Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. nóv. 1958 MORCVISBL 4 ÐIÐ 3 Sr. Cuðmundur Cuðmundsson, Útskálum: Somir þinn lifir Mörgum hjólbörðum hefur verið stolið. f vinstra horni má sjá hvernig þjófarnir hafa rifið gat á skemmu, en hún tilheyrir Sölunefnd setuliðs eigna. Verdmæti þýfisins af Kefla- víkurvelli nemur á 2. millj. kr. Rannsókn hefur staðið yfir \ 6 vikur KEFLAVIKURFLUGVELLI, 1. nóv. — Rannsókn hins mikla þjófnaðarmáls, sem upp komst um fyrir um það bil 6 vikum síðan, stendur enn yfir. Hafzt hefur upp á þýfi, sem metið hef- ur verið talsvert á aðra milljón króna. í dag átti ég tal við rannsókn- ardómarann í máli þessu, Gunn- ar Helgason, fulltrúa lögreglu- stjóra, hér á flugvellinum. Hann skýrði mér m.a. svo frá, að aðallega hefði verið stol- ið frá þrem aðilum: Varnar- liðinu, Aðalverktökum og Sölu- nefnd setuliðseigna. — Hér er um að rseða verk- færi alls konar, vélar stórar og smáar, varahlutir, heilar bif- reiðir og hjólbarðar, fatnaður og ótal margt fleira. Gunnar Helgason taldi rann- sóknina enn ekki það langt á veg komna, að hann teldi sig sjá fyrir endann á málinu. Stöðugt finnast stolnir munir, t.d. fund- ust í vikunni er leið 8 bíladekk, sem stolið hafði verið 5. sept. Voru þau að verðmæti um 7000 krónur. Hafði eigandi þeirra keypt þau af þjófunum. Á föstu- daginn var fundust varahlutir er stolið var úr stórum vörubíl frá Aðalverktökum í júlímánuði sl. Höfðu þjófarnir skrúfað þessa hluta úr bílunum, og voru búnir að selja þá fyrirtæki einu hér í bænum. Það hefur komið í Ijós, að þjóf arnir hafa jafnóðum og þeir hafa komið því við, selt varninginn og hafa fyrirtæki á Suðurnesj- um og í Reykjavík keypt þýfið. Gunnar Helgason upplýsti enn fremur að búið væri að kalla fyrir rétt rúmlega 50 manns, af þeim hefðu 15 menn nú þegar setið í gæzluvarðhaldi í lengri eða skemmri tíma, tveir þeirra samfleytt í fjórar vikur. AKRANESI, 1. nóv. — Nú er ofninn í sementsverksmiðjunni að komast í lag aftur, og búizt er við að kalkbrennsla hefjist aft- ur á aðfaranótt mánudags. Búið er að múra eldföstu steinana inn an á blettinn, þar sem bilaði, og koma þannig einangruninni í lag. Aðeins er eftir að ryðja eldsneyti inn í ofninn, ca. 2—3 lestum af timbri. Síðan verður kveikt í og þá fer aftur að rjúka úr hæsta reykháfi á landinu. — Oddur. STEF fái ekki að skatt- leggja tónupptöku á seg- ulband til heimilisnota Frumvarp komið fram á Alþingi til að taka af öll tvímœli um þetta ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi frumv. til laga um breytingu á lögum um rithöfundarrétt og prentrétt. Flutningsmenn eru Magnús Jónsson, Halldór E. Sig- urðsson og Benedikt Gröndal. í frumvarpinu er lagt til að aft an við síðustu mgr. 2. gr. laganna bætist: Sams konar undanþága skal gilda um upptöku talaðs máls eða tónlistar á segulband eða á annan vélrænan hátt, ef upptakan er aðeins ætluð til heimilisnotkun- ar. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð fyrir frumvarp- inu segir svo: „Fyrir nokkru hóf STEF að innheimta sérstakt afnotagjald af segulbandstækjum. Beitti fé- lagið við innheimtu þessa ýms- um miður sæmilegum hótunum. Er líklegt, að allmargir hafi greitt hið krafða afnotagjald, en þó munu margir að vonum hafa látið þessa fjárkröfu sem vind um eyru þjóta. Það er sjálfsagt, að tónskáld og aðrir eigendur hugverka fái sanngjarna greiðslu fyrir notkun verka sinna en krafa um greiðslu fyrir flutning eða upptöku hug- verka á að takmarkast af því, að þetta sé gert í hagnaðarskyni. Við það sjónarmið eru líka höf- undarréttarákvæði íslenzkra laga miðuð. Með kröfunni um afnotagjald til STEFs af segulbandstækjum er gengið út í öfgar. Yfirleitt eru segulbandstæki notuð til þess að taka upp