Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 8
Þjóðleikhúsið í Vin. Aöeins það bezta er nógu goit í Vín Stutf samfal við Cuðlaug Rósinkranz þjóðleikhússtjára Bezta hljómsveit heimsins Ég var svo heppinn að geta ver ið viðstaddur sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven. Var hún sungin og leikin af frábærum söngvurum undir stjórn snillings- ins Karajans, sem stjórnaði án þess að hafa nótnablað fyrir fram an sig. Mun það mjög sjaldgæft um hljómsveitarstjóra. Hundrað manna hljómsveit lék. Man ég ekki eftir að hafa heyrt fegurra tónverk en þegar hljómsveitin lék forleikinn á undan síðasta atriði óperunnar ,enda stóðu fagnaðarlætin. og húrrahrópin upp undir hálftíma að sýning- unni lokinni. Svo mikil og al- menn var hrifning áheyrenda. Þegar ég hafði orð á því við nokkra Vínarbúa, hvað ég hefði verið hrifinn af þessari sýningu, kváðu þeir það ekki sæta neinni furðu. Þarna hefði bezta hljóm- sveit heimsins leikið eitt fegursta tónverk, sem nokkru sinni hefði verið samið og stjórnandinn hefði verið bezti núlifandi nljómsveit- arstjóri heimsins. Svona er Vín. Aðeins það bezta er nógu gott þar. Leikhús gefiur ekki sparað Þegar ég ræddi við þjóðleik- hússtjórann þar, um kostn- að við rekstur leikhússins komst hann m.a. að orði á þessa leið: Kostnaðurinn er mikill, en leik hús getur ekki sparað, ef það á að vera fyrsta flokks. Við þurf- um um 40 millj. shillinga styrk á ári til rekstrar þjóðleikhússins og óperunnar. Það eru rúmlega 40 millj. ísl. króna. Um 1500 manns eru starf- andi við óperuna, þar af um 70 söngvarar. Þjóðleikhúsið í Vín kemst hins vegar af með 650 manna starfs- lið. Þar sá ég glæsilega sýningu á Faust eftir Göethe. Var þetta mikla listaverk sett á svið af hinum hugkvæma leikstjóra, Þ E G A R ég átti þess kost að dveljast nokkra daga í Vín og Berlín á ferðlagi mínu um dag- inn virtist mér leiklistar- og menningarlíf í þessum fornu menningarborgum standa með blóma. Þann' g komst Guðlaugur Rós- inkranz þjóðleikhússtjóri m.a. að orði, er Mbl. hitti hann snöggv- ast að n.' í gær og spurði hann tíðinda af för hans. Há^arg listanna Vín hefur oft verið kölluð há- borg listanna, segir þjóðleikhús- stjóri. Hún ber það nafn ennþá með réttu. Einkanlega eru það tónlistin . og leiklistin, sem sitja þar í hásæti. Þar svífur andi hinna gömlu meistara, Schu- berts, Mozarts, Beethovens, Strauss, Göthes og Schillers enn- f SJÖTTU umferð í úrslitum þarf að fá skjól fyrir Bd3 á bl þá yfir vötnunum. Þótt stórveld- j tefldum við gegn Pólverjum. Ég en til þess þarf hann að koma a .í 1ixinn Hal á framfæri. 22. — Db6 Svart- ur reynir að auka þrýstinginn á d4 eftir mætti. 