Morgunblaðið - 17.10.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.10.1958, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 17. okt. 1958 Utg.: H.í. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viffur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson. i Ritstjórn: Aðalstrætí 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 j Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintaki* ÞÝÐING TOGARAÚTGERÐARINNAR FYRIR ÞJÓÐARBÚSKAPINN UTAN UR HEIMI Beers fjölskyldan Vísindamaðurinn elskaði ekkjuna og vildi ekki fara heim Avaldatímabili kinnar fyrstu vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar, á árunum 1934—1939, gekk fiskiskipatloti Islendinga mjög úr sér, til dæmis hrörnaði togaraflotinn svo, að það mátti kallast kraftaverk, að sjómennirnir skyldu geta siglt honum til Bretlands öll stríðs- árin. Það varð eitt fyrsta verk rikis- stjórnar þeirrar, sem Sjálfstæðis- menn mynduðu, haustið 1944, að undirbúa uppbyggingu togara- flotans. Hluti þeirra gjaldeyris- sjóða sem þjóðin hafði eignazt á styrjaldarárunum var notaður til þess að kaupa fyrir nann nýja og fullkomna togara. Sjálfstæðismenn höfðu for- ystu um að undirbúa þessi togarakaup. Var mjög til þess undirbúnings vandað og gekk bygging skipanna greiðlega samkvæmt áætlun. Keyptir voru fyrst í stað rúmlega 30 nýir togarar og 12 síðar. Nýr tími sigldi í höfn Með komu nýsköpunartogar- anna sigldi nýr tími í höfn á íslandi. Þessi skip voru vönduð- ustu fiskiskip, sem íslendingar höfðu nokkurn tíma eignazt, bæði að því er snerti tæknilegan útbúnað, möguleika til aukinnar framleiðslu og alla* aðbúnað að sjómönnunum. Sjálfstæðismen* höfðu for- göngu um það, að margar þrótt- miklar verstöðvar úti á landi fengu togara og hófu útgerð þeirra. Varð að því stórkostleg atvinnubót í öllum landshlutum. Afleiðing þess að togaraútgerð var hafin úti á landi varð síðar stórfelld aukning hraðfrystiiðn- aðar og annarrar fiskiðju. En það eru einmitt hraðfrystihúsin og fiskiðjuverin, sem eru aðal- atvinnuveitendur almennings í hverjum einasta kaupstað og sjávarþorpi landsins. Framsóknarmenn skömmuðu Sjálfstæðismenn ákaflega fyrir endurnýjun togaraflotans og fyr- ir að hafa varið nokkrum hluta af gjaldeyrissjóðum styrjaldarár- anna til þessarar uppbyggingar við sjávarsíðuna. Þrátt fyrirþað tóku þeir þátt í því með Sjálf- stæðismönnum í næstu ríkis- stjórn, að kaupa inn 12 nýja togara til landsins. Hinir síðari nýsköpunartogarar voru eins og hinir fyrri seldir verstöðvum víðs vega'r um land. Sjálfstæðisflokkuri*n sýndi mikla framsýni og skilning á hagsmunum fólksins við sjávar- síðuna og þjóðarinnar í heild með forystu sinni um uppbyggingu nýs togaraflota. En því miður tókst ekki að tryggja heilbrigð- an rekstur hinna nýju og glæsi- legu framleiðslutækja. Komm- únistar og bandamenn þeirra töldu þjóðinni stöðugt trú um það, að framleiðslukostnaðurinn skipti í raun og veru engu máli. Ef tækin ekki bæru sig sjálf yrði ríkið að borga mismuninn. Af þessari óheillastefnu og falskenn- ingu kommúnista sýpur öll þjóð- in seyðið í dag. liin giæsilegu nýju framleiðslutæki eru sokkin í hallarekstur framleiðslukostn- aðar, sem ekki er í neinu sam- ræmi við afraksturinn af rekstri þeirra. Þess vegna verður al- menningur að borga á annan milljarð króna í nýjum álögum á ári, sem vinstri stjórnin hefur lagt á þjóðina. Slíkt skipulag er vitanlega ekki til frambúðar. Framleiðslutækin