Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 9
Sunnudaeur 2. nóv. 1958 v o n r. r ’v n t a © i © 9 Hennar aðaláhugamál er að styrkja ungmenni til náms Stutt viðtal við frú Brittingham, bandariska auðkonu í FYRRADAG var sagt frá því í blöðunum að Thomas E. Britt- ingham væri enn einu sinni kom- inn til landsins til að velja pilta, sem hann ætlar að styrkja til náms í Bandarikjunum, og að kona hans væri í þetta sinn með í förinni. En frú Brittingham tek- ur af lífi og sál þátt í þeirri viðleitni manns síns að gera efni legum piltum á Norðurlöndum, í Þýzkalandi eg Hollandi íært að stunda framhaldsnám í heima- borg þeirra hjóna. — Já, ég á næsturn engin önnur áhugamál lengur, sagði frú Britt- ingham, þegar fréttamaður blaðs- ins átti tal við hana á Hótc-1 Borg, þar sem þau hjónin búa þessa fáu daga, er þau dveljast hér. Fyrir utan það að safna nykrum, bætti hún við brosandi og beníi á næiu með nykurformi, sem hún bar á barminum. Ég á ótal nykra úr öllum mögulegum efnum heima, og allir mínir kunningjar senda mér nykurmyndir, ef þeir rek- ast á þær. Það má segja að ég „safni“ nykrum og námsmönn- um. En svo ég tali í alvöru, þá tek- ur þetta áhugamál okkar hjón- anna, að styrkja námsmenn, mik- ið af tíma mínum. Hið ameríska heimili þeirra er hjá okkur, og! við erum ’foreldrar' þeirra þar í landi. Meðan þeir eru við nám í Bandaríkjunum koma þeir oft til okkar, og seinna skrifa þeir okkur. Ættingjar þeirra heim- sækja okkur, ef þeir eiga leið hjá. Við erum komin á þá skoðun, að bezt sé að velja námsmennina sjálf, eftir að hafa talað við þá. Erindi okkar hingað til íslands er einmitt að kynna okkur af eigin raun hvern undirbúning piltarnir hafa og hve góðir þeir eru í málinu, því undir eins og þeir hefja námið í Bandaríkjun- um, þurfa þeir að keppa við enskumælandi neméndur. Við erum búin að tala við 16 og mun- um velja fjóra af þeim. Við höf- um gert ýmiss konar mistök í þessum málum og munum sjálf— sagt gera fleiri, en við lærum með hverju árinu sem líður og vonum að mistökunum fari fækk andi. Við höfum trú á því, að allir aðilar græði á þessari viðleitni okkar, erlendu nemendurnir fá þarna tækifæri til að af'.a sér menntunar og hinir banda- rísku skólabræður þeirra læra á því, að kynnast fólki, sem er að ýmsu leyti þeim ólíkt. Við viljum líka gefa erlendu nemendunum tækifæri til að sjá sig um í Banda ríkjunum, en auðvitað er aðal- áherzlan lögð á að þeir standi sig við námið. — En hvernig stendur á því, að þið viljið styrkja Norðurlanda búa? Eruð þið kannski af skandi- navísku bergi brotin? — Nei. hvorugt okkar. Byrjun- in var sú, að við kynntumst nokkrum Norðurlandabúum í sjó ferð, eftir það fórum við svo að kynnast fleirum, og geðjaðist vel að þessu fólki. í fyrstu völd- um við aðeins námsmenn frá Nor egi, Svíþjóð og Danmörku, seinna bættum við Finnlandi við, og nú síðast íslandi. Tildrögin voru þau, að maðurinn minn las grein í „Readers Digest“, þar sem sagt var að fáir Islendingar væru nú við.nám í Bandaríkjunum. Fyrsta árið voru 5 íslendingar á. okkar Frú Brittingham vegum við háskólann í Delaware, þar sem við búum, og í Wisconsin, æskustöðvum okkar. Nú eru fjór- ir íslendingar þar við nám og næst tökum við væntanlega fjóra í viðbót. Hvort við viljum ekki stúlkur? Við höfum ekkert á móti stúlkum, en við erum að reyna að „NOR the Moon by Night“, heit- ir kvikmynd, sem Rank Organi- sation hefur komið á framfæri. Aðalleikendur eru: Belinda Lee, Michael Craig, Patrick McCoo- han og Anna Gaylor. Alice Lang (Belinda Lee) hefur skrifazt á við ungan pilt í Afríku, sem hef- ur það starf með höndum að varna því að friðuð villidýr séu skotin. Btéí þeirra verða heitari og heitari og þegar móðir hennar deyr, eftir langvarandi