23. Hadl, b4; 24. langan skákferil að baki. Meðal a4 annars hefur hann komist í svo- nefnt ,,millisvæðamót“. Vínaróperan. SKAK mætti skákmeistara Pólverja istími Austurríkis sé liðinn a stjórnmálasviðinu, er það ennþá j stórveldi á sviði fagurra lista og j Sliwa, en hann er nú með all- menningarmála. Það finnur mað- ur greinilega við að heimsækja óperu og leikhús Vínarborgar. Er endurreisn óperunnar full- lokið? Já, bæði Borgarleikhúsið, sem er þjóðleikhús Austurríkismanna og Ríkisóperan eyðilögðust að miklu leyti í síðustu heimsstyrj- öld. Veggir allir stóðu þó, en allt hið innra varð að byggja upp að nýju. Bæði þessi leikhús hafa nú verið endurbyggð og hafið starfsemi sína. Ekk- ert hefur verið sparað til þess að gera þau sem glæsilegust og full- komnust. Má segja að tekizt hafi að gera Vínaróperuna að einni eftirsóttustu óperu heimsins, bæði fyrir listafólkið, og áheyrend- urna. Síðan hún var opnuð að nýju liggur þangað stöðugur straumur af fólki hvaðanæva úr heiminum til þess að sækja óperusýningar hennar. Hefur óperan á að skipa mörgum beztu óperusöngvurum heimsins, sem syngja þar ýmist sem gestir eða eru þar fastráðnir. Þar að auki hefur hún frægasta hljómsveitar stjóra heimsins, sem óperustjóra. Er það Herbert von Karajan. En hann er jafnframt aðal-hljóm- sveitarstjóri Berlinar filharmon- isku hljómsveitarinnar. Vínaróperan hefur um 2 þús. sæti. Finnst mér aðalsalur henn- ar fegursti söngleikasalur sem ég hefi séð. Er hann endurbyggður í gömlum stíl með sætaröðum á sex hæðum. Sætin eru rauð en svalir eru hvítar með gylltu skrauti, framúrskarandi fögru og smekklegu. Veggir eru fóðraðir rauðu silki. Hvaða óperu var verið að flytja þarna um þessar mundir? Hvítt: Ingí R. Svart: Sliwa. Nimzo-indversk vörn. 1. c4, Rf6; 2. d4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, c5; 5. Bd3, o-o; 6. Rf3, d5 7. o-o, dxc4; 8. Bxc4, Rbd7; 9. Bd3, b6; 10. De2, Bb7; 11. Hdl Fram til þessa hafa leikirnir verið nokkuð auðskildir. Hvítur hótar nú dxc5 og leika síðan e4. 11. — cxd4; 12. exd4. Ef hvítur léki 12. Rxd4. Þá á svartur I engum erf- iðleikum lengur, því hann getur þá stilt mönnum á c5 og e5. 12. — Hc8; 13. Bd2, 1»6; 14. Rb5? Leikur sem lítur mjög vel út, en gerir heldur ekki meira. Betra var 14. Re5! 14. — Bxd2; 15.Hxd2 a6! 16. Rd6, Bxf3; 17. Dxf3, Hc7! 'Sliwa hefur leyst vandan og hvít- ur stendur eftir með stakt peð á d4 en að vísu hefur hvítum tek- izt, að ná báðum biskupum svarts og sjálfur haldið kóngsbiskup sínum og verður því að aiíta að hvítur standi ívið skár 18. Ilddl! Hvítur verður að tryggja sér fyrstu línuna svo svartur geti ekki náð hættulegri sókn á drottn ingarvæng áður en hvítur hefur undirbúið kóngssókn sína, sem hann er þvingaður til að hefja fyrr eða síðar. Ekki kom til greina að leika 18. Bxa6 vegna Rb8 og vinna mann. 18. — Rd5 19. a3. Hvítur má ekki leyfa Rb4 og sízt af öllu má ha*n leika Hacl. 19. — Rd7-f6; 20. Rc4! Riddarinn á heima á e5 20. — b5; 21. Re5, Dd6; 22. Hel! Hvítur ABCDEFGH Fórnar a-peðinu til þess að halda stöðunni lokaðri, því að öðrum kosti er ekki hægt að hefja kóngssókn með árangri. 24. — Kh8 Hótar Dxd4 25. Bbl, Da5; 26. h4, Dxa4?; Sliwa er kominn í mikla tímaþröng og kemur ekki auga á beztu leiðina 26. —h5, sem hvítur yrði sennilesga að svara með Hd3, Dg3, g5, og Hg3. 