útvarpsefni, er fólk hef ur ekki aðstöðu til þess að hlusta á einstaka útvarpsþætti, þegar þeir eru fluttir, eða til upptöku á ýmsu persónulegu efni á heim- ilum eigendanna. Er fráleitt, að STEF eigi nokkra sanngirnis- kröfu til árlegs afnotagjalds af segulbandstækjum, sem ein- göngu eru til heimilisnota. Séu aftur á móti segulbandstæki eða önnur slík tæki notuð til opin- bers flutnings hugverka í ábata- skyni, er sjálfsagt að greiða höf- undargjald af þeim flutningi. Mjög er vafasamt, að heimilt sé eftir gildandi höfundarréttar- lögum að innheimta afnotagjald af segulbandstækjum, en frv. þetta er flutt til að taka af öll tvímæli. Að lokum gat rannsóknardóm- arinn þess, að hann teldi hér ekki hafa verið um skipulagt þjófa- félag að ræða, en segja mætti að þjófarnir skiptust í þrjá hópa manna. — BÞ. Jóh. 4.46—53. OFT er það svo, að það er neyð- in og erfiðleikarnir, sem knýja oss til þess að biðja og þannig leita Guðs og samfélags við hann. Það er sjaldan meðlætið eða hin- ir góðu og farsælu dagar lífs vors, sem kenna oss þessa hluti. Aðeins þeir, sem þegar hafa fundið Guð og eiga trúna í hjarta sínu, finna hvöt hjá sér til þess að þakka og lofa Guð á gæfu- og velsældarstundum lífs- ins, finna hvöt hjá sér til þess að þakka gjafaranum allra góðra hluta þá góðu hluti, sem hann hefur þeim veitt. En ef til vill á þetta þakktæti sínar frumrætur að rekja til einhverrar neyðar- eða örvæntingarstundir í lífinu, þegar nafn Guðs var ákallað úr djúpi hjartans og það ákall var knúið fram í angist og örvænt- ingu. Þá svaraði Guð, og það svar varð til þess að skapa guðs- traustið og guðssamfélagið, en einnig til þess að skapa þakklæt- ið til Guðs, sem aldrei yfirgaf hjartað frá þeirri stundu, hvorki í mótlæti né meðlæti lífsins. — En hinir góðu dagar verða gjarn- an til þess, að vér áköllum ekki Lögreglan hefur fundið flugmannagalla, skó og sitthvað fleira t. d. brennara fyrir olíukyndingartæki Rithöfundafélag íslands fordæmir aðförina að Pasternak AÐALFUNDUR Rithöfundafé- lags Islands var haldinn á fimmtudaginn. Var Helgi Hjörv- ar þá kosinn heiðursfélagi í til- efni af sjötugsafmæli hans fyrir skömmu. Ennfremur fór fram stjórnarkosning, og var stjórnin endurkjörin. Þorsteinn Valdi- marsson er formaður félagsins. Á fundinum var borin fram á- lyktun um Pasternak, og var ein- róma samþykkt að senda for- manni Sambands sovétrithöf- unda svohljóðandi skeyti: „Aðalfundur Rithöfundaféiags íslands lýsir megnri andúð á ár- ásum sovézkra valdamanna * á skáldið Boris Pasternak eftir að honum voru veitt bókmennta- verðlaun Nóbels. Sérstaklega sára reiði og undrun hefur það vakið meðal ísl. rithöfunda, að forystumenn Sambands sovét rithöfunda skuli hafa tekið þátt í jafnvansæmandi aðför að öldr- uðum starfsfélaga sínum, einu ágætasta skáldi sem nú er uppi“. Ný bók um gótur ulheimslns BÓKAÚTGÁFAN Norðri hefur sent frá sér nýstárlega bók, sem nefnist „Líf í alheimi" eftir þá Kenneth W. Gatland flugvéla- verkfræðing og Derek D. Dempst er. Gatland hefur ritað bók um gervihnetti og er aðalhöfundur þessarar bókar. Hann er einn fremsti flugskeytasérfræð- ingur Breta. Dempster er ritstjóri tímarits um flugmál sem gefið er út af flugfélaginu B. O. A. C. Bókina prýða margar myndir, mestmegnis teikningar eftir John W. Wood. Sören Sörensson ís- lenzkaði bókina, en Esra Péturs- son læknir skrifar forspjall. Bókin fjallar að meginefni um leit mannsins að rökum á mörk- um þekkingar, eins og fram kem- ur á titilblaði. Kaflaheitin gefa til kynna, hvaða vandamál eru einkum til umræðu. Þau eru: Heimar í sköp- un, Dögun lífsins, Grannar vorir í geimnum, Hinn stækkandi al- heimur, Út úr alheimstómnnu, Hið kynlega tvíeðli ljóssins, Tímagátan, Aðrir heimar, Á