veikindi verður Alice fært að leggja land undir fót og heimsækja pennavin sinn, Andrew Miller. Bróðir Andrews, sem heitir Rusty er á móti þessu rómantíska ástarævin týri og telur það með öllu óhæft að stofna til hjónabands á slíkum grundvelli. Þegar Alice kemur á áfanga- stað, verður henni ljóst að hún muni ekki geta fellt hug til Andrews, en hins vegar verða þau Rusty (yngri bróðirinn) þeg- ar ástfangin hvort af öðru og eig- ast á endanum, en Andrews giftist ung.ri stúlku, sem hefur elskað hann frá barnæsku! Sama gamla sagan, sem fólk þreytist aldrei á að sjá. Dýrin í myndinni eru óneitanlega fallegustu og beztu leikararnir í þessari kvik- mynd, eins og meðfylgjandi myndir sýna. ★ Alec Guinness er önnum kaf- inn við hlutverk sitt, sem enskur skólastjóri í kvikmyndinni: „The Scapegoat", sem er gerð eftir samnefndri sögu eftir Daphne du Maurier. Meðleikendur hans eru: Bette Davis, Nicole Maurey, Irence Worth og Pamela Brown. Myndin er kvikmynduð að mestu 1 halda, og piltarnir eru miklu lík- legri til þess, ekki satt? Mér þykir vænt um þennan stóra nemendahóp, sem við höf- um haft. Drengirnir mínir tveir eru nú uppkomnir, en barna- börnin þrjú, enn mjög ung. Þess vegna finnst mér gott að eiga þessa hálfgerðu fóstursyni, en þeir eru nú orðnir yfir 80. — Og hvernig lízt yður á yður á íslandi? —— Þetta #r ákaflega hreinn og fallegur bær og litirnir hérna hafa hrifið mig. Fólkið er mjóg blátt áfram og alúðlegt. Þó dvöl- in á íslandi sé ekki löng, þá hef I ég haft talsverð kynni af íslend- ingum. Margir þeirra, sem mað- urinn minn hefur kynnzt hér, hafa heimsótt okkur í Wilming- ton, sem er lítill bær í Delaware. Og skyrinu ykkar má ég til með að hrósa. Ég var að smakka það í fyrsta sinn, og fannst það hrein- asta hunang. Héðan halda þau Brittingham- hjónin til Oslóar og síðan áfram til annarra Norðurlanda og Þýzkalands. og í öllum þessum löndum munu þau leita ?ð nem- endum, til að styrkja til fram- haldsnám. leyti í Norður-Frakklandi, þar sem höfundurinn lét söguná ger- ast. Cary Merill, eiginmaður Bette Davis, verður áreiðanlega undrandi þegar hann kemur til þess að taka i\ móti konu sinni, eftir að kvikmyndinni lýkur. Bette hefur keypt lítinn hund handa sex ára syni þeirra, og hún kallar h-uin „Lord Mount- batten". Hún heldur sig eindreg- ið við þá skoðun að lítill hundur eigi að hafa stórt nafn! ★ Kim Novak leikur tvö hlut- verk ( myndinni „Vertigo" — Paramountmynd, sem Alfred Hitchock stjórnar. í öðru hlut- verkinu er hún blíð, ljóshærð heimskona, en í hinu er hún fjör leg dökkhærð unglingsstúlka. Mótleikari hennar er James Ste- wart, og í myndinni leikur einnig Barbara Bel Ceddes. „Vertigo“ var önnur vinsælasta kvikmynd- ín, sem sýnd var í Bandaríkjun- umí maímánuði síðastliðnum. ★ Danny Kaye kemur fram í nýrri kvikmynd hjá M. G. M. fé- laginu; nefnist: „Merry Andrew“. Hann leikur þar á móti öpum, ljónum, nashyrningum, tigrisdýr- um o.fl. Dýrin eru öll tamin. George Emerson, sem hefur ver- ið dýratemjari í 25 ár, segist stundum hafa slæma samvizku þegar hann sér dýrin sín „stela senum" frá Hollywoodstjörnun- um! „Kings Go Forth“ United Artists kvikmyndafé- Iagið hefur nýlega hleypt af stokkunum sérlega góðri kvik- mynd, sem þeir kalla: „Kings Go Forth“, með Frank Sinatra, — Við verðum búin að hafa tal velja þá, sem líklegir eru til að af um 100 ungmennum, áður en verða forystumenn í sínu landi,og ferðinni lýkur, sagði frúin að lok- þurfa því á góðri menntun að 1 um KVIKMYNDIR * Hrósið börnum ykkar við hvert tœkifœri HÚN er svo feimin og leiðinleg. Ég hrökk við, þegar ung móðir kom í heimsókn með litla fallega tveggja ára dóttur sína á hand- leggnum. Barnið virtist að öllu leyti vel af guði gert og ég ætlaði einmitt