Morgunblaðið - 02.11.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 02.11.1958, Síða 20
20 M O n C V TS B L A Ð I Ð Sunnudagur 2. nóv. 1958 ans, þar sem önnur skyldustörf biðu þeirra. Brautarlagningunni var lokið. Athöfnin, sem Hans Keisaralega Hátign í Tokyo hafði náðarsamlega fyrirskipað og boð- ið öllum flokkunum í Burma og Síam að taka þátt í, hafði verið haldin til að fagna vel unnu verki. Hún hafði f-arið fram með mik- illi viðhöfn í Kwai-búðunum. Nic- holson ofursti hafði séð um það. Japanskir liðsforingjar, hershöfð- ingjar og ofurstar höfðu flutt óteljandi ræður, húkandi í ræðú- stólum, með •svört leðurstíg*. él á fótum og gráa hanzka á höndum, baðandi handleggjum út í loftið, um leið og þeir gerðu viðvanings- legar tilraunir til að eftirlíkja tungu hins vestræna heims fyrir framan hersveit hvítra manna — manna sem voru lamaðir, sjúkir, þaktir fleiðrum og kaunum og enn miður sín á sál og líkama, eftir margra mánaða líf í víti. Saito hafði að sjálfsögðu talað nokkur orð og látið svo lítið að tjá föngunum þakkir sínar og Hans Keisaralegu Hátignar 'fyrir þá hollustu og löghlýðni er þeir hefðu sýnt. Clipton, sem vikum saman hafði horft á sjúka og dauðvona menn dragast til vinnunnar, til þess að Ijúka brúarsmíðinni, hefði getað grátið af einskærri reiði. Svo hafði hann orðið að hlusta á stutta ræðu hjá Nicholson of- ursta, þar sem hann óskaði mönn um sínum til hamingju og lofaði mjög sjálfsfórn þeirra og hug- rekki. Ofurstinn hafði lokið ræðu sinni með því að segja að þrautir þeirra og þjáningar hefðu ekki orðið til einskis og að hann væri hreykinn af því að hafa jafngóóa og hugprúða drengi undir sinni stjórn. Hegðun þeirra og breytni í mótlæti og hörmungum myndi verða öllu landinu hið fegursta fordæmi. Eftir þetta hófust svo hin eig- inlegu hátíðahöld. Ofurstinn hafði veitt aðstoð og tekið virkan þátt í þeim. Hann vissi að ekkert var jafnhættulegt fyrir mennina og aðgerðaleysi og hafði því fyrir- skipað mörg og margháttuð skemmtiatriði. Það var ekki ein- ungis margvísleg tónlist, heldur einnig gamanþáttur, leikinn af hermönnum í alls konar hjákát- Iegum gervum og jafnvel ballet- sýning sem vakti almennan og innilegan hlátur. „Sjáðu nú til, Clipton", hafði hann sagt — „þú gagnrýndir mig einu sinni, en ég hvikaði samt ekki hársbreidd frá stefnu minni fyr- ir það. Ég hef haldið siðferðisvit- und mannanna vakandi og óskertri og það er aðalatriðið. Þeir hafa þolað þrekraunina". Þetta var satt. Það hafði hald- izt heilbrigður andi í Kwai-búðun- um. Clipton varð að viðurkenna það, þegar hann horfði á menn- ina umhverfis sig. Það var ber- sýnilegt að þeir nutu barnslegrar, saklausrar skemmtunar í þessum hátíðahöldum og hin einlæga gleði þeirra útilokaði allan efa viðvíkjandi siðferðisvitund þeirra. Daginn eftir höfðu fangarnir lagt af stað. Aðeins hinir lömuðu BAZAR Félag Austfirzkra kvenna, heldur bazar í Góðtempl- arahúsinu, uppi, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 2 sd. Allt góðir og eigulegir munir. Ný sending Amerískir greiðslusloppar Fjölbreytt úrval. £ *roó Hafnarstræti 4 — Sími 13350. og dauðsjúku höfðu orðið eftir. Það átti að flytja þá til Bangkok með næstu lest frá Burma. Liðs foringjarnir höfðu farið með mönnunum. Beeves og Hughes höfðu neyðzt til þess að fara líka oj gátu því ekki séð þegar fyrsta lestin fór yfir brúna, sem hafði kostað þá svo mikið erfiði og árenyslu. Nicholson ofursta hafði hins vegar verið leyft að fylgjast með hinum sjúku. Vegna hinnar mikilvægu þjónustu sem hann hafði innt af höndum, hafði Saito ekki séð sér fært að neita honum um þennan greiða er hann hafði beðið um á sinn venjulega virðu- lega hátt. Nú gekk hann áfram, löngum, ákveðnum skrefum sem bergmál- uðu sigri hrósandi á brúarpall- inum. Hann hafði unnið sigur dagsins. Brúin var fullgerð og til- búin. Hún var afrek sem nægði til að auglýsa yfirburði og hæfileika hins vestræna heims. Hérna var það sem hann verðskuidaui að vera yfirforingi sem kannaði lið sitt áður en glæsileg sigurganga þess hæfist. Það var óhugsandi að hann væri annars staðar. Návist hans bætti að nokkru upp brottför