verða að geta borið sig hallalaust í meðalár- ferði. Endurnýjun togaraflotans nú En nú er að því komið, að end- urnýja þarf og auka togaraflota þjóðarinnar, sem er stórvirkasta framleiðslutæki hennar og hefur geysilega þýðingu fyrir atvinnu og afkomu almennings um land allt. Vitanlega er ekki hægt að láta aukningu og endurnýjun togaraflotans undan fallast vegna þess að skipi* séu rekin með tapi. Öll þgu framleiðslutæki, sem ís- lendingar eiga og standa undir útflutningsframleiðslunni í dag eru rekin með tapi. Þrátt fyrir það verða íslendingar auðvitað að endurnýja og auka framleiðslu tæki sín. Þjóði*ni fjölgar og kröf- ur hennar til lífsins gæða auk- ast. Þess vegna er óhjákvæmi- legt að auka framleiðslutækin og freista þess að hafa þau sem fullkomnust og afkastamest á hverjum tíma. Jafnhliða hljóta ráðstafanir að verða gerðar til þess að skapa þeim heilbrigðan rekstrargrundivöll. Svik og uppgjöf vinstri stjcrnarinnar Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynzt þess megnug að leysa það vandamál. Hún hefur einnig svikið það loforð sitt að beita sér fyrir aukning* togaraflotans. Hún hefur fengið samþykkt lög, sem heimila henni að láta byggja 15 nýja togara. En hún hefur ekki samið um smíði eins ein- asta þeirra. Þrátt fyrir stórfelld- ar erlendar lántökur hefur hún ekki fengið eina eyri að láni til togarakaupanna. Og allt er í ó- vissu um komu hinna 12 250 tonna skipa, sem stjórnin hafði samið um kaup á i Austur-Þýzka- landi. Að vísu mun gert ráð fyr- ir, að eitt þeirra komi til larids- ins í næsta mánuði. En ekkert liggur fyrir ur* það, hvenær hin skipin koma til landsins, eða hvaða aðilar eigi að gera þau út. Vinstri stjórnin hefur þess vegna staðið sig fádæma lélega að því er varðar endurnýjun og aukningu togaraflotans. En hér er um verkefni að ræða, sem ekki má vanrækja til lengdar. Það verður að t>-> «rr>* togaraflotanum skapiegan rekstrargrundvöll, þannig að þessi afkastamiklu tæki skapi þann arð og þá atvinnu, sem þa» *eta skapað og nauðsyn- legt er að þa« skapi. Togara- ú»rerð og vélbátaútgerð verð- ur að haldast í hendur á ís- laixfl Hvorugan þessara þátta Ú14—rAnrimiar má vanrækja. ÞETTA er um ástina, hvernig ástin getur sett allt á annan end- ann í jafnstórrí borg og London er. Og tilefnið var aðeins það, að George Beers fór að elska frú Lockie, unga og fjöruga ekkju. Beers er Bandaríkjamað- ur, hann er giftur, en lét kon- una sína auðvitað halda heim- leiðis strax rig ástin til ekkjunn- ar fór að loga í brjósti hans. En svo kom að því, að Beers skyldi sjálfur fara heim. Ungar ekkjur eru heillandi og þess vegna fór Beers ekki hænufet, hann fór í felur — og gaf aðeins eina skýr- ingu — hann „elskaði frú Lockie“ Scotland Yard fór þegar á stúf- ana, orðsendingar fóru á milli bandariska sendiráðsins í London og utanríkisráðuneytisins í Wash ington, fréttamenn og ljósmynd- arar heimsóttu frú Lockie í Lon- don og frú Beers í Washington — en á meðan fór Beers huldu höfði og hafði símasamband við heitmey sína með stuttu miliibili. Svona er ástin sterk. ★ En hver «r þessi George Beers, sem var í aðalfyrirsögnum Lund- únablaðanna eftir helgina? Hann er enginn venjulegur maður, því auk þess að vera óvenjugrann- ur og væskilslegur, er hann vís- indamaður, mjög fær í sinni grein, og hann talar fjöldann ali- an af tungumálum — þar á meðal rússnesku. ★ Undanfarna mánuði hefur Beers unnið í brezka hermála- ráðuneytinu