Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 10
10 MORGZJNBLAÐ1Ð Sunnudagur 2. nóv. 1958 í fréttunum Gracie, furstaynja í Monaco, hefir fengið heitustu ósk sína uppfyllta: Furstahjónin hafa lát- ið byggja lítið sveitasetur — reyndar eru í húsinu 30 herbergi — skammt norður af Monaco. Sveitasetrið stendur á „lokuðu" svæði, ef svo mætti segja, þar sem Frakkar eiga mikilvægar rat sjárstöðvar á þessum slóðum, enda var tilgangur furstahjón- anna með byggingu þessa húss að fá tækifæri til að lifa rósömu fjölskyldulífi annað veifið. Sveita setrið stendur í hlíðum Mont- Agel, sem er 1100 m hátt. íslenzkri hjúkrunarkonu, Hlín Gunnarsdóttur, voru nýlega veitt heiðursverðlaun fyrir góða hjúkr un á sjúkrahúsi í Birmingham í Englandi. Hlín er 24 ára að aldri. Stærsta dagblaðið í Birmingham skýrði frá þessari verðlaunaveit- ingu og segir þar, að hún hafi starfað við sjúkrahúsið þrjú und- anfarin ár. Einnig er frá því skýrt, að tvær aðrar íslenzkar hjúkrunarkonur starfi við þetta sjúkrahús. Á myndinni sést Hlín vera að sinna einum sjúklinga sinna. Óperusöngkonan fræga, Maria Meneghini Callas, tilkynnti ný- lega, er hún fór um Orlyflugvöll- inn við París, að hún myndi inn- an skamms syngja fyrir Parísar- búa. Mun hún syngja 19. des. n.k. á hátíðasýningu í Óperunni. For- seti franska lýðveldisins verður að öllum likindum viðstaddur, og mun hún syngja fyrir hann sem Norma úr samnefdri óperu Bellinis. — Eins og menn munu | minnast, olli Maria Callas miklu hneyksli, er hún neitaði að halda as hefir aldrei sungið í París, og í þetta sinn munu Parísarbúar aðeins fá tækifæri til að hylla hana þetta eina kvöld. áfram að syngja á hátíðasýningu í söngleikahúsinu í Rómaborg. Gronchi, forseti Ítalíu, var við- staddur þá sýningu. María Call- Ekki verður betur séð, en Paulette Goddard sé mjög ánægð með lífið. Á myndinni með henni er eiginmaður hennar rithöfund- urinn Erich Maria Remarque, og kvað hjónaband þeirra vera með ágætum. Remarque er fjórði eig- inmaður Paulette, og hún er önn- ur eiginkona hans. Þau kynnt- ust í Bandaríkjunum árið 1950, voru um margra ára skeið góðir vinir og harðneituðu því, að nokkur hjónabandsáform væru á döfinni þeirra í milli. Þau búa í Porto Ronco við Maggiorevatn- ið. Þó að hjónabandið sé með ágætum — a. m. k. enn sem kom- ið er — eru áhugamál þeirra mjög ólík. Þegar Paulette stígur á sjóskíði og brunar út á vatn- ið, fer Remarque í fótabað. Með- an hann sinnir leirmunasafni sínu af mikilli natni, fæst hún við blómin sín á þeim forsendum, að hún kunni ekki að meta gamla leirmuni. Paulette Goddard var á sínum tíma gift Charlie Chapl- in. Hann sagði um hana, að engin kona í heiminum hefði eins falleg augu og hún. Remarque er ekki eins skáldlegur. Þegar hann fer til móts við hana á járnbrautarstöðina, hefir hann jafnan meðferðis körfu með góð- gæti í. Paulgtte er alltaf svöng, segir hann. Raunsæið reynist sennilega betur í hjónabandinu en rómantíkin. Fylgist með tímanum ^ Notið Cardaglugga Helztu kostir Cardagiugga eru: erii þéttir bæði gegn vatni ’og vindi. Fylgja þeim sérstakir ofnir þéttilistar, sem setjast í er gluggi hefur verið málaður. Hægt er að snúa grindunum alveg við og hreinsa allan gluggann innan frá. Er þetta mikið atriði í íbúðum á efri hæðum húsa. Hægt er að hafa gluggann opinn í hvaða stöðu sem er upp í 30°. Einangrun ágæt, þar sem tvöfaldar grindur eru í gluggunum og nægir því að hafa 2 ein- faldar rúður. Engin móða eða frostrósir safnast innan á rúðurnar. Loftræsting mun fullkomnari en við venju- lega glugga. Verkar hér líkt og loftræsting um reykháf. Útsýni nýtur sín vel, þar sem hér er aðeins 1 rúða, og skyggja því ekki sprossar eða póstar á. Hægt er að koma rimlagluggatjöldum fyrir milli rúðanna. Hægt er að fara frá gluggum opnum án þess að hætta sé á, að það rigni inn um þá. Gluggarnir eru seldi með öllum lömum og laesingum áfestum. 'ít Glugqana skal ekki steypa i, heldur setja i á eftir Timburverzlunin Völundur h.f. Klapoarstíg I — Sími 18430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.