hinna tryggu aðstoðarmanna hans og drengjanna allra sem undan- tekningarlaust hefðu .verðskuld- að að hljóta sinn skerf af þessari sæmd. Brúin var vel og traustlega gerð. Það vissi hann betur en nokkur annar. Þar var hvergi veikur blettur. Hún myndi þola það sem henni var ætlað að bera. En ekkert getur komið í staðinn fyrir endanlega athugun þess manns sem alla ábyrgðina ber. — Það var hann líka jafnviss um. Aldrei var hægt að sjá öll hugsan leg atvik fyrir. Beynsla margra ára hafði kernt honum það að alltaf getur eitthvað óvænt komið í ’J-s á síðasta andartaki, að það er alltaf einhver fluga í smyrsl- unum. Komi slíkt fyrir, þá er jafn vel hinn bezti undirforingi ekki fær um að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru. Það er óþarfi að taka það fram, að hann treysti alls ekki á skýrslu jap- önsku varðmannanna sem Saito hafði sent í eftirlitsför niður að brúnni þá um morguninn. Hann varð að sjá þetta allt með eigin augum. Hann varð að fullvissa sig um styrkleika hvers máttar- viðs og öryggi hverra samskeyta. Þegar hann var kominn út á miðja brúna, laut hann fram yf- ir handriðið, eins og hann hafði gert með stuttu millibili. Athygli hans beindist óðar að einum stólp- anum og hann stóð eins og stirðn- aður af undrun. Hin æfðu augu hans höfðu þeg- ar uppgötvað gárana á vatnsborð inu sem ein plastik-hleðslan olli. Við nánari athugun fannst Nichol son ofursta hann sjá einhvern brúnan flekk á viðnum. Hann hik- aði eitt andartak, gekk svo lítinn spöl áfram og staðnæmdist fyrir ofan annan stólpa. Þar laut hann aftur út yfir handriðið. „Þetta er undarlegt", tautaði hann fyrir munni sér. Hann hikaði aftur, gekk svo þvert yfir brúarpallinn og leit út fyrir handriðið þeim megin. Ann- ar brúnn flekkur var sýnilegur rétt undir yfirborði vatnsins. — Honum varð hálf-gramt í geði, lík ast því sem hann hefði uppgötvað eitthvert lýti á annars vel unnu verki. Hann ákvað að halda áfram, gekk yfir á enda brúar- pallsins, sneri svo við og gekk sömu leið til baka, eins og varð- maðurinn hafði gert á undan hon um, staðnæmdist svo enn í þung- um þönkum og hristi höfuðið. — Loks yppti hann öxlum og gekk alveg yfir á hægri fljótsbakkann. Hann talaði allan tímann við sjálfan sig. „Þetta var ekki þarna fyrir tveimur dögum“, tautaði hann fyrir munni sér. — „Yfirborð vatnsins var þá að vísu hærra. — Sennilega einhver aurklessa sem hefur klínzt utan á stólpann. — Samt. .. .“ Vofa tortryggninnar skaut upp kollinum innra með honum, en hin raunverulega staðreynd var honum of fjarlæg til þess að hann gæti þegar skilið hana .— Samt var hann ekki lengur í góðu skapi. Morguninn hafði verið eyði lagður fyrir honum. Hann leit aft- ur um öxl, til þess að virða betur fyi-ir sér þetta fyrirbrigði, fann enga fullnægjandi skýringu á því og gekk loks frá brúnni, gersam- lega ráðþrota. „Það getur ekki staðizt", t-aut- aði hann um leið og hann velti fyr ir sér hinum óljósu efasemdum sem vaknað höfðu í huga hans. — „Nema því aðeins að hér sé ein- hver af þessum kínversku kom- múnistaflokkum að verki“. 1 huga hans var öll skemmdar- starfsemi í órofa tengslum við slíkan óaldarlýð. „Nei, það getur ekki staðizt", endurtók hann áhyggjufullur og kveið því er koma átti. Nú sást til ferða lestarinnar, enda þótt hún væri enn í all-mikl um fjarska. Ofurstinn gizkaði á að hún myndi eiga eftir tíu mín- útna akstur til brúarinnar. Saito, sem skálmaði fram og aftur, milli brúarinnar og flokksins, fylgdist með ferðum hans og fann til óþægilegrar óframfærni, eins og alltaf í návist enska ofurstans. — Nicholson ofursti tók skyndilega ákvörðun. „Saito ofursti", sagði hann myndugum rómi. —• „Það er eitt- hvað undarlegt á seyði. Við ætt- um að athuga það nánar, áður en lestin fer yfir fljótið". Án þess að bíða eftir svari sneri hann við og gekk hröðum skrefum niður brekkuna. Hann ætlaði sér að taka litla eintrjáninginn sem lá bundinn undir brúnni og at- huga brúarstólpana. Þegar hann kom niður í fjöruna renndi hann ósjálfrátt augunum eftir henni og tók eftir rafmagnsvírnum sem lá yfir glitrandi mölina. Nicholson ofursti hleypti brúnum og gekk þangað. 