að fara að hafa orð á því, hvað hún væri mynd- arleg. En litla telpan hjúfraði sig niður við háls móður sinnar. Hún var dálítið feimin við ókunnuga og það var langt síðan við höfð- um sézt. Þá fannst móðurinni ástæða til að afsaka það og segja, að hún væri svo feimin og leið- inleg. Er sanngjarnt að segja slíkt upi litla feimna stúlku? Er rétt að segja niðurlægjandi orð um börn, þegar þau hlusta á? Heldur full- orðna fólkið raunverulega að börnin skilji ekki hvað sagt er? Jú, víst skilja þau. Ég minnist þess frá barnæsku minni hve örvilnuð ég varð þegar ættingj- arnir töluðu sín á milli um ýmsa ágalla mína í áheyrn minni. Ég held að börnin þarfnist um- fram allt uppörvunar, lofsyrða og hróss fyrir það sem vel er gert. Þau verða að fá að heyra það æ ofan í æ til að öðlast sjálfs- traust og til að yfirvinna örygg- isleysi og feimni. Við erum allt of hrædd um að börn okkar hafi ekki nógu ,,kurteisa“ framkomu, að þau þ„kki ekki fyrir sig og hneigi sig þegar við á. Gleymi þau þvi, ráðumst við jafnvel á þau með gagnrýni og hörðum dómum í viðurvist ókunnugra. Þá vill svo fara að barnið glat- ar öryggiskenndinni finnst það þurfa að sýna sérstaka varúð þeg ar það hittir ókunnuga. Þá læt- ur feimnin ekki á sér standa. Hvenær sögðuð þér síðast við barn yðar: „Mikið ertu gott barn og dug- legt. Þú getur þetta alveg hjálp- arlaust. Þér mun áreiðanlega vegna vel í lífinu“. Börnin drekka í sig slíka upp- örvun. Ég held að þau verði ekki yfirlætisfull af lofsyrðum eða eyðilögð af viðurkenningarorðum frá þeim, sem þeim er eðlileg- ast að elska mest, ne?nilega frá foreldrum sínum. Og börn skilja velvilja miklu betur en opinbera gagnrýni. Og ætli slíkt hið sama gildi ekki einnig um fullorðna? Leðurbætur á sportjakka ÞAÐ er bæði hentugt og fallegt að setja leðurbætur á olnbogana á sportjakkann, en leðrið verður að vera mjúkt en slitsterkt og dekkra að lit en jakkinn sjálfur. Bezt er að klippa bæturnar fyrst úr pappír, 18x8 sm. Horn- in eru sneidd af. Pappírinn er síðan lagður á leðrið og það skor ið eftir sniðinu annaðhvort með beittum hníf eða rakvélarblaði. Leðurbótin er þrædd á jakkann og síðan saumuð í höndunum. Séu ermarnar farnar að slitna framan á um úlnliðinn, er ágætt ráð að bæta þær með leðurræmu. Tony Curtis og Natalie Wood í aðalhlutverkum. Kvikmynd um stríð og tvo ólíka hermenn, sem verða ástfangnir af sömu stúlk- unni. Frank Sinatra sýnir einu sinni enn hversu góður leikari hann er í hlutverki Sam Loggins, áreiðanlegur og heiðarlegur her- maður, sem heyr stríð bæði hið ytra og innra gegn með- biðlara sínum Britt Harris (Tony Curtis), sem notar sér stúlkungi hans, sem leikfang. Natalie Wood, leikur Monique Blair, ameríska stúlku, sem á heima í Frakklandi. Sam verður þegar ástfangin af henni og lætur það ekki á sig fá þegar Monique trúir honum fyrir leyndarmáli sínu, að faðir hennar var negri. Monique kynnist Britt og verð- ur ástfangin af honum. Hún bið- ur Sam að segja honum frá föð- ur sínum. Britt lætur sér fátt um finnast og heldur áfram að hitta Monique. Sam reynir að standa á móti afbrýðisemi sinni, en þeg- ar hann kemst að því að Britt hefur ekki hjónaband í hyggju, verður hann sárreiður. Monique kemst að sannleikanum og reynir að drekkja sér. Mistekst. Stríðið heldur áfram. Britt og Sam í framlínu heyja baráttu hvor við annan, — annar hvor þeirra verð ur að deyja. Britt fellur í stríð- inu, en Sam kemst af, missir ann an handlegginn. Þegar hann er fullfrískur heim sækir hann gamlar slóðir þar sem hann finnur Monique. Hún hefur stofnað munaðarleysingja- hæli, og er nú tilbúto að fórna lífi sínu fýrir litlu munaðarleys- ingjana. Vel leikin «g snenn- andi kvikmynd. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.