ásamt nokkrum brezkum og bandarískum vísinda mönnum við mjög dularfullar og leyndar rannsóknir. Enda þótt konan hans væri hin mesta skrafskjóða, var henni leyft að koma til Englands ásamt manni sínum. Hann var bundinn þag- mælskuheiti varðandi starf sitt. Hann var því jafnan fámáll, tók starfið mjög alvarlega, fór snemma að heiman og kom seint heim. Frúin spurði einskis. Hún undi sér vel í London, það gerðu börnin þeirra líka, George (14 ára) og Marilyn (11 ára). Það eru ekki alSir Bandaríkjamenn, sem eiga þess kost að búa tíma- korn í London og segja sögur þaðan, heima í Bandarikjunum. ★ En fyrir mánuði hélt frú Beers heimleiðis. Hún fór með börnin til þess að koma þeim í skóla — og skúra og þurrka af áður en húsbóndinn kæmi heim — eftir mánuð. Frú Beers óttaðist mest, að maður hennar yrði einmana eftir að hún var farin. En hún vissi ekki, að George Beers hafði síðastliðna 18 mánuði þekkt-unga og lífsglaða ekkju, sem var að- eins 36 ára, tveimur árum yngri en hann, og var nýbúin að missa manninn. Og þau voru hamingju söm, því hann var bundinn þagn arheiti um starf sitt. * Hafskipið „New York“ lét úr höfn í Southamton á laugardag Frú Lockie á leið vestur um haf. Far- þegalistinn var langur og ofar- lega á blaði var George nokkur Beers. Það vill stundum brenna við, að ferðalangar gleymi tösk- um sínum á hafnarbakkanum. Sjaldnar er það, að töskurnar gleymi ferðalöngunum og sigli sinn sjó. Svo var með töskur Beers. Þær voru komnar um borð, þegar skipið blés til brott- farar, en ekki bólaði á Beers. Hafskip bíða hvorki eftir honum né öðrum. Það hefði líka verið tilgangslaust. Beers lá í einhverju skúmaskoti í London, hugsaði til konu sinnar, sem mundi standa fremst á hafnarbakkanum, þegar skipið kæmi til New York, fannst hann sjálfur hólpinn að vera ekki á skipsfjöl, en bað fyrir tösKurn- ar. ★ Öll þesai saga var meira en lítill matur fyrir stórblöðin beggja vegna hafsins — og reynd ar fyrir fleiri blöð. Og ekki varð sagan ómerkari, þegar Beers tókst að nafa tal af fréttaritara eins stórbiaðanna án þess að lögreglan hefði hendur í hári hans. Hann sagði fréttarit- aranum sögu sína, söguna um það hvernig ástin gæti gripið al- saklausa harðgifta menn. Landvistarleyfi hans í Eng- landi var útrunnið, hann átti að fara til New York og hefja síðan störf sín vestra. En hann var stað ráðinn í því að fara ekki úr landi fyrr en hann hefði fengið trygg- ingu fyrir að mega koma aftur til Englands til þess að sækja heitmey sína, þegar hann væri búinn að koma skilnaði sínum vestra í kring. ★ Þess vegna hafði hann haldið í innanríkisráðuneytið í London, sagði frá óhamingjusömu hjóna- bandi og ungu ekkjunni. En ráðu neytisstarfsmenn hrifust ekkert, þeir höfðu heldur ekki séð frú Lockie. Beers var sagt, að ekki væri hægt að veita honum neina tryggingu fyrir því að hann fengi að koma aftur til Englands. Málið yrði að ræða betur, þegar hann væri kominn vestur um haf. Þetta var allt og sumt. Ár- angurinn varð enginn. ★ „En ekkert getur skilið mig frá þeirri konu, sem er mér meira virði en lífið, hún er stúlkan mín — og skal verða það framvegis“, sagði hann. „Ó, hann er svo sætur“, sagði hún. Og litli sæti George Beers er enn í Englandi í mestu vandræð- um. Hann getur hvorki verið um kyrrt né farið. Annars vegar eru innflytjendayfirvöldin í Eng- landi og hins vegar konan hans á hafnarbakkajRum vestra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.