24. Það var einmitt þegar hann var á leiðinni niður brattann með : a r </. ú , ó æfðum hreyfingum eftir daglega æfingu, að Shears sá fyrst til ferða hans. Japanski ofurstinn fylgdi honum fast á eftir. Það var fyrst þá sem Shears skildi að ógæfan átti enn leik á borði. Joyce hafði vitað þetta í nokkra stund. Hann hafði fylgzt með háttalagi ofurstans án þess að finna til nokkurs sérstaks kvíða. En jafnskjótt og hann sá til ferða Saitos á eftir honum, greip hann heljartaki um skaftið á rýtningn- um. Shears tók eftir því að það var eins og Nicholson ofursti drægi japanska herforingjann *— jafn- vel nauðugan — á eftir sér og hann tautaði fyrir munni sér: „Hann er að teyma japanska apann þangað. Það er okkar eig- in ofursti sem fylgir honum þang að. Ef ég gæti bara útskýrt það, talað við hann, aðeins eitt orð. .“ Stynjandi blástur eimvagnsin* heyrðist í fjarska. Allir Japanirn- ir höfðu nú sennilega fylkt liði. Mennirnir tveir í fjörunni sáust ekki frá herbúðunum. Númer Eitt gerði gremjuþrungna hreyfingu um leið og honum varð ástandið fyllilega Ijóst og hann gerði sér grein fyrir því, hvaða verknað yrði að framkvæma, verknað sem hver maður í Herdeild 319 var skyldugur að leysa af höndum, þegar þörf krafði. Hann greip 1) „Andi! Andi! Þarna er hann, Sirrí, hann hlýtur að vera meiddur“. „Sjáðu Markús. Hann hefur drepið draugaljónið!“ 2) „Hann er ekki beinbrotinn. Hjálpaðu mér að lyfta honum, Monti. Við skulum koma honum heim“. „Við ættum heldur að fela hann, Markús. Ef Göngugarpur kemst að þessu, þá lætur hann verða af hótun sinai og drepur hann“. 3) „Markús, fjárhirðirinn hlýt ur að hafa séð bardagann“. 4) „ . . . og hundurinn drap heilaga ljónið!“ segir fjárhirðir- inn við Göngugarp. — „Vektu þorpsbúa! Við verðum tafarlaust að koma þessum óláns hundi fyrir kattarnef“. SlJlItvarpiö Sunnudagur 2. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (prestur: séra J. Auðuns, organ- leikari: Páll Isólfsson). 13,15 Er- indi: Kirkja og skóli (Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum). 14,00 Miðdegistónleikar (plötur). 15.30 Kaffitíminn. 16,30 Tónleik- ar: Hljómsveit Bíkisútvarpsins leikur lög eftir Johann Strauss. Hans Antolitsch stjórnar. 17,00 Einsöngur: Hilde Gueden syngur lög eftir ýmsa höfunda. (plötur). 17.30 Barnatíminn (Helga og Huld-a Valtýsdætur). — 18,30 Á bókamarkaðnum (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). — 20,20 Skáldið og ljóðið: Jóhannes úr Kötlum (Knútur Bruun og Njörð- ur Njarðvík sjá um þáttinn). — 20,45 Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari spjallar við hlustendur og leikur hljómplötur. 21,25 Fram tíóarlandið, frásaga eftir Vigfús Guðmundsson gestgjafa (Þórar- inn Guðnason læknir flytur). — 22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 3. nóvember. Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Um búfjár- tryggingar (Gunnar Þðrðarson, fyrrum bðndi í Grænumýrar- tungu). 18,30 Barnatími: Tónlist fyrir börn (Jórunn og Drífa Við- ar). 18,50 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 19,05 Þingfréttir og tónleikar. 20,30 Einsöngur: Á vængjum söngsins. — Dorothy Warrenskjold syngur vinsæl lög. 20.50 Um daginn og veginn Bann- veig Þorsteinsdóttir lögfræðing- ur). 21,10 Tónleikar. 21,34 Ut- varpssagan: Útnesjamenn, VII. (séra Jón Thorarensen). 22,10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). —• 22.30 Kammer^ónlist (pl-). 23,10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: Ömmusögur. — 18.50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir og tónleik- ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.). 20,35 Er- indi: Heimsóknir Jóns Sigurðs- sonar í kjördæmi sitt (Lúðvík Kristjánsson ritstjóri). 21,00 Er- indi með tónleikum: Baldur Andr- ésson talar um danska tónskáldið Weyse. 21,30 íþróttir Sigurður Sigurðsson). 21,45 Tónleikar: Fernado Valente leikur á harpsi- kord verk eftir Searlatti. 22,10 Kvöldsagan: Föðurást, eftir Selmu Lagerlöf, VIII. Þórunn Elfa Magnúsdóttir rith.). 22,30 Islenzkar danshljómsveitir: Hljóm sveit Jónatans Ólafssonar leikur. 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.