27. g4, g5 Eina vörnin 28. hxg5, hxg5; 29. Rd3! Hótar He5, sem svartur getur tæpast komið í veg fyrir. 29. — Kg7. Ekki 29. — Rd7 vegna Rc3 30. He5, Hh8; 31. Hxg5f, Kf8; 32. Rc5? Mun sterk- ara var Re5. 32. — Dc6 33. Re4 Svartur hótaði Rf4 33. — Hd7?? Sliwa hefði aldrei lokið leikum sínum á þeim tíma sem hann átti, en síðasti leikur hans er alvar- legur fingurbrjótur. Betra var 33. — Ke7. 34. Rxf6 og svartur gaf. Eftirfarandi staða kom upp í skákinni Rojahn (Norcgi.J Angos (Grikklandi.). Hvítt: Kgl, Dh6, Hal Hd5, Be6, Re3. peð: h2, g3, f2, e2, c4, b3, a2. Svart: Kg8, Dc3, Rf7, Re8, Ha8. peð: h7, g6, f6, e7, d6, b7, a7. Angos lék 21. — Da5-c3 og nú kom Rojahan með skemmtileg- ustu leikfléttu mótsins. 22. Hh5!! Dxalf; 23. Kg2, gxh5. Þvingað. 24. Rf5 og svartur gaf því hann getur ekki varið hótunina Rxe7t og Df8 mát. IRJóh. prófessor Adolf Rott. Hann er frægur um alla Evrópu fyrir óperettusýningar sínar. Hvað sáuð þér svo athyglisvert í Berlín? Ég sótti þar m.a. sýningu í óperu Vestur-Berlínar, sem er til húsa í gömlu leikhúsi, þar til nýtt óperuhús, sem er í byggingu verður fullgert, er líklega verður árið 1960. Þar sá ég óperuna Medea eftir Cherubini, sem byggð er á samnefndum grískum sorg- arleik. Meðal söngvara þar var Stina Britta Melander, sem við þekkjum að góðu héðan að heim- an, frá því er hún söng hér í Þjóðleikhúsinu. Söng hún þarna annað aðalkvenhlutverkið og var ágætlega fagnað. Hún er nú fast- ráðin við Berlínaróperuna til tveggja ára. Medea er falleg ópera en myndi eflaust þykja of þung hér. Tólfskildingaóperan í Berlín í öðru leikhúsi í Vestur-Berlín sá ég hina heimsfrægu óperu Die Dreigroschenoper eða Tólfskild- ingaóperuna, eins og hún hefur oft verið kölluð, eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill. Þetta er að vísu ekki ópera í venjulegri merkingu heldur gamanleikur með músik. Fjallar leikritið um líf og ýmis tiltæki flökkulýðs og „róna“ Lundúnaborgar. Er það allt mjög „tragikomiskt", bráðsnjallt og skemmtilega gert. Músikin er líka mjög létt og skemmtileg. Þessi sérkennilega épera virð- ist nú eiga miklum vinsældum að fagna. Er einnig verið að sýna hana í Kaupmannahöfn um þess- ar mundir, Stokkhólmi og New York, alls staðar við feikna-að- sókn. Hefi ég mikinn hug á að koma henni upp hér heima áður en langt um líður, sagði Guð- laugur Rósinkranz þjóðleikhús- Btjóri að lokum. Vér bjóðum allar tegundir trygginga með beztu fáanlegum kjörum. AlMMNAn TWM'WMr 5xmi 1 00 CGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamn við Templarasund Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 ATVIN N A Okkur vantar stúlku til saumastarfa og einnig stúlku í frágang. Upplýsingar hjá verkstjóranum. VERKSIHIÐJAN DtJKUR H.F. Brautarholti 22. Kvennadeild Slysavarnafélagsins i Reykjavik heldur fund mánudaginn 3. nóv. kl. 8,30 í Sjálfstæðis- húsinu. Til skemmtunar: Kvikmynd frá síðasta Landsþinginu. Dans. FJÖLMENNIÐ STJÓRNIN. Sunnudagur 2. nóv. 1958

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.