust við að íslenzku
liðin hafi oftast verið dálítið
óheppin í körfuskotum og ofan
á bætist að nokkur mismunur er
á þeim reglum sem hér eru í
gildi um körfuknattleik og al-
þjóðareglunum, og stafar það af
því að ekki er lokið við þýðingu
hinna nýju leikreglna, sem alls
staðar eru komnar í gildi. Er það
84,90 m i spjót-
kasti
RÚSSNESKI spjótkastarinn
Vladimir Kuznetzov setti í dag
nýtt rússneskt met í spjótkasti,
kastaði 84,90 m. Gamla metið er
hann átti var 83,73 m.
íþróttablabið Sport
4. tbl. 4. árg. er nýkomið út og
er hið myndarlegasta að efni og
öllum frágangi. Ritstjóri blaðs-
ins, Jóhann Bernhard, skrifar
þar mjög ýtarlegar greinar um
Evrópumeistaramótið í Stokk-
hóimi og landskeppnina við
Dani, en meðal annars efnis má
nefna greinar um heimsókn
írska landsliðsins, Knattspyrnu-
mót Islands, frjálsíþróttaafrek
utanbæjarmanna og loks skrá yf-
ir alla stórmeistara í skák, en slík
skrá mun ekki hafa birzt áður
í íslenzku blaði. Blaðið er prýtt
miklum fjölda mynda og allt hið
eigulegasta.
TAIPEI á Formósu 15. okt.
(Reuter) — Bandaríkjamenm
hafa nú flutt slík kynstur af vist-
um og vopnum til Formósu, að
lát verður á þeim flutningum að
sinni, þar sem ekki er þörf fyrir
meira. Enda munu þeir geta hafið
flutninga að nýju ef þörf krefur.
Nú er baftdaríska liðið á For-
mósu búið hinum fullkomnustu
vopnum, svo sem orrústuflugvél-
um af geðnni F-104 og Nike-
Herkúles loftvarnarflugskeytum.
Þá hefur herdeild úr landgöngu-
liði flotans komið sér fyrir í nýj-
um bækistöðvum á suðurodda
Formósu og er búizt við að land-
gönguliðarnir dveljist þar að
minnsta kosti í eitt misseri.
Bandaríkjamenn hafa enn ekkí
afhent þjóðernissinnum neinar
orrustuflugvélar af tegundinni
F-104. Þeir hafa hins vegar lagt
þeim í hendur allmargar risa-
vaxnar flutningaflugvélar, s<=m
geta varpað niður í fallhlífum
jafnvel hinum stærri fallbyssum
og munu þjóðernissinnar nú
miklu færari en áður um að sjá
Quemoy-eyjum fyrir vopnum og
vistum.
Hermálaráðuneyti þjóðernis
sinna gaf í dag út tilkynningu
um að stjórnin hefði til athug-
unar áætlun um að fækka her-
liði á Quemoy. Þar með er á
I engan hátt gefið í skyn,
þjóðernissinnar ætli að láta úr
höndum sér þessar þýðingar-
miklu eyjar. Fækkun herliðs-
ins verður einungis fram-
kvæmd með því að búa varnar
lið eyjanna fullkomnari vopn-
um, svo að varnirnar verði
frekar styrktar en veiktar.
Þá tilkynnti stjórnin, að skipt
hefði nú verið um varnarlið a
smáeyjunum Tatan og Ertan í
Quemoy-eyjaklasanum, en þær
eru næst ströndinni og urðu harð
ast úti í fallbyssuskothríð komm-
únista.
AÐALFUNDUR Prestafélags
Suðurlands var haldinn í húsi
K-F-U-M s.l. þriðjudag. Aðalmál
fundarins var: skipan biskups-
stóla. Framsögu hafði sr. Sigurð-
ur Einarsson í Holti. Samkvæmt
tillögu hans gerði fundurinn, að
umræðum loknum, þessar álykt-
anir.
1. Aðalfundur Prestafélags
Suðurlands þakkar Alþingi það
starf, sem þegar hefur verið unn
ið til endurreisnar Skálholts og
lætur í ljósi þá von, að eigi verði
að; þar staðar numið, fyrr en upp er
„smyglið4'
FULLTRÚI sakadómara, sem hef
ir með rannsókn smyglmála að
gera, kallaði í gærdag fyrir sig
blaðamann þann við Alþýðu-
biaðið, er skrifað haíði aðalfrétt
blaðsins s.l. þriðjudag um að
sézt hefði til Ameríkufars hvar
smyglvarningi var „kastað í
sjóinn og vélbátur á staðnum til
þess að hirða hann og koma
honum til lands“.
Blaðamaðurinn neitaði að upp
lýsa hvaðan hann hefði frásögn
sína, en embættinu hefir ekki
borizt nein kæra út af téðum at-
atburði.
c- Afmœli ■>
JÓHANNES Þorgrímsson, bóndi
Eiðhúsum, Snæfellsnesi er sex-
tugur í dag.
byggður staður og kirkja og
biskupsstóll endurreistur í Skál-
holti.
2. Fundurim* lítur svo á, að
endurreisa beri báða biskupsstól
ana fornu og telur eðlilegt að
biskupskjöri verði frestað, unz
komin er skipan á þau mál, og
verði þá kjörnir biskupar til
stólanna beggja.
Stjórn félagsins var endurkjör
in, en hana skipa þessir menn:
sr. Sigurður Pálsson, sr. Sveinn
Ögmundsson og sr. Garðar Svav-
arsson.
á Laugum tekinn
til starfa
ÁRNESI, S-ÞING., 15. okt. —
Héraðsskólinn að Laugum var
settur kl. 2 í gær. Athöfnin hófst
með guðsþjónustu. Séra Stefán
Lárusson predikaði. Skólastjór-
inn, Sigurður Kristjánsson, setti
siðan skólann með ræðu.
Allar deildir Laugaskóla eru
nú fullskipaðar, en samtals verða
í skólanum í vetur 118 nemend-
ur, 46 piltar og 72 stúlkur. 30
verða í gagnfræðadeild, 48 í eldri
deild, 28 í yngri deild og 12 í
smíðadeild. Varð skólinn nú að
vísa frá fjölda nemenda, sem
sóttu um skólavist, eins og und-
anfarin ár.
Kennaralið skólans verður
óbreytt í vetur, að öðru leyti en
því, að séra Stefán Lárusson, sem
verið hefur stundakennari við
skólann, lætur nú af því starfi.
Ráðskona verður í vetur Hrafn-
hildur Þórólfsdóttir frá Stóru-
Tungu í Bárðardal. Sigrún Kol-
beinsdóttir, sem gegnt hefur hús-
móðurstörfum við skólann í il
ár, hættir nú starfi, en Guðrún
Þorleifsdóttir frá Hrísey tekur
við, a. m. k. til bráðabirgða.
Á síðastliðnu sumri eignaðist
skólinn málverk af fyrstu skóla-
stjórahjónunum við Laugaskóla,
Arnóri Sigurjónssyni og konu
hans. Nemendur Arnórs færðu
skólanum málverkið að gjöf.
Ennfremur bættust í mynda-
safn skólans í sumar myndir af
Kristjáni Jónssyni, bónda í
Fremsta-Felli, sem frá stofnun
skólans hefur verið mikill stuðn-
ingsmaður hans, og af Þórhalli
Sigtryggssyni, fyrrverandi kaup-
félagsstjóra á Húsavík.
Fornu biskupsstólarnir
verði endurreistir