for- boðnum slóðum, Leit að Guði, Síðasta frelsið, Endir — eða upp- haf. í bókinni er auk þess nafna- registur og skrá yfir myndir. Hún er 192 blaðsíður að stærð og mjög smekklega úr garði gerð. Sunnudagaskóli í DAG kl. 14 hefst sunnudaga- skóli í alþýðuhðimilinu við Kárs nesbraut 21 í Kópavogi og síðan hvern sunnudag á sama tíma. Rekur Hjálpræðisherinn skól- ann. Kapteinn Guðfinna Jóhann- esdóttir veitir skólanum for- stöðu. Öll börn eru velkomin. Guð, af því að oss finnst sem vér þurfum hans ekki með. Og sé Guð ekki ákallaður væntum vér að sjálfsögðu ekki heldur svars frá Guði. En stundum talar Guð svo al- varlega til vor, að vér verðum að hlusta, þótt oss sé það óljúft. Stundum sendir hann oss svo al- varlega reynslutíma, að vér komust ekki hjá því að læra af þeim þessa frumlexíu lífsins, að maðurinn lifir ekki af brauðinu einu saman. Því fer þó fjarri, að það sé nokkur hefndarráðstöfun, þegar Guð sendir oss mönnunum reynslutíma, að hann sé að refsa oss fyrir guðleysi vort og syndir. Nei, þannig er það vissulega ekki, en ef til vill fær Guð oss ekki til að hlusta á það, sem hann vill segja oss og fær oss ekki til að læra það, sem hann vill að vér lærum, nema á erfiðleika- og reynslustundum lífsins. Guð not- ar gjarnan þá stund, þegar mað- urinn er næmastur fyrir kalli hans eða þá stund, er maðurinn beinlínis leitar og þráir Guð og hans hjálp, til þess að hjálpa hon um á einhvern hátt og um leið að kenna honum þá lexíu, sem honum er mest þörf á að læra, þá lexíu, að líf hans er frá Guði og að hann getur ekki lifað án náðar Guðs. ■— Margvíslegir eru þeir erfið- leikar og mörg er sú sára reynsla, sem oss kann að mæta á lífsins vegi. Éin sú algengasta meðal margra algengra, er einmitt sú, sem sagan um konungsmann- inn frá Kapernaum greinir frá, nefnilega, þegar blessuð litlu börnin vor verða hættulega veik, jafnvel svo að þau liggja fyrir dauðanum. Hversu mikið hefur ekki mörg móðirin og faðirinn liðið á þeirri stundu, og hversu rriargt og heitt bænarákall hefur ekki stigið upp til hins almáttuga Guðs, einmitt þegar þannig hefur verið ástatt, knúið fram af neyð og angist hjartans. Og hversu mörgum foreldrum hefur ekki farið líkt og konungsmanninum forðum, sem í heitri bæn ákallaði Krist um hjálp og fékk hið hugg- unarríka svar: „Sonur þinn lif- ir“. — Þau hafa fengið svar frá Guði: „Sonur þinn lifir — dóttir þín lifir“. Þau hafa fengið að halda barninu sínu. Hlýtur ekki slíkt svar frá Guði að styrkja trúarlífið og treysta guðssamfé- lagið? En hvað eigum vér þá að segja, þegar litlu börnin þrátt fyrir alla læknishjálp, þrátt fyrir bæn- ir foreldranna, já, þrátt fyrir allt — deyja? Er þá ekki um leið kveðinn upp dauðadómur yfir trú vorri? — Ef til vill verður slíkt ofraun hinni veiku trú, en ekki hinni sönnu trú. Þvert á móti. Nú er það einmitt trúin, sem veitir oss sanna huggun, af því að hún leyfir oss að skynja — einnig við líkbörur litla barns- ins — þessi dýrðlegu orð Frelsar- ans: „Barnið þitt lifir“. Oss verður gjarnan hugsað til foreldranna, sem nú fyrir skemmstu urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa litla, efni- lega drenginn sinn í bílslysi — og þeirra mörgu foreldra, sem sömu þungbæru reynslu hafa orðið að ganga gegnum. Gætu nokkur mannleg orð fært þeim slíka huggun í harmi sem þessi dýrðlegu orð Frelsarans, meðtek- in í auðmýkt og trú: „Sonur þinn lifir“. Því hljótum vér að biðja með sálmaskáldinu: Og þegar blessuð börnin frá oss deyja, í bæn og trú þá kenn þú oss að þreyja og seg við hvern, sem sorgin þyrir yfir: þinn sonur lifir. Á þyngstu reynslustundum lífs ins, verður það trúin, sem veitir oss hinn rétta styrk og